Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1996, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1996, Blaðsíða 40
^ Heikhús fréttir LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996 T>V Sýknun sjömenninganna í Skálafjallsmálinu í Færeyjum vakti bæði undrun og hneykslan: Fór í ferðalag með verjendunum LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR SÍMI 568-8000 STÓRA SVIÐ: ÍSLENSKA MAFÍAN eftlr Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson Lau. 27/1, fáein sæti laus, lau. 3/2. LÍNA LANGSOKKUR eftir Astrid Lindgren Sun. 28/1 kl. 14, sun. 4/2, lau. 10/2. STÓRA SVIÐ KL. 20: VIÐ BORGUM EKKI, VIÐ BORGUM EKKI eftir Dario Fo Föst. 2/2, fáein sæti laus, fimmt. 8/2, aukasýningar. Þú kaupir einn miða, færð tvo! Samstarfsverkefni við Leikfélag Reykjavíkur: Alheimsleikhúsið sýnir á Litla sviði kl. 20.00: KONUR SKELFA toilet-drama eftir Hlín Agnarsdóttur. Leikstjóri: Hiín Agnarsdóttir Leikmynd: Jón Þórisson Búningar: Áslaug Leifsdóttir Lýsing: Ögmundur Jóhannesson Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen Tónlist: „Skárr’ en ekkert” Leikarar: Anna E. Borg, Ásta Arnardóttir, Kjartan Guðjónsson, María Ellingsen, Steinunn Ólafsdóttir og Valgerður Dan. Frumsýning lau. 27/1, uppselt, sunnud. 28/1, föst. 9/2, lau. 10/2. Barflugurnar sýna á Leynibarnum kl. 20.30: BAR PAR eftir Jim Cartwright Lau. 27/1, kl. 23.00, uppselt, fim. 1/2, föst. 2/2, uppselt. Tónleikaröð L.R. Á STÓRA SVIÐI Þriðjud. 30/1 kl. 20.30: Blús f Borgarleikhús. JJ-Soulband, Vinir Dóra og gestir. Miðaverð kr. 1.000. HÖFUNDASMIÐJA L.R. á Leynibarnum sunnud. 28/1 kl. 16.00: GRÁMANN eftir Valgeir Skagfjörð. Fyrir börnin: Línu-ópal, Línu-bolir og Linu-púsluspil.. Miðasalan er opin alla daga frá kl. 13-20, nema mánudaga frá kl. 13-17, auk pess er tekið á móti miðapöntunum i síma 568-8000 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Gjafakortin okkar - frábær tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavíkur - Borgarleikhús Faxnúmer 568-0383. Bæjarleikhúsið Mosfellsbæ LEIKFÉLAÚ MOSFELLSSVEITAR sýnir gamanleikinn Deleríum Búbónis eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni í Bæjarleikhúsinu. Sýningar hefjast kl. 20.30. 9. sýn. laugd. 27. janúar 10. sýn. sunnd. 28. janúar. Föstudaglnn 2. febr. Sunnudagfnn 4. febr. Fimmtudaginn 8. febr. Föstudaginn 9. febr. Laugardaginn 10. febr. Miðapantanir í síma 566 7788 allan sólarhringinn. Miðasala í leikhúsi frá kl. 17 sýningardaga. Andlát Sigurgeir Jónsson, Birkimel 10, Reykjavík, lést fimmtudaginn 25. janúar á elli- og hjúkrunarheimil- inu Grund. ÞJÓDLEIKHÚSID STÓRA SVIÐIÐ KL. 20.00: ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson í kvöld, uppselt, md. 31/1, nokkur sæti laus, föd. 2/2, uppselt, Id. 3/2, uppselt, fid. 8/2, örfá sæti laus, Id. 10/2, uppselt, fid. 15/2, föd. 16/2. DONJUAN eftir Moliére 9. sýn. á morgun, sud., fid. 1/2, föd. 9/2, sun. 18/2. GLERBROT eftir Arthur Miller Sud. 4/2, sud. 11/1, Id. 17/2. KARDEMOMMUBÆRINN eftir Thorbjörn Egner í dag, ld., kl. 14.00, uppselt, sd. 28/1 kl. 14.00, uppselt, id. 3/2 kl. 14.00, uppselt, sud. 4/2 kl. 14.00, uppselt, Id. 10/2, örfá sæti laus, sd. 11/2, uppselt. LITLA SVIÐIÐ KL. 20.30: KIRKJUGARÐSKLÚBBURNN Sud 28/1, uppselt, fid. 1/2, örfá sæti laus, sud. 4/2, örfá sæti laus, mvd. 7/2, föd. 9/2, uppselt, sud. 11/2, Id. 17/2, nokkur sæti laus. Athugið að ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ KL. 20.00: Leigjandinn eftir Simon Burke 6. sýn. sud. 28/1, örfá sæti laus, 7. sýn. fid. 1/2, 8. sýn. sud. 4/2, 9. sýn. föd. 9/2, sud. 11/2. Sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. LEIKHÚSKJALLARINN KL. 15.00: Leiksýningin ÁSTARBRÉF með sunnudagskaffinu. Höf.: A.R. Gurney Leikendur: Herdís Þorvaldsdóttir og Gunnar Eyjólfsson. Kaffi og ástarpungar innifalið í verði sem er kr. 1300. Á morgun kl. 15.00, sud. 4/2 kl. 15.00, sud. 11/2 kl. 15.00 og sud. 18/2 kl. 15.00. Cjafakort í leikhús - sigild og skemmtileg gjöf! Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00-18.00 og fram að sýningu sýningardaga. Einnig símaþjónusta frá kl. 10.00 virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Fax: 561 1200 SÍMI MIÐASÖLU: 551 1200 SÍMI SKRIFSTOFU: 551 1204 VELKOMIN í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ! ÍSLENSKA ÓPERAN ---Jl'" Simi 551-1475 MADAMA BUTTERFLY eftir Giacomo Puccini Sun. 28/1 kl. 20, lau. 3/2 kl. 20. ATH. FÁAR SÝNINGAR EFTIR! HANS OG GRÉTA eftir Engilbert Humperdinck Sun. 28/1 kl. 15, lau. 3/2 kl. 15. ATH. SÝNINGIN 27. JANÚAR FELLUR NIÐUR. Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 15-19, laugar- daga og sunnudaga kl. 13-19 og sýningarkvöld er opið til kl. 20. SÍMI 551-1475, bréfasími 552-7384. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA Jófríður Stefánsdóttir, Stafni, Reykjadal, lést að heimili sínu mið- vikudaginn 24. janúar. Álfheiður Margrét Jóhannsdótt- ir, Friðarstöðum, Hveragerði, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 24. janúar. Útfórin fer fram frá Hveragerðis- kirkju laugardaginn 3. febrúar kl. 14.00. Sjö Færeyskir athafna- og fjár- málamenn voru á dögunum sýknað- ir í svokölluðu Skálafjallsmáli. Þeir voru ákærðir fyrir umfangsmikil fjársvik í tengslum við byggingu togarans Skálafjalls, höföu hagrætt skjölum á þann hátt að miklu hærri lán fengust til byggingar togarans en reglur leyfðu. Fjöldi sönnunar- gagna var þvílíkur að málið þótti borðleggjandi og var almennt búist við að mennirnir yrðu fundnir sek- ir. Sýknudómurinn yfir öllum sak- bomingum vakti hins vegar bæði undrun og hneykslan, ekki síst í Danmörku. Og ekki bætti úr skák þegar ríkissaksóknari drap máliö nánast með þeirri ákvörðun sinni að áfrýja því ekki þrátt fyrir ósk lög- reglustjórans í Færeyjum þar um. En málið tók nýja stefnu í síðustu viku og verið getur að það verði allt tekið upp að nýju. Dagblaðið Jyl- lands Posten birti ítarlega grein þar sem málsatvikum var lýst. Þar kom fram að höfuðpaur máls- ins, virtur lögmaður, hafði skrifað lögmanni sínum bréf þar sem hann viðraði hugmyndir um að hafa áhrif á dómarann utan réttarsalarins. Þá kom fram að dómarinn hafði farið í náttúruskoðunarferð með fjórum verjendum sakborninganna. Þrátt fyrir fullyrðingar um að Skálafjalls- málið hafí ekki borið á góma í þeirri ferð þykir dómarinn hafa farið langt yfir strikið með þátttöku I ferðinni og vegið að eigin trúverðugleika og hæfi. Nú hefur ríkissaksóknari beð- ið Eystri landsrétt í Danmörku um að meta hæfi dómarans. Verði dóm- arinn talinn óhæfur verða sýknu- dómar hans gerðir ógildir og málið tekið upp að nýju. Áttu engan pening Skálaíjallsmálið á rætur að rekja allt aftur tii ársins 1985. Þá var upp- gangur í Færeyjum. Fólk ók um í nýjum bílum, á nýjum vegum og bjó í góðum húsum. Allt virtist hægt. Þess vegna hikuðu útgerðarmaður- inn Jörgen Bech og forstjóri skipa- smíðastöðvarinnar, Ole Zacharias- sen, ekki þegar þeir skrifuðu undir samning um byggingu 60 metra langs lúxustogara sem var svipaður að stærð og meðalstór íslenskur frystitogari. Áætlaður