Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1996, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1996, Síða 19
18 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS Iþróttir Handbolti: Úrslitakeppni í 2. deildinni Úrslitakeppni 2. deildar karla í handknattleik hefst annað kvöld. Þá leika HK og ÍH í Digra- nesi, Fram og Breiðablik í Fram- húsinu og Þór fær Fylki í heim- sókn á Akureyri. Leikimir heij- ast allir klukkan 20. Framarar byrja úrslitakeppnina með 4 stig, HK 2 og Þór 1 og þessi sex félög leika tvöfalda umferð um 1. deildar sætin tvö sem eru í boði. -GH Knattspyrna: Bjarki skoraði gegn Lúxemborg Bjarki Gunnlaugsson skoraði eitt mark og lagði upp annað þegar lið hans, Mannheim, sigr- aði landslið Lúxemborgar, 2-1, í vináttuleik í síðustu viku. Þýska 2. deildin hefst um næstu helgi en þá leikur Mannheim gegn Wattenscheid og Eyjólfur Sverr- isson og félagar hans i Herthu Berlin mæta Carl Zeiss Jena. -GH Æfingaleikir: Tveir sigrar hjá Blikum Úrslit í æfingaleikjum í knatt- spyrnu: Breiöablik-Þór...............&-0 Breiðablik-Leiftur...........3-0 FH-Selfoss...................4-0 Grindavík-ÍA.................3-2 KR-Þór ......................1-1 -GH Skíði: Björgvin og Hrefna unnu Björgvin Björgvinsson, Dal- vík, og Hrefna Óladóttir, Akur- eyri, sigrðu í stórsvigi karla og kvenna á bikarmóti SKÍ á ísa- firði um helgina. Pálmar Péturs- son, Ármanni, varð annar og Rúnar Friðriksson, Akureyri hafnaði í þriðja sæti. Önnur í kvennaflokki varð Eva B. Braga- dóttir, Dalvik, og Dagný L. Krist- jánsdóttir, Akureyri, varð þriðja. -GH Heimsmet Penny Heyns frá Suður-Afr- íku sló í gær 18 mánaða gamalt heimsmet í 100 metra bringu- sundi sem ástralska sundkonan Samtantha Riley átti. Heyns kom í mark á 1:07,46 mínútum á s- afríska meistaramótinu en gamla metið var 1:07,69 mínútur. -GH Borðtennis: Guðmundur sigursæll Guðmundur E. Stephensen, Víkingi, var mjög sigursæll á Reykjavíkurmótinu í borðtennis sem fram fór um helgina. Guð- mundur sigraði í fimm flokkum á mótinu. Hann sigraði í tvennd- arleik með Evu Jósteinsdóttur, í tvíliðaleik með Markúsi Áma- syndi, í flokki 17 ára og yngri og i tvíliðaleik sama aldursflokks. í kvennaflokki sigraði Eva Jó- steinsdóttir, Víkingi, en hún vann þrefaldan sigur á mótinu. Hún sigraði með Guðmundi í tvennarleiknum og með Lilju Rós Jóhannesdóttur í tvíliða- leiknum. í flokki 17 ára og yngri sigraöi Kolbrún Hrafnsdóttir, Víkingi, i eldri flokki Emil Páls- son, Víkingi, og í tvíliðaleiknum Ragnar Ragnarsson og Jóhann Sigurjónsson, Víkingi. Víkingar voru að vanda mjög sigursælir en þeir unnu í öllum 12 flokkunum sem keppt var í. -GH Stjarna í Evrópu en bara stór í Bandaríkjunum - saga af Joe Arlauckas, körfuboltastjörnu í liði Real Madrid Bandaríski körfuknattleiksmað- urinn Joe Arlauckas, sem leikur með Real Madrid á Spáni, er einn sterkasti leikmaðurinn í dag í Evr- ópu. Hann er mjög vinsæU á Spáni og hefur ekki við að gefa áhangend- um sínum eiginhandaráritanir. Joe, sem er þrítugur, býr ásamt konu sinni og tveimur dætrum í stóru húsi, með sundlaug í garðin- um og öðrum þægindum. Real Ma- drid greiðir honum há laun, borgar húsaleiguna fyrir hann, bUinn og svona mætti lengi telja. í New York þekkir hann enginn í Madrid getur Arlauckas varla farið með konu sinni út að borða. AUir þekkja hann á götu og vilja ólmir komast í návigi við stjörn- una. Hann dvelur tíu mánuði á ári á Spáni en í tvo mánuði er hann i Bandaríkjunum og býr þá í ná- grenni New York. Þar þekk- ir hann enginn og Arlauckas get- ur gengið um í ró- legheitum án þess að verða fyrir ónæði. Örfáir vegfarendur líta á hann og segja sem svo: „Vá, en hvað þú ert stór.