Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1996, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996
37
5TEFANIA 6U0M
KAMILIUFRÚ
/
Stefanía Guðmundsdóttir leikkona í hlutverki sínu í Kamilíufrúnni en Jón
Viðar fjallar m.a. um hana í doktorsritgerð sinni.
og slíkt getur tæpast talist eölilegt
Það er erfltt að vinna með þennan
leikhóp, enda skortur á elstu leikur-
um í honum. Þeir leikarar, sem
voru burðarásar til margra ára, eru
horfnir og aldurssamsetningin því
óhentug. Að nokkru leyti er hægt að
leysa þetta með því að fá þá menn
sem eru komnir á eftirlaun frá Þjóð-
leikhúsinu inn í Borgarleikhús,
eins og reyndar dálítið hefur verið
gert að. Maður hlýtur að binda von-
ir við nýjan leikhússtjóra, þó hann
hafi ekki langa reynslu sem slíkur.
Það er ljóst að hann þarf að standa
fast á sínu, menn komast ekki alltaf
áfram með þvi einu að vera dipló-
matískir. Þá þurfa menn líka að
setja sér ákveðin markmið og vinna
samkvæmt þeim.
Tískubólur eltar
Góður leikhópur er styrkur Þjóð-
leikhússins og það er hægt að gera
stóra hluti með honum ef hann er
nýttur vel og skynsamlega. Sem bet-
ur fer hefur fólk fengið að njóta sín
þar á undanfömum árum, en manni
finnst þó að oft megi gera betur. Það
sem mér finnst vera veikleiki Þjóð-
leikhússins, og þá sérstaklega eftir
að núverandi leikhússtjóri tók við,
er hversu klassískum leikbók-
menntum er illa sinnt. Það er
greinUegt að leikhússtjórinn fylgist
vel með því sem er að gerast í sam-
tímanum, stundum hefur hann að
vísu verið að elta tískubólur, en
hann hefur greinUega litla tilfinn-
ingu fyrir hinum klassíska bók-
menntaarfi leikhússins. Það má
nefna, að Helgi Hálfdanarson er,
eins og aUir vita, búinn að þýða aUa
grísku harmleikina, sem eru einn
meginstofn vestræns leikhúss, og
það er ekki farið að sýna eitt ein-
asta þeirra verka í tið núverandi
leikhússtjóra. Shakespeare hefur
eiginlega ekkert verið sýndur né
Moliére, nema þessi litháiska hör-
mung nú um jólin. Þetta er mjög
slæmt, því að áhorfendur eiga
heimtingu á að kynnast þessum
góðu höfundum og einnig er mikil-
vægt fyrir léikara að takast á við
hlutverkin í þeirra verkum, það
þroskar þá.“
„Billegir" farsar
- Getur það verið vegna þess að
klassísk verk fái minni aðsókn?
„Það er sagt að klassísk verk fái
minni aðsókn, en ég tel það goð-
sögn. Sannleikurinn er sá, að að-
sóknin á Shakespeares-verkum
Þjóðleikhússins fyrstu áratugina
var ótrúlega góð. Það þarf að venja
áhorfendur við slík verk og ég get
bent á að Fávitinn eftir Dostojevský
gekk tU vors sl. leikár og um tíu
þúsund manns sáu þá sýningu. Það
er því bábUja að fólk vilji einungis
léttmeti og afþreyingu. Stór hópur
manna viU kynnast alvöru leikbók-
menntum og þetta er ákveðið upp-
eldishlutverk sem leikhúsin þurfa
að rækja. En það þarf að vanda til
verka, þegar slík verk eru sett upp.“
- Finnst þér þá Þjóðleikhúsið
hafa betri leikara en Borgarleikhús-
ið?
„Þjóðleikhúsið er auðvitað búið
að vera atvinnuleikhús lengur en
Leikfélag Reykjavíkur. Þjóðleikhús-
ið tók í upphafi við nokkuð þjálfuð-
um hópi leikara frá Leikfélaginu og
hefðin er lengri þar. Leikfélagið er
háðara aðsókninni og hefur kannski
þess vegna farið út í að sýna „bU-
lega“ farsa oft og tíðum og dekrað
um of við hinn óæðri smekk áhorf-
enda. Mér finnst Leikfélagið stund-
um hafa lotið að nokkuð litlu og
þessi stefna að taka gömul kassa-
stykki eins og Fló á skinni og Leyni-
mel 13 vera mjög ófrjó listrænt séð.
