Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1996, Blaðsíða 22
sérstæð SStOltlSl LAUGARDAGUR27. JANÚAR 1996
OFRÍKIEÐA UMHYGGJA?
Edward Beecher hafði aldrei
kvænst. Hann átti enga ættingja og
bjó einn í hálfgerðum skúr í Norfolk
á Englandi, rétt fyrir utan smábæ-
inn Wisbech.
Skúrinn sem var heimili hans var
hrörlegur og höfðu sumir á orði að
hann hlyti að vera að falli kominn
og stæði líklega aðeins vegna þess
að hann hefði stuðning af smiðjunni
sem var áfóst við hann. En i smiðj-
unni var það sem líf Beechers sner-
ist í raun um, gufuvélin „Sambó“ og
verkfærin og áhöldin sem hann not-
aði við dagleg störf, sem þóttu ein-
kennast af mikilli ró og nægjusemi.
Beecher var vinsæll, þótt ýmsum
þætti hann einum um of innhverf-
ur. Þegar vinir hans spurðu hann
hvers vegna hann kvæntist ekki og
færi að taka lífinu með ró svaraði
hann á þá leið að hann væri þegar
farinn að taka það rólega. „En þið
eigið auðvitað við hvers vegna ég
kvænist ekki og læt tjóðra mig,“
bætti hann svo gjarnan við.
Kona fær áhuga
Þrátt fyrir hve oft Beecher hafði
sýnt hve afhuga hann var fóstu sam-
bandi við konur, kom þar þó að
kona fékk mikinn áhuga á honum.
Hún hét Susan Plunkett og var
fimmtíu og sex ára, eða tveimur
árum eldri en hann. Hún var þá ný-
lega orðin ekkja, en maður hennar
hafði látist þremur árum áður af
hjartaáfalli. Það var síðdegis 19.
mars 1984 sem fundum þeirra bar
saman, á sýningu á gufuvélum. Um
morguninn hafði Beecher verið að
fægja „Sambó“, og ræddi þá glað-
lega við ýmsa af þeim sem að sýn-
ingunni stóðu. Við opnunina voru
opinberir gestir, en þegar leið á síð-
degið varð ljóst að almennir sýning-
argestir yrðu ekki margir. Meðal
þeirra voru þó tvær konur, Susan
Plunkett og vinkona hennar, Elsie
Cocker.
Af einhverjum ástæðum fannst
Susan Plunkett mikið til Beechers
koma, og það þótt hann væri
óhreinn og frekar illa til hafður eft-
ir að hafa þrifið og fægt „Sambó“.
Og að auki var hann feitlaginn. En
framkoma hans var mild og hann
svaraði með ánægju þeim spurning-
um sem þær vinkonurnar Jögðu fyr-
ir hann um leyndardóma gufuvél-
anna.
Þrívegis komu þær stöllur til
Beechers þetta síðdegi, og undir lok-
in ásetti Susan Plunkett sér að kom-
ast að því hvort hann væri kvænt-
ur.
Nýir siðir
Ekki þurfti Plunkett að spyrja
lengi til að komast áð því að
Beecher byggi einn síns liðs við
smiðjuna sem hann rak. Og daginn
eftir sýninguna, en hún stóð aðeins
í einn dag, hélt hún heim til hans.
Klukkan var rétt rúmlega tvö sið-
degis þegar hún kom og hún hélt
ekki heim fyrr en um áttaleytið um
kvöldið. Þá hafði henni tekist að fá
Beecher til að samþykkja að hún
kæmi og sæi um heimilið fyrir
hann.
Fyrstu þrjár vikurnar gerði hún
hreint í hólf og gólf, þvoði allan
þvott og í raun má segja að hún
hafði gert innrás í tilveru Beechers
og tekið þar svo til alla stjórn. Hon-
um féll það ekki sérstaklega vel, en
þótt honum væri ljóst að hann gæti
sagt henni að hann vildi helst að
hún léti hann í friði gerði hann það
ekki, því hann óttaðist að hún teldi
hann mjög vanþakklátan.
Susan Plunkett sá um heimilið í
þrjá mánuði. En svo hvarf hún
skyndilega.
Rannsóknin
Það var undir lok júli að Elsie
Cocker tilkynnti lögreglunni að vin-
kona hennar, Susan Plunkett, væri
horfm. Tveir dagar væru liðnir síð-
an hún hefði átt við hana stefnu-
Susan Plunkett, til vinstri, og Elsie Crocker.
Edward Beecher.
mót, en hún hefði ekki sýnt sig.
Rannsóknarlögreglunni tókst brátt
að fá staðfest að Susan hefði síðast
sést daginn sem hún hafði ætlað að
hitta Elsie, og hefði hún þá virst á
leið heim til Beechers. Allir sem til
hennar þekktu vissu að hún var
hluta úr hverjum degi hjá honum,
og því var ákveðið að yfirheyra
hann. En hann svaraði spurningum
ránnsóknarlögreglumannanna með-
al annars á eftirfarandi hátt: „Ég
hef ekki séð hana í-um viku.“
Fyrir lá hins vegar skömmu síðar
að Susan Plunkett hafði sést við
smiðjuna daginn áður en hún átti
stefnumótið við Elsie Crocker.
Þegar lögreglumennirnir höfðu
skilað skýrslu sinni þótti þeim sem
að málinu höfðu komið ljóst að
Beecher hefði ekki sagt satt. Hann
hlyti að vita meira um hina horfnu
konu en hann vildi láta uppi. Það
varð til þess að Richard Bryant full-
trúi fékk dómsúrskurð sem heimil-
aði honum að gera húsleit hjá
Beecher. Og með heimildina hélt
hann að smiðjunni síðasta dag júlí-
mánaðar. Hófst nú skipuleg leit í
kofanum og smiðjunni.
tuttugu mínútur þegar í ljós kom
hver örlög Susan Plunkett höfðu
orðið. Þá fannst búkur og höfuð af
konu, en útlimina var hvergi að
finna.
