Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1996, Blaðsíða 25
24
LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996
LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996
33
Einn þeirr?. sem orðaðir hafa verið
við forsetaframboð í komandi forseta-
kosningum er Pálmi Matthíasson,
sóknarprestur í Bústaðaprestakalli.
Rétt tæp 20 prósent þeirra sem tóku
afstöðu í skoðanakönnun DV sem
gerð var skömmu fyrir seinustu helgi
vilja fá Pálma sem næsta forseta ís-
lands. Þetta er þriðja skoðanakönn-
unin sem DV gerir um hug fólks
hvern það vill fá sem næsta forseta á
Bessastöðum. Pálmi hefur í öll skipt-
in verið efstur í huga fólks.
Viðbrögð Pálma við niðurstöðum
fyrstu skoðanakönnunarinnar, sem
framkvæmd var um miðjan október,
einkenndust af hógværð og lítillæti.
Þá nefndu 21,6 prósent þeirra sem af-
stöðu tóku Pálma.
Fimmtungur
fylgjandi Pálma
„Það væri ósatt af mér að segja að
þessar fréttir hrærðu ekki huga
minn,“ sagði séra Pálmi í samtali við
DV. „Ég hef ávallt litið með mikilli
virðingu til embættis forseta fslands
og þess að það sé vel skipað. Ég hef
ekki í neinni alvöru hugsað mér sjálf-
an mig í þessu embætti og frekar lit-
ið á það sem leik hjá fólki að nefna
nafn mitt í því sambandi.“
Tæplega 50 dögum seinna reyndust
um 19 prósent þeirra sem tóku af-
stöðu í skoðanakönnun DV vilja séra
Pálma sem næsta forseta. Enn þá
voru hógværðin og lítillætið í fyrir-
rúmi.
„Ég er mjög þakklátur því fólki
sem sýnir mér þetta traust. Því fer
hins vegar fjarri að ég hafi tekið
nokkra ákvörðun um hvort af því
verður að ég gefi kost á mér,“ sagði
Pálmi og hélt áfram: „Vissulega
hrærir þetta upp í manni og það væri
ósatt aö halda því fram að svona
hvatning og stuðningur snerti mann
ekki. En í sannleika sagt þá sé ég
ýmsa aðra fyrir mér sem væru jafn-
vel betur til þess fallnir að gegna
embætti forseta íslands."
Ef leitað er til samferðamanna
Pálma í gegnum tíðina og þeir beðnir
að gefa honum lyndiseinkunn eru all-
ir sammála um mannkosti hans en
misjafnt er hvort þeir vilja sjá hann í
framboði.
„Hann er
bara svona"
Séra Pétur Þórarinsson, prestur í
Laufási í Eyjafirði, og Pálmi eru
frændur. Þeir voru samstiga í námi
allt frá því í gagnfræðaskóla, þar til
þeir luku námi í guðfræðinni. Síðan
störfuðu þeir í nálægum prestaköll-
um um árabil og voru saman í íþrótt-
um.
„Pálmi var afskaplega stilltur en
fjörugur unglingur. Hann tók mikinn
þátt í íþróttum og lenti aldrei í neinu ,
sukki um ævina enda í hópi ís-
lenskra ungtemplara. Sem unglingur
var hann vel liðinn enda þægilegur í
umgengni," segir séra Pétur um ung-
lingsár frænda síns.
Hann segir frænda sinn eiga mjög
auðvelt með að kynnast fólki og sam-
lagast þvi. Stundum líti þó út fyrir að
hann sé framhleypinn og um of
ágengur gagnvart fólki.
„Hann er bara svona. Hann er ekki
haldinn neinum hindrunum í mann-
legum samskiptum. Manni virðist oft
sem Pálmi þekki alla en sú er
kannski ekki raunin heldur gengur
honum vel að umgangast fólk þótt
hann þekki það ekki vel. Hann er
margskiptur en ég veit ekki hve
marga trúnaðarvini hann á. Hann er
mjög víða og stendur sig vel i því sem
hann tekur sér fyrir hendur. Ég gæti
Nærmynd af Pálma Matthíassyni sóknarpresti sem orðaður hefur verið við forsetaframboð:
segir frændi hans, vinur og starfsbróðir
trúað að mörgum finnist sem þeir
þekki Pálma sem flugu á vegg - hann
eigi marga kunningja."