Hins vegar er það staðreynd að tals-
verður hópur áhorfenda kemur og
sér þessi verk og leikhúsi sem er
jafn Ula statt fiárhagslega og Borg-
arleikhúsið er þama viss vorkunn."
- Hvað finnst þér um starfsemi
minni leikhúsa og leikhópa?
„Hóparnir hafa auðvitað veitt
stærri leikhúsumun aðhald, þó að
hlutur þeirra þyrfti að verða miklu
meiri. Ríkisvaldið hefur hins vegar
enn ekki skapað þeim nógu góðan
tUverugrundvöU. Því miður er eins
og skorti raunverulegan vUja tU að
taka á þessu máli af fullri festu.“
Leiklistarsagan
rannsökuð
Jón Viðar segir að hugur sinn
þessa dagana sé að mestu við dokt-
orsritgerðina sem hann varði fyrir
nokkrum dögum í Stokkhólmi. „Það
eru margra ára rannsóknir sem
þama liggja að baki. Ritgerðin fjall-
ar mest um Stefaníu Guðmundsdótt-
ur, sem var aðaUeikkona Leikfélags
Reykjavíkur á fyrstu áratugum
þess, en einnig um sögu Leikfélags-
ins á þessum tíma. Þetta byrjaði hjá
mér sem almennur áhugi á sögunni
og því hvernig leiklistin þróaðist
hér á landi. Leiklistarstarf var varla
til fyrir daga Leikfélagsins og at-
vinnumennska ekki fyrr en Lárus
Pálsson kemur heim árið 1940 frá
Kaupmannahöfn. Það hafði þó skap-
ast fastur kjarni leikara um alda-
mótin, fólk eins og Stefanía, Ámi
Eiríksson, tengdafaðir Vals Gísla-
sonar, Jens Waage, faðir Indriða og
afi Hákons, Guðrún Indriðadóttir og
Kristján Þorgrímsson gamanleikari.
Stefanía er eitt mesta leikaraséni
sem hér hefur komið fram, en ég set
í ritgerðinni fram þá kenningu, að
Einar H. Kvaran rithöfundur, sem
var einn aðaUeikstjóri þessara ára,
hafi haft mikU og jafnvel mótandi
áhrif á list hennar. Ég dreg fram
áður óþekktar heimildir sem sýna,
hversu mikilvægur Einar var fyrir
aUt starf L.R. og endurmet hlut
hans. Það er dapurlegt, hvernig hef-
ur fymst yfir verk þessa merkilega
fólks, en það vill verða hlutskipti
leikhúsfólks, ef leiklistarsögunni er
ekki sinnt af fræðimönnum."
Voðaleg baktería
- En hvaðan kom þessi leiklistar-
áhugi hjá þér upphaflega?
„Ég hef aUtaf sagt að hann hafi
byrjað þegar ég sá Kardimommubæ-
inn í fyrsta sinn. Annars kann ég
ekki frekar en aðrir skýringu á
þessari voðalegu bakteríu."
- Þú hefur þá ekki ætlað þér að .
verða leikari?
„Flestir sem fá áhuga á leiklist-
inni hugsa sjálfsagt einhvem tíma
um slíkt. Örlögin hafa hins vegar
ekki hagað því svo og ég sakna þess
ekki enda starf leikarans erfitt.
Leikarar ráða sjaldnast miklu um
verkefni sín, þeir búa við harða
gagnrýni og verða að þola hana, ef
þeir ætia að þroskast. Menn eldast
mjög misvel í þessu starfi, sumir
eiga sitt blómaskeið snemma, en
eru síðan búnir. Svo eru aðrir sem
springa kannski ekki út fyrr en á
efri áram. Þvi miður er það svo, að
fáir leikarar blómstra og þroskast
aUa starfssévi."
