Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1996, Síða 2
2
LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1996 JLlV
%éttir
Hljóp uppi þjóf sem stal veskinu hennar:
geri þetta
hiklaust aftur
Hagvirkismálið:
Dómur á
þriðjudag
Dómur í svonefndu Hagvirkis-
máli verður kveðinn upp nk. þriðju-
dag, þann 23. júlí, kl. 15, samkvaemt
upplýsingum Héraðsdóms Reykja-
ness.
Dómsins er beðið með nokkurri
eftirvæntingu því talið er að hann
geti haft áhrif á núverandi meiri-
hlutasamstarf í bæjarstjóm Hafnar-
fjarðai', þ.e.a.s. meirihluta Alþýðu-
flokks og sjálfstæðismannanna Jó-
hanns G. Bergþórssonar og Ellerts
Borgars Þorvaldssonar. Einhugur
um þetta samstarf mun ekki vera
ótvíræður meðal alþýðuflokks-
manna. -SÁ
- segir.Hrönn Sigurgeirsdóttir, eigandi Heilsusports
„Ég viður-
kenni vel að þetta
var bíræfni en ég
myndi hiklaust gera 5;
þetta aftur. Svona menn
eiga ekkert að komast
upp með svona nokkuð,“
segir Hrönn Sigurgeirs-
dóttir, eigandi líkams-
ræktarstöðvarinnar
Heilsusports i Kópavogi,
en hún elti þjóf sem stal
veskinu hennar og kom hon-
um í hendur lögreglu.
Hrönn segir rólegt hafa ver-
ið um hádegisbilið og þá hafi
hún sest út í sólina um stund. Mað-
ur hafi komið út úr húsinu og stuttu
síðar hafi henni verið sagt að þessi sami
maður hafi verið að snuðra fyrir innan af-
greiðsluborðið hjá henni. Hrönn sá strax aö
veskið hennar var horfið.
„Ég taldi víst að maðurinn myndi fara með
strætó því hann var bíllaus, ákvað því að keyra
upp á skiptistöð. í þvi sem ég kem þangað sé ég
hann stiga út úr einum vagninum, rýk á hann,
þríf í öxlina á honum og spyr hvar veskið mitt
sé.“
Hrönn segir manninum hafa brugðið rosalega
en hann hafi stunið því upp að hann hafi hent því
einhvers staðar. Hún hafi því ekki séð annað ráð
en að draga manngreyið að bílnum og skipa
honum að fmna veskið.
„Hann gat ómögulega
fundið veskið og ég drösl-
aði honum því hingað inn
í Heilsusport og hringdi á
lögregluna. Viðskiptavinim-
ir pössuðu fyrirtækið og ná-
grannarnir leituðu með mér þar
til ég fann veskið. Þetta fannst
mér alveg ffábært," segir Hrönn
og hætir við að vissulega hafi
henni brugðið eftir á þegar
hún hafl gert sér grein fyrir
öllu saman. Maðurinn hafi
verið uppdópaður og þess
vegna kannski til alls vís.
-sv
Hrönn Sigurgeirsdóttir sýndi mikið hugrekki
þegar hún elti mann sem stal veskinu hennar,
þreif í öxlina á honum, dröslaöi honum inn í
bíl og hringdi síðan í lögregiuna. Hér sýnir hún
vöðvana. DV-mynd S
Stórlega dregur úr atvinnuleysi á landinu:
Mest í Reykjavík en
minnst á Vestfjörðum
- hugað að málum langtimaatvinnulausra, segir félagsmálaráðherra
„Það er ánægjuefni að dregið hef-
ur úr atvinnuleysinu en tölur um
atvinnuástandið í júní sýna 3,6% at-
vinnuleysi en var 5,1% á sama tíma
í fyrra," sagði Páll Pétursson félags-
málaráðherra þegar hann kynnti yf-
irlit vinnumálaskrifstofu ráðuneyt-
isins um atvinnuástandið í júní-
mánuði.
Atvinnulausum á öllu landinu
fækkar að meðaltali um 20,7% frá
því í maímánuði og sé miðað við
sama mánuð í fyrra eru atvinnu-
lausir nú 29,1% færri en þá. Undan-
farinn áratug hefur meðalfækkun
atvinnulausra frá maí til júní verið
2,6% þannig að sveiflan nú er veru-
lega breytt til betri vegar. Atvinnu-
leysi i júnímánuði er raunar það
minnsta í mánuðinum frá því árið
1992.
Félagsmálaráðherra sagði að eng-
ar einhlítar skýringar væru á batn-
andi atvinnuástandi nú aðrar en
auknar framkvæmdir og almenn
eftirspurn. Hann sagði að veruleg
eftirspurn væri nú eftir fólki í
ákveðnum greinum, eins og t.d.
málmiðnaði en svo virtist sem lítil
sem engin nýliðun hafi átt sér stað í
greininni undanfarin samdráttarár.
Atvinnuástandið hefur batnað
verulega alls staðar á landinu frá
því í maímánuði. Atvinnulausum
fækkar hlutfallslega mest á Vest-
fjörðum og Vesturlandi en flestir
einstaklingar sem áður voru án
vinnu en hafa nú fengið starf, eru í
Reykjavík. Hins vegar er hlutfall at-
vinnulausra af íbúatölu hæst í
Reykjavík, 4,3% en lægst á Vest-
fjörðum, 0,5%.
