Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1996, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996 UV utlönd stuttar fréttir Óttast Rússamafíu Ofbeldisglæpamenn frá Rúss- landi og öðrum fyrrum Sovétlýð- veldum kunna að verða öflugri en mafian í Bandarikjunum, að p sögn yflrmanns i FBI. Camilla á spólu Camilla Parker Bow- les, ástkona Karls Breta- prins, er alla jafna ekki mikið fyrir að vera i sviðs- ljósinu en hún ætlar þó að koma fram á myndbandi með öðru frægu fólki td aö safna fé fyrir samtök sem vinna gegn beinþynningu en móðir hennar og amma létust úr sjúkdóminum. Juppé á veggjum Kennarar í borginni Bordeaux í Frakklandi, þar sem Alain Juppé forsætisráðherra er borg- arstjóri, mótmæla því að mynd af honum skuli hafa verið sett upp á veggi í nokkrum skólum. Mótmæli gegn Chirac Mótmælendur hvöttu Chirac Frakklandsforseta í gær til að hætta við áformaðar breytingar á velferðarkerfi landsins. Adams á móti Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, pólitísks arms IRA, lýsti yfir andstöðu sinni við tillögur Breta um kosningar á Norður-ír- landi til að koma skriði á friðar- gerðina. Kanar klaga Bandaríkjamenn hafa klagaö Evrópusambandið fyrir alþjóða viðskiptastofnuninni vegna Ibanns á innflutningi hormóna- meðhöndlaðs kjöts en ESB ætlar að standa fast á sínu. Forseti kominn heim Forseti Kómoreyja, sem mála- liðar steyptu af stóli í haust, er kominn aftur til síns heima. Fokker fær aöstoö Fokker flugvélaverksmiðjum- ar fengu aðstoð frá hollenska rík- inu í gær til að halda sér á fioti næstu sex vikurnar. Stoltenberg til Köben Thorvald Stoltenberg, fyrrum utan- ríkisráðherra Noregs og Isáttasemjari SÞ í gömlu Júgóslavíu, var tilnefndur sendiherra lands síns i Kaupmannahöfh í gær og tekur hann við starfinu þann 1. febrúar næstkomandi. Fundaö um stækkun NATO heldur mikilvægan fund um stækkun bandalagsins á mánudag. Reuter Kauphallir erlendis: Metin falla hvert af ööru Hlutabréfavísitölur í helstu kaup- höllum heims voru á miklu skriði í vikunni. Hver sögulegu metin féllu af öðru og svo virðist sem hluta- bréfaviðskipti hafi aldrei verið líf- legri. Söguleg met voru þannig sleg- in í New York, London, Frankfurt og Hong Kong. Vísitalan í Tokyo hefur verið mjög nærri því hæsta sem náðst hefur undanfariö ár. Hækkunin í Wall Street hafði smitandi áhrif til annarra kaup- halla. Hang Seng vísitalan í Hong Kong fór í fyrsta sinn yfir 11 þúsund stig í 23 mánuði og svipaða sögu er að segja um aðrar kauphallir. Bensínverð hefur verið svipað á heimsmarkaði síðustu viku en nokkur lækkun varð á hráolíu. -Reuter Hillary ber vitni í Whitewater-máli Hillary Rodham Clinton, forseta- frú í Bandaríkjunum, kom fyrir al- ríkiskviðdóm í gær þar sem hún svaraði spurningum um svokallað Whitewater-mál. Ekki verður skýrt frá framburði forsetafrúarinnar. „Þetta verður mikill léttir. Ég held að ég hafi þegar borið þrisvar sinnum vitni fyrir kviðdóminum. Þetta verður í fyrsta skipti sem ég kem fyrir hann í eigin persónu en ég hlakka til að svara öllum spurn- ingum hans,“ sagði Hillary Clinton í sjónvarpsviðtali í vikunni. Mike McCurry, talsmaður forset- ans, sagði í gær að forsetafrúnni gæfist tækifæri til að gera það sem hún hefði alltaf sagt að hún mundi gera, nefnilega að svara spurning- um um málið eftir bestu samvisku. Hillary er fyrsta eiginkona sitj- andi forseta Bandaríkjanna sem hef- ur verið stefnt fyrir alríkiskviðdóm til að svara þar spurningum eið- svarin. Embættismenn taka þó skýrt fram að Hillary sé ekki sjálf undir smásjánni. Hillary var stefnt til að svara spumingum um reikninga frá lög- mannstíð hennar í Arkansas fyrir tíu árum en skjöl þessi fundust ný- lega í Hvíta húsinu. Þeir sem rann- saka Whitewater-málið höfðu þá leitað þeirra í tvö ár. Rannsókn Whitewater-málsins beinist að fjármálum Clinton-hjón: anna frá því forsetinn var ríkis- stjóri í Arkansas og tengslum þeirra viö orlofsbyggðina Whitewater og sparisjóð sem fór á hausinn. Þá verður líka rannsakað hvort reynt hafi verið að hindra framgang rétt- vísinnar í málinu. Reuter Börn úr hópi flóttamanna frá Rúanda standa í biðröð eftir vatni í nýju búðunum sínum í Keza í