Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1996, Blaðsíða 15
DV LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996
15
Flestallir sjómenn eru í harðri andstöðu við kerfið einmitt af þeirri ástæðu að veiðiheimildir ganga kaupum og sölum. Mýmörg dæmi eru um að kvóti sé
seldur eða leigður af skipum en ekkert dæmi er um að áhafnir fái hlut af afrakstrinum. DV-mynd ÞÖK
Einstaklingar selja almenningseign
Islenskur sjávarútvegur á við
tvö risavaxin vandamál að etja.
Annars vegar snýr vandinn að
fiskveiðistjórnun sem stanslaus
ófriður ríkir um. Á hinn bóginn er
vandinn sá að ákveða hversu mik-
ið má veiða úr þeim fiskstofnum
sem að miklu leyti standa undir
sjálfstæðum fjárhag þjóðarinnar.
Sívaxandi gagnrýni er á Haf-
rannsóknastofnun vegna þess að
þorskkvóta er haldið niðri. Sjó-
menn segja sögur af mikilli þorsk-
gengd og á sama tíma hruni veiða
úr stofnum eins og karfa, grálúðu
og ufsa. Þarna virðist nokkuð
sama hvert litið er. Þorskveiðar
hafa aukist í öll veiðarfæri sé litið
til afla á sóknareiningu. Alvara
málsins felst í því að sé mat fiski-
fræðinga rangt þá ef verið að
rústa stofninn á sama tima og
markmiðið hljóðar upp á friðun.
Svo virðist sem einblínt sé á
þorskstofninn en aðrir stofnar,
sem ekki eru síður mikilvægir,
látnir sitja á hakanum. Svo kann
að fara að menn hrökkvi upp við
þá uppgötvun einn góðan veður-
dag að þorskstofninn sé í lagi en
hægvaxta stofnar á borð við grá-
lúðu og karfa í hruni. Erfitt verð-
ur að vinna upp þá stofna en það
tekur þrefalt lengri tíma fyrir þá
að verða kynþroska en þorskinn.
Djúpstæður ágreiningur
Stjórn fiskveiða á íslandi hefúr
allar götur síðan 1983 verið mönn-
um efni til pólítískra átaka.
Ágreiningurinn er svo djúpstæður
að vonlítið virðist að jafna hann
með málamiðlun sem allir gætu
við unað. Þær fylkingar sem helst
takast á í málinu eru þrjár. Þar
ber fyrst að telja stórútgerðar-
mennina sem ásamt nokkrum hag-
fræðingum vilja viðhalda kvóta-
kerfinu frá 1984 sem að vísu hefur
tekið miklum breytingum með
óheftu framsali á veiðiheimildum.
Önnur fylking, sem þó hefur
þynnst mjög, eru þeir sem aðhyll-
ast sóknarkerfi og flotastýringu.
Þar fara fyrir nafnarnir Einar
Oddur og Einar Kristinn Guð-
finnsson sem reyndar tilheyrði
lengst af kvótamönnum en skipti
um skoðun. Þeim nöfnum fylgja að
málum hluti smábátamanna.
Þriðja fylkingin, og sú sem er í
mestum vexti, samanstendur síð-
an af þeim sem aðhyllast gjaldtöku
fyrir veiðiheimildir, eða svokallað-
an auðlindaskatt. Það mál er
þverpólítískt en á sér þó mest fylgi
innan Alþýðuilokks og hluta Sjálf-
stæðisflokks.
