Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1996, Blaðsíða 28
36
LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996
höfundum. Gestaleikstjórar eru
mikilvægir, en þeir veröa líka að
þekkja þá höfunda sem þeir eru að
fást við.“
Ófríður Rómeó
- Súsanna Svavarsdóttir var
nokkuð gagnrýnd þegar hún var
með leiklistargagnrýni í Morgun-
blaðinu og þá fyrir óvægna gagn-
rýni. Eiga gagnrýnendur kannski
bara að vera jákvæöir?
„Ég skil ekki alltaf þessa orða-
notkun: jákvætt og neikvætt. Annað
hvort á gagnrýni rétt á sér eða ekki.
Ef hún er borin fram af þekkingu og
góðum smekk, þá getur hún ekki
verið of hörð. Hins vegar þarf gagn-
rýnandinn að gæta ákveðinna hluta
og hann má aldrei verða persónu-
lega meiðandi gagnvart leikurum.
Þetta getur verið spurning um orða-
lag. Tökum gróft dæmi: Ef eitthvert
leikhús setti upp Rómeó og Júlíu og
léti áberandi ófríð ungmenni í aðal-
hlutverkin og gagnrýnandi orðaði
það svo að Rómeó væri svo ljótur að
ekki væri hægt að horfa á verkið,
þá væri það augljóslega meiðandi
fyrir leikarann sem í hlut á. Maður
gæti hins vegar komist hjá því með
að segja að hann skorti fríðleika,
það er allt annar blær sem fylgir
slíku orðavali.. Leikarinn leggur
persónu sina undir á sviðinu og það
er auðvelt, ef menn eru þannig
stemmdir, að orða hlutina svo að
hann taki það til sín persónulega.
Ég hef mér vitanlega aldrei farið
yfir þessi mörk, enda teldi ég það
siðferðislegt brot af minni hálfu.
Það er allt annað þó maður lýsi til-
þrifum einstakra leikara með svolít-
ið háðslegum blæ, ef þeir gefa tilefni
til þess. Mér finnst í þessum um-
ræðum undanfarið, að menn geri
ekki alltaf greinarmun þar á og
túlki einstök ummæli sem árásir á
viðkomandi einstaklinga sem er fá-
sinna. Annars vil ég ekki leggja mat
á verk Súsönnu eða annarra gagn-
rýnenda, þó ég hafi mínar skoðanir
á þeim. Ég er ekki alltaf sammála
þeim eða þeir mér, það er bara eðli-
legur hlutur."
Staðnaður leikhópur
- Svo virðist sem aösókn hjá leik-
húsunum hafi verið minni en oft
áður og þá sérstaklega hjá Leikfé-
lagi Reykjavíkur. Áttu skýringar á
því og hvað finnst þér um þau verk
sem valin hafa verið til sýninga hjá
leikhúsunum?
„Ég hef gagnrýnt Leikfélagið tals-
vert, bæði fyrir verkefnaval og list-
ræn vinnubrögð. Mér finnst verk-
efnavalið allt frá því flutt var í
Borgarleikhúsið á heildina litið
hafa verið fremur misheppnað og
sérstaklega á stóra sviðinu. Leikara-
hópurinn er of staðnaður, það hefur
ekki verið nægilega mikil endumýj-
un þótt yngra fólk hafi vissulega
komið inn. Þarna eru leikarar á
samningum ár eftir ár sem sjaldan
er teflt fram í stórum hlutverkum
„Það kom hvergi fram hver var
kveikjan aö þessu bréfi þjóðleikhús-
stjóra. Orðalagið í bréflnu dæmir
sig annars sjálft, þetta eru bara ein-
hverjar almennar glósur. Það er
hins vegar alvarlegt þegar yfirmað-
ur stofnunar eins og Þjóðleikhúss-
ins ræðst með ásakanir á hendur
einum einstaklingi og getur síðan
ekki staðið við það sem hann segir.
Þjóðleikhússtjórinn gat, þegar
fréttamaður gekk á hann, aðeins
nefnt eitt dæmi um það sem hann
taldi óeðlilegan málflutning í gagn-
rýni minni. Það var útúrsnúningur
sem ég vísaði strax til foðurhús-
anna. Engin athugasemd hafði áður
komið frá Þjóðleikhúsinu á gagn-
rýnina í Dagsljósi, þetta kom manni
því gjörsamlega í opna skjöldu. Ég
var satt að segja það mikið barn að
halda að íslenskir leikhússtjórar
væru komnir af því þroskastigi að
halda að þeir gætu stjórnað umfjöll-
un fjölmiðla og pantað sér þóknan-
lega gagnrýni. En svo lengi lærir
sem lifir,“ segir Jón Viðar Jónsson,
leiklistargagnrýnandi, en hann hef-
ur verið talsvert í sviðsljósinu und-
anfarið eftir að þjóðleikhússtjóri
óskaði eftir því við Sjónvarpið að
hann myndi ekki gagnrýna leikrit
þar framar.
