Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1996, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996 I iV
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALPSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Uggvænlegar framfarir
Vetrarræktun á tómötum og gúrkum er aö verða að
veruleika. Þessar afurðir verða að þessu sinni tveimur
mánuðum fyrr á ferðinni en áður. Við venjulegar að-
stæður ætti fólk að fagna þessu sem framfórum í efna-
hagslífinu, en málið er því miður flóknara en svo.
Ef lengist tímabil framboðs á dýru grænmeti frá ís-
landi, þá styttist fljótlega sá tími, þegar almenningur hef-
ur aðgang að ódýru grænmeti frá útlöndum. Haustak
landbúnaðarins á þjóðinni er slíkt, að hún verður að
greiða þessa tilraunastarfsemi fúllu verði.
Við búum við þær sérkennilegu kringumstæður, að
grænmeti lækkar í verði á haustin, þegar vetur gengur í
garð hér á landi, og hækkar aftur á vorin, þegar gróðr-
artími hefst að nýju. Þetta stafar af reglum um forgang
íslenzkra afurða á þeim tíma, þegar þær eru fáanlegar.
Við erum hins vegar enn svo heppin, að ávextir eru
ekki ræktaöir í landinu. Ef þeir fengjust úr gróðurhús-
um á sumrin, mundum við ekki njóta ódýrra ávaxta frá
útlöndum á þeim tíma. Við verðum bara að vona, að
tækniþróun íslenzkra gróðurhúsa nái aldrei svo langt.
Þessar aðstæður valda því, að ávextir eru tiltölulega
ódýrir hér á landi, en grænmeti hins vegar afar dýrt, að
minnsta kosti nokkurn hluta ársins. Fólk áttar sig ekki
á þessu, fyrr en það kemur í matvöruverzlanir í útlönd-
um og ber verðið saman við það, sem það þekkir heima.
Ástandið þýðir í rauninni, að árangur í tilraunum til
lengri ræktunartíma í gróðurhúsum er hrein og bein út-
gerð á vasa neytenda. Þessar tilraunir hafa ekkert efna-
hagslegt gildi fyrir þjóðina, af því að það vantar alveg
fjárhagslegan mælikvarða á markaðshæfni vörunnar.
Raunverulegur mælikvarði á gildi vetrartómata og
vetrargúrkna felst í verðsamkeppni við innflutta vöru.
Landbúnaðarkerfið mun hins vegar sjá um, að hindra
slíka samkeppni, svo að tilraunavaran seljist, alveg eins
og hún sér um, að önnur garðyrkjuvara seljist.
Þetta gerist ekki í vetfangi. Um þessar mundir er hægt
að fá ódýrar gúrkur frá útlöndum, þótt dýrar vetrargúrk-
ur séu líka fáanlegar. En reynslan sýnir, að kerfið kem-
ur í humátt á eftir tækniframförunum og sér um, að þær
verði á kostnað neytenda í landinu.
Stundum er haldið fram, að íslenzkt grænmeti megi
vera dýrara en innflutt, af því að það sé betri vara. Út
frá þessari röksemdafærslu ætti að vera unnt að hafa
hvort tveggja til sölu á sama tíma, svo að neytendur geti
valið milli verðs og gæða samkvæmt markaðslögmálum.
Kenningin um gæði íslenzks grænmetis er hins vegar
sett fram af annarri ástæðu, til að halda uppi vörnum
fyrir innflutningsbanni. Kerfið vill nefnilega ákveða,
hvað sé neytendum fyrir beztu, og telur þeim vera fyrir
beztu að kaupa grænmeti frá skjólstæðingum kerfisins.
Það væri ósköp indælt, ef hægt væri að fagna tækni-
framfórum í garðyrkju af heilum hug. Það er hins vegar
tæpast hægt, af því að við vitum, að markaðslögmál
verða ekki látin gilda sem mælikvarði á tækniframfar-
irnar, heldur munu ráða einokunarlögmál kerfisins.
Dýra einokunarkerfið leiðir til óeðlilega lítillar notk-
unar grænmetis hér á landi. Sem dæmi má nefna, að
börn og unglingar borða hér aðeins 37 grömm á dag af
grænmeti að meðaltali, en æskileg neyzla á grænmeti er
talin vera 150 grömm í Danmörku, Noregi og Svíþjóð.