- Nú hefur verið gríðarlegur
áhugi hjá ungu fólki að fara í leik-
listarnám og margir komið nýir á
undanfórnum árum:
„Það streymir fram fólk, en það á
ekki allt eftir að lifa af samkeppn-
iiia. Margt af þessu fólki er vel
frambærilegt, þó að miklir og aug-
ljósir hæfirleikar séu auðvitað aUtaf
sjaldgæfir. Það sem einna helst hef-
ur skort í leikaramenntunina hér á
landi er kennsla í góðri textameð-
ferð; maður finnur oft sárlega
hversu miklu verri hún er hjá yngri
leikurum en eldri. Þetta er reyndar
hlutur sem ég hef oft bent á i Dags-
ljósi.“
Jón Viðar segist í framtíðinni
hafa fullan hug á að halda áfram
þeim rannsóknum á íslenskri leik-
list sem hann er byrjaður á, en
hann segir þeirri grein hafa verið
Ula sinnt. „íslensk leiklistarsaga á
tuttugustu öld er nánast óplægður
akur. Bókmenntafræðistofnun Há-
skólans á .lögum samkvæmt að
sinna þessu rannsóknarsviði, en
gerir ekkert. Það er þó enginn skort-
ur á spennandi verkefnum á þess-
um vettvangi,“ segir Jón Viðar
Jónsson. -ELA
„Það sem mér finnst vera veikleiki Þjóðleikhússins, og þá sérstaklega eftir að núverandi leikhússtjóri tók við, er
hversu klassískum leikbókmenntum er illa sinnt.“ DV-myndir Brynjar Gauti
- Hvað með framleiðslu á ís-
lenskum leikritum?
„Það er auðvitað aUtof lítið sem
kemur fram af góðum leikritum.
Yngri höfundar virðast ekki laðast
að leikhúsinu og það er öragglega
ekki lausnin að taka til flutnings
verk sem vart geta talist flutnings-
hæf, eins og t.d. Borgarleikhúsið
hefur gert. Ætli leikhúsin verði
ekki bara að þreyja þorrann og
góuna og bæta sig í von um að raun-
verulegir hæfileikamenn gangi um
síðir tU liðs við þau.“
Engir boðsmiðar
- Hvernig kom það tU, að þú
gerðist gagnrýnandi í Dagsljósi?
„Sigurður Valgeirsson kom að
máli við mig, þegar þátturinn fór af
stað, og vildi að ég tæki þátt í þess-
um leik með sér. Hann lýsti hug-
myndum sínum, sem ég hafði efa-
semdir um fyrst, var ekki viss um
að þetta væri heppilegt form. Ég
verð þó að segja að mér finnst þetta
hafa komið býsna vel út. Ég vísa því
algerlega á bug, sem heyrst hefur,
að þetta fari út í „órökstuddar upp-
hrópanir“ og almennar fullyrðing-
ar, enda myndi ég aldrei nokkurn
tímann bjóða upp á slíkt. Auðvitað
er ekki hægt að endursegja efni
leikrita eða gefa öUum leikurum
einkunn, eins og fólk iðkar í blaða-
greinum, en mér finnst það satt að
segja ekki gera mikið tti. Maður set-
ur bara fram sínar skoðanir í stuttu
máli, en á bak við liggja ýmis rök og
nákvæm skoðun. Ég er viss um að
gagnrýnin vekur áhuga og forvitni
á leikhúsinu hvort sem menn eru
sammála mér eða ekki.“
- En þú færð ekki boðsmiða leng-
ur á frumsýningar í Þjóðleikhús-
inu?
„Ég held aö Sjónvarpið telji það
ekki eftir sér að borga frumsýning-
armiða, ef þjóðleikhússtjórinn ætla
að halda áfram með þennan barna-
skap.“
Yfirborðslegur
menningarþáttur
- Það hafa líka verið breytingar
hjá útvarpi og sjónvarpi hvað varð-
ar flutning á leikverkum. Finnst þér
þessar stofnanir standa sig nógu vel
að þessu leyti?
„Mér finnst sorglegt hvað Sjón-
varpið stendur sig iUa með nýfram-
leiðslu á leikritum. Þar þarf það að
taka sig mjög á. Hér áður fyrr voru
leikrit nánast reglulegur liður í dag-
skránni en þessu hefur farið mikið
aftur og menn geta kennt ýmsu um
eins og kvikmyndum sem taka
meira tU sín en áður. Það afsakar þó
ekki allt og ég sakna þess t.d. að
Sjónvarpið skuli ekki lengur gera
stúdíóupptökur af leikritmn, jafnvel
sviðsverkum."
- Viltu fá menningarþætti?
„Sjónvarpið hefur verið gagnrýnt
að undanfórnu fyrir að vera ekki
með sérstaka menningarþætti, en ég
sakna ekki þeirra listaþátta sem þar
vora, eins og Litrófsins sáluga. Þeir
vora yfirborðslegir og auglýsinga-
kenndir og snerust reyndar mest
um persónu umsjónarmannsins,
a.m.k. undir lokin. Mér finnst ágætt
að blanda menningarþættinum með
almennu fréttatengdu efni, eins og
gert er í Dagsljósi. Menningin á að
vera partur af hinu daglega lifi.“
' :-T' -Slliili