Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1996, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1996, Side 46
54 afmæli LAUGARDAGUR 20. JULI 1996 Biörn Dúason Bjöm Dúason, fyrrv. meðhjálpari við Ólafs- fjarðarkirkju, Ólafsvegi 9, Ólafsfirði, er áttræður í dag. Starfsferill Björn fæddist á Ólafs- firði en ólst upp á Siglu- firði. Hann var í námi í kvöldskóla á Siglufirði á unglingsárunum, stund- Björn Dúason. aði nám við Verslunar- skóla íslands í Reykjavík frá 1933 og lauk þaðan prófum 1936. Björn vann skrifstofu- störf hjá Síldarútvegs- nefnd og störf hjá Síldarverksmiðj- um ríkisins á Siglufirði 1936-37, var kaupfélagsstjóri Samvinnufélags Fljótamanna, Haganesvík, 1937-41, deildarstjóri hjá Kaupfélagi Siglfirð- inga á Siglufirði, 1942-44, og skrif- stofustjóri og framkvæmdastjóri hjá Friðriki Guðjónssyni útgerðar- manni og Hraðfrystihúsinu Hrímni hf. á Siglufirði, starfrækti eigin rekstur, umboðs- og heildverslun Ólafs J. Ólafssonar hf., 1945-54, var skrifstofu- stjóri hjá Hraðfrystihúsi Keflavíkur hf., Keflavík, 1955-58, var sveitarstjóri Miöneshrepps í Sand- gerði, 1958-62, vann skrifstofu- og hótelstörf á Keflavíkurflugvelli og skrifstofustörf í Reykja- vík 1963-67 og var bók- haldari hjá Hraðfrysti- húsi Ólafsfjarðar hf. 1968-1989. Bjöm var meðhjálpari í Ólafsfjarðarprestakalli 1972-96. Hann er félagi í Karlakórnum Vísi á Siglufirði, var formaður Leikfélags Siglufjarðar 1950-54, forseti Lionsklúbbs Njarð- víkur 1960-61 og einn af stofnendum hans, var í fulltrúaráði Sambands íslenskra sveitarfélaga 1959-63 og er i stjóm Félags eldri borgara á Ólafs- firði frá stofnun þess 1987. Bjöm tók saman og gaf út bókina Síldarævintýrið á Siglufirði árið 1988 og Ættmennatal Magneu Grímsdóttur og Stefáns Sigurðsson- ar 1985. Fjölskylda Björn er þríkvæntur. Fyrsta kona hans var Ólafla Margrét Bjarnadótt- ir, f. 17.9. 1918, d. 12.8. 1977. Móðir hennar var Salóme Jónsdóttir frá Súðavík og kjörfaðir hennar var Bjami Pálmason skipstjóri. Önnur kona hans var Olga Þórar- insdóttir, f. 1.11. 1924, d. 30.7. 1967, hjúkrunarkona frá Húsavík. For- eldrar hennar vora Þórarinn Kristj- ánsson símritari, frá Seyðisfirði, lengst af búsettur í Reykjavík, og Kristín Sigtryggsdóttir. Björn kvæntist 20.12. 1968, þriðju konu sinni, Kristínu Sigurðardótt- ur, f. 9.5. 1922, fyrrv. talsímakonu á Ólafsfirði. Foreldrar hennar voru Sigríður Vilhjálmsdóttir, f. 9.11. 1891, d. 11.11.1965, og Sigurður Jóns- son, f. 16.11. 1891, d. 23.7. 1963, versl- unarmaður á Ólafsfirði. Börn Björns og Margrétar eru Steinunn Dúa, f. 14.4. 1938, lengst af leiðsögumaður á Spáni, nú búsett í Hveragerði og á hún fjögur börn; Salóme Herdís, f. 15.6. 1939, lækna- ritari i Reykjavík, gift Guðmundi Guðmundssyni skrifstofumanni og á hún þrjá syni; Gunnhildur Bima, f. 12.7. 