Þá segir Pétur Pálma góðan sögu-
mann - reyndar svo góðan sögumann
að iðulega deili konan hans í með
tveimur þegar Pálmi segir frá. „Hann
kryddar mál sitt dálítið en þetta er
allt í góðri meiningu, enda er gaman
að heyra hann segja frá.“
„Pálmi á einn feikilega góðan kost.
Hann er mjög barngóður og ég sá það
þegar við vorum að lesa saman fyrsta
árið í guðfræðinni. Þá átti ég tæplega
ársgamlan son sem við urðum að
hafa hjá okkur því konan mín var
líka í skóla. Við Pálmi lásum gjarnan
heima hjá mér og ég held að Pálmi
hafi meira verið með strákinn en að
lesa, enda fór það svo að ég varð ári
á undan honum að ljúka prófinu. Ég
segi gjarnan að það hafi verið af því
að Pálmi sinnti stráknum meira en
ég. Svona er hann í öllum samskipt-
um - einstaklega ljúfur."
Allt of góður
í embættið
Pétur sér þann helstan galla í fari
Pálma að hann segi stundum hluti of
fljótt og of mikið, án þess þó að brjóta
trúnað við fólk.
„Eins og ég sagði áðan þá gerir
hann sögurnar dálítið líflegar. Þá er
Pálmi
rosalega afkastamikill, enda er hann
skipulagður og tekur daginn snemma
og hugsar vel um heilsu sína. Hann
er hins vegar kominn í þann pytt að
hann er orðinn of vinsæll og á orðið
erfitt með að segja nei. Ég er hrædd-
ur um að þetta geti farið illa með
hann til lengdar ef hann dregur ekki
í land. Ég óttast mest að hann sprengi
sig á þessu. Samt held ég að hann sé
maður til að átta sig á þessu."
Pétur bendir á að Pálmi sé líka
maður margra tómstunda. íþróttirn-
ar taki sinn tíma, veiðar stundi hann
og fyrir þetta þurfi hann líka að hafa
pláss.
- Hvernig forseta megum við eiga
von á ef Pálmi gefur kost á sér og
sigrar?
„Ég held að hann geti
orðið ágætur forseti
því hann er svo agað-
ur. Hann getur vel
sinnt forsetaemb-
ættinu í þessum
afmarkaða reit
sem það er.
Hins vegar á
ég óskaplega
erfitt með
að sjá hann
fyrir mér í
þessu,
bara
vegna
þess að
hann hef-
ur svo mikla orku. Ég er ekki að
segja þetta til að rýra embættið en ég
verð að segja að Pálmi sé allt of góð-
ur maður til að fara í þetta því hann
hæfir öðrum störfum miklu betur,
þar sem hann getur verið atorkusam-
ur án þess að vera andlit út á við.
Fyrir mitt leyti tel ég að lífsorka
Pálma gæti bögglast fyrir brjósti
hans fari hann fram. Ég á því þá ósk
að hann hugsi þetta mál mjög vel og
hef sagt það við hann.“
Pétur segir þessar vinsældir Pálma
ekki koma sér á óvart. Þær eigi sér
skýringar. Hins vegar geti allt
annað verið uppi á teningnum
þegar upp er staðið.
Akureyringurinn Pálmi
Pálmi Matthíasson er 44 ára, fædd-
ur á Akureyri í ágúst árið 1951. Maki
hans er Unnur Ólafsdóttir, kennari
og skrifstofumaður. Þau eiga eitt
barn.
Pálmi er elstur þriggja bræðra,
sonur hjónanna Matthíasar Einars-
sonar lögregluvarðstjóra og Jóhönnu
Maríu Pálmadóttur aðalbókara.
Hann útskrifaðist frá Menntaskólan-
um á Akureyri árið 1971 og fór fljót-
lega til náms við Háskóla íslands
og útskrifaðist það-
an sem cand.
theol. eða guð-
fræðingur
árið 1977.
Sama ár og
Pálmi út-
skrifaðist
sem guð-
fræðingur
fékk hann
Melstað-
arpresta-
kall í V-
Húna-
vatnssýslu
og þjónaði
þar til árs-
ins 1981.
Árið 1982
færði
Strákur í honum
Á námsárum sínum starfaði
Pálmi sem rannsóknarlögreglumaður
hjá Sakádómi sem síðar varð að
Rannsóknarlögreglu ríkisins. Einn
samstarfsmanna hans þar var Jón
Gunnarsson, aðstoðaryfirlögreglu-
þjónn hjá RLR, en Pálmi hefur enn
reglulega samband við gömlu vinnu-
félaga sína hjá löggunni.
