Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1996, Blaðsíða 12
i2 erlend bóksjá Metsölukiljur 1 •*•••••••••••«• Bretland Skáldsögur: 1. Davld Guterson: Snow Falling on Cedars. 2. Robert Goddard: Borrowed Tlme. 3. Dlck Francls: Wlld Horses. 4. Michael Rldpath: Free to Trade. 5. Kate Atkinson: Behlnd the Scenes at the Museum. 6. Colln Forbes: Fury. 7. Pat Barker: Regeneration. 8. Sebastlan Faulks: Blrdsong. 9. Pat Barker: The Eye In the Door. 10. Terry Pratchett: Interestlng Times. LAUGARDAGUR 27. JANUAR 1996 Rit almenns eölis: 1. Wlll Hutton: The State Welre in. 2. Alan Bennett: Wrltlng Home. 3. Andy McNab: Bravo Two Zero. 4. Ranfurly: To War with Whltaker. 5. Nelson Mandela: Long Walk to Freedom. 6. S. Blrtwlstle & S. Conklln: The Making of Pride and Prejudlce. 7. N.E. Genge: The Unofflcial X-Flles Comnpanlon. 8. Howard Sounes: Fred and Rose. 9. S. Nye & P. Dornan: The A-Z of Bahaving Badly. 10. Jung Chang: Wlld Swans. (Byggt á The Sunday Times) Danmörk 1. Llse Nergaard: De sendte en dame. 2. Jung Chang: Vllde svaner. 3. Klrsten Thorup: Elskede ukendte. 4. Robert J. Waller: Broerne I Madlson County. 5. Josteln Gaarder: Sofles verden. 6. Bret Easton Ellis: Uskrevne regler. 7. Peter Heeg: De máske egnede. (Byggt á Polltlken Sendag) Enid Blyton tekur fluqið enn á ný Þaö virðist engu máli skipta hversu hart margir úr rööum hinna fullorðnu fordæma barnabækurnar sem Enid Blyton samdi um og upp úr miöri öldinni. Sögur hennar hafa haldið vinsældum sínum þrátt fyrir ítrekaðar árásir síðari áratugina og munu væntanlega taka flugið á nýj- an leik í heimi nýrrar fjölmiðlunar eftir að breska fyrirtækið Trocadero yfirtók í vikunni réttinn á öllum sögupersónum Blytons. Kaupverðið jafngildir um hálfum öðrum millj- arði islenskra króna. Enid stofnaði sjálf fyrirtæki um verk sín árið 1950. Þegar hún lést árið 1968 erfðu dætur hennar tvær, Gillian Baverstock og Imogen Smallwood, fyrirtækið sem nú hefur verið selt. Eldri dóttirin, Gillian, vildi reyndar sjálf kaupa, en réði ekki við það fjárhagslega og varð því að fallast á söluna til Trocadero sem átti í höggi við erfiða keppi- nauta svo sem PolyGram og Sony en hafði betur. Samdi um 700 bækur Hinir nýju eigendur ætla að koma sögupersónunum góðkunnu, svo sem Dodda, Eymalang og Félög- unum fimm, á framfæri með marg- víslegum nýjum hætti. Ferðamenn sem heimsækja London munu fljót- lega geta kynnst mörgum þeirra í nýrri deild geysimikillar skemmti- hallar sem fyrirtækið rekur nú þeg- ar við Piccadilly Circus. Hafinn er undirbúningur að nýjum sjónvarps- myndaflokki um Félagana fimm. Og sótt verður af krafti inn á mynd- bandamarkaðinn, en teiknimyndir BBC um Dodda seljast grimmt. Blyton skrifaði alls um 700 bækur Doddi, sem varð til fyrir tæplega hálfri öld, malar gull sem aldrei fyrr. Umsjón Elías Snæland Jónsson af öllu mögulegu tagi, enda var hún afar fljót að skrifa. Gott dæmi þar um er að hún byrjaði að skrifa Ævintýrafljótið á mánudegi og lauk við söguna síðdegis næsta fóstudag! Af þessum titlum eru um 500 enn til sölu í bókaverslunum víða um heim, en sögur hennar hafa verið þýddar á um 30 tungumál. Langvin- sælastur er að sjálfsögðu Doddi: hann hefur selst í yfir 100 milljón- um eintaka frá því hann sá fyrst dagsins ljós árið 1949. En sögurnar um Félaganna fimm, Leynifélagið sjö saman, „Dularfullu" bækurnar og hvað þær nú heita allar saman, eiga einnig greiðan aðgang að barnabörnum þeirra sem fyrst lásu þær. í fyrra seldust tæplega sex milljónir eintaka af verkum hennar, og þannig hefur það verið mörg undanfarin ár. Á vit ævintýra Gillian, eldri