Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1996, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1996, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996 Þessi dagur byrjaði allt of snemma. Sonur minn Halldór Kári, sem er 11 mánaða, byrjaði að syngja ættjarðarsöngva þegar klukkan var rétt að ganga fimm þennan morgun. Hann rökræddi heilmikið við sjáifan sig þar eð undirtektir foreldranna voru litl- ar, enda buldi regnið á rúðunum og nær að sofa áfram. Þegar Hall- dór Kári var orðinn leiður á ein- ræðunum var skælt og eftir að hafa stungið snuöinu fjórum sinn- um upp í hann með litlum árangri var honum kippt upp í og gefmn mjólkursopi. Sá litli var með kvef og hita og pabbinn tók því vaktina heima fyr- ir hádegi en það hafði ég gert dag- inn áður. Þegar hver flensan rekur aðra og heimilisfólkið er veikt á víxl er ekki laust við að ég hugsi stundum að nær væri að vera heimavinnandi með börnin fjögur en að streða við að láta þetta ganga. En sennilega yrði ég óð að komast í vinnuna eftir tiu daga eða svo hvort eð er . .. Jæja . . . Halldór Kári sofnaði loks og ég líka, eða þangað til vekjaraklukkan, þetta þarfaþing, sem allir eiga en flestir hata, Tekist hringdi klukkan sjö. Mér tókst að slökkva á ófétinu áður en feðgarn- ir rumskuðu að ráði. Ég ætlaði bara að kúra aðeins lengur undir sænginni. . . en vissi ekki fyrr en funmtán mínútur voru liðnar og Skúii Haukur, 12 ára, kom inn til að vekja fóður sinn. Ég naut góðs af umhyggjuseminni og paufaðist fram úr í myrkrinu og í sturtuna eftir að hafa vakið dæturnar tvær, Hjördísi Hugrúnu, 9 ára, og Heið- dísi Hönnu, 5 ára. Óvenjulegur dagur Það má segja að þetta hafi verið óvenjulegur morgunn hvað skipu- lagið snertir. Venjulega fer fjöl- skyldan út í tvennum, ef svo má segja. Eiginmaðurinn og Heiðdís Ólöf Rún Skúladóttir fréttamaður hafði í mörgu að snúast þennan dag. DV-mynd Brynjar Gauti Dagur í lífi Ólafar Rúnar Skúladóttur fréttamanns: Þegar komið var til baka þurfti að klippa, klippa og klippa, það var samsetning vímuefnafréttarinnar, og síðan handritsvinna Kringlu- fréttarinnar. Skurðir grafnir Þegar hér var komið sögu var ljóst orðið að Kringlumar tvær færu í ellefu-fréttir, það þýddi lítið að hugsa um aö fá að klippa þá frétt fyrir átta. Þetta er svolítið líkt því að grafa skurð, sem ýmist er of djúpur eöa of grunnur ... oftast er offramleiðsla á fréttum, hvað mín- útur snertir í það minnsta. Jæja, nú tók förðun við fyrir kvöldið, þar sem Auja, Fríða, Ragna og Heiður gera kraftaverk á hverju kvöldi. Hálfátta helst, eins og við köll- um það, það helsta úr fréttum var næst á dagskrá og að lesa yfir inn- ganga fyrir fréttatimann klukkan átta. Klukkan var rétt að verða hálf- tíu þegar Sjónvarpið var kvatt þennan daginn. Hugurinn bar mig hálfa leið en þegar heim var kom- ið var mér heilsað með heiilangri ræðu sem ég skildi ekki orð í en á við flensuna og ólíkar fréttir Hanna fyrst í vinnu og leikskóla. Þá skólabörnin tvö og við Halldór Kári rekum lestina. Hann fer til Sissu, sem er stoð okkar og stytta í bamagæslunni, og ég til vinnu. Vegna veikinda þess yngsta fór ég með Heiðdísi Hönnu í leikskól- ann sinn en áður fórum við mæðgurnar þrjár að hitta Elínu, kennara Hjördísar Hugrúnar, í Flataskóla. Hún fékk einkunnir af- hentar. Hún stendur sig vel, stúlk- an. Hjördís Hugrún fór aftur heim en ég út í umferðina I myrkrinu og rigningunni eins og aliir hinir. Ólík verkefni Á fréttafundi var „farið yfir stöðuna" eins og þeir segja gjaman í karphúsinu og verkefnum dags- ins deilt niður. Blaðamannfundur hjá SÁÁ, málefni Borgarkringl- unnar og borgarráð var á meðal minna verkefna. Ég skrapp á „stofugang“ á þriðju hæðina og neilsaði meðal annars upp á Egil Eðvarðsson og Siggu Guðlaugs, þau voru ljúfmennskan uppmáiluð eins og alltaf, og eftir skemmtilegt spjall var haldið aftur upp á fjórðu. Eftir aö hafa hringt í hina og þessa í tengslum við fréttir var klukkan ailt í einu að verða tólf. Hálfur leikfimitími Ég fann að vöðvabólgan var að taka völdin enn eina ferðina og hálsbólgan ekki langt undcm. Það var ekkert annað að gera en að skjótast, þó ekki væri nema í háff- an leikfímitíma, í hádeginu. Klukkan eitt var svo lagt í hann á blaðamannafund hjá SÁÁ í stað þess að setjast á fréttafund, því erfitt er að vera á mörgum stöðum í einu, þótt oft sé það reynt. Á leið- inni niður stigann fór hálf jógúrt ofan í mig og banani. Fundurinn var fróðlegur en málefnið ekki að sama skapi skemmtilegt. Vímu- efnanotkun aldrei meiri og færist í aukana á meðal ungs fólks. Hættu- legri efni meira áberandi en áður. Þegar ég kom til baka var unnið úr fréttinni, drukkið te og með því, og eftir fleiri símtöl voru það viðtöl í Húsi verslunarinnar vegna sam- vinnu Kringlu og Borgarkringlu. bros í lokin fullvissaði mig um að mér væri tekið opnum örmum. Halldór Kári var kominn í hátt- inn. Hann var búinn að vera með 39,5 stiga hita en vonandi fer þetta að líða hjá. Skúli Haukur var að koma af skákæfingu og viö mæðginin borðuðum saman um hálfellefu en feðginin höfðu borðað á eðlilegum matartíma. Þegar búið var að biðja bænir með börnunum horfðum við hjón- in á myndbandsspólu með Geenu Davis-og Michael Keaton. Langur dagur var að kveldi kominn og klukkan langt gengin í eitt. Tveggja daga vaktafrí fram undan og svo þarf að takast á við helgar- vaktina. Finnur þú fimm breytingar? 343 ARTI5I BUTIEAU Qasfc - Því miöur, Snati minn, þú hreyfir varirnar of mikið! Nafn:. ARTI5T BUKEAU Qtiít'. 3MSU. Heimili:- Vinningshafar fyrir þrjú hundruð fertugustu og fyrstu getraun reyndust vera: 1. Magnús Már Esjugrund 25 270 Kjalamesi 2. Vilhjálmur Ragnarsson Heiðarbraut 9a 230 Keflavík Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þeg- ar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilis- fangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegaranna. 1. verðlaun: ELTA útvarpsvekjari að verðmæti kr. 4.275, frá Bræðmnum Ormsson, Lág- múla 8, Reykjavík. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur aö verðmæti kr. 1.790. Vinningarnir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 343 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.