Andstaða við kerfið
Þegar kvótakerfið var tekið upp
á sínum tíma var þegar uppi mik-
il andstaða gegn því. Þar fóru
fremstir Vestfirðingar og Vest-
lendingar sem ásamt fleiri töldu
að kerfið myndi leiða til byggða-
röskunar þar sem það væri í eðli
þess að þjappa saman veiðiheim-
ildum. Þannig yrðu aðeins nokkr-
ir stórir aðilar sem réðu stærstum
hluta flotans og þar með veiði-
heimildanna. Upphaflega hug-
myndin að kerfmu kom frá Aust-
firðingum sem báru tillögu sína
upp á fiskiþingi. Réttlætingin fyrir
að taka upp kerfið fólst í því að á
þeim tíma var ástand þorskstofns-
ins að mati fiskifræðinga mjög
slæmt. Það bæri því brýna nauð-
syn til að taka upp kvótakerfið en
þó aðeins timabundið á meðan
þorskurinn væri að rétta úr kútn-
um. Fyrsta útgáfa af kerfinu var
afar frumstæð miðað við það sem
nú er. Raunar var um að ræða
blandað kerfi þar sem um helm-
ingur flotans var bundinn af kvóta
en hinn helmingurinn var á
svokölluðu sóknarmarki sem
byggðist á frjálsri sókn upp að
ákveðnu þaki í þorski. Að auki
voru allir smábátar utan kvóta og
í frjálsri sókn.
Innbyrðis röskun
Þetta fyrirkomulag leiddi til
þess að mikil innbyrðis röskun
varð i flotanum á kvótastöðu ein-
stakra skipa. Þau skip sem reru á
sóknarmarki tóku nú til við að
skapa sér hærri viðmiðun í þorski
á meðan aflamarksskipin stóðu í
stað og sátu eftir. Þetta olli síðan
bullandi ágreiningi meðal þeirra
útgerðarmanna sem áttu skip í
hvorum flokki fyrir sig. Þrátt fyrir
að opinberlega væri tilgangur
kerfisins sagður sá að vernda
fiskistofna fyrir ofveiði kom fljót-
lega á daginn að höfundar kerfis-
ins vildu ganga lengra. Eftir að
búið var að flokka niður veiði-
heimildir á skip og verðleggja þau
þannig eftir kvótaeign vildu þeir
sem þarna uppgötvuðu að þeir
áttu eitthvað sem áður var hulið fá
meira. Sú krafa varð því hávær að
framselja mætti aflaheimildir,
hvort sem var með leigu tíma-
bundið eða með sölu þeirra. Með
öðrum orðum vildu útgerðarmenn
fá alvöruarð af þessari eign sinni
og ekki stóð á löggjafanum að upp-
fylla þessar óskir þeirra. Lögin um
stjórnun fiskveiða voru endurbætt
og veiðiheimildir voru þar með
framseljanlegar. Þar með byrjaði
djammið sem nú er í hámarki.
Laugardagspistill
Reynir Traustason
Kílóið á hundraðkall
Til að byrja með var eitt kíló af
þorski verðlagt á 45 krónur. Marg-
ir tóku andköf og sögðu að þetta
væri ekki hægt þar sem hráefnis-
verð á einu kílói á land komið
væri aðeins 60 krónur og því
greinilegt að ekki væri hægt að
sækja þennan afla fyrir 15 krónur
hvert kíló. Það var mat flestra að
þessi verðlagning væri bóla sem á
endanum myndi springa. Þeir
reyndust þó ekki sannspáir því
leiguverðið hefur smám saman
þokast upp og er nú í 97 krónum á
kíló sem er talsvert yfir því verði
sem landað kíló gefur af sér.
Hæsta verð sem heyrst hefur af er
hundrað krónur.
Flestallir sjómenn eru í harðri
andstöðu við kerfið einmitt af
þeirri ástæðu að veiðiheimildir
ganga kaupum og sölum. Mýmörg
dæmi eru um að kvóti sé seldur
eða leigður af skipum en ekkert
dæmi er um að áhafnir fái hlut af
afrakstrinum. Þekkt eru dæmi þar
sem Ósvör hf. var stórtæk í leigu
veiðiheimilda í tíð fyrri eigenda.
Engar sögur fara af því að sjó-
menn fyrirtækisins hafi riðið feit-
um hesti frá braskinu.