Einokunarkerfið hefur leitt til minni grænmetis-
neyzlu hér á landi en í nokkru öðru landi í Evrópu og
skaðar þannig almennt heilsufar þjóðarinnar.
Jónas Kristjánsson
Lagt til Hillary
þegar Bill sleppur
Þegar þingmenn Repúblíkana-
flokksins bandaríska komu til ný-
kjörins þings fyrir ári voru þeir
sigurreifir, með meirihluta í báð-
um þingdeildum í fyrsta skipti í
nær fjóra áratugi. Nýliðarnir í
Fulltrúadeildinni, þeir áköfustu af
öllum að marka ákveðna, nýja
hægri stefnu, púuðu á Bill Clinton
forseta flytja þingheimi árlegan
boðskap sinn um stöðu sambands-
ríkisins í beinni sjónvarpsútsend-
ingu til bandarísku þjóðarinnar.
Á þriðjudaginn, að ári liðnu við
sama tækifæri, var ekkert púað.
Ákafamennirnir höfðu fengið
ströng fyrirmæli frá leiðtoga sín-
um, Newt Gingrich, forseta full-
trúadeildarinnar, um að slíkt
væri ekki málstaðnum hollt fyrir
augum og eyrum þjóðarinnar.
Leiðtogum repúblíkana er ljóst
að niðurstaðan af fyrsta þinghald-
inu undir þeirra forustu er að
Clinton forseti hefur styrkt stöðu
sína í almenningsálitinu frá því
sem var fyrir ári en þeirra mál-
staður látið undan síga að sama
skapi. Og að verulegu leyti geta
þeir frekar um kennt eigin of-
metnaði en leikni Clintons í pólit-
ískum skylmingum.
Komið er á daginn að nýja
hægri stefnan, sem kristallaðist í
100 daga áætlun Newts Gingrichs
um löggjafarstarf að unnum kosn-
ingasigri, gengur lengra en fólk-
inu á miðju bandaríska stjórn-
málalitrófsins þóknast. Clinton
hefur því aukið álit sitt með því
að taka að beita neitunarvaldi
gegn lagasetningu andstæðinga
sinna.
Hámarki hefur svo hólmgangan
náð á undanförnum vikum í átök-
um um afgreiðslu fjárlaga. Þrátt
fyrir samkomulag um að stefna að
hallalausum fjárlögum árið 2002
hefur svo skorist í odda um ein-
staka liði að allt situr fast. Clinton
neitar að undirrita fjárlög sem að
hans dómi ganga úr hófi fram á
fjárveitingar til heilbrigðisþjón-
ustu aldraðra og efnalítilla, tfl
fræðslumála, umhverfísmála og
fleiri liða.
Minnihluti demókrata á þingi
stóð svo vel með Clinton að
repúblíkönum tókst ekki að
hnekkja neitunarvaldi hans en á
slíku höföu þeir ekki átt von.
Mestu skiptir þó um núverandi
stöðu að vopnið sem þeir héldu sig
hafa til að þvinga forsetann til að
láta undan snerist gegn þeim sjálf-
um.
Þetta örþrifaráð var að neita að
framlengja greiðsluheimildir til
einstakra stofnana og ráðuneyta
og lántökuheimildir ríkissjóðs
Bandaríkjanna til takmarkaðs
tíma meðan endanlegar fjárveit-
Erlend tíðindí
Magnús Torfi Ólafsson
ingar eru óafgreiddar. Þetta hafði
í fór með sér að mikill hluti af rík-
isstarfsemi Bandarikjanna lamað-
ist tvívégis svo vikiun skipti á síð-
ustu mánuðum liðins árs.
Raunin varð að flestir Banda-
ríkjamenn kenndu þingmeirihlut-
anum um óþægindi og niðurlæg-
ingu sem þessu fylgdi. Súpa
repúblíkanar nú seyðið af, þegar
rúmur helmingur aðspurðra tjáir
sig ánægðan með boðskap Clint-
ons og einungis rúmur fjórðungur
feflst á andmæli Bobs Dole, leið-
toga repúblíkana í öldungadeild-
inni.
