Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1996, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1996, Blaðsíða 23
DV LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996 23 Þorvarður Hjálmarsson rithöfundur sendi frá sér skáldsöguna Heimi í bóka- flóðinu um jólin. Bókin var prentuð í litlu upplagi en hefur selst mjög vel. DV-mynd GVA Þorvarður Hjálmarsson rithöfundur: Skil ekki við Ijóð- ið, stærstu ástina - góðar viðtökur við skáldsögunni Heimi Ein er sú íslensk skáldsaga sem kom út fyrir jólin í litlu upplagi en hefur engu að síður selst vel og vak- ið athygli þeirra sem lesið hafa. Það er bókin Heimir eftir Þorvarð Hjálmarsson, í útgáfu Reykholts. Þetta er önnur skáldsaga Þorvarðar en áður hefur hann sent frá sér þrjár ljóðabækur. Skáldsagan Him- inninn hefur enga fætur kom út árið 1993 en ljóðabækurnar eru Hellirinn (1986), Háski og Skuld (1989) og Útjaðrar og Meginlönd (1991). Á bókarkápu segir Guðjón S. Björgvinsson MA um bókina Heimi: „Líkt og í Himinninn hefur enga fætur er viðfangsefnið trú, heim- speki og siðferði í sínu víðasta sam- hengi. Heimir er saga manns, rakin frá æskuárum fram til þrítugs, sem í sakleysi sínu vill ganga í gegnum lífið i sátt við allt og alla. Saga manns sem þráir að trúa á það góða í manninum en finnur trú sinni fátt til stuðnings. Þetta er bók um bar- áttu góðs og ills í nýjum búningi, frásögn sem spyr þeirrar spuming- ar hversu lengi getur maðurinn horft inn í myrkrið án þess að myrkrið gleypi hann? Sögusviðið er ísland og söguhetjan er Heimir í leit að fótfestu í óvinveittum heimi.“ Þorvarður Hjálmarsson er Reyk- víkingur að ætt og uppruna en al- inn upp í Kópavoginum. Auk rit- starfa hefur hann unnið ýmsa lausa- vinnu. Má þar nefna skrifstofustörf, starf aðstoðarmanns á geðdeild og aðstoð við þroskahefta einstaklinga. í samtali við DV sagði Þorvarður að skáldsagan Heimir væri gerólík þeirri fyrri, Himinninn hefur enga fætur. í þeirri bók var fjallaö um ferðalag tveggja manna um Sovét- ríkin sálugu en í Heimi má lesa þroskasögu eins manns. Heimir hitti Hormon Mormón - Er söguefhið í Heimi að ein- hverju leyti skírskotun i þína þroskasögu? „Nei, ekki að nokkm leyti. Heim- ir er búinn til úr mörgum mönnum sem ég hef umgengist í gegnum tíð- ina. Trú, heimspeki og siðferði koma mikið við sögu í bókinni enda era þetta mín áhugamál. Heimir hittir mann, lækninn Hormon Mormón, sem hefur mikil áhrif á líf hans. Þegar Heimir verður fyrir áfalli fer hann að tileinka sér ýmsar hugmyndir frá Hormon Mormón.