kostnaður við byggingu togarans var 86 milljónir danskra króna eða um 950 milljónir króna miðað við gengi dönsku krón- unnar í dag. Hægt var að lána 80 prósent fjárins hjá danska skipa- lánasjóðnum og 10 prósent hjá ríkis- sjóði Færeyja. Eigendurnir urðu að punga út 10 prósentum sjálflr eða 8,6 milljónum danskra króna áður en stærsta lánið fengist. En þær voru ekki til. Þá tóku þeir kumpánar það til ráðs að hækka byggingarkostnað skipsins ríflega. Með tilbúnum töl- um hækkaöi kostnaðurinn í 103,4 milijónir danskra króna. Þannig hækkaði hlutur ríkissjóðs og dekk- aði framlag eigendanna. Allt var klárt. Bankastjórar og fyrrnefndur lögmaður þénuðu vel á að aðstoða við þessar tilfæringar. En nú voru Skálafjallsmenn komnir á bragðið. Þegar danska rík- isstjórnin ákvað að veita aukalán á sérlega lágum vöxtum í þeim til- gangi að styrkja skipasmíðaiðnað- inn hugsuðu þeir gott til glóðarinn- ar. En gallinn var sá að þessi kjör giltu einungis um samninga sem gerðir voru frá og með 1. janúar Þórunn Sigurðardóttir frá Melstað, Hásteinsvegi 47, verður jarðsungin frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, laugardaginn 27. janúar kl. 14.00. Jóhannes Jónsson, Dvalarheimil- inu Hlíf, ísafirði, verður jarðsung- inn frá ísafjarðarkirkju laugardag- inn 27. janúar kl. 14.00. Sigurður Guðmundsson frá Hjarð- ardal, Fjarðargötu 14, Þingeyri, verður jarðsunginn frá Mýrakirkju laugardaginn 27. janúar kl. 14.00. 1986. Samningurinn um byggingu Skálafjalls var frá 9. október 1995. En hinir færeysku athafnamenn létu slíkt smotterí ekki stöðva sig. Þeir breyttu dagsetningunni á öllum skjölum sem fóru til danskra lána- sjóða í 6. febrúar. Þannig fóru tvenns konar „sett“ af skjölum um kerfið, eitt fyrir færeyska kerfið og annað fyrir það danska. Lögmaður- inn hélt um þræðina. Þar að auki var reynt að slá ryki í augu lánar- drottna með því að gefa út endalaus skjöl og færa peninga til og frá milli bankareikninga. Þarna virtist stór- verkefni á ferð. Þegar embættismann stjórnvalda í Þórshöfn fór aö gruna að eitthvað væri bogið við fjármögnun togarans var það of seint. Atli Dam sagði að framtíð skipasmíðastöðvarinnar, eins stærsta vinnustaðar Færeyja, væri í hættu og koma yrði skipinu á veiðar. Skálafjall fór í jómfrúrferð sína í janúar 1988. En þá var fiskur- inn nánast horfinn úr sjónum og lít- ið aflaðist. Verðhrun varð. í ágúst sama ár fór skipasmíðastöðin Skála Svend Erik Hansen, setudómari í Skálafjallsmálinu. Skipasmiðja í greiðslustöðvun. Lán- in voru öll í miklum vanskilum og stuttu fyrir jól 1991 var Skálafjall selt á nauðungaruppboði. Danska ríkið, Seðlabankinn, ríkissjóður Færeyja og dótturfyrirtæki Den Danske Bank töpuðu samtals 67 milljónum danskra króna á ævin- týrinu en 49 milljónir fengust fyrir togarann á uppboði. En Skálafjallsmálið var ekki eins- dæmi. Útgerðirnar fóru hver af ann- arri á hausinn og við tók kreppa á Færeyjum. Stjórnmálamenn, endur- skoðendur, ráðgjafar og lögmenn komu í stríðum straumum til Fær- eyja og slúðrið gekk um lítið og lok- að samfélag þar sem allir þekktu alla, flestir vissu um misferlið en gáfu, af tilliti við vini sína og frænd- ur og atvinnustigið, þegjandi sam- þykki. Reynt að hafa áhrif á dámarann Málaferlin vegna Skálafjalls hófust 1. september 1994. Joen Andr- easen, dómari í Færeyjum, sagði strax að hann væri óhæfur í málinu vegan tengsla við athafnamennina. Því var kallaður til setudómari frá Danmörku, Svend Erik Hansen. Þáttur hans í málinu varð strax um- deildur þar sem hann fór