“ Arlauckas er snjall leik- maður. Hann byrj- aði að leika í Evrópu fyrir átta árum og hóf ferilinn með ítalska liðinu Caserta. Hann reyndi fyrir sér hjá Sacramento Kings og MUwaukee Bucks í NBA-deildinni en leist ekki á það sem liðin buðu honum. Þvert á móti tók hann tU- boði frá spænska liðinu Malaga og varð fljót- lega ein mesta stjarnan i körfuknattleiknum á Spáni. Síðar gekk hann til liðs við Real Madrid og á dögunum setti hann nýtt met í Evrópukeppninni er hann skoraði 63 stig í einum leik fyrir Ma- drid. Á síðasta ári var hann öðrum fremur mað- urinn á bak við Evrópu- meistaratitil Real Madrid. Það-er ekki undarlegt að þessum snjalla leikmanni —1 þyki mikill munur á því að dvelja á Spáni eða í Bandaríkjunum. Ekki leiðist honum það og segir: „Það er mjög gott að geta verið í rólegheit- um heima í Bandaríkjunum, nán- ast sem óþekktur maður og þurfa ekki í tíma og ótíma að vera að skrifa nafn sitt á hina og þessa hluti.“ Samdi á ný við Real Madrid Á dögunum samdi Arlauckas við Real Madrid til tveggja ára. Hann samþykkti lægri upphæð í samn- ingnum en hann hefði getað fengið hjá öðrum liðum í Evrópu. Ar- lauckas ætlar sér að reyna við fleiri titla með hinu þekkta stórliði Real Madrid. Hann á hins vegar ekki von á því að hann verði fræg- ari í Bandaríkjunum þó afrekum hans fjölgi með Real Madrid og verði áfram aðeins álitinn hávax- inn i heimalandi sínu. -SK Oldungarnir slógu þrettán íslandsmet - á meistaramótinu í frjálsíþróttum Þrettán Islandsmet féllu á meist- aramóti öldunga innanhúss í frjáls- iþróttum sem haldið var í Reykja- vík um helgina. Árný Heiðarsdóttir, Óðni, var drýgst því hún setti fjögur met í flokki 40 ára kvenna. Trausti Svein- björnsson, FH, setti þrjú met í flokki 50 ára karla, Aðalsteinn Bern- harðsson, UMSE, tvö met í flokki 40 ára karla, Unnur Stefánsdóttir, HSK, tvö met í flokki 45 ára kvenna, Marteinn Guðjónsson, ÍR, eitt í flokki 70 ára karla og Páll Ólafsson, FH, eitt í flokki 50 ára karla. Sigursælustu einstaklingar voru Aðalsteinn Bernharðsson,' Trausti Sveinbjörnsson, Árný Heiðarsdóttir og Kristófer Jónasson, HSH, sem unnu fimm greinar hvert í sínum flokkum. Þorsteinn Þórsson, UMSS, vann þrjár greinar, Unnur Stefáns- dóttir, Páll Ólafsson, Marteinn Guð- jónsson, Jón Ö. Þormóðsson, ÍR, og Karl Torfason, UMSB, unnu tvær greinar hvert og eina grein unnu Sigurður T. Sigurðsson, FH, Torfi Rúnar Kristjánsson, ÍR, Flosi Jóns- son, UFA, Elías Sveinsson, ÍR, Jó- hannes Guðjónsson, ÍA, Björn Jó- hannsson, Keflavík, Tómas Jónsson, HSK, Ólafur J. Þórðarson, ÍA, og Anna Magnúsdóttir, HSS. -VS NBA-körfuboltinn í nótt: Auðvelt hjá Orlando Magic Orlando vann auðveldan sigur á Philadelphia í nótt. Það var í öðrum leikhluta