Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1996, Blaðsíða 8
 sælkerinn LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996 Veitingahúsið Við tjörnina: Rauðvínsoðinn steinbítur Veitingahúsið Við tjörnina er annálað fyrir góða fiskrétti og marga frumlega. Þeir Rúnar Marvinsson og Gunnar ( Jónsson hafa getað laðað fram hina ótrúlegustu rétt Gunnar Örn ætlar að gefa hér uppskrift af rauðvíns- soðnum steinbít og miðar hann uppskriftina við hvern mann. 200 g steinbítsflök 4 stk. ferskir sveppir 1/4 rauðlaukur 1 dl rauðvín hvítlaukur fiskisoð hunang steinselja rjómi salt og pipar Rauðlaukur og sveppir eru steiktir létt á pönnu. Rau vini hellt út í og soðið niður um helming. Fiskurinn e kryddaður og settur út í rauðvinið með sárið niður. Soð- ið við vægan hita í stutta stund í sa 1-2 mínútur. Þegar fiskurinn er soðinn og orðinn vínrauður á litinn er hann færður upp á disk. Slettu af fiskisoði og rjóma bætt út í rauðvínið á pönnunni og kryddað með hvítlaul hunangi, steinselju, salti og pipar. Berið fiskinn fram með soðnum kartöflum eða hrísgrjón- um eftir smekk og fersku salati. -ELA matgæðingur vikunnar Tdmat- súpa Bestu tómatsúpuna lag- ar maður sjálfur og það þarf ekki að vera mikið mál. Tómatsúpa með heimabökuðu brauði er • mjög góð og seðjandi mál- tíð. Hér kemur uppskrift að slíkri súpu fyrir ijóra. 1 blaðlaukur 2 laukar 2 msk. ólífuolía 2 flegnir tómatar, hakk aðir, mega vera úr dós 4-5 dl grænmetisten- ingasoð y4 tsk. rósmarín 1 dl sýrður rjómi eða venjulegur salt og pipar fersk rósmarínblöð til skreytinga Hakkið blaðlauk og lauk og snöggsteikið í ólífuolíu í potti. Setjið tómatana út í grænmetis- soðið og kryddið og látið súpuna malla í 15 mínút- ur. Setjið þá allt í mat- vinnsluvél og maukið og síðan aftur í pottinn. Hrærið sýrða rjómanum saman við og hitið súp- una upp aftur. Ef notaður er venjulegur rjómi má súpan ekki sjóða. Bragð- bætið með salti og pipar. Skreytið súpuna með fersku rósmarín og berið fram með nýjum rún- stykkjum eða heimabök- Humargondólar og hvítvínskálfur „Ég hef gaman af að elda mat en ég er ekki góður í uppskriftum, gleymi þeim jafnóðum, breyti þeim og laga að eigin smekk. Ég nota gjarnan það sem til er hverju sinni,“ segir Björn G. Björnsson, leikmyndateiknari og fyrrum þjóðlagasöngvari í Savanna tríóinu, og nú matgæðingur vikunn- ar. „Ég held mikið upp á sjávarrétti, enda hráefnið gott, og svo erum við mjög hrifin af ítölskum mat, en hann byggist líka á fersku og góðu hráefni. Fyrir utan Hið íslenska fé- lag, sem Ása Finnsdóttir, matgæðing- ur síðustu viku, sagði frá, erum við hjónin í óformlegu Ítalíufélagi sem hefur það eitt á stefnu- skrá sinni að ferðast til Ítalíu hvenær sem færi gefst. I þeim ferðum og á fundum félagsins er mik- ið spáð í mat,“ segir Björn enn fremur. Hann ætlar að bjóða upp á forrétt, sjávarrétt sem borinn er fram í litl- um bátum eða gondólum. „Ég bý þá til með því að setja álpappír (tvöfald- an) utan um vatnsglas og sný upp á endana svo úr verði stefni og skutur, en réttúrinn fer í holuna eftir glasið. Ummál glassins ræður því hve skammturinn verður stór. Það kem- ur mjög vel út að bera fram sjávar- rétti í svona silfurbátum og það skreytir jafnframt borðið.“ Humargondólar fyrir fjóra 250 g humarhalar 1 blaðlaukur ítalskar kryddjurtir ljós ólífuolía 250 g hörpuskelfískur 1 dl hvítvín salt og pipar 1 dl rifmn ostur Björn G. Björnsson er matgæðingur vikunnar. 250 g rækjur 1/4 1 rjómi maísenamjöl ef þarf Allt skorið í bita og léttsteikt í lít- illi olíu á pönnu, hvítvíni hellt yfir og suðan látin koma upp, þá er rjóminn settur út 1 og kryddið en rækjurnar síðast. Þykkið sósuna með maísena- mjöli eftir smekk. Þá er þetta látið í bátana, rifinn ostur settur yfir og lát- ið inn í heitan ofn þar til osturinn er bráðinn. Borið fram með ristuðu brauði. I þennan rétt hef ég notað bæði skötusel, fiskibollur, soðið pasta, sveppi og jafnvel hrísgrjón til að þykkja sósuna. Hvítvínskálfur fyrir fjóra „ítalir borða marga rétti, lítið af hverju og eru lengi að borða, ræða málin og slappa af yfir máltíðinni. Margir ítalskir réttir eru afar ein- faldir og á veitingahúsum þarf oft að panta allt meðlæti sérstaklega. Á þessu flaska menn stundum, panta sér einhvern rétt af matseðlinum og svo kemur ekkert á diskinum nema ein kjötsneið. ítalir borða ekki mikið kjöt, helst kjúklinga, kanínur og kálfakjöt,' sem er mjög gott þar. En hér kemur réttur sem ég kalla hvít- vínskálf. 