Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1996, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1996, Síða 28
28 LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1996 Jj"V Hún má ekki keyra bíl, ekki drekka áfengi, ekki kaupa sér myndband eða geisladisk, ekki klæðast stuttermabol eða pilsi, ekki borða svínakjöt og ekki ferðast án skriflegs leyfis eiginmannsins. Hrafnhildur Skúladóttir býr í Sádi- Arabíu þar sem hún getur átt von á því að siðgæöislögreglan elti hana með steyttan hnefann ef hún fylgir ekki reglunum. Hrafnhildur hefur búið í Sádi-Ar- abíu i fjögur ár með manni sínum Heine, sem er danskur, og börnum þeirra Baldri og Björk. Sádi-Arabía er eitt strangasta múslímaland í heimi og bókstaf Kóransins er fylgt í hvívetna. Þetta er einnig eitt lok- aðasta land í heimi. Vestrænir ferðamenn fá ekki vegabréfsáritun inn í landiö nema að eiga þangað brýnt erindi og því er sjaldan sem útlendingum gefst færi á að skyggn- ast inn í þennan gjörólíka heim. Eitt af því fyrsta sem vekur at- hygli er hið gífurlega misrétti sem þama ríkir. Konur eru lágt settar og lítils metnar. Mikil áhersla er lögð á að þær séu huldar frá kynþroska- aldri og sýni ekki líkama sinn öðr- um en nánustu fjölskyldumeðlimum. I sokkum með hanska „Það em nokkuð skiptar skoðanir á því hversu mikið konumar eigi að hylja en almennt verða þær að ganga í svartri, siðri skikkju, svokallaðri abaja, og hylja hár sitt. Sumir krefj- ast þess líka af konum sínum að þær hylji andlitið og gangi með hanska og í sokkum þannig að sem minnst sjáist af likamanum. Konur af efhuð- um ættum, sem hafa leitað sér menntunar erlendis, hylja yfirleitt ekki andlitið. Þær em vanar frelsinu í hinum vestræna heimi og það fyrsta sem þær gera þegar þær koma upp í flugvél á leið út úr landinu er að fara úr abajunni og taka af sér slæðuna," segir Hrafnhildur. Hún segir að nokkuð aðrar reglur gildi um útlendar konur. Þær þurfi þó að ganga í abaja og margar hylji einnig hárið. Hrafnhildur og Heine búa í hafnarborginni Jeddah en fyrsta árið bjuggu þau í Riyadh, höf- uðborg landsins, þar sem allt er mun strangara. Sítt, ljóst hár Hrafn- hildar vakti óneitanlega athygli og ekki vora allir jafn hrifnir. Með lögregluna á hælunum „Ef ég fór í bæinn í Riyadh þurfti ég alltaf að vera með slæðuna til- búna sem ég geri hins vegar ekki í Jeddah. Ég notaði hana þó ekki nema ef ég mætti siðgæðislögregl- unni. Þeir voru út um allt í Riyadh, leituðu okkur uppi með hnefann á lofti og öskruðu á mann. Þá setti maður slæðuna upp og huldi hárið og tók hana svo niður þegar þeir voru famir.“ Hrafnhildur segir að ástandið í Sádi-Arabíu hafi versnað til mikilla „Það eru nokkuð skiptar skoðanir á því hversu mik konurnar eigi að hylja en almennt verða þær að ganga í svartri, síðri skikkju. Sumir krefjast þess Ifka af konum sínum að þær hylji andlitið og gangi með hanska og í sokkum þannig að sem minnst sjáist af líkamanum," segir Hrafnhildur Skúladóttir. Hún býr með börnum sínum, Baldri og Björk, og dönskum eiginmanni, Heine, í Sádi-Arabíu þar sem Heine vinnur hjá Ikea. muna í kjölfar Persaflóastríðsins þegar fjöldi bandarískra hermanna, konur og menn, kom inn í landið. Lýðræðisöflin í landinu ætluðu að nota tækifærið og sýna umheimin- um hvernig ástandið væri og hópur kvenna tók meðal annars upp á því að aka bílum um Riyadh. Ráða- menn urðu hræddir um að málin væra að fara úr böndunum, stungu konunum í steininn og hertu regl- urnar. Hrafnhildur segir að hún hafi aldrei fengið neina haldbæra skýr- ingu á því hvers vegna konum sé meinað að aka í Sádi-Arabíu. 