Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1996, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1996, Blaðsíða 31
39 V LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996 ísland — plötur og diskar- ) 1.(1) Crou^ie D’oú Lá Emilíana Torrini | 2. ( 2 ) (What's the Story) Morning Glory? Oasis t 3. ( 6 ) Different Class Pulp t 4. (Al) The Memory of Trees Enya 4 5. ( 3 ) Pottþétt 1995 Ýmsir I 6. (4) Palli, Páll Oskar t 7. (18) Drullumall Botnleðja t 8. (AI) One Hot Minute Red Hot Chili Peppers | 9. ( 5 ) Melon Collie and the Infinite ... Smashing Pumpkins 110. ( - ) Desperado Úr kvikmynd 411. ( 8 ) Acid Jazz & Funk Sælgætisgerðin 112. (10) I skugga Morthens Bubbi Morthens 113. (17) Gangsta’s Paradise Coolio 114. ( - ) Mortal Kombat Úr kvikmynd 4 15. (12) The Bends Radiohead 11& (Al) Jagged Little Pill Alanis Morrisette 117. ( - ) Life Cardigans 4 18. (15) The Great Escape Blur 119. (Al) Reif i skóinn Ýmsir 120. (Al) Temples of Boom III Cypress Hill London -lög- t 1. ( - ) Spaceman Babýlon Zoo 4 2. ( 1 ) Jesus to a Child George Michael t 3. ( - ) Whole Lotta Love Goldbug t 4. ( - ) Anything 3T 4 5. ( 2 ) Earth Song Michael Jackson 4 6. ( 3 ) Father and Son Boyzone | 7. ( 7 ) One by One Cher 4 8. ( 5 ) Missing Everything butthe Girl 4 9- ( 6 ) Wanderwall Oasis 4 10. ( 4 ) So Pure Baby D NewYork -lög- | 1.(1) One Sweet Day Mariah Carey & Boyz II Men ) 2. ( 2 ) Exhale (Shoop Shoop) Whitney Houston | 3. ( 3 ) Hey Lover LL Cool J t 4. (10) Missing Everything but the Girl t 5. ( 6 ) Breakfast at Tiffany's Deep Blue Something t 6. ( 9 ) Name Goo Goo Dolls 4 7. ( 5 ) Diggin' on You TLC t 8. ( - ) One of Us Joan Osborne 4 9. ( 4 ) Gangsta's Paradise Coolio Featuring LV t 10. ( - ) You'll See Madonna Bretland — plötur og diskar— | 1.(1) (What's the Story) Morning Glory? Oasis t 2. ( 3 ) Different Class Pulp 4 3. ( 2 ) Robson & Jerome Robson & Jerome t 4. ( - ) First Love Michael Ball t 5. ( 6 ) Jagged Little Pill Alanis Morrisette 4 6. ( 4 ) History - Past Present and Future .. Michael Jackson 4 7. ( 5 ) Said and Done Boyzone 4 8. ( 7 ) Something to Remember Madonna t 9. (11) Crazysexycool TLC 4 10. ( 8 ) The Memory of Trees Enya Bandaríkin — plötur og diskar — t 1.(2) Waiting to Exhale Ur kvikmynd 4 2. (1 ) Daydream Mariah Carey t 3. ( 5 ) Jagged Little Pill Alanis Morrissette t 4. ( 6 ) Cracked Rear View Hootie and the Blowfish 4 5. ( 3 ) Fresh Horses Garth Brooks 4 6. ( 4 ) The Greatest Hits Collection Alan Jackson t 7. (Al) The Woman in Me Shania Twain | 8. ( 8 ) Crazysexycool TLC 4 9. ( 7 ) Mellon Collie and the Infinite ... Smashing Pumpkins |10. (10) Sixteen Stone Bush Þeir kalla sig „The Presidents of the United States of America" og heita Chris Ballew (söngur og tveggja strengja bassítar), Dave Dederer (þriggja strengja bassagítar og raddir) og Jason Finn (trommur án strengja og raddir). Hér erum við að tala um fimm strengja rokksveit sem á ekkert sameiginlegt með Bill Clinton, er frá Seattle, spilar rokk og ról án allrar alvöru, kann ekki á saxófón og lofar góðum krók í hverju lagi. Og hvað heitir platan hennar síðan? Jú, það sama og hljómsveitin (meira letur komst ekki fyrir á umslaginu). Gamansamt rokk Chris og Dave hafa skellt saman lagastúfum frá 1985, fóru saman í skóla og hvaðeina, en Jason sá for- setana árið 1991 og varð loks full- gildur meðlimur árið 1993 eftir tveggja ára biðlun. „Við erum skemmtikraftar, ekki listamenn,“ segir Dave og þeir standa við það. Erlendir gagnrýnendur hafa þetta að segja um plötuna: „Frumhug- mynd hljómsveitarinnar eru ein- fold: Semja lög sem er gaman að spila, gaman að hlusta á og höfða þar með til breiðs hlustendahóps." - The Rocket (Seattle): „Þú getur tek- ið tónlistina þeirra saman í eitt orð: Gaman, hér er ekki að finna þetta dæmigerða reiðirokk Seattle borg- ar“ - The Stranger (Seattle): „Lögin þeirra eru eins grípandi og þau eru mörg“ (ég verð nú að setja spurn- ingarmerki við þetta)? - Austin Chronicle: „Ef platan fær þig ekki til að brosa ertu fífl (dork)“ - Cake Magazine. Hljómsveitin hefur nú þegar náð til eyma útvarpshlustenda á íslandi í gegnum útvarpsstöðina Xið með lögunum „Lump“ og „Kitty“. Fleiri