Jón segir sér ekki hafa fundist
Pálmi mjög prestslegur á þessum
tíma.
„Það var svona strákur í honum,
og er enn í dag, en það voru
svona taktar í honum sem gáfu til
kynna hvað verða vildi."
Jón segir það hafa komið sér á
óvart að Pálmi skuli nefndur í
sömu andrá og forsetaembætt-
ið, enda sé hann fullungur
þótt honum myndi
farast starfið vel úr
hendi, ásamt eig-
„Eins og ég sagði áðan þá gerir hann sögurnar dálítið líflegar. Þá er Pálmi rosalega afkastamikill enda er hanh skipulagður og tekur daginn inkonu sinni,
snemma og hugsar vel um heilsu sína. Hann er hins vegar kominn í þann pytt að hann er orðinn of vinsæll og á orðið erfitt með að segja nei. veldist hann til
Ég er hræddur um að þetta geti farið illa með hann tii lengdar ef hann dregur ekki í land. Ég óttast mest að hann sprengi sig á þessu. Samt þess. Pálmi yrði
held ég að hann sé maður til að átta sig á þessu.“ DV-mynd GVA mjúkur forseti -
ár-
presta-
kall í
Eyjafjarð-
arprófasts-
dæmi og starfaði
til 1989. Á
Akureyri starf-
aði hann sem
fréttamaður
og dagskrár-
gerðarmaður
Ríkisútvarps-
ins samfara
prestskap. Árið
1989 var séra
Pálmi síðan kallaður
prestur að Bústaða-
prestakalli.
hann
sig yfir
í Gler-
maður fólksins - og það myndi ekki
gusta um hann á forsetastóli.
Annar samstarfsmanna Pálma í
gegnum tíðina er Njörður Snæhólm,
fyrrverandi yfirlögregluþjónn hjá
RLR. Hann segir Pálma hafa verið
einstaklega góðan og þægilegan í
samstarfi.
„Pálmi var og einstaklega huggu-
legur maður, eins og konur myndu
orða það. Hann var rólegur í starfi en
skilaði þó góðu dagsverki og fékk
aldrei reiðiköst í vinnunni. Hann tók
afbrotamönnunum eins og þeir voru
en talaði aldrei niður til þeirra eins
og tíðkast meðal sumra.“
Njörður segir að þegar Pálmi hafi
lýst því yfir að hann hygðist leggja
prestskap fyrir sig þá hafi hann reynt
að tala um fyrir honum.
„Ég var að reyna að fá hann til að
halda áfram sem rannsóknarlög-
reglumaður því ég vildi ekki missa
hann. Ég spurði hann hvort það væri
ekki rétt skilið hjá mér að best væri
að presturinn væri þar sem arfínn
byrjaði að skjóta rótum til að hægt
væri að rífa hann strax. Hann var
samþykkur því en sagði þau hjónin
hafa ákveðið sér aðra framtíö."
Njörður segist ekki vilja að Pálmi
fari í framboð til embættis forseta ís-
lands. Hann sé góður á þeirri hillu
sem hann hafi valið sér í lífinu. „Ég
veit ekki hvort hann er nógu harður
í þetta embætti. Hann er þó ekki all-
ur þar sem hann er séður. Hann læt-
ur ekki vaða yfir sig og veður heldur
ekki yfir aðra.“
- Heldurðu að hann skorti reynslu
til að takast á við embætti forseta?
„Ekki frekar en að takast á við
drottin. Ef hann getur tekist á við
hann þá hlýtur hann að geta tekist á
við fólkið.“
Kappsfullur
með forsjá
Auk fyrrnefndra starfa hefur séra
Pálmi skipt sér mikið af fagfélagsmál-
um presta og félagsmálum yfirleitt.
Hann var um tíma í kjaranefnd
presta, formaður frjálsíþróttaráðs
Akureyrar, í dómaranefnd Hand-
knattleikssambands íslands, svo fátt
eitt sé nefnt. Loks má geta þess að
séra Pálmi hefur verið þátttakandi í
íþróttastarfi nokkurra félaga, þar á
meðal Víkings, eftir að hann fluttist
til Reykjavíkur. Meðal þeirra sem átt
hafa við hann talsverð samskipti þar
eru Hallur Hallsson, framkvæmda-
stjóri Manna og málefna og formaður
Knattspyrnufélagsins Víkings.
