Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1996, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1996, Blaðsíða 9
AjV LAUGARDAGUR 27. JANUAR 1996 menning Sinfóníuhljómsveit íslands hélt sína þriðju áskriftartónleika í rauðu röðinni nýlega. Stjórnandi hljómsveitarinnar var Osmo Vanská og einleikari píanó- leikarinn Melvyn Tan frá Singapúr. Fyrst á efnisskránni var verkið Tabula Rasa, eða óskrifað blað, eftir eistneska tónskáldið Arvo Part. Þetta verk er eins og flest síðari tíma verk Párts statískt í formi og tóntaki og byggir aðallega á textúr og svo þeim áhrifum sem nást fram með einbeitingu á hið einfalda, svip- að og að horfa á skýlausan, bláan Tónlist Áskell Másson himininn. Hljómsveitin flutti fyrr á þéssu starfsári verk í ekki ósvipuð- um stíl, þ.e. þriðju sinfóníu Hen- ryks Mikolajs Goreckis. Þær Gréta Guðnadóttir og Hildigunnur Hall- dórsdóttir léku á fiðlur þétt sam- tvinnaðar einleiksraddir og Stein- unn Bima Ragnarsdóttir lék á pí- anó sem var „undirbúið" sérstak- lega fyrir flutninginn með skrúfbolt- um eða þvílíku á milli strengja, þannig að hljómaði á ákveðnu regístri svipað gongum frá Asíu. Verkið er forvitnilegt og var það ágætlega leikið af flytjendunum. ÞURRKARAR • Þvottamagn 4,5 kg. • Kalt loft síðustu 10 mín. • Snýr í báðar áttir • Rofi fyrir viðkvæman þvott • Með eða án barka • Frí heimsending í Rvk. og nágrenni VISA - EURO - RAÐGREIÐSLUR RAFVORUR ARMULI 5 • 108 RVK • SIMI 568 6411 Einleikarinn, Melvyn Tan, lék því næst Konsert í a-moll op. 54 fyrir pí- anó og hljómsveit eftir Robert Sch- umann. Var flutningur verksins all- ur hinn fágaðasti og sérlega finlegur hjá einleikaranum. Fraseringar hans vom og einkar fallegar en minna um hinn mikla, stóra tón. Síðasta verkið var svo hið mikla meistaraverk Beethovens, Fimmta sinónían, í c-moll op. 67. Þetta er líklega þekktasta sinfón- íska verk állra tíma og má það að sumu leyti teljast merkilegt í ljósi þess hve „dýrt“ verkið er kveðið. Skýringin er auðvitað hinn mikli og sterki andi sem gegnsýrir verkið og hlýtur að smita hvem hrifnæman mann. Osmo Vánská túlkaði verkið af miklum krafti, næmi og gjörhygli og samstarf hans og hljómsveitar- innar var ekkert minna en frábært. Vonandi heldur samstarf hans við hljómsveitina áfram með hann sem gestastjórnanda eftir að ráðningar- samningi hans sem aðalhljómsveit- arstjóra sleppir. ■ MARAÞON EXTRA sannar sig BEST í þvottavélum íslendinga! v**19 r,% * EIGINLEIKA^ ÍSLENSKA VATNSINS Kröfuharðir Islendingar vita að Maraþon Extra þvær framúrskarandi vef Hlutlausar samanburðarprófanir hafa mælt það og sannað. Maraþon Extra er framleitt með hliðsjón af eiginleikum íslenska vatnsins til að uppfylla ströngustu gæðakröfur og það er auk þess svo drjúgt að einn pakki dugar í allt að 50 þvotta. Maraþon Extra er sannarlega jafngott og ódýrara en leiðandi erlent þvottaefni á markaðinum. Láttu Maraþon Extra sanna sig í þvottavélinni þinni!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.