Tansaníu. Sameinuðu þjóðirnar eru að reisa búðir í 64 kílómetra fjarlægð frá landamærunum þar sem flóttamennirnir komu inn í landið á flótta undan ofbeldisverkum í Búrúndí. Símamynd Reuter Fergie gert að endurgreiða tíu milljóna króna skuld Söru Ferguson, hertogaynjunni af Jórvík, hefur verið stefnt vegna vangoldinnar skuldar upp á tiu milljónir króna. Að sögn æsiblaðs- ins Sun var stefnan gefin út á sama tíma og Sara, betur þekkt undir gælunafninu Fergie, var að snæöa hádegisverð á veitingastað í London. Það er indversk kona úr samkvæmislífi London, Lily Rathan Mahtani, sem krefst þess að fá pen- ingana sína til baka. Talsmaður Fergie vildi ekki tjá sig um frétt Sun en sagði aðeins að málið væri í höndum lögfræðinga. Mahtani lánaði Fergie peningana eftir að þær höfðu kynnst á góðgerð- arsamkomu í London. Fergie þurfti á peningunum að halda til að geta komist með dætur sínar tvær, þær Beatrice og Eugenie, í frí suður til Miðjarðarhafsstrandar Frakklands. Það var skilningur Mahtani að Fergie ætlaði að endurgreiða lánið en til þessa hefur hún aðeins borgað fimm hundruð þúsund krónur til baka. Blaðið sagði að Fergie, sem hefur hálfan mánuð til að viðurkenna fyr- irmæli dómstólsins, gæti haldið því fram að peningarnir hefðu verið gjöf en ekki lán og að hún þyrfti ekki að endurgreiða þá. Frétt Sun í gær er enn eitt áfallið fyrir Fergie en fréttir af meintum skuldum hennar vegna glæsilífernis um efni fram hafa fyllt síður breskra blaða að undanförnu. Sagt er að hún skuldi allt að þrjú hund- ruð milljónir íslenskra króaa. Reuter Kauphallir og vöruverð erlendis 2400 DAX-40 * II 2300 2200 /f/ j r '1UU 2443,72 0 N D J Býður fé fyrir staðreyndir um njósnir ráð- herra Pólskt dag- blað bauð í gær fram rúmar sex milijónir króna fyrir sannanir fyrir því að Jozef Oleksy, fráfar- andi forsætisráðherra landsins, hefði stundað njósnir í þágu Moskvuvaldsins, eða sannanir fyrir sakleysi hans. Forseti Póllands féllst í gær á lausnarbeiðni Oleksys sem sagði af sér á miðvikudag vegna ásak- ana um njósnir. Hann ber þó af sér allar sakir. Lesendur blaðsins geta hringt í sérstakt símanúmer telji þeir sig vita eitthvað. Kona sem hefur verið í dái í 10 ár á von á barni Tuttugu og níu ára gömul kona í Bandaríkjunum sem hef- ur verið í dauðadái í tíu ár er ófrísk og virðist sem hún hafi orðið fómarlamb nauðgara á hjúkrunarheimilinu þar sem hún er vistmaður. Lögfræðingur fjölskyldu kon- unnar skýrði frá því í vikunni að ætlunin væri að konan æli bamið í fyllingu tímans en hún er nú komin fimm mánuði á | leið. Lögreglan hefur ekki handtek- ið neinn vegna málsins en starfs- maður hjúkrunarheimilisins, sem á yfir sér ákæm fyrir að misnota annan sjúkling kynferð- islega, hefúr verið yfirheyrður. Mannréttinda- hópar á móti Rússaaðild Mannréttindahópar lýstu van- þóknun sinni á þeirri ákvörðun Evrópuráðsins í fyrrakvöld að fallast á inngöngu Rússlands og saka þeir ráðið um að svíkja eig- in grundvallarhugsjónir. „Það er algerlega óviðeigandi að helsta mannréttindastofnun | Evrópu skuli fallast á aðild lands þar sem stjórnvöld hafa hvað eft- ir annað, og það nýlega, sýnt fyr- irlitningu sína á mannslífum," sagði í yfirlýsingu samtakanna Human Rights Watch/Helsinki. Þing Evrópuráðsins sam- þykkti aðild Rússlands með 164 atkvæðum gegn 35 en fimmtán þingmenn sátu hjá. Belgískur fréttaskýrandi sagði í blaðinu De Standaard að þeir sem heföu sagt ,já“ hefðu látið stjórnmál vega þyngra en þau grundvallarsjónarmið sem ráðið byggir á og því væri ekki mark Ítakandi á þvi sem þrýstihópi. Ráðherra þrætir fyrir ágreining við Major Kenneth Cl- arke, fjár- málaráðherra Bretlands, einn helsti stuðnings- maður ESB í stjórninni, fann sig knúinn til að senda frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann vísar á bug fréttum um að djúpstæður ágreiningur sé milli hans og Johns Majors forsætis- ráðherra um stefnumál. Fréttaflutningurinn hefur komið af stað vangaveltum um að hægrisinnaðir andstæöingar ESB innan íhaldsflokksins hafi skipulagt herferð gegn Clarke. „Hreinn uppspuni," eru orðin sem Clarke notar um fréttirnar um ágreining hans og Majors. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.