Fundurinn varð til þess að enn
nákvæmari leit var gerð á staðnum
og næsta nágrenni, en hvergi fannst
neitt af því sem skilið hafði verið
frá búknum.
Beecher var fluttur til yfir-
heyrslu. Og þá skýrði þessi heldur
viðmótsþýði þrekvaxni maður frá
samskiptum sínum við Susan
Plunkett.
„Ég hafði þekkt hana í þrjá mán-
uði,“ sagði hanm, „og þann tíma
stjórnaði hún beinlínis lífi mínu.
Hún gerði ailt. Hún sagði mér
hvernig ég ætti að klæða mig, hvað
ég ætti að borða, hvernig ég ætti að
laga matinn og hvaða rétti ég ætti
að forðast. Ég reyndi að segja henni
að mig langaði í þá og vildi borða
þá, en það var til einskis.
Ég lét hana heyra að hún væri
vænsta kona og ég væri þakklátur
fyrir það sem hún legði á sig fyrir
mig, en ég vildi fá að lifa lífinu eftir
eigin höfði án afskipta. Hún fékkst
þó ekki til að hlusta á mig. Hún hélt
samt áfram að heimsækja mig á
hverjum degi, og loks þoldi ég ekki
lengur að sjá hana.“
Richard Bryant fulltrúi.
.Sambó'
Síðasta síðdegið
„Svo var það dag einn að þolin-
mæði mín var á þrotum," sagði
Beecher. „Ég vár í smiðjunni þegar
hún kom og tilkynnti mér að matur-
inn væri tilbúinn. Ég var hins veg-
ar í miðju verki og gat ekki farið frá
því. Ég sagði henni það rólega, og
bætti við að ég myndi koma um leið
og ég væri búinn, en ekki fyrr. Þá
sagði hún af ef ég kæmi ekki strax
myndi hún taka matinn og kasta
honum í öskutunnuna.
Ég varð svo leiður yfir því hvern-
ig hún lét að ég fór að gráta, en svo
sagði ég henni að hún mætti gera
það sem hún vildi við matinn.
Henni brá greinilega og sagði bitur-
lega að ég væri óskaplega vanþakk-
látur. Ég svaraði því til að þótt ég
mæti mikils margt af því sem hún
gerði fyrir mig, vildi ég engu að síð-
ur helst að hún léti mig alveg í friði.
Þá gekk hún alveg af göflunum og
kaliaði mig vanþakklátt svín. Loks
bætti hún því við að hún færi ekki
fyrr en hún hefði fengið borgað fyr-
ir allt það sem hún hafði gert fyrir
mig þessa þrjá mánuði. Hún hefði
greinilega ofdekrað mig og ég
spillst."
Reiðika$tið
„Eg sagði henm að ég hefði ekki
beðið hana að koma/ sagði Beecher
að hann hefði þá sagt. „Þess vegna
fengi hún ekki eyri fyrir það sem
hún hafði gert. Þá varð hún enn
æstari og fór að sparka í mig. Ég
ýtti henni frá mér og þá datt hún
aftur á bak og rak höfðuðið í steðj-
ann. Hún lá grafkyrr. Eftir nokkur
augnablik gekk ég að henni og sá að
það blæddi úr hnakkanum.
Ég vissi að hún var dáin, en það
var slys. Ég vildi ekki bana henni.
Þetta var slys.“
Rannsóknarlögreglumenn irn ir
sem hlustuðu á frásögnina fölnuðu
dálítið þegar Beecher fór að segja
þeim hvers vegna hann hefði afk-
lætt frú Plunkett og limað hana í
sundur, með það í huga að brenna
líkamshlutana í brennsluhólfi gufu-
vélarinnar. Var hann nú spurður að
því hvort skýringin á ófundnu lík-
amshlutunum væri sú að hann
hefði þegar brennt þá.
„Já, ég brenndi þá í „Sambó“. Ég
var hræddur um að ég yröi ákærð-
ur fyrir að hafa orðið henni að
bana, og þess vegna reyndi ég að
losna við líkið.
Dómur
og afplánun
Svar Beechers við því hvers
vegna hann hefði ekki brennt allt
líkið var á þessa leið: „Það gerði
óþefurinn. Hann er svo mikill af
brennandi kjöti að ég treysti mér
ekki til þess.“
Málið kom fyrir rétt. Bæði dóm-
ari og kviðdómendur trúðu því að
Beecher hefði sagt satt þegar hann
lýsti því sem gerst hafði. Susan
Plunkett hefði dáið fyrir slysni, og
rannsókn á höfði líksins leiddi í ljós
að áverkinn á því gat vel komið
heim og saman við skýringu hans.
En þótt svo væri litið á að um slys
hefði verið að ræða þótti rétt að
taka til greina það sem á eftir fylgdi,
þvi taka yrði tillit til þess hvernig
Beecher hefði farið með líkið. Eng-
um mætti líðast að lima sundur lík.
Ákærði var sakfelldur og fékk
fimm ára fangelsisdóm. Smiðurinn
sem hafði búið einn svo lengi sem
menn mundu þoldi fangelsisvistina
illa, og þegar hann fékk lausn eftir
þrjú ár var hann allur annar mað-
ur. Hann var niðurbrotinn. Hann
hélt heim til sín, í kofann og smiðj-
una, sem voru enn á sínum stað, og
þar tók hann upp sína fyrri iðju, eft-
ir að hafa þrifið og fægt „Sambó“.
Hann fer lítið og er meira einmana
en nokkru sinni fyrr, en hefur frið
fyrir konum.