Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1996, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1996, Blaðsíða 19
19 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996 hin hliðin X-ið er ágætt - segir Davíð Bergmann, starfsmaður Mótorsmiðjunnar Davíð Bergmann og Guðmundur Þórarinsson hafa vakið mikla at- bygli undanfarið vegna forvarna- starfa sinn gegn fíkniefnanotkun. Þeir eru báðir starfsmenn Mótor- smiðjunnar en það er félagsmið- stöð þar sem unglingar koma og læra allt í sambandi við mótor- hjól. Starfsemi Mótorsmiðjunnar hefur sýnt að mikil þörf var á slíkum samastað fyrb unglinga enda mikil aðsókn að staðnum. Það er Davíð Bergmann Daviðs- son sem sýnir hina hliðina að þessu sinni: Fullt nafn: Davíð Bergmarm Davíðsson. Fæðingardagur og ár: 2. febrúar 1970. Maki: Enginn. Börn: Engin. Bifreið: Ég'á núna Fiat Uno en er að fá heimasmíðað mótorhjól í mars. Starf: Starfsmaður Mótorsmiðj- unnar og leiðbeinandi í útideild. Laun: Léleg. Áhugamál: Mótorhjól, fótbolti, karate, forvarnarstarf og sam- skipti við fólk. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Nei, því miður en ég vildi óska þess. Ég tek ekki oft þátt en kaupi einstaka sinnum lottó til að styrkja gott málefni. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vera í kringum skemmtilegt fólk. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að vera í kringum leiðin- legt fólk. Uppáhaldsmatur: Önd að hætti mömmu. Uppáhaldsdrykkur: Það er kóka kóla og nú hljóta þeir að vera glaðir hjá Vífilfelli. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Magnús Schev- ing stendur sig alltaf best. Uppáhaldstímarit: Tímarit um mótorhjól og knattspyrnu, jafnt ítalska sem enska. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð? Helena Christensen, hin danska. Ertu hlynntur eða andvígur ríkisstjórninni? Þetta er vond spurning. Mér finnst ríkisstjórn- in hafa gert margt rétt en líka margt rangt. Hvað persónu langar þig mest að hitta? Anders Minken en hann er Norðmaður og á hug- myndina að starfsemi Mótor- smiðjunnar. Uppáhaldsleikari: Matt Dillon. Uppáhaldsleikkona: Michelle Pfeiffer. Uppáhaldssöngvari: Kurt Cobain og Morrisey. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Það gef ég ekki upp. Uppáhaldsteiknimyndaper- sóna: Road Runner. Uppáhaldssjónvarpsefni: Öll þjóðfélagsumræða og fréttir. Uppáhaldsveitingahús: Launin min bjóða ekki upp á að ég fari út að borða en mér finnst gaman að borða framandi mat. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Ég er að lesa bókina Karlar eru frá mars og konur eru frá venus. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Ég hlusta á þær eftir því hvernig skapi ég er í en reyni að elta rokkið. Mest hlusta ég á X-iö og finnst það ágætt. Uppáhaldsútvarpsmaður: Þossi og Simmi og þátturinn í klóm drekans á X-inu. Á hvaða sjónvarpsstöð horfir þú mest? Ég horfi lítið á allar stöðvar enda leiðist mér sjónvarp yfirleitt. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Trausti Jónsson veðurfræðingur. Uppáhaldsskemmtistaður: Ég fer mest í Rósenberg. Uppáhaldsfélag í íþróttum: KR í fótbolta, Juventus á Ítalíu og Arsenal í Englandi. Stefnir þú að einhverju sér- stöku í framtíðinni? Verða betri maður. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég fór til Noregs og var að vinna þar en einnig hjólaði ég frá Nor- egi yfir til Danmerkur en varð náttúrlega að taka ferjuna líka. -ELA FATAMARKAÐUR SÉRINNFLUTT FRÁ ÞÝSKALANDI missa þessu! Quelle - Verðdæmi! 3ja. hl. draktir Vandaðir jakkar Blússur Draktir Viskastykki 10 myndarammar 21 franskt ilmvatn Hringir, armbönd Handtöskur 3 töskur saman, í leikfimina, sundið, á ströndina, eða hvarsem er. Flottar og góðar. Kr. 890,- DALVEGI 2 - KÓPAVOGI SÍMI 564 2000 Höfum fengið stóra sendingu af kvenfatnaði frá Þýskalandi sem við seljum á einstöku verði samhliða útsölunni. Al/ur fatnaður með a.m.k. SO% afslætti. Pottasett, 9 litra pottar, pönnur. - VERÐTILBOÐ - VIÐ SETJUM ALLAN OKKAR FATNAÐ A UTSOLU, AÐEINS NY OG GOÐ VARA prábser Gott^ Madeleine - Verðdæmi! Var Nú Afsl. Leðurstígvél há 14990 5900 60% Leðurskór, lágir, fóðraðir 9900 3500 65% Lágir gönguskór, leður 8900 3500 60% Samkvæmisskór 8900 3100 65% Blaser-Kápur 24000 12000 50% 3ja hl. ullarsett 19900 7900 60% Peysur, síðar 11900 2900 75% I Fatamarkaður Sérinnflutt frá Þýskalandi. Frábært verð! Kvenjakkar, einlitir og köflóttir kr. 4.900 Vatteraðir, hálfsíðir utanyfirjakkar kr. 1.900 Leðurjakkar, hálfsíðir kr. 4.800 Ullarkápur, síðar kr. 7.900 Silki utanyfirjakkar, hálfsíðir kr. 3.900 Blússur, margar gerðir frá kr. 1.490 Peysur, margar gerðir frá kr. 990 Happadrjúg þjonusta ESSO þjónusta stuðlar að ánægjulegum og öruggum akstri og nægir að nefna rétta loftþyngd í dekkjum, hreinar rúður eða næga olíu. Það gæti líka reynst happadrjúgt að líta inn og kaupa miða í lottói eða getraunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.