„Séra Pálmi er feikilega vinsæll og
vel metinn í sókninni. Hann er
kappsfullur en hefur forsjá í sínu
kappi. Inni á vellinum, þegar hann er
að keppa með „bumbuliði" Víkings,
kemur fram allt annar maður en fólk
á að venjast en hann er mikill keppn-
ismaður. Hann hefur óbilandi sigur-
vilja og er gríðarlega metnaðarfullur,
svo metnaðarfullur að hann fer
stundum fram úr sér. Hann er þægi-
legur samherji en það er ekki eins
þægilegt fyrir mótherja hans að
mæta honum á stundum,“ segir Hall-
ur um íþróttamanninn Pálma.
Hann segir víðtæk tengsl séra
Pálma við sóknarbörn sín skýringu
vinsælda hans. Hann tali tungumál
sem fólk skilur og færi kirkjuna til
þess.
„Hann hefur verið í leik og starfi í
Víkingi - líka þegar hann var fyrir
norðan, og hann hefur verið skíða-
presturinn í brekkunum í Bláfjöllum
og messað meðal fólksins þar.“
Fljótur að mynda tengsl
Hallur segir að mjög ánægjulegt sé
að skemmta sér með Pálma og hann
sé einstakur að þvi leyti hvað hann
er fljótur að kynnast fólki. Hann hafi
tO dæmis komið inn í félagsskap
Halls og gamalla félaga hans í Vík-
ingi um margra ára skeið og fallið í
hópinn á undraskjótum tíma. Hann
sé ófeiminn og allra vinur.
- Nú ertu búinn að tíunda kosti
hans. Á hann sér einhverja galla?
„Hann gefur aldrei boltann og vill
skora sjálfur. Þótt ég hafi ekki orðið
var við þennan galla í fari hans utan
vallar þá er enginn gallalaus. Séra
Pálmi er umdeildur maður eins og
aUir menn sem eru áberandi og skara
fram úr. Það er styrkur út af fyrir
sig. Ég held til dæmis að Pálmi sé
umdeOdur fyrst og fremst fyrir það
hve vinsæU hann er. Þá fyrst taka
menn afstöðu með og á móti. Það hef-
ur samt endalaust komið mér á óvart
hversu óumdeildur Pálmi er í sókn-
inni.“
HaUur segir það ekki hafa komið
sér á óvart að Pálmi hafi verið orðað-
ur við framboð til forseta íslands og
vinsældir hans komi sér heldur ekki
á óvart.
„Ég veit að þetta á sér langan að-
draganda því til mín var leitað. Þetta
er engin skyndibóla, það er langt síð-
an menn fóru að velta þessu fyrir sér.
Þetta eru menn og konur sem hafa
trú á honum og vilja önnur gildi, fólk.
sem vUl sjá mann í forsetastój sem
stendur fyrir það sem Pálmi stendur
fyrir en hann er maður fjölskyldunn-
ar, bindindismaður, góður ræðumað-
ur, mannvinur, hann er vinsæll
prestur og er aðsópsmikill maður.
Hann hefur aUa kosti sem þurfa að
prýða forseta."
„Vantar
bara skeggið"
- Nú hefur Pálma oft verið legið á
hálsi fyrir hve hann er mjúkur mað-
ur og kannski væminn. Þarf hann að
breyta einhverju í fari sínu til að eiga
möguleika ef kosningabaráttan verð-
ur hörð og óvægin?
„Það yrðu hans stóru mistök ef
hann reyndi að breyta sér. Hann er
eins og hann er - gallalaus. Það vant-
ar bara skeggið á hann.“
Aðspurður um hvort reynsluleysi
hans í pólitík, en Pálmi hefur engan
pólitískan stimpil á sér svo vitað sé,
komi til með að há honum telur Hall-
ur svo ólíklegt. Hann hafi reynslu af
því að starfa með fólki og sé mann-
asættir. Slíkt myndi einkenna hans
forsetatíð gæfi hann kost á sér og
sigraði. „Hann myndi sóma sér vel á
Bessastöðum þótt ég myndi sakna
hans úr Bústaðasókn."