sem Orlando gerði út um leikinn, liðið gerði þá 20 stig gegn 5 og eftir það var eftirleikurinn auðveldur. Shaguille O’Neal hafði frekar hægt um sig og lét sér nægja að skora 22 stig. Fjórir leikir voru í nótt og urðu úrslitin þessi: Boston-Milwaukee...........105-98 Barros 23, Fox 22 - Baker 22, Robinson 22. Detroit-Atlanta ............99-93 Houston 26, Hill 17 - Smith 25. Philadelphia-Orlando.......97-110 Ruffin 17 - Scott 26, Shaq 22. Denver-SA Spurs............90-101 Ellis 18 - Robinson 28, Elliot 18. Vancouver-Washington........81-96 Scott 20 - Howard 25, Muresan 20. Grant Hill, leikmaðurinn öflugi hjá Detroit, náði sinni 6. þrennu á tímabilinu. Hill skoraði 17 stig, átti 12 stoðsendingar og tók 11 fráköst. San Aritonio Spurs vann sinn sjöunda sigur í röð gegn Denver. Davið Robinson fór fyrir liði Spurs einu sinni sem oftar en hann skoraði 28 stig og tók á annan tug frákasta. Úrslitin í fyrrinótt: Dallas-Phoenix............114-121 Cleveland-Toronto .........89-100 Mills 24 - Murray 29, Stoudamire 24. Charlotte-Indiana.........100-103 Johnson 24 - Miller 31. LA Lakers-Houston.........107-111 Van Exel 21 - Olajuwon 29, Cassell 24. Minnesota-Miami.............98-87 Rider 30 - Chapman 23. Golden State-New York .... 94-109 B.J. Armstrong 20 - Starks 21, Davis 18. Sacramento-Washington .... 99-108 Ritchmond 35 - Cheaney 25. Sigur Indiana á Charlotte var merkilegur fyrir þær sakir að þetta var 800. sigur Larry Brown þjálfara Indiana í NBA frá upphafí. Houston lék vel Meistararar Houston unnu sinn fimmta leik í röð þegar þeir lögðu LA Lakers og eins og staðan er í deildinni dag mætast þessi lið í úr- slitakeppninni. „Þeir sýndu einu sinni enn hvers vegna þeir eru meistararar tveggja síðustu ára,“ sagði Del Harris, þjálfari Lakers, um frammistöðu Houston. Eftir sjö tapleiki í röð náði Toronto að leggja Cleveland. Það var frábær hittni leikmanna Toronto utan af velli sem öðru frem- ur tryggði liðinu sigur. Allt gengur á afturfótunum hjá Sacramento og tapleikurinn gegn Washington var sá 13. í síðustu 14 leikjum. -GH Guðni Bergsson samdi í gær við Bolton til vorsins 1998. Ekki er ólíklegt að hann sé nú orðinn launahæsti leikmaður féiagsins. DV-mynd Brynjar Gauti Guðni með nýjan samning við Bolton - skrifaði undir í gær til vorsins 1998 Guðni Bergsson, landsliðsfyrir- liði í knattspymu, skrifaði í gær undir nýjan tveggja og hálfs árs samning við enska úrvalsdeildarlið- ið Bolton. Guðni gekk til liðs við Bolton undir vor á síðasta tímabili og í vetur hefur hann leikið mjög vel með liðinu. Hann hefur fengið góðan dóma fyrir leik sinn og for- ráðamenn liðsins vildu ólmir fram- lengja samninginn við hann. Fyrir helgina var komist að samkomulagi um nýjan samning og var skrifað undir hann i gær. Guðni var ekki viðlátinn þegar DV hafði samband við Bolton i gær- kvöldi en að sögn eiginkonu hans, Elínar Konráðsdóttur, var Guðni mjög ánægður með nýja samning- inn. „Það er búið að vera í deiglunni um tima að Guðni skrifaði undir nýjan samning við Bolton og í gær var skrifað undir. Við emm mjög ánægð með vemna i Bolton og hér er gott að vera. Það er fyrir öllu að við séum ánægð enda erum við búin að koma okkur vel fyrir