Atvinnuleysi meðal karla minnk-
aði á landsvísu um 28% milli mán-
aða en atvinnuleysi kvenna hins
vegar ekki um nema tæp 15%. At-
vinnulausum körlum fækkaði um
767 en atvinnulausum konum um
522 á landinu öOu.
Félagsmálaráðherra sagði að á
vegum ráðuneytisins væri verið að
athuga hverjir það væru sem hætt-
ast væri við að missa fótanna á
vinnumarkaði eða ættu erfiðast
með að ná þar fótfestu á ný. Svo
virtist sem að í þeim hópi væri helst
að finna ungt fólk og fólk komið um
og yflr miðjan aldur. Þá væri verið
að athuga mál langtímaatvinnu-
lausra og hvemig þeirra mál yrðu
best leyst og þeir studdir til bjarg-
álna. Þá væri einnig verið að at-
huga með mál þeirra sem kunna að
heyra undir önnur bótakerfi eða
hreinlega misnota atvinnuleysis-
bætur, t.d. með því að stunda svarta
atvinnu og þiggja um leið fullar at-
vinnuleysisbætur. -SÁ
Féll tvo metra
Mjög ölvaður maður var að klifra
upp í vitann á norðurgarðinum við
Granda um klukkan sex í gærkvöld
er hann féll tvo metra niður á
steypta stétt. Erfitt var fyrir lög-
reglu að gera sér grein fyrir því
hversu alvarleg meiðsl mannsins
voru, svo ölvaður var hann. -sv
Kötturinn læstist
inni hjá nágranna
- sá var farinn í frí
Lögreglan í Reykjavík þurfti að
sinna óvenjulega útkalli í gær. Fjöl-
skylda ein hringdi í öngum sínum
og sagöist hafa leitað að kisu sinni
um hríð og séð hana loks inn um
glugga hjá nágrannanum. Sá hafði
hins vegar sést fara í frí daginn
áður. Löggan brást að sjálfsögðu vel
við bóninni og mat aðstæður þannig
að betra væri að fá lásasmiö til þess
að opna hjá fólkinu en eiga það á
hættu að kisa ynni spjöll hjá fólk-
inu.
„Hann var búinn að gera stykkin
sín hér og þar og lyktin var í sam-
ræmi við þaö. Eigendur kisa vildu
því endilega lofta út og hreinsa áður
en nágrannarnir kæmu heim,“
sagði lögreglan við DV í gærkvöld.
-sv
Skattskrá í
undirbúningi
Skattayfirvöld vinna nú að álagn-
ingu skatta fyrir árið 1995. Þann 30.
júlí verður auglýst að þeirri vinnu
sé lokið og verða álagningarseðlar
lagðir í póst í framhaldi af því.
Skattskrár munu og liggja frammi í
tvær vikur, frá 30. júlí, og öllum
frjálst að lesa þær yfir. -saa
Stuttar fréttir I
Svalbarðamið
Norska ríkissljórnin hefur
samþykkt reglugerð um að engin
þjóð, sem ekki hefur veitt við
Svalbarða áður, megi veiða
rækju þar. Einu giidi þótt þær
eigi aðild að Svalbarðasamning-
unum. RÚV gremdi frá.
200 milljóna verðmæti
Guðbjörg ÍS hefur fengið 1000
tonn af rækju á Flæmingja-
grunni frá því um miðjan mars.
Verðmæti aflans er 200 milljónir
króna. Bæjarins besta segir frá.
Þú getur svarað þessari
spurningu með því að
hringia í síma 904 1600.
39,90 kr. mínútan
Já 1 Nel 2
j rödd
FOLKSINS
904 1600
Á að stofna embætti
umboðsmanns sjúklinga?
Klakkur með bilað spil í Noregi:
Heimamenn
neita aö aðstoða
„Fyrstu viðbrögð Norðmanna eru
þau að neita okkur um aðstoð. Við
vitum lítið hvernig máliö stendur
en trúum ekki öðru en það leysist
farsællega," segir Ingimar Jónsson,
fjármálastjóri Fiskiðjunnar Skag-
firðings hf., sem gerir út togarann
Klakk frá Grundarfirði. Áhöfn tog-
arans bíður nú með bilaö spil fyrir
utan Tromsö í Noregi en fær ekki
aðstoð.
„Stjórnvöldum hér heima er
kunnugt um málið og ætli megi
ekki segja að þau leiti leiða til þess
að leysa það,“ segir Ingimar. -sv
Sólfellið í vanda
Loðnusjcipið Sólfell fékk net í
skrúfuna á miðunum í fyrradag.
Verið er að draga þaö til lands. j
Engin hætta er á ferðum. RÚV
segir frá.
Marelbréf falla
Hlutabréf í Marel, sem verið
hafa í mjög háu verði á hluta-
bréfamarkaði, eru skyndilega að
falla í verði og í gær var skráð
gengi þeirra á Verðbréfaþingi
um 23% lægra en það var í upp-
hafi vikunnar. -SÁ