stöðvar mættu taka Xið til fyrir- myndar. Spiluðu fyrir sjálfan forset- Þeir kalla sig „The Presidents of the United States of America" og heita Chris Baliew (söngur og tveggja strengja bassagítar), Dave Dederer (þriggja strengja bassagítar og raddir) og Jason Finn (trommur án strengja og raddir). ann „The Presidents of the United States of America" (sem kölluðu sig nafni sem gæti fyllt upp i hálfa greinina ef það væri skrifaö nógu oft) hafa nú þegar spilað fyrir sjálf- an forseta Bandaríkjanna, Bill Clinton, í miðborg Seattle á demókrataskemmtun 1994 (jafnvel þó þeir eigi ekkert sameiginlegt). Fyrsta upptaka hljómsveitarinn- ar var kassetta sem kom sama ár. Hún seldist upp í fimm hundruð eintökum á fimm tónleikum (útgáf- an verður mögulega sett í stafrænt form síðar) en meðlimir sveitarin- anr komust síðar á samning hjá litlu fyrirtæki í Seattle sem heitir PopLlama Records. Nýja afurðin er hins vegar komin undir verndar- væng Columbia útgáfufyrirtækisins og má því búast við að hún seljist í aðeins stærra upplagi (platan er meira að segja að koma út í Evrópu, þess vegna er ég að skrifa þessa grein). í alvöru talað, þetta er skemmti- leg hljómsveit sem semur meðal annars hápólitíska texta um ketti, froska, apaketti og ferskjur. Eitt lag- ið fjallar meira að segja um það hvernig „The Presidents ...“ geti ekki meikað það, vegna þess að önn- _ ur bönd er bæði með betra efni, betri söngvara, betri hljóðfæraleik- ara, betri... o.s.frv. En hei, rokk og ról á gamansömu nótunum virðist eiga stóran hlustendahóp, eða hvað finnst þér? -GBG Herrar mínir og frúr: Rokkforsetar Bandaríkjanna Persónulegt verk - Tori Amos gefur út „Boys for Pele" Tori Amos er listamaður sem er Islendingum að góðu kunnur. Hún hefur alltaf farið sínar eigin leiðir, allt frá því að hún var í hljómsveit- inni „Y Kant Tori Read“ í Banda- ríkjunum (sællar minningar). Á nýju plötunni, sem ber nafnið „Boys For Pele“ gengur Tori mun lengra en áður og skýrir frá persónulegri „leit sinni að innri eldi“ eftir að hún hætti með upptökustjóranum Eric Rosse sem hún hafði verið með í átta ár. Tori Amos opinberar sig. „í tedrykkju með Lúsífer" „Eric var sálufélagi minn. Ég óx með honum og við urðum eitt á þessum átta árum. Hvert fer maður eiginlega þegar annar helmingurinn er horfinn? Jæja, það er staður sem ég sæki og virðist nokkuð hrifin af flöskunni. Það mætti segja að ég hafi farið í tedrykkju með Lúsífer. Þangað fer ég hins veg- ar ekki aft- ur.“ Tori seg- ir plötuna fialla um konu sem er rauð- hærð og fmnur með stuttu milli- bili hluta úr sjálfri sér. Sagan kemur fram í tónlistinni. Sem sólóisti hefur Tori nú þegar gefið út tvær plötur, „Boys For Pele“ er sú þriðja. Fyrstu tvær hétu „Little Earthquakes“ og „Und- er the Pink“, plötur sem áttu það sameiginlegt að vera jafnt poppaðar og frumlegar. Nýja platan er hins vegar allt öðruvísi, ef eitthvað er að marka lýsingar erlendra blaðamanna. Þeir segja Tori nú hljóma nákvæmlega eins og hún vill hljóma. Upptökur á Irlandi Til þess að taka plötuna upp hvarf Tori frá heimlandinu til kirkju í County Wicklow á írlandi. Helsti munurinn á þessari plötu og þeim fyrri liggur í hljóðfæraskipan. Þar sem hún er frábær píanisti kom ekki annað til greina en nota píanó- ið. Auk þess má finna sekkjapípur, harpsicord, mandólín, kirkjuorgel, gospelkór, brasssveit og kirkju- klukkurnar í County Wicklow á nýju plötunni. Aðeins fimm af átján lögum inni- halda trommutakt og þá annaðhvort handleikinn eða tölvustýrðan. Ofan á þetta bætist síðan tilfinninga- þrungin rödd Tori Amos sem stýrði nú upptökum i fyrsta skipti sjálf og gaf sér þar af leiðandi leyfi til þess að leika sér dálítið með tónana, kaf- aöi djúpt niður í iður sín og fann þar áður óþekktar ástríður í tónum. Meginþema plötunnar er þessi leit Tori að innri eldi, en hvort sem fólk nær textamerkingum eða ekki á það örugglega eftir að finna til með henni. Hún leyfir kannski fólki að rífa sig niður á prenti, en uppi á sviðinu á hún heima og ver sig með kjafti og klóm, um það er engin spuming. -GBG Meginþema nýju plötunnar hennar Tori Amos er leit hennar að innri eldi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.