Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1996, Side 4
4
LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1996 r> Bj
Mikið um greiðslukortaþjófnaði að undanförnu:
Kortinu stoliö og 200 þúsund
millifærð á annan reikning
- án þess að hafa leyninúmer, segir eigandinn
„Það er með óllkindum hvernig
þjófurinn hefur náð að taka út af
kortinu án þess að hafa leyninúmer-
ið. Það á bara ekki að vera hægt,“
sagði starfsmaður hjá Sambandi ís-
lenskra sveitarfélaga við DV, en
hann lenti í því að veski hans með
debetkorti var stolið á skrifstofunni
sl. mánudag. Þjófurinn tók rúmlega
200 þúsund krónur út af reikningn-
um og millifærði meirihlutann af
fénu yflr á annan reikning. Eigand-
inn varð ekki var við þjófnaðinn
fyrr en morgunin eftir og þá var það
um seinan.
Þjófurinn tók einnig debetkort frá
öðrum starfsmanni fyrirtækisins en
hann varð fljótlega var við þjófnað-
inn og lét loka korti sínu áður en
þjófurinn gat tekið út af þvi.
Mjög mikið hefur borið á korta-
þjófnuðum að undanförnu. Svo virð-
ist sem þeir sem stela kortum séu
mjög kræfir við iðju sína því flestir
þjófnaðimir eiga sér stað á skrif-
stofum og þá rétt á meðan fólk
bregður sér frá. Þeir sem DV hefur
talað við telja að þjófamir fylgist
vel með fólki áður en þeir láta til
skarar skríða. Þá hefur það vakið
furðu fólks hvernig þjófamir hafa
náð út af kortunum því fólk telur
sig ekki hafa skilið leyninúmerin
eftir hjá þeim.
Fólk of grandalaust
„Við teljum fólk vera of
grandalaust og það virðist í
flestum tilfellum geyma leyni-
númerin sín í veskjunum eða
upplýsingar um þau. Svo er
veskjum stolið og þá er greið leið
fyrir þjófana að taka út af kort-
unum. Mér er sagt að það sé ekki
hægt að ná þessu út öðruvísi en
þjófarnir hafl leyninúmerin. Þetta
eru fjögurra stafa númer og menn
hafa aðeins fáar tilraunir til að
taka út af kortunum annars er lok-
að á þau. Það hefur fjölgað mjög
þeim tilfellum sem þjófum hefur
tekist að ná út af kortum og okkur
skilst að
þeir
noti
ein-
fald-
lega leyninúmerin sem hafa þá ver-
ið í veskjum fólks,“ sagði Hörður
Jóhannesson hjá Rannsóknarlög-
reglu ríkisins við DV um málið.
Samkvæmt upplýsingum sem DV
fékk frá
nokkrum
hönkum
eru upplýs-
ingar um
leyninúmer-
ið aðeins
geymdar í
undirkerfi í
tölvum og er al-
* gerlega leynilegt.
Fólk fær aðeins
örfáar tilraunir til að skrá leyni-
númerið á kortunum í posavél
bankanna, ef það tekst ekki lokar
vélin á kortin.
Tæknilegir möguleikar
DV fékk þær upplýsingar hjá
kunnugum mönnum að tækni lega
séð væri hægt að komast öðruvísi
að leyninúmerum kortanna. Það
væri hægt að að brjóta kortin upp
og komast þannig að leyninúmerum
inni í þeim. Þá þyrfti að skrifa for-
rit sem gæti síðan lesið upplýsing-
amar á kortunum. Að sögn heimild-
armanna DV þyrfti gríðarlegan
tíma til að vinna að þessu og það
væri varla þess virði. Líklegra þótti
heimildarmönnum DV að þjófamir
kæmust með einhverjum hætti yfir
leyninúmer fólks sem þeir rændu
kortunum frá og tækju út af. Það
væri nær ógerningur að slá inn rétt
leyninúmer í örfáum tilraunum, þá
þyrftu þjófarnir að vera með ein-
dæmum heppnir. -RR
Bolungarvík
Súgandafjörður
Isaflöröur/ %
Malbikun
Vestfjarðaganga
lýkur í október
VestQarðagöngin:
Þrír fjórðu hlutar
þegar malbikaðir
- umframkostnaður hálfur milljarður
Malbikun og annar lokafrágangur
hefur staðið yfir í Vestfjarðagöng-
unum í sumar og er nú aðeins eftir
að malbika um fjóröung ganganna
sem alls era um 9 kílómetrar, að því
er Gísli Eiríksson, verkfræðingur
hjá Vegagerðinni, greinir frá. Verk-
lok verða i október. Göngin vora
opnuð fyrir almennri umferð 20.
desember síðastliðinn en var lokað
aftur þegar malbikun hófst i sumar.
Upphafleg kostnaðaráætlun
vegna gangagerðarinnar, sem hófst
í september 1991, nam 3,6 milljörð-
um króna á núgildandi verðlagi en
áætlaður verkkostnaður nú nemur
4,1 milljarði króna. Umframkostn-
aðurinn, sem er um 14 prósent,
skýrist að mestu vegna ófyrirséðs
vatnsrennslis, að því er fulltrúar
Vegagerðarinnar greina frá.