dóttir höfundarins, segir móður sína hafa flúið á vit ímyndunaraflsins og ævintýranna á erfiðum æskuárum. Hún var elst þriggja systkina, en hjónaband for- eldra þeirra gekk illa. Börnin urðu vitni að síendurteknu rifrildi sem endaði gjarnan meö því að faðir þeirra rauk á dyr. Svo fór, þegar hún var þrettán ára, að hann kom ekki aftur. Það var mikið áfall fyrir Enid sem hafði dýrkað föður sinn. „Til að byrja með sagði hún sjálfri sér sögur á kvöldin til að þurfa ekki að hlusta á rifrildi for- eldra sinna,“ segir Gillian. „Þegar faðir hennar fór sagði hún yngri bræðrum sínum sögur áður en þeir fóru að sofa. Fyrir hana voru sög- urnar leið til að flýja raunveruleik- ann.“ Stundum er sagt að börnin hrífist mest af sögum sem fullorðna fólk- inu finnst minnst til koma. Verk Blyton eru augljóst dæmi um þetta. „Það nægir að hvísla nafn hennar til að vekja tilfinningu spennu og eftirvæntingar hjá þeim mikla fjölda barna, sem lesa sögurnar, en viðbrögð hinna fullorðnu sveiflast á milli háðs og ógleði," skrifaði gagn- rýnandi fyrir þremur áratugum. Samt verður Enid Blyton enn í röð langvinsælustu barnabókahöfunda heimsins þegar Hundrað ár eru lið- in frá fæðingu hennar, 1997. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Terry McMlllan: Waiting to Exhale. 2. David Guterson: Snow Falling on Cedars. 3. Rlchard North Patterson: Eyes of a Child. 4. Nora Roberts: Born In Shame. 5. Richard Paul Evans: The Chrlstmas Box. 6. James Patterson: Kiss the Girls. 7. Mary Higgins Clark: The Lottery Wlnner. 8. Tom Clancy & Steve Pieczenlk: Mirror Image. 9. Carol Shields: The Stone Diaries. 10. V.C. Andrews: Hlddel Jewel. 11. Jonathan Kellerman: Self-Defense. 12. Judith Pinsker: Robin’s Diary. 13. Dean Koontz: Dark Rlvers of the Heart. 14. Nancy Taylor: Californla Angel. 15. Tami Hoag: Nlght Sins. Rit almenns eölis: 1. Tim Allen: Don't Stand to Close To a Naked Man. 2. Paul Reiser: Copplehood. 3. Richard Preston: The Hot Zone. 4. H. Johnson & N. Rommelmann: The Real Real World. 5. David Wild: Friends. 6. Doris Kearns Goodwin: No Ordlnary Tlme. 7. Brian Lowry: The Truth is out there. 8. Mary Pipher: Reviving Ophella. 9. Clarissa Pinkola Estés: Women Who Run wlth the Wolves. 10. Thomas Moore: Care of the Soul. 11. Delany, Delany & Hearth: Having Our Say. 12. M. Scott Peck: The Road Less Traveled. 13. B.J. Eadie & C. Taylor: Embraced by the Llght. 14. Tom Clancy: Fighter Wing. 15. D.R. Butler, L. Gregory & A. Ray: America’s Dumbest Crimlnals. (Byggt á New York Tlmes Book Revlew) vísindi Lausn á málleysi apans Mannskepnan er sú eina sem getur talað upphátt og vísinda- menn telja sig vita hvers vegna svo er. Lykillinn að leyndardóm- inum er stjómun á önduninni og svarið fundu þeir þegar þeir kit- luðu simpansa. Simpönsum hefur verið kennt að nota tungumál með aðstoð tölvulyklaborða og hafa sumir þeirra lært meiri orðaforða en er á færi tveggja ára barna. En ekki hefur verið hægt að kenna þeim að tala upphátt. Simpansinn hefur ekki sömu stjórn á þindinni og öðrum vöðv- um sem tengjast máli og maður- inn þegar hann hlær og því getur hann ekki lært að tala upphátt. Þenslan hægir á sér Stjörnufræðingar segja að þensla alheimsins hafi hugsan- lega hægt á sér en ekki er vitað hvort það sé undanfari þess að hann muni hrynja saman. „Við vitum ekki hvort alheim- urinn hægir nægilega mikið á þenslunni til að hann falli sam- an,“ segir stjarneðlisfræðingur- inn Saul Perlmutter sem rann- sakaði hegðun sjö fjarlægra sprengistjarna. Við þurfum þó ekki að hafa miklar áhyggjur því þetta er ferli sem tæki tugmilljarða ára. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson Bandarískir vísindamenn gera merkar tilraunir: Rottum gefið bóluefni gegn kókaínvímunni Vísindamönnum í Bandaríkjun- um hefur tekist að búa til tilrauna- bóluefni gegn kókaíni sem kemur í veg fyrir sterka vímuna sem fikni- efni þetta veldur. Bóluefnið gerir þetta með því að framleiða í miklu magni mótefni sem sópar upp eit- uragnirnar í blóðinu áður en þær ná til heilans. Ef bóluefnið reynist árangursríkt gæti það komið að gagni við með- ferð á fikniefnaneytendum sem hafa tekið inn of stóran eiturskammt. Þá kann það að veikja löngun fiklanna í efnið og draga úr ávanabindingunni, segir Alan Leshner, taugavísindamaður við stofnun sem rannsakar fíkniefna- misnotkun. Nú um stundir byggist meðferðin gegn kókaínfikn- inni á sálfræði- og atferlismeð- ferð. Ýmis tilraunalyf eru í skoðun en að sögn Franks Voccis, lyfjafræð- ings við stofnunina, hefur árangurinn ekki verið sérlegá mik- ill til þessa. „Ég tel að mikilvægasta sem þetta land þarf á aðj halda til að leys; kókaínvandann e að þróa lyf, annað hvort fyrir þá sem taka of stóra skammta eða sem vinnur gegn lönguninni,“ segir Les- hner. Vísindamennirnir geröu tilraunir sínar á rottum og kom bóluefnið í veg fyrir að þær sýndu atferli kóka- ínávanabindingar, auk þess sem það dró umtalsvert úr magni kóka- íns í heila tilraunadýranna, að því er kemur fram í grein í tímaritinu Nature. „Þetta er fyrsta birta skýrslan um framleiðslu mótefna sem koma í veg fyrir flutning kóka- íns tO heilans," segir Leshner. Ekki er vitað hversu lengi áhrif bóluefnisins mundu vara í manns- líkamanum en það ætti að vera hægt að endurbólusetja með því, eins og gert er gegn stífkrampa. Þá er heldur ekki vitað hvort bóluefnið muni draga úr eða eyða kóka- ínsávananum. „Næst ætlum við að rannsaka ávanahegðunina,” segir Kim D. Janda, efnafræðingur við Scripps rannsóknarstofnunina í La Jolla í Kaliforníu, einn þeirra sem þróuðu bóluefnið. Ekki er vitað hvenær hægt verð- ur að prófa það á mönnum. David Self, geð- læknir við Yale háskólann, skrif- ar einnig grein í Nature þar sem hann lýsir yfir efasemdum sínum um bóluefn- ið. „Fíkniefnaávani er flókinn geð- sjúkdómur og eins og er um aðra geðsjúk- dóma er ekki til ein skyndi- ækning," segir avid Self í ein sinni. Ralph sest undir stýrí Tveir vísindamenn við Carneg- ie Mellon háskólann í Bandaríkj- unum óku þvert yfir Bandaríkin, frá Pittsburgh til San Diego, í bíl en stýrðu þó hvorugur svo heitið geti á leiðinni, á fjóröa þúsund kilómetra. Það var tölvuforrit, sem gegnir heitinu Ralph, sem sá um að stýra bílnum 98 prósent leiðar- innar á hraðbrautunum, á tæp- lega eitt hundrað kílómetra með- alhraða á klukkustund. Ralph heldur til í fistölvu. Myndavél sem horfir fram á veg- inn er tengd við tölvuna sem les myndirnar og stýrir bílnum í samræmi við það sem myndavél- in sýnir. Að sögn tvímenninganna var ferðin miklu meira afslappandi en þeir gerðu ráð fyrir en annar þeirra var þó ávallt með hend- urnar við stýrið, reiðubúinn að taka við stjórninni. Elsti ís í heiminum David Sugden, jaröfræðingur við Edinborgarháskóla, telur ólfklegt að kenningar um að loft- slag á Suðurskautslandinu hafi verið milt fyrir einum þremur milljónum ára standist. Ástæðan er sú að sjálfur hefur hann fund- ið 8 milljón ára gamlan ís á aust- urhluta Suðurskautslandsins. is þessi er um hundrað metra þykk- ur. Á þessum slóðum bráðnar is aldrei vegna stöðugs frosts. Sugden segir að ef loftslag hefði verið hlýrra fyrir .þremur milljónum ára hefði ísinn bráðn- að.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.