í ferð með fjórum verjendum málsins til eynn- ar Mykines þar sem sólsetrið, fugl- arnir og náttúran var skoðuð í allri sinni dýrð og menn slökuðu af í sumarhúsi. Um mánuði seinna, þegar sérstak- ur mannskapur frá lögreglunni í Kaupmannahöfn hafði komið til Færeyja og framkvæmt húsleit hjá 150 aðilum í tengslum við ýmis fjár- svikamál, kom í ljós bréf sem lög- maðurinn fyrrnefndi, Magnus S. Petersen, skrifaði verjanda sínum. Þar viðraði hann ýmsar hugmyndir um að hafa áhrif á dómarann í og utan réttarsalarins. Þá var vitað að dómarinn hafði unnið hjá gamla dómaranum sem ungur maður og þekktust þeir vel. Var stungið upp á því að sá gamli setti dómarann inn í „ýmsar staðreyndir” um málavexti. Verjandi Petersens sagði að bréfið væri trúnaðarmál hans og skjól- stæðings síns og samþykkti dómar- inn að það yrði ekki notað fyrir rétti. Síðar vildi enginn kannast við bréfið. Vakti einnig furðu að Peter- sen virtist geta vaðið í skjalahunka sem lögreglan hafði lagt hald á og hirt skjöl að vild. Vantaði ásetning Eins og áður segir virtist allt tO reiðu að sakfella athafnamennina. Staðreyndirnar um svik og skjala- fals lágu á borðinu og hvatti Peter- sen til að sakborningarnir byröjuðu á að viðurkenna skjalafalsið til að auka trúverðugleika þess sem þeir mundu síðar segja. En annar fram- burður einkenndist af miklu minnisleysi. Síðan kom bomban. Sjömenning- arnir, skipasmíðaforstjórinn, út- gerðarmaðurinn, lögmaðurinn og bankastjórarnir fjórir voru sýknað- ir af öllum ákærum. Sakborningarn- ir höfðu vissulega gert eitt og annað af því sem þeir voru sakaðir um en dómarinn var á þeirri skoðun að þeir hefðu ekki gert það til að skaða neinn. Hann mat það svo að þá vant- aði ásetning. Því var ekki hægt að dæma þá seka. Lögmenn og fleiri fundu strax að dómsniðurstöðunni og því kom það flestum í opna skjöldu þegar ríkis- saksóknari neitaði að áfrýja í mái- inu sem var prófmál fyrir mörg svipuð fjársvikamál sem biðu af- greiðslu dósmtóla. En eftir skrifin í Jyllands Posten og þrýsting frá dómsmálaráðherra hefur ríkissaksóknari beðið um mat Eystri landsréttar á hæfi setudómar- ans. Skiptar skoðanir eru um þann þátt málsins og margir Færeyingar reiðir yfir afskiptum Dana. Efast þeir stórlega um réttaröryggi sitt. En eftir stendur að setudómarinn valdi að horfa fram hjá villandi framburði og á stundum ósönnum um þætti málsins, ekki síst hvað varðar þann greinilega ásetning at- hafnamannanna að svíkja hærri lán úr lánasjóðum með því að falsa byggingarkostnað Skálafjalls og fá lán á hagstæðari kjörum með því að breyta dagsetningum á byggingar- samningunum. Björn Westh, dómsmálaráðherra Dana, segist ekki hafa haft bein af- skipti af niðurstöðu dómstóla en segir rétt að láta dómstól ákvarða hvort taka eigi málið upp að nýju. „Allir aðilar á þingi voru á þeirri skoðun að málið væri þannig vaxið að eitthvað yrði að gera,“ sagði Westh. Jarðarfarir VARNARLIÐIÐ LAUST STARF Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli óskar að ráða lærðan kjötiðnaðarmann tll starfa hjá Matvöruverslun Varnarliðsins. Mjög góð enskukunnátta nauðsynleg. Vinnutími: þriðjudaga til laugardaga 8.00-17.00. STARFIÐ ER ÓTÍMABUNDIÐ. Umsóknir berist til Ráðningardeildar Varnarmálaskrifstofu, Brekkustíg 39, Njarðvík, sími 421-1973, eigi síðar en 9. febrúar 1996. Starfslýsing liggur þar frammi til aflestrar fyrir umsækjendur og er þeim bent á að lesa hana áður en sótt er um. UMSÓKNAREYÐUBLÖÐ FÁST EINNIG Á SAMA STAÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.