Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1996, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1996, Blaðsíða 17
JjV LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996 17 Gamlir þekktir KR-ingar: Fótboltakappar fyrri tíma „Það var mikill knattspyrnuá- hugi hjá Reykvíkingum fyrir rúmi. um fimmtíu árum. Við sem stun- duðum fótboltann hjá KR fórum nið- ur á Tjarnargötu, þar sem Ráðhús Reykjavíkur stendur nú, til æfinga. í upphafi stríðsins yfirtóku Bretarn- ir húsið fyrir sig og við fluttum vestur á Meistaravelli þar sem KR- heimilið er enn þá,“ segir Páll Hannesson, fyrrverandi tollvörður, í samtali við DV. Páll fann í fórum sínum þessa fimmtíu ára gömlu mynd af KR-ing- um en hún var tekin í hófi sem Fær- eyingur bauð til en nafn mannsins er gleymt. „Þessi maður hafði verið um tíma á íslandi. Hluti af þessum strákum á myndinni fór til Færeyja árið 1939, í upphafi stríðsins, til að keppa i fótbolta. Við sigldum með Drottningunni og meðan við vorum í Færeyjum skall striðið á. Her- steinn Pálsson ritstjóri var farar- stjóri okkar,“ segir Páll en þetta var eina utanlandsferð þeirra knatt- spyrnukappa. Bridgefélag Breiðfirðinga Fimmtudaginn 18. janúar var spilaður eins kvölds tvímenning- ur hjá félaginu og spiluðu 16 pör howell tvímenning með forgefn- um spilum. Meðalskor var 210 og lokastaða efstu para varð þannig: 1. Hrafnhildur Skúladótt- ir-Soffia Danielsdóttir 250 2. Guðlaugur Sveinsson-Lárus Hermannsson 246 3. Björn Arnórsson-Kristín Guðhjömsdóttir 245 4. Albert Þorsteinsson-Kristó- fer Magnússon 243 5. Ólöf Þorsteinsdóttir-Vil- hjálmur Sigurðsson y 232 6. Ingibjörg Halldórsdótt- ir-Sigvaldi Þorsteinsson 231 Allir leikir fóru fram á Melavelli á þessum tíma og segir Páll að þeir hafi jafnan vel verið sóttir. Á mynd- inni eru margir gamlir og þekktir meistarar sem margir þeir eldri munu sjálfsagt kannast við. Á myndinni eru frá vinstri: Gunnar Jónsson hjá Nathan & 01- sen, Skúli rakari, Bommi hjá J. Þor- láksson & Norðmann i Hafnar- stræti, Jón Jónsson á „ellefu", Matthías, sem var í Póstinum, Guð- bjöm Jónsson klæðskeri, Sigurður Símonarson bakari, Páll Hannesson í tollinum, Færeyingur sem hér var í heimsókn og Sigurður Halldórsson í Haraldarbúð, þjálfari KR. -ELA KR-ingar á góðri stundu fyrir fimmtíu árum. Gunnar, Skúli, Bommi, Jón, Matthías, Guðbjörn, Sigurður, Páll, óþekkt- ur Færeyingur og Sigurður þjálfari. 1—1—W immm TRO * * , x ) b 15-50% afsláttur Parket, 1. gæoaflokkur Quick-Step parket, 1. gæðaflokkur - gólfdúkar - gólfteppi - fíltteppi - stök teppi - baðmottur - dyramottur gúmmímottur blöndunartæki hreinlætistæki - baðkör sturtubotnar ýmsar gjafavörur - málning veggfóðursborðar flísar, úti og inni - ísskápar þvottavélar frystikistur á i%#i Opið öll kvöld og allar helgar MMEfMð JfeXMETRO iH%METRÓ Reykjavík Reykjavík Reykjavík Málarinn, Skeifunni 8 Hallannúla 4 Lynghálsi 10 sími 581 3500 sími 553 3331 sími 567 5600 >%\METRÓ Akureyri Furuvöllum 1 sími 461 2785/2780 iWMETRÓ Akranesi Stillholti 16 sími 431 1799 i\\METRÓ ísafirði Mjallargötu 1 sími 456 4644 LETTOSTAR þrír góðir á léttu nótunum MUNDU EFTIR OSTINUM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.