4 x 200 g kálfakjöt smjörklípa ítalskar kryddjurtir (salvía, rósm arin, timian, steinselja) 2 msk hveiti 1 dl hvítvín , . - salt og pipar hálf sítróna ólífuolía 1 hvítlauksrif Hitið litla olíu á pönnu með hvít- lauksrifinu, stráið hveiti, salti og pipar á sneiðarnar og brún- ið í olíunni, bætið smjörklípu saman við olíuna, þá krydd- jurtum og loks hvítvíninu rólega. Látið krauma í 3-4 mínútur og kreist- ið sítrónusafa yfir. Borið fram með tómatsneiðum og penne, sem er pasta eins og stuttir rörbútar í laginu. Besti eftirrétturinn finnst mér vera góður bolli af Caffe Coretto, sem er „leiðrétt kaffi“, það er að segja kaffi, sem búið er að bæta smá- skvettu af einhverju sterku út í en aðrir í fjölskyldunni kjósa Fragole con Panna, sem eru fersk jarðarber og rjómi, óþeyttur.“ Björn ætlar að skora á Björgvin Halldórsson, söngvara og meðlim í Ítalíufélaginu, að vera næsti matgæð- ingur DV. „Þegar hann stóð við kab- yssuna í Villa Donati í Toscana sl. sumar sló hann bestu veitingahúsun- um við. Prego!“ -ELA DV-mynd GVA Sterkur matur Ungt fólk í dag er mikið fyrir austræna matargerð. Um tíma var það matur frá Miðjarðarhafs- löndum, sérstaklega Ítalíu, sem var hvað vinsælastur en nú hef- ur áhuginn færst til austurs. Margir hafa mjög gaman af að prófa öll þau framandi krydd sem eru á boöstólum og nú eru íslendingar einnig farnir að smakka á „heitum" réttum. Sagt er að austurlenskur matur sé bæði magur og ódýr. Gunnar Örn Jónsson, matreiöslumaður á veitingahúsinu Við tjörnina. DV-mynd GVA Chilipipar Chili eða chilipipar er líkleg- ast samnefnari fyrir sterka ávexti og vex hann á plöntum i paprikufjölskyldunni. TU eru 150-200 ólíkar gerðir sem eru með meira eða minna af efninu casaican, sem gefur hið sterka bragð. Svartur og hvítur pipar er | ekki af sömu plöntufjölskyldu. Af ólíkum tegundum chUi_er t.d. sterk og mild paprika, cayenne- pipar og chiliduft en einnig er chUi í tabascosósu. Þá er hægt að kaupa chili sem þurrkað krydd og einnig niðursultað. Litur ávaxtanna getur verið frá græn- um lit, gulum og orange yfir í rauðan. Litirnir segja til um j þroskastig ávaxtarins en hafa ekkert um gerðir að segja. Venju- legast eru litlir ávextir sterkastir og menn skulu fara varlega með chilipipar því of mikið magn get- ur eyðilagt matinn. Einnig þarf að passa þegar chUipipar hefur verið meðhöndlaður að þvo sér vel um hendur á eftir svo hann berist ekki í augu en það getur verið sárt. Indverskur kjúklingur Hér kemur indverskur kjúklingaréttur, sem er bragð- sterkur en þó ekki með chUi heldur karríi. 400 g kjúklingabringur . 2 stórar kartöflur 5 hvítlauksrif 2 laukar 2 msk. olía 2 msk. fint rifinn engifer 2 msk. milt karrípaste 50 g kókoskrem 3 dl hrein jógúrt, hrærð með 2 tsk. af maísenamjöli safi úr limeávexti 1 hnefi af grófhökkuðum möndlum hráir laukhringir og ferskt kóríander tU skrauts Kjúklingabringurnar á að skera í litla bita. Skrælið kart- öflurnar og hakkið eða rífið gróft. Laukurinn er skorinn í báta og hvítlaukurinn skorinn þunnt. Kjúklingurinn er steiktur á pönnu þar til hann hefur brúnast á öllum hliðum. Engifer, kartöflum, lauk og hvítlauk er bætt á pönnuna og svissað með. Þá er karrípaste og kókoskremið sett út í og hitað í nokkrar mín- útur þar til kremið er bráðnað en passið að það brenni ekki. Bætið loks jógúrtinni út í og lát- ið maUa undir loki í 25 mínútur og hrærið í af og tU. Bragðbætið með salti og limesáfanum og e.t.v. meira karrípaste. Möndl- urnar eru settar í lokin og síðan er rétturinn skreyttur með hrá- um láukhringjum og kóriander- blöðum. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.