“ Engill birtist Hormon Mormón og segir Þorvarður eftirfarandi kafla úr bókinni lýsa boðskap sögunnar best: „Veröldin er sjúkrahús. Fólk lifir þar lífi sínu án þess að öðlast nokk- urntímann raunverulega vitneskju um hlutskipti sitt. Það lifir i blekk- ingu og lætur sig dreyma um að líf þess hafi tilgang þrátt fyrir allt. Og sannlega segi ég þér, lífið hefur til- gang! Líf sérhvers manns hefur til- gang og það er þitt heilaga hlutverk að færa mannkyninu heim sanninn um það! Guðdómurinn skapaði heiminn af góðum vilja og gaf fögur fyrirheit. Mönnunum gafst tækifæri til aö ganga veginn sem liggur á vit eilífa lífsins en það vildu þeir ekki. Við höfum áður sent mann til jarð- arinnar en mennirnir hæddu hann og hlustuðu ekki á hann. Draumur okkar var að mannkynið kæmist sjálft til þroska og hlýddi á orð hans! En raunin varð önnur og þess vegna situr þú hér. Mundu að mennirnir leita alltof oft langt yfir skammt og blindast af veröldinni eins og hún birtist þeim. Þeir vilja gleyma að bakvið afskiptaleysið og ljótleikann býr fegurðin og fegurðin er sönn. Allt birtist í sviphendingu og það illa hefur sigur um stund en fegurðin rikir að eilifu." Þorvarður sagðist vera sáttur við bókina og þær viðtökur sem hún hefur hlotið. Hann hefði fengið sterk viðbrögð frá lesendum sem hefði þótt persónusköpunin skýr - margir hefðu séð sjálfa sig í Heimi. Endanleg niðurstaöa ókomin „Ég ætla áfram að vinna að rit- störfum. Ljóðabók er í smíðum og kemur sennilega út á þessu ári og einnig hef ég lagt drög að nýrri skáldsögu. Mitt aðaláhugamál eru hins vegar ljóðin. Ljóðið er stærsta ástin og ég ætla ekki að fara að skilja við hana. Minn draumur er að sjálfsögðu að getað helgað líf mitt ritstörfum. En mér finnst ágætt að geta unnið úti 1 hinu daglega lífi. Það hefur enginn rithöfundur gott af því að sitja einhvers staðar úti í horni og ætla að skrifa þar sann- leika lífsins. Ég lít á þessar fimm bækur sem komið hafa frá mér sem tilraun til skáldskapar. Endanleg niðurstaða er ekki komin, hún er ennþá á leiðinni," sagði Þorvarður Hjálmarsson. -bjb Hleðsluborvél í tösku, 12 V, stlgl. rofi, sjálfherðandi patróna. Verð 7.990 stgr. Hleðsluborvél í tösku 9,6 V, stig- laus rofi, sjálfherðandi patróna Verð 5.990 stgr. Hleðsluborvél í tösku 13,2 V, stiglaus rofi. Sjálfheröandi patróna. Verð 8.990 stgr. Hleðsluborvél í tösku, 12 V stiglaus rofl. Verð 6.990 stgr. Hleðsluskrúfjám í tösku 3,6 V, 13 fylgihlutir. Verð 2.450 stgr. Borvél, 500 W, stiglaus rofl, aftur og fram snún., högg. Verð 5.790 stgr. RHINO Rafmagnshefill, 800 W Verð 7.900 stgr. Pússikubbar Verð frá 1.990 stgr. BHINO )r Hitablásari 1500 eða 2000 W Verð frá 2.820 stgr. Stingsög, 450 W Verð 4.480 stgr. Hjólsög, 1300 W Verð 9.800 stgr. Slípirokkar Verð frá 3.350 stgr. Lóöboltasett Verðkr. 2.120 stgr. Smergill 400 W Verð 3.950 stgr. Hleðsluþvottavél fyrir glugga o.fl. Verð 7.840 stgr. Rafsuöutransari 150 AMP með viftu. Verð 10.750 stgr. Súluborvél, 5 hraða, með klemmu Verð 9.900 stgr. Járnrennibekkur, 400 mni mllll odda. Verð 71.100 stgr. Halogenljós með hreyfiskynjara, 150 og 500 W Verð frá 1.820 stgr. Ryksugubankari Verð 4.650 stgr. inud.-föst. 9- 18 Laugard. 10- 14 Loftpressa, 320 mín/lítrar, 100 lítra kútur, einfasa. 4 Verð 39.900 stgr. tryggi Síðumúla 34 (Fellsmúlamegin) sími 588 7332 ¥etrartilb0H

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.