Undrast
fylgið
I síðustu viku var svipaður fjöldi
fylgjandi því að Pálmi yrði forseti og
í fyrri skoðanakönnunum. Þá sagði
séra Pálmi:
„Ég undrast það fylgi sem mælist í
ljósi þess hve margir hafa verið
nefndir til sögunnar. Það má velta
þessum tölum fyrir sér og eflaust lesa
margt út úr þeim. Ég hef áður sagt að
mér finnist rétt að láta janúar líða
áður en ákvörðun er tekin hvað mig
varðar í þessu máli og það stendur."
Nokkrir dagar er.u nú til mánaða-
móta og erfitt að lesa úr ummælum
Pálma til þessa annað en að hann
vilji halda öllum möguleikum opnum
í stöðunni á meðan hann ráðfærir sig
við sína nánustu vandamenn, vini og
samstarfsmenn og gerir það upp við
sjálfan sig hvort hann gefur kost á
sér til embættis forseta íslands.
-PP
Sigurður
Guðmundsson
vígslubiskup
Guðmundur
Guómundsson,
verkam. á Akureyri I
HGuómundur j| | Halldór
Halldórsson, I.| Guómundsson,
b. á Syðra-Hóli | I b. á Jódísarstöðum I
Birgir
Snæbjörnsson,
pr. á Akureyri
Úr frændgarði
séra Pálma
Matthíassonar
H Jóhanna I I Þorvaldur Helgason, | I , Helgi
Porvaldsdóttir, 1... . { . , ., I....I Guðmundsson 0—
húsm. á Akureyri | j ökum. á Akureyn | | frá Jódísarstöðum |
Hermann Guðjónsson vitamálastjóri Guójón Jóhannesson, 1 trésmíðam. á Patreksf. 1
Þorkell
Guðbrandsson
læknir
Friðrik
Guðbrandsson
læknir
Friðrika
Jóhannesdóttir,
símvarðstj., Patreksfirði
r
Séra Pálmi
Matthíasson,
pr. í Bústaóasókn
Pétur
Þórarinsson,
pr. í Laufási
Jóhanna María I
Pálmadóttir,
fulltrúi á Akureyri I
Guðrún
Jóhannesdóttir,
húsm. á Akureyri
i
Jóhannes Friðriksson,
smiður í
Litla-Laugardal
Guðbjörg Vagnsdóttir,
húsfreyja í
Litla-Laugardal
Pálmi Friðriksson,
útgerðarm. á
Akureyri
r
Friðrik
Guðmundsson,
b. í Arnarnesi
HGuðmundur
Guðmundsson,
b. á Jódísarstöðum I
Stefán Hermannsson,
borgarverkfræðingur
í Reykjavík
Hermann Stefánsson,
menntaskólakennari
á Akureyri
Matthías Einarsson,
lögreglufulltrúi á
Akureyri
Jón Helgi
Þórarinsson,
pr. á Dalvík
H
Guórún Stefánsdóttir;
húsm. í Grenivík
Y
Stefán Stefánsson,
útvegsb. í Miðgörðum |
í Grenivík
HStefán Stefánsson, I
b. á Tindriðastöðum I
Friðrika Kristjánsdóttir,
— húsfr. í Miðgörðum í
Grenivík
H
Einar Guðbjartsson,
vélstjóri í Grenivík
r
Elín Jónsdóttir,
kennari á Akureyri
HJakobína
Guðbjartsdóttir, I—
húsm. á Akureyri I
Björn Ingólfsson,
skólastj. í Grenivík
Kristján Valur
Ingólfsson,
rektor í Skálholti
Hólmfríður,
Björnsdóttir,
húsfreyja í Dal
HAnna Pálsdóttir, I
húsfreyja í Nolli I"
Guðbjartur
Bjarnason,
b. í Sælandi í Grenivík I
Sigríður
Bjarnardóttir,
húsfr. í Sælandi
Magnús Jónsson
óperusöngvari
Agnes
Oddgeirsdóttir,
húsm. í Reykjavík
h
Kristján
Jóhannsson
óperusöngvari
Hákon
Oddgeirsson
óperusöngvari
Fanney
Oddgeirsdóttir,
húsm. á Akureyri
HAðalheiður
Kristjánsdóttir, húsfr. L.
í Hlöðum i Grenivík |
Lísbet Bessadóttir,
húsfr. á Végeirsstöðum
í Fnjóskadal
Kristján ■
Guðmundsson, I
b. á Végeirsstöðum I ^