í júlí 1993 opnaðist stór foss inn í
Breiðadalsgöngin. Hluta vatnsins í
fossinum er veitt inn á Vatnsveitu
ísaflarðarbæjar. Samtals renna nú
um 900 1/s út úr göngunum í
Tungudal, um 140 1/s í Botnsdal og
20 1/s í Breiðadal.
Heildarrúmmál efnis, sem keyrt
hefur verið út úr göngunum, er um
500.000 rúmmetrar í lausu og er
mest af því notað í vegagerð utan
ganga.
-IBS
Ekki mögulegt
án leyninúmers
- segir Andri Hrólfsson hjá Visa
„Það er ekki nokkur möguleiki að
taka út af korti án þess að hafa
leyninúmerið. Þetta era flögurra
stafa leyninúmer og maður fær ein-
ungis þrjá möguleika á að stimpla
númerið inn. í flórða skiptiö sem
maður reynir tekur vélin kortið og
étur það,“ sagði Andri Hrólfsson hjá
greiðslukortafyrirtækinu Visa ís-
land í samtali við DV.
„Við sem höfum aögang að öllum
tölvukerfunum eigum enga mögu-
leika á að sjá þessi leyninúmer, það
er bara einfaldlega ekki hægt. Tölv-
an sem býr til leyninúmerin og
sendir þau siðan út í innsigluðum
umslögum. Hvert innsiglað umslag
er síðan afhent viðkomandi kort-
hafa og enginn sér því númerið
nema hann. Leyndin er því alger
með þessi númer.
Tæknilega séð á ekki að vera hægt
að brjóta upp kort og lesa þannig
upplýsingar um tölur leyninúmers-
ins. Inni í segulröndinni er löng
talnaröð sem segir allt mögulegt um
kortið, hver sé eigandi þess, númer-
in á bak við það o.fl. Hins vegar
tengjast engar upplýsingar á segul-
röndinni sjálfu leyninúmerinu.
Ég hef heyrt ýmis dæmi að utan
þar sem menn hafa gert allt mögu-
legt til að komast yfir þessi númer.
Óprúttnir náungar hafa t.d. staðið i
nágrenni við einstakling sem er að
taka út og náð að lesa númerið hans
og rænt hann svo. Það eru líka
dæmi um það erlendis að menn hafi
búið til svona hraðbankavélar og
sett þær upp á fölskum forsendum
undir nafni einhvers banka,“ sagði
Andri. -RR
Nú sér fyrir endann á framkvæmdum viö Vestfjaröagöngin. Malbikun er aö Ijúka og í haust veröa göngin fullbúin.
DV-mynd Höröur
Ólympíuleikarnir:
Vernharð óheppinn meö mótherja
DV, Atlanta:
Vemharð Þorleifsson, júdókappi,
hafði ekki heppnina með sér þegar
dregið var um mótherja I júd-
ókeppninni í Atlanta en Vemharð
keppir á sunnudaginn. Hann mætir
sterkum Suður-Kóreumanni, Kim
Min Soo, í fyrstu umferð og ef hann
sigrar, mætir Vernharð Rússa sem
er talinn enn sterkari en Kóreumað-
urinn.
Michal Vachum, landsliðsþjálfari
í júdó, segir Kóreumanninn vera
ákaflega fastan fyrir og hann beiti
öflum brögðum til að ná sigri. Hann
sé hreinlega dýróður og það þurfi að
slást við hann í orðsins fyllstu
merkingu.
Vernharð sagði í samtali við DV
að hann hefði getað hugsað sér létt-
ari andstæðing. „Maður verður bara
að bíta á jaxlinn og taka á þessu að
hætti víkinga," sagði Vernharð.
Rúnar Alexandersson, fimleika-
maður, keppir fyrstur íslending-
anna á Ólympíuleikunum en
skylduæfingarnar í fimleikunum
fara fram í dag. Þar era 108 kepp-
endur skráðir til leiks. Hann er
fyrsti íslenski fimleikamaðurinn
sem keppir á Ólympíuleikum.
„Ég er ánægður með lífið hérna í
Ólympíuþorpinu og mér hefur geng-
ið vel að aðlagast því., Undirbúning-
ur fyrir keppnina hefur gengið Ijóm-
andi vel og mikil áhersla hefur ver-
ið lögð á öll smáatriði þvi ná-
kvæmnin skiptir gríðarlega miklu
máli,“ sagði Rúnar við DV. -MT
Knattspyrna:
KR-ingar til Eyja
Bikarmeistarar KR í knatt-
spyrnu þurfa að sækja Eyja-
menn heim í undanúrslitum
Mjólkurbikarkeppninnar í knatt-
spyrnu en dregið var í gær.
Skagamenn sækja hinsvegar 2.
deildarliö Þórs heim til Akureyr-
ar. Báðir leikirnir fara fram
sunnudaginn 28. júlí. -VS