Láta forustumenn repúblíkana
nú það boð út ganga að þeir hafi
ekki í hyggju að valda fleiri
rekstrarstöðvunum hjá ríkinu
með því að neita um greiðslu-
heimildir til bráðabirgða. Hins
vegar er kominn upp slíkur
ágreiningur í þeirra röðum um
innihald hugsanlegrar málamiðl-
unar um fjárlögin við forsetann að
líklegast þykir að niðurstaðan
verði að láta fjárlagaafgreiðsluna
dragast svo að hún geti orðið
kosningamál í haust.
Þar sækjast margir eftir fram-
boði repúblíkana, prófkjör eru
framundan og sem stendur sýna
skoðanakannanir Clinton með
fimm til tíu hundraðshluta fylgi
fram yfir Dole sem er fremstur
sinna flokksmanna.
Fangaráð repúblíkana, þegar
Bill Clinton sækir í sig veðrið, er
að gera þeim mun harðari hríð að
Hillary konu hans. Er þar seilst til
meðferðar á skjölum sem varða
lögfræðistörf Hillary þegar hún
var fylkisstjórafrú í Arkansas.
Kom hún þar að máli sparisjóðs í
eigu fjármálamanns sem þau hjón
áttu félagsskap við í fasteignavið-
skiptum. Sparisjóðurinn varð
gjaldþrota og lenti í skuldaskilum
fyrir ríkisfé.
Gerði rannsóknardómari kröfu
til skjalanna fyrir tveim árum en
var sagt að þau væru hvorki finn-
anleg í Arkansas né Hvíta húsinu.
Afrit af skjalabunkanum kom svo
i leitirnar fyrir tilviljun í
geymsluherbergi í Hvíta húsinu
fyrir nokkru. Nú á Hillary Clinton
að koma fyrir rannsóknarkvið-
dóm út af því og verður þeim vitn-
isburði væntanlega lokið þegar
þessar línur birtast.
Hillary Clinton veifar til viðstaddra af áheyrendapalli í þinghúsinu í Was-
hington eftir að forsetinn maður hennar gat hennar í máli sínu. Aðrir
heiðursgestir klappa. Símamynd Reuter
oðanir annarra
Skref í rétta átt
„Kosningarnar til sjálfstjórnarþings Palestínu-
manna var aðeins hæverskt skref í átt að palest-
ínsku þjóðríki en þær fólu í sér tvenns konar vitn-
isburð. Mikil kjörsókn var skýr staðfesting á því að
Palestínumenn á Vesturbakkanum styðja friðar-
gerðina við ísrael. Hún sýndi líka að Palestínu-
menn hunsuöu hótanir annarra samtaka um að
taka ekki þátt í kosningunum. Það leikur tæplega
vafi á því að Palestínumenn litu á kosningarnar
sem mikilvægt skref í átt að sjálfstæðu ríki. En leið-
in er lengri en þeir halda.“
Úr forustugrein Politiken 22. janúar.
Díana og Paddy
„Díana prinsessa ætti ekki að hunsa þann sem
mælir með Paddy Ashdown og frjálslyndu
demókrötunum hans þegar hún leitar að nýjum
blaðafufltrúa. Eins og við vitum er flokkurinn frem-
ur óhress með þá ímynd sem hann hefur. Á minn-
isblaði frá flokknum kemur fram að almenningur
líti á hann sem flokk hárra skatta, linan í afstöð-
unni til ESB og barnalegan í efnahagsmálum. En
það er akkúrat það sem flokkurinn er.“
Úr forustugrein Daily Express 23. janúar.
Skrítið þetta Færeyjamál
„Færeyjamáliö, sem fyrst leit út eins og kjörið
áfrýjunarmál sem síðan átti ekki að áfrýja en verð-
ur kannski samt áfrýjað, er óþægilegt. Málið snýst
um að fjöldinn allur af æðstu mönnum færeysks
samfélags var ákærður í fjársvikamáli. AUt var
stutt miklum gögnum, það var í raun talað um mál
þar sem ákærðu höfðu játað sekt sína. Samt voru
þeir sem málið snerti sýknaðir á þeirri forsendu að
landsstjómin væri líka meðsek. Hinn rétti seki var
því færeyskt ástand sem í áraraðir varð þess vald-
andi að hið óskynsamlega var eðlUegt og hið
áhættusama heiðvirt."
Úr forustugrein PoUtiken 24. janúar.