Gagnrýnandi
til margra ára
Jón Viðar er nýkominn frá Sví-
þjóð, þar sem hann varði doktorsrit-
gerð sína, og hann mun nú halda
áfram að gagnrýna verk Þjóðleik-
hússins sem og annarra leikhúsa í
Dagsljósþáttunum. Hann lætur um-
ræðu undanfarinna daga sér í léttu
rúmi liggja og ætlar að halda gagn-
rýni sinni áfram eins og ekkert hafi
í skorist. Helgarblað DV fékk Jón
Viðar í viðtal til að ræða gagnrýn-
ina og leiklistarstarfsemina í land-
inu en hann er þekktur fyrir að
segja skoðanir sínar umbúðalaust.
Jón Viðar lauk námi i leikhús-
fræðum í Svíþjóð árið 1978 og hóf þá
störf sem gagnrýnandi, fýrst á Þjóð-
viljanum, síðan Helgarpóstinum og
loks á útvarpinu í þætti Sigmars B.
Haukssonar og Páls Heiðars Jóns-
sonar. Hann starfaði síðan um níu
ára skeið sem leiklistarstjóri Ríkis-
útvarpsins en hætti þar árið 1991.
„Þeir félagar, Sigmar og Páll
Heiðar, voru áhugasamir að taka
upp leiklistargagnrýni sem hafði þá
aldrei áður verið í dagskrá Ríkisút-
varpsins, þannig að þetta var ný-
mæli á þeim tíma. Ég var með þeim
í nokkur ár og það var ekki alltaf
mikil hrifning hjá leikhússtjórum,
án þess ég ætli að rifja þá sögu upp
hér. Hins vegar voru menn ekki svo
frumlegir þá að fá þjóðleikhúsráð til
að setja stimpil á óskir sínar. Þetta
var á þeim tíma sem rás eitt var
eina útvarpsstöðin og mönnum
fannst það víst vera einhver stóri-
dómur, ef gagnrýnendur kæmu þar
fram og segðu skoðanir sínar - það
„Rimas Tuminas, leikstjórinn frá Litháen, fór hins vegar mjög langt út fyrir mörkin, þannig að útkoman varð persónu-
legur skáldskapur hans,“ segir Jón Viðar Jónsson um sýningu Þjóðleikhússina á Don Juan eftir Moliére.
var meira en viðkvæmni manna
þoldi.“
Persónulegur
skáldskapur
Jón Viðar segist ekki hafa fengið
nein viðbrögð frá Leikfélagi Reykja-
víkur en segir það síður myndi hafa
komið á óvart, ef svo hefði verið.
„Ég hef gagnrýnt Borgarleikhúsið
talsvert ákveðið fyrir ýmsa hluti,“
segir hann. „Annars verð ég að
segja, að þessi umræða um sýning-
una á Don Juan hefur verið sér-
kennileg. Það er greinilegt að marg-
ir skilja ekki merkingu sagnarinnar
að túlka, jafnvel ekki blaðamenn
sem hafa verið að lesa bókmennta-
fræði við Háskólann. Aö túlka er að
flytja ákveðna merkingu úr einu
máli yfir í annað. Menn túlka þegar
þeir þýða úr einu tungumáli í ann-
að og það gerir leikstjórinn einnig,
þegar hann umskapar verk höfund-
arins á máli leiksviðsins. Ef þú
breytir þeirri merkingu, sem þú átt
að koma til skila, ertu hins vegar
hættur að túlka, en farinn að búa til
eitthvað nýtt. Menn eru alltaf
bundnir texta höfundarins og hann
setur ákveðin takmörk. Rimas Tum-
inas, leikstjórinn frá Litháen, fór
hins vegar mjög langt út fyrir mörk-
in, þannig að útkoman varð per-
sónulegur skáldskapur hans. Þetta
hefði verið allt í lagi, ef verkið hefði
ekki verið kynnt sem Don Juan eft-
ir Molire. Þama er því tvímælalaust
siglt undir fölsku flaggi. Nútíma-
leikstjórar hafa mikið vald og setja
sig stundum á of háan hest gagnvart
Hinn umdeildi leikhúsgagnrýnandi:
Hef aídrei
farið yfir markið
- segir Jón Viðar Jónsson sem lætur umræðu undanfarinna daga sár í láttu rúmi liggja