10 ára undir stýri „í öðrum löndum þama í kring, meira að segja í írak, mega konur keyra bíl. Ég fór til nágrannaríkis- ins Dubai um jólin og þar máttu konur keyra bíl enda var umferðar- menningin mun betri. Ég held helst að þetta sé hluti af þeim hugsunar- hætti að konan eigi bara að vera heima fyrir og þá þarf hún ekki á bíl að halda. Sádi-Arabar era mjög strangir með þetta. Ef eiginmaður- DV-mynd ÞOK inn bregður sér frá og skilur bílinn eftir þannig að hann lokar aðra bíla af, þá má konan hans, sem situr og bíður í bilnum, ekkert gera. Aftur á móti mætti 10 ára sonur hennar, ef hann væri með, færa bílinn. Maöur sér oft stráka, sem rétt ná upp fyrir stýrið, keyra um og þá kannski með fullorðnar, svartklæddar konur sitj- andi aftur í,“ segir Hrafnhildur. Konur í Sádi-Arabíu mega aðeins sitja frammi í bíl ef eiginmaður þeirra ekur. Ef einhver annar er að keyra verða þær að sitja aftur í. „í Riyadh er það þannig að ef fjór- ar konur taka leigubíl verða þær allar að troða sér aftur í því að kona má ekki sitja við hliðina á leigubíl- stjóranum. Og ef ég væri til dæmis í heimsókn hjá vinafólki og þyrfti að komast heim þá mætti maðurinn strangt tiltekið aðeins keyra mig heim ef ég væri með bréf frá eigin- manni mínum um að ég mætti sitja í bíl með honum. En ef konan hans kemur með þá er allt í lagi.“ En hvers vegna kýs íslensk kona, sem er vön því að gera það sem henni dettur í hug, að setjast að í Sádi-Arabíu, einu lokaðasta landi í heimi, og beygja sig undir þann stranga aga sem þar ríkir? Segja má að Hrafnhildur, sem er uppeldis- fræðingur og hafði búið í Dan- mörku í níu ár, hafi hafnað í Sádi- Arabíu fyrir tilviljun. „Þegar ég kynntist Heine var hann búinn aö sækja um starf hjá Ikea í Sádi-Arabíu. Það var í upp- hafi Persaflóastríðsins og hann komst því ekki til landsins á þeim tíma sem hann var ráðinn. Við spáðum síðan ekkert í þetta og okk- ar samband þróaðist áfram. Svo allt í einu, ári síðar, kom bréf um að nú ætti hann að koma i vinnu. Þá þurftum við að ákveða hvað við ætl- uðum að gera. Þetta var spennandi tækifæri fyrir hann en við höfðum áhuga á að halda okkar sambandi áfram og vildum ekki búa sitt í hvoru landinu. Það varð úr að hann baö mín og við giftumst því ég hefði aldrei getað farið ógift með honum til Sádi-Arabíu,“ segir Hrafnhildur. Drengir mikils metnir Vegna vandræða með vegabréfsá- ritanir dróst það um nokkra mán- uði að þau kæmust af stað. Hrafn- hildur var ófrísk og fæðingardagur- inn nálgaðist. Heine fór því á undan og Hrafnhildur kom til íslands til að fæða Baldur sem nú er fjögurra ára. Þegar hann fæddist vildi Heine auð- vitað koma til að sjá hann. Hann var hins vegar nýbyrjaður að vinna og að auki var þetta á allra heilag- asta tíma múslíma þegar pílagríma- ferðir ber hæst, öll umferð inn og út úr landinu stöðvast og allar skrif- stofur era lokaðar. „Heine talaði samt við sádiarab- ískan yflrmann sinn og sagði hon- um frá því að hann væri búinn að eignast sitt fyrsta barn. „Já, já,“ sagði Sádinn og var frekar áhuga- laus en spurði svo hvað hann hefði fengið. Um leið og Heine sagði að það væri drengur þá lifnaði Sádinn við. „Hvað segirðu, varstu að eign- ast þinn fyrsta dreng," sagði hann. Nú var ekkert sjálfsagðara en að Heine færi og þó að allt væri lokað þá var því reddaö að koma honum út úr landinu," segir Hrafnhildur. Konur fá ekki aðgang Hrafnhildur bjó sig vel undir að flytja til Sádi-Arabíu og las margar bækur um land og þjóð. Hún segir þó að það sé aldrei hægt að búa sig Hrafnf)i|{li|[ ^k^l^dgttir býr í einu lékaðasta einræðisríki í heimi: KÚRO/s O • Mekka A R A B í A •Jeddah

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.