hérna,“ sagði Elín Konráðsdóttir í samtali við DV í gærkvöldi. -JKS Sundlandsliðið til Atlanta Ekki verður úr því að landsliðið í sundi fari í æfingabúðir til Alabama heldur verður farið til Atlanta 27. mars og verið þar í tvær vikur. Þrír sundmenn reyndu um helgina við lágmörk fyrir ólympíuleikana í sumar á móti í Lúxemborg. Þau voru öll töluvert frá sínu besta. -JKS ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 1996 23 Eric Cantona skorar sigurmark Manchester United gegn Newcastle í gærkvöldi og John Beresford kemur engum vörnum við þrátt fyrir mikla tiiburði. Símamynd Reuter United vann toppslaginn - Cantona skoraði sigurmarkið í Newcastle Manchester United hleypti spennu á nýjan leik í toppbaráttu ensku knatt- spymunnar í gærkvöldi með því að leggja Newcastle á útivelli, 0-1. Það var Frakkinn Eric Cantona sem tryggði United sigurinn með eina marki leiksins á 51. mínútu eftir glæsilegan undirbún- ing þeirra Andy Cole og Philip Neville. Newcastle var betri aðilinn í fyrri hálfleik og var þá stundum nálægt því að skora. Philippe Albert átti til að mynda hörkuskot í þverslá úr aukaspyrnu og Les Ferdinand skaut yfir frá markteig. Manchester hóf síöari hálfleik af krafti en eftir því sein á leið bakkaði lið- ið og héld fengnum hlut. Vörn United var sterk og Peter Schmeichel var örugg- ið uppmálað í markinu. Eftir þessi úrslit getur allt gerst en Newcastle á leik til góða og er enn þá með eitt stig í forskot. Newcastle hefur 61, United 60 og Liverpool 55 stig. -JKS Lokaumferð 1. deildarinnar annað kvöld: Margir möguleikar enn fýrir hendi Þrátt fyrir að einungis einni umferð sé ólokið í 1. deild karla í handknattleik eru enn fyrir hendi margir möguleikar á því hvaða lið mætast í 8 liða úrslitun- um, sem hefjast á laugardaginn kemur. Það eina sem liggur ljóst fyrir er að KA hefur unniö deildina og Valur endar í öðra sæti. Stjarnan, Haukar og FH bítast um sæti þrjú til fimm og Stjaman og FH mætast einmitt annað kvöld. í 6. sæti verður Afturelding eða Grótta og í sæti sjö til átta koma til greina Afturelding, Grótta, Selfoss og ÍR. Það em Selfoss og ÍR sem berjast um að komast í 8 liða úrslitin, Selfyssingum dugar jafhtefli gegn Aft- ureldingu til þess en tapi þeir kemst ÍR áfram með þvi að vinna Hauka í Hafnar- fírði. Þessir möguleikar em fyrir hendi varðandi 8 liða úrslitin: KA - Selfoss/Grótta/ÍR Valur - Grótta/Aftureldlng/Selfoss Stjaman/Haukar/FH - Afturelding/Grótta Haukar/Stjaman/FH - FH/Haukar/Stjarnan Verði lokastaðan sú sama og fyrir síðustu umferðina leikur KA gegn Selfossi, Valur gegn Gróttu, Stjaman gegn Aftureldingu og Haukar gegn FH. Segja má að verði úrslitin öll eftir „bókinni“ annað kvöld verði þetta niðurstaðan. Það þarf hinsvegar ekki nema ein óvænt úrslit til að allt riðlist. -VS ^ Golf: Agætur árangur hjá Sigurjóni Sigurjón Amarsson, kylfingur úr GR, náði ágætum árangri á golfmóti í Flórída um helgina. Mótið var í Tommy Armour mótaröðinni þar sem keppa einungis at- vinnumenn. Sigurjón varð í 43. sæti af 150 keppendum. Hann lék samtals á 217 höggum eða einu höggi yfir pari vallar- ins. Sigurjón lék mjög gott golf fyrsta dag- inn. Hann fékk fimm fugla og lauk hringnum á 68 höggum