Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1996, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1996, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996 21 Jóhann og Hannes í efstu sætum í Linares Stórmeistararnir Jóhann Hjart- arson og Hannes Hlífar Stefánsson voru hársbreidd frá sigri á opna alþjóðlega mótinu i Linares, sem lauk í síðustu viku. Skák Hannes- ar við Búlgarann Dimitrov í síð- ustu umferð lauk með jafntefli og þar með varð Dimitrov efstur ásamt Kozul en Hannes, Jóhann, Akopjan og Malanjuk fengú hálf- um vinningi minna. Alls tóku um 40 stórmeistarar og jafnmargir alþjóðlegir meistar- ar þátt i mótinu. Jóhann Hjartar- son gerði sér lítið fyrir og varð einn efstur í fyrra en nú setti tap fyrir Rússanum Sheckashev strik í reikninginn. Jóhann sótti þó í sig veðrið og klykkti út með auðveld- um sigri með svörtu gegn Indverj- anum Barua. Þeir Hannes og Jóhann náðu báðir árangri upp á 2650 Elo-stig og hækka um 10-15 stig eftir frammistöðu sína. Gott veganesti fyrir Reykjavíkurskákmótið 2.-10. mars, sem jafnframt verður fyrsta mótið í norrænu grand-prix keppninni. Lítum á öruggan sigur Hannes- ar gegn rússneska stórmeistaran- um Ibragimov. Mikilvæg skák, sem tefld var í næstsíðustu um- ferð. Hvítt: Hannes Hlífar Stefáns- son Svart: Ildar Ibragimov Spænskur leikur. 1. e4 e5 2. R£3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 Bb7 10. d4 He8 11. Rbd2 Bf8 12. d5 Re7 Þessi leikur hefur þótt hæpinn, algengara er 12. - Rb8, eins og and- stæðingur Hannesar lék raunar gegn skrifara þessara lína í Grikk- landi 1993. 13. Rfl Rg6 14. R3h2 c6?! Athyglisvert er 14. - Rd7 eins og teflt var í Topalov - Piket, á stór- mótinu í Wijk aan Zee, sem lýkur á morgun. 15. dxc6 Bxc6 16. Rg4! Rxg4 17. hxg4 Hvítur hefur undirtökin vegna yfirráða á d5. 17. - Rf4 18. D£3 Re6 19. Be3 Be7 20. Hadl Bg5 21. Bxg5 Rxg5 22. Dd3 Db6 23. Rg3 Had8 24. Dd2 h6 25. He3 Hd7 Þægileg staða á hvitt, en hvað svo? Hannes hugsaði sig nú lengi um og fann góða áætlun. 26. f3! Treystir undirstöður kóngspeðs- ins og undirbýr Rg3-f5. 26. - g6 27. D£2 Hed8 28. Rfl Kg7 29. He2 Dxf2+ 30. Kxf2 Re6 31. Re3 Rc7 32. Hed2 Kf6 33. a3 Ke7?! Betra er 33. - a5 en eftir sem áður er svarta staðan þröng og vanda- söm. Drottningakaupin hafa síður en svo létt á stöðunni. Nú eru veik- leikarnir á d6 og h6 áberandi. 34. c4! bxc4 35. Bxc4 a5 36. Hcl Bb7 37. Hdc2 Hc8 38. Bb3! Svartur fær ekki svarað hótun- inni 39. Ba4 með góðu móti. 38. - Kd8 39. Ba4 He7 40. Rc4 Re6 41. Rxd6 Hb8 42. Hd2 - Og svartur gafst upp. Skákþing Reykjavíkur Ungu mennirnir setja svip á Skákþing Reykjavíkur sem nú stendur yfir. Er átta umferðum af ellefu er lokið er keppnin afar tví- sýn og spennandi. Torfi Leósson, sem aðeins er 17 ára gamall, er einn efstrnr með 7 vinninga en fast á hæla hans koma Bjöm Þorfinnsson, Júlí- us Friðjónsson, Sigurður Daði Sig- fússon og Sævar Bjamason með 6,5 v. Næstir koma Bergsteinn Einars- Umsjón Jón LÁrnason son, Einar Hjalti Jensson, Haraldur Baldursson og Hrannar Baldursson með 6 v. í áttundu umferðinni urðu hrein úrslit á öllum efstu borðum. Torfi vann Sigurð Daða, Júlíus vann Ein- ar Hjalta, Sævar vann Heimi Ás- geirsson, Björn Þorfínnsson vann Arnar E. Gunnarsson, Hrannar vann Jón Viktor Gunnarsson, Har- aldur vann Boga Pálsson og Berg- steinn vann Atla Antonsson. Teflt er um titilinn „Skákmeistari Reykjavíkur 1996“. Níunda umferð verður tefld á morgun, sunnudag, og hefst kl. 14 í félagsheimili Taflfé- lags Reykjavíkur, Faxafeni 12. íslandsmótið í atskák Um helgina fer fram úrslita- keppni íslandsmótsins í atskák. Þeir 16 keppendur sem tefla til úr- slita eru stórmeistaramir Friðrik Ólafsson, Hannes Hlífar Stefánsson, Helgi Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Jón L. Ámason og Margeir Péturs- son; alþjóðlegu meistararnir Karl Þorsteins, Sævar Bjarnason og Þröstur Þórhallsson; og Áskell Öm Kárason, Bragi Halldórsson, Bragi Þorfinnsson, Gylfi Þórhallsson, Halldór G. Einarsson, Jón Árni Jónsson og Sigurður Daníelsson. Fyrsta umferð var tefld í gær- kvöldi, 2. umferð hefst kl. 13 í dag laugardag, 3. umferð hefst kl. 17 og á morgun, sunnudag, verður úrslita- einvigið sýnt í beinni útsendingu í Sjónvarpinu, undir dyggri stjórn Hermánns Gunnarssonar. Þrefaldur . vimingur! -vertu viðbúinav vinningi Fáðu þér miða fyrir ld. 20.2{) í kvöld býöur þér góðan dag Ljúffeng og boll blanda afúrvals ávöxtum, ristuðu komi, bnetum og möndlum. Njóttu þess á þinn bátt - bvenœr dagsins sem þú belst vilt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.