Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1996, Blaðsíða 48
r
ÞREFAIDUR1. VINNINGUR
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í
síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er
notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt.
Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
550 5555
MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER
550 5000
MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER
LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996
Veðrið á sunnudag og mánudag:
Víða léttskýjað syðra
Á sunnudag verður sunnankaldi og snjókoma um suðvestan- og vestanvert landið en annars hægari og þurrt að mestu. Hiti +1 til -6 stig.
Á mánudaginn verður norðankaldi og él um norðanvert landið en þurrt og víða léttskýjað syðra. Frost 2 til 8 stig.
Veðrið í dag er á bls. 53
Bóndadagsblómin
Blóm eru kærkomin gjöf á flestum
heimilum. í gær var bóndadagur og
því má búast við því að margt borð-
stofuborðið sé fagurlega skreytt
blómum í dag. Húsmæður þessa
lands hafa vonandi farið að dæmi
Þóreyjar og Marteins Más og valið
blóm handa húsbóndanum í tilefni
dagsins. DV-mynd GVA
,Vatnsberinn“ kominn í leitirnar í Danmörku:
Vissu af Þór-
halli í Kaup-
mannahofn
situr nú í gæsluvarðhaldi hjá dönsku lögreglunni
Undanfarnar vikur hefur yfir-
völdum hér á landi verið kunnugt
um að Þórhállur Ölver Gunn-
laugsson, sem jafhan er kenndur
við Vatnsberann, hafi haldið sig í
Kaupmannahöfn. Þórhallur var
handtekinn þar í gær af dönsku
lögreglunni en búið var að lýsa
eftir honum á tölvuneti Interpol í
176 löndum. Hann var í gær úr-
skurðaður í gæsluvarðhald.
Þórhallur verður framseldur til
íslands eins og krafa var gerð um
af hálfu Fangelsismálastofnunar í
gær. Óvíst^er enn hvenær hann
kemur til landsins en í ráði er að
lögreglumenn verði sendir út til
að ná í hann. Hann situr nú í
gæsluvarðhaldi í Kaupmanna-
höfn.
Þórhallur átti að heíja afþlánun
á tveggja og hálfs árs fangavist
þann 12. janúar fyrir að hafa svik-
ið 38 milljónir út úr ríkissjóði með
því að gefa út falskar virðisauka-
skattsskýrslur og innheimta inn-
skatt í samræmi við þær. Þá var
hann í Hæstarétti dæmdur í haust
til aö greiða 20 milljónir í sekt eða
sitja ár í fangelsi að öðrum kosti.
Þórhallur fékk mánaðarlega í
nær þrjú ár á árunum 1992 tO 1994
greiddar 340 þúsund krónur úr
ríkissjóði. Hluta þessa tíma sat
hann í fangelsi á Litla-Hrauni. Eft-
ir að dómur var felldur yflr Þór-
halli í Hæstarétti í haust var hon-
um sleppt úr gæsluvarðhaldi og
hann ekki settur í farbann. Hann
notaði tækifærið til að koma sér
úr landi.
Þórhallur mun hafa ætlað sér
til Englands í gær en var tekinn
skömmu áður en hann lagði upp.
-GK
Jóhann Bergþórsson segir rannsókn hafa farið fram eftir upphlaup í bæjarstjórn:
Pólitík á bak viö ákæruna
- hvers vegna voru aðrir pólitískir framkvæmdastjórar ekki ákærðir?
„Ég spyr: Hvers vegna voru fram-
kvæmdastjórar Þjóðviljans, Tímans
og Blaðs ekki dregnir til opinberrar
ákæru. Málið sem hér um ræðir
gerðist í beinu framhaldi af upp-
hlaupi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
í janúar 1995 fór fram skattrann-
sókn og RLR var með málið í júlí.
Það getur verið að þetta sé rétt að-
ferð en hún hefur til þessa ekki ver-
ið praktíseruð," sagði Jóhann Berg-
þórsson, fyrrum framkvæmdastjóri
Hagvirkis-Kletts, sem hefur verið
ákærður fyrir 34 milljóna króna
vanskil á virðisaukaskatti og stað-
greiðslu til ríkissjóðs áður en fyrir-
tækið var úrskurðað gjaldþrota í
október 1994.
„Ef niðurstaðan í þessu máli
verður sekt er það til athugunar fyr-
ir þá sem reka fyrirtæki," sagði Jó-
hann. „Fjöldi fyrirtækja á við skuld-
ir og rekstrarerfiðleika að etja og
hefur jafnvel neikvætt eigið fé. Þar
þarf engin nöfn að nefna.“
Jóhann sagði að sýslumaður og
fjármálaráðherra hefðu vitað um
erfiðleika Hagvirkis-Kletts á sínum
tíma. Sýslumaður hefði þá hafnað
10 miUjóna króna greiðslu upp í
vanskilin sem nú er ákært fyrir.
„En þeir vildu meira og síðan var
fyrirtækið innsiglað. Það voru
einnig tU peningar á bók en því var
síðan ráðstafað af skiptastjóra,"
sagði Jóhann. Hann ætlar að taka
til varna í málinu sem var þingfest
með stuttu réttarhaldi í Héraðsdómi
Reykjaness í gær.
„Ég lýsti því yfir að ég teldi mig
saklausan af lögbrotum en að upp-
lýsingar í gögnum málsins væru
réttar. Þeim ber saman við bókhald
og endurskoðunarskýrslur," sagði
Jóhann Bergþórsson. -Ótt
Sunnudagur
Mánudagur
brother
Litla
merkivélin
Loksins
með Þ og Ð
Nýbýlavegi 28-sími 554-4443
HVAD NÆR HANN HÁRRI
UPPHÆÐ ÚT ÚR DANSKA
TUGTHÚSINU?