eða fjórum högg- um undir pari. Síðari tvo dagana gekk honum ekki eins vel. Hann lék þá á 76 höggum og 73 höggum en þess ber að geta að veður var ekki upp á það besta, rok og rigning sem er óvanalegt á þess- um stað. -GH Helga og Sunna danskir meistarar - hlupu vel á danska meistaramótinu Hlaupakonurnar Sunna Gestsdóttir úr USAH og FH-ingurinn Helga Halldórsdóttir urðu um helgina danskir meistarar á danska innanhúss- mótinu í frjálsum íþróttum sem fram fór í Malmö. Danir hafa siðustu árin farið með sitt mót til Malmö þar sem aðstæður em ekki nógu góð- ar í Danmörku. Sunna undir EM-lágmarkinu Sunna Gestsdóttir sigraði í 200 metra hlaupi, hljóp á 24,70 sekúndum sem er rétt við íslandsmetið í greininni. Hún hljóp 60 metra hlaup á 7,60 sekúndum sem er undir lágmarkinu fyrir Evrópumótið sem hefst í Stokkhólmi næstkomandi föstudag. Líklegt þykir þó að þessi tími komi of seint. Helga Halldórsdóttir sigraði glæsilega í 400 metra hlaupi á 57,30 sek- úndum sem er mjög góður tími. Hún tók einnig þátt í 200 metra hlaupi og lenti þar í þriðja sæti. Tveir aðrir þátttakendur frá íslandi kepptu á mótinu. Rakel Tryggva- dóttir, FH, stökk 12,25 metra í þrístökki og Jón Oddsson stökk yfir sjö metra í langstökki. -JKS UEFA viðurkennir Bosman-úrskurðinn - íslensk lið geta fjölgað útlendingum Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, staðfesti í gær að það myndi fella niður reglur um erlenda leik- menn flöndum innan Evrópubanda- lagsins, í samræmi við úrskurðinn í Bosman-málinu fyrr í vetur. Til þessa hafa félög mátt nota þrjá erlenda leikmenn og auk þess tvo slíka sem gengið hafa til liðs við viðkomandi félag sem unglingar og leikið i fimm ár eða lengur í land- inu. „Þetta er skrifleg staðfesting á því sem alltaf hefur legið fyrir síðan 15. desember. UEFA hefur aldrei hugs- að sér að hundsa lög,“ sagði tads- maður UEFA í gær. Þetta þýðir að félög frá Evrópu- bandalagsríkjunum 15 og frá lönd- um af Evrópska efnahagssvæðinu (ísland, Noregur og Liechtenstein) mega nú nota eins marga leikmenn frá öðrum aðildarlöndum og þau vilja. Þar með er nú ekkert því til fyrirstöðu að íslensk félög nái sér í eins marga leikmenn frá Evrópu- bandalagsríkjunum, til dæmis Bret- landi og Þýskalandi, og þau kæra sig um. Samkomulag um Evrópumótin Það hefur þó náðst samkomulag um að Evrópumótum félagsliða sem nú standa yfir verið lokið með sömu reglum og voru áður í gildi. Um er að ræða „heiðursmannasamkomu- lag“ milli þeirra 24 liða sem enn eru eftir í mótunum þremur. -VS Áfall hjá Víkingum: Reynir ekki í markinu gegn Val „Eins og þetta lítur út í dag er nánast öruggt að ég geti ekki spilað gegn Val á miðvikudaginn," sagði Reynir Þ. Reynisson, markvörður Víkings, við DV í gær en hann meiddist á hné og var borinn af leik- velli í síðari hálfleik þegar Víkingar töpuðu fyrir KA mönnum á Akur- eyri í fyrrakvöld. Reynir hafði þá varið mark Víkinga mjög vel og frammistaða hans hélt Víkingum inni í leiknum. Við læknisskoðun í gær kom fram að Reynir hafði tognað illa og var læknir mjög svartsýnn á að Reynir gæti spilað í vikunni. Þetta er mikið áfall fyrir Víkinga sem eru að berjast fyrir lífi sinu í deildinni. Þeir verða að vinna Val í