Þorskkvótinn leigður
Það nýjasta í þessum efnum.er
þó væníanlega sú aðferð útgerðar
frystitogarans Sléttaness frá Þing-
eyri að ná upp arði með því að
halda skipinu til úthafsveiða en
leigja þorskkvótann annað. Leigð
hafa verið frá útgerðinni hátt í 200
þorskígildi á undaníornum mán-
uðum. Ætla má að fengist hafi
rúmar 15 milljónir króna fyrir
braskið. Áhöfninni þar er ekki
ætlaður hlutur úr viðskiptunum
og þorsktorfan á íslandsmiðum
fær að mestu að vera í friði fyrir
veiðarfærum hennar. Þetta mál er
nú á borði verkalýðsfélagsins á
staðnum en eflaust er ekkert sem
segir að útgerðin eigi ekki fullan
rétt á að leigja kvótann í burtu.
Það er líka dálítið snúið að vísa
málinu til verkalýðsfélagsins sem
áður hefur væntanlega gefið sam-
þykki sitt fyrir kvótabraskinu þar
sem flutningur veiðiheimilda er
háður samþykki þess.
Sameign þjóðarinnar
Sú staðreynd að útgerðarmenn
eru að veifa því framan í fólk
hversu mikil peningaleg velta er í
viðskiptum með veiðiheimildir
hefur orðið til að styrkja enn frek-
ar í trúnni þá sem telja auðlinda-
skatt vera einu raunhæfu lausn-
ina. Lög um stjórn fiskveiða segja
skýrt að fiskstofnar á íslandsmiö-
um séu sameign íslensku þjóðar-
innar. Þessi grein hefur orðið
mörgum tilefni hláturskrampa
enda er ekkert í framkvæmdinni
sem segir að þjóðin eigi þessi
stofna. Útgerðarmenn hafa brask-
að með fiskstofnana að vild bæði
innanlands og utan. Samtök út-
gerðarmanna LÍÚ reka svo innan
sinna vébanda þjónustu við þá
sem vilja kaupa eða selja óveiddan
fisk.
Það er skiljanlegt viðhorf að
arður af auðlindinni eigi að renna
til samneyslunnar í þjóðfélagi sem
er með ríkissjóð sem er rekinn
með halla ár eftir ár, heilbrigðis-
kerfi í uppnámi og hallarekstur á
nánast öllum sviðum. Skattpíning
þegnanna er í hámarki og augljóst
að ekki verður lengra gengið þar
án þess að slíkt leiði til nýrra meta
hvað varðar fólksflótta.
Hóflegt gjald
Ef litið er til sögunnar má segja
að 300 þúsund tonn af þorski séu
sá ársafli sem vænta má i framtíð-
inni. Ef hóflegt gjald er lagt á þess-
ar veiðiheimildir, t.d. helmingur
af því gangverði sem á sér stað,
eða 40 krónur á kíló, myndi þessi
afli gefa af sér 1,2 milljarða króna
á einu ári beint í ríkiskassann.
Þarna er aðeins verið að tala um
þorsk og ef reiknað er með öðrum
tegundum má búast við að upp-
hæðin verði ekki undir 4 milljörð-
um króna árlega. Það vill svo
skemmtilega til að þetta er sú upp-
hæð sem reiknað er með að hall-
inn á ríkissjóði verði í ár.
Tímaspursmál
Það getur varla verið annað en
tímaspursmál hvenær löggjafinn
tekur af skarið og lögfestir þá einu
breytingu á kvótakerfinu sem
tryggir að þjóðin fái arð af eign
sinni. Sjómenn eru væntanlega
búnir að átta sig á því að þeim er
ekki ætluð hlutdeild í braskinu í
kringum veiðiheimildirnar. Þá er
þeim ekkert að vanbúnaði að sam-
þykkja að tekinn verði upp auð-
lindaskattur. Þar með skýrast enn
frekar línur í baráttunni og eftir
standa aðeins tvær fylkingar -
þeir sem vilja njóta arðs af þjóðar-
auðlindinni án þess að sækja fisk
og svo hinir sem vilja að þjóðin
sjálf hafi arð af eign sinni.