lokaumferðinni annað kvöld og stóla á að KA leggi ÍBV að velli í Eyjum og gerist það þurfa Víkingur og ÍBV að spila tvo aukaleiki um faflið. „Þetta verður auðvitað mjög erfitt en meðan smáglæta er fyrir hendi munum við koma brjálaðir til leiks gegn Val og vonandi fyllum við Vik- ina. Ég hef enga trú á öðm en að Hlynur standi sig vel í markinu en vissulega verður erfitt að vera utan vallar,“ sagði Reynir að lokum. -GH íþróttir Skvass: Einn íslendingur komst í 2. umferð Daniel Forslund sigraði í karlaflokki og Elisabet Jensen í kvennaflokki á Norðurljósamót- inu í skvassi sem fram fór í Veggsporti um helgina. Mótið gaf stig til Norðurlandameistara- titils. Forslund sigraði Anders Thorén, 3-0, í úrslitaleik í karla- flokki. Tíu íslendingar voru á meðal 29 keppenda og féllu allir út í fyrstu umferð nema Magnús Helgason. Hann vann Sten Olsen en tapaði síðan fyrir Thorén. Elisabet Jensen vann Ellen Petersen í úrslitum í kvenna- flokki. Þrjár íslenskar stúlkur voru á meðal átta keppenda og höfnuðu í neðstu sætunum. Knattspyrna: Ginola ekki með Aimes Jaquet, landsliðsþjálf- ari Frakka í knattspyrnu, hefur ákveðið að David Ginola hjá Newcastle verði ekki í landsliðs- hópi Frakka sem tekur þátt í úr- slitakeppni Evrópumótsiris á Englandi í sumar. 11 spor í Vialli Óvíst er hvort Gianluca Vialli geti leikið með Juventus gegn Real Madrid í Evrópukeppni bik- arhafa en leikurinn fer fram á Spáni annað kvöld. Vialli meidd- ist í leiknum gegn Padova á laug- ardagskvöldið og þurfti að sauma 11 spor í ökkla hans. Jensen á heimleið Danski knattspyrnumaðurinn John Jensen er farinn frá Arsen- al til danska liðsins Brondby. Jensen bað um að vera lánaður til Brondby út tímabilið en Bruce Rioch, stjóri Arsenal, taldi hagstæðara að leysa hann undan samningi sinum við félagið og gefa honum frjálsa sölu. Tuttugu handteknir Um tuttugu stuðningsmenn enska knattspyrnuliðsins Nott- ingham Forest hafa verið hand- teknir í Múnchen í Þýskalandi síðustu tvo daga. Forest mætir Bayern í UEFA-bikarnum í kvöld og ýmsir þeirra sem fóru snemma til Þýskalands hafa ekki hagað sér sem best á almanna- færi, með þessum afleiðingum. Byrjað 14. mars Endanleg niðurröðun á fyrstu deildabikarkeppninni í knatt- spyrnu liggur nú fyrir. Hún hefst 14. mars eins og áætlað hafði verið með tveimur leikjum en þá mætast Stjaman og Ægir í Kópavogi og Keflavík og Leiknir R. á Leiknisvelli í Breiðholti. __ Körfubolti: ÍS fer vestur Viðureign KFÍ og ÍS i undan- úrslitum 1. deildar karla í körfuknattleik fer alfarið fram á ísafirði um næstu helgi. Liðin leika þar tvo til þrjá leiki, eftir því sem með þarf, en það lið sem vinnur tvo leiki kemst í úrslit. ísfirðingar buðu ÍS að leika fyrir vestan og það reyndist hagstæð- ara fyrir báða aðila, ijárhagslega séð, en að leika heima og heim- an. Snæfell og Þór frá Þorláks- höfn leika heima og heiman, í Stykkishólmi á fóstudagskvöld og i Þorlákshöfn á sunnudag, en ef þriðja leik þarf verður hann í Stykkishólmi næsta þriðjudag. Þór vann Leikni Úrslitin í leik Leiknis R. og Þórs Þ. í 1. deild karla í körfu- bolta snerust við í blaðinu í gær. Það var Þór sem sigraði, 100-76. 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.