1940, bankafulltrúi, búsett á Seljarnamesi, gift Reyni Jónssyni vélstjóra og á hún fjögur börn. Böm Bjöms og Kristínar era Helga, f. 4.11.1948, húsmóðir í Kópa- vogi, gift Halldóri Jónssyni vél- virkja og eiga þau þrjú böm; Sigurð- ur Bjöm, f. 20.1.1950, húsasmiður og rekstrarfræðingur hjá Kópavogsbæ, kvæntur Margréti Sigurgeirsdóttur og eiga þau þrjú böm. Dóttir Kristínar er Sigríður Vil- hjálms, f. 9.9. 1943, verslunarmaður á Ólafsfirði, gift Kristni Gíslasyni bæjarverkstjóra og eiga þau þrjú börn. Björn var einkabarn foreldra sinna. Foreldrar Björns voru Dúi Kr. Stefánsson, f. 19.8. 1890, d. 9.7.1931, organisti og verkstjóri á Siglufirði, og Steinunn Björnsdóttir Schram, f. 25.8.1888, d. 11.10.1974, húsmóðir og fátækrafulltrúi Siglufjarðarkaup- staðar um skeið. Björn og Kristín taka á móti gest- um í Húsi eldri borgara á Ólafsfirði, Bylgjubyggð 2b, í dag, laugardaginn 20.7. milli kl. 15.00 og 18.00. Magnús A. Magnússon Magnús A. Magnússon bifvéla- virkjameistari, lengst af búsettur að Kársnesbraut 24, en nú búsettur að Ásbraut 15, Kópavogi, er áttræður í dag. Starfsferill Magnús fæddist og ólst upp i Vestmannaeyjum og gekk þar í barna- og unglingaskóla. Hann lauk sveinsprófi í bifvélavirkjun frá Iðn- skólanum í Reykjavík árið 1952 og meistararéttindi öðlaðist hann skömmu síðar. Magnús flutti til Reykjavíkur vor- ið 1940. Hann vann um tíma hjá breska setuliðinu en hóf störf hjá Vegagerð ríkisins, þar sem hann starfaði m.a. sem verkstjóri til árs- ins 1964. Hjá bílaleigunni Falur starfaði Magnús í rúman áratug, eða þar til fyrirtækið hætti starfsemi. Síðustu starfsárin vann Magnús hjá Bifreiðum & landbúnaðarvélum, eða þar til hann lét af störfum á sjötug- asta og þriðja aldursári. Fjölskylda Magnús kvæntist 12.1.1944, Ólöfu Ingunni Björnsdóttur, f. 28.10. 1921, d. 22.9.1993, húsfreyju og verkakonu í Kópavogi. Hún var dóttir hjónanna Bjöms Gunnarssonar frá Syðra- Vallholti og Sigþrúðar Jónsdóttur frá Krithóli, Skagafirði. Foreldra sína missti Ólöf komung, en ólst upp í Syðra-Vallholti hjá ömmu sinni, Ingibjörgu Ólafsdóttur og fóð- urbróður sínum, Gunnari Gunnars- syni og k.h., Ragnhildi Erlendsdótt- ur frá Beinakeldu í Húnaþingi. Böm Magnúsar og Ólafar eru Kol- brún Dísa f. 5.9. 1944, skrifstofu- stúlka í Kópavogi, gift Birni Ólafs- syni sölumanni og eru börn þeirra fimm, Hrafnhildur, f. 17.6. 1970, Magnús Ólafur, f. 9.2.1973, Oddný, f. 22.12. 1975, Berglind, f. 7.8. 1977, auk þess sem dóttir Kolbrúnar er Erla María Kristins- dóttir, hjúkrunarfræðing- ur, f. 31.10.1963; Björn Magnús, f. 21.10. 1948, sölumaður og bílstjóri í Kópavogi, kvæntur Stein- unni Torfadóttur sérkenn- ara og verkefnisstjóra og er dóttir þeirra Ólöf Ing- unn, f. 16.2. 1979, auk þess sem sonur Steinunnar er Torfi Birkir Jóhannsson, f. 16.1.1973, rafeindavirki. Ma9nús A- Magnús Systkini Magnúsar eru son- Hulda, f. 29.6. 1913, hús- freyja i Reykjavík; Marta, f. 19.11.1914, húsfreyja og verkakona í Reykjavík; Þórdís, f. 28.9. 1918, d. 23.4. 1939; Jórunn Lilja, f. 5.12. 1919, húsfreyja og verkakona í Vest- mannaeyjum; Erlendina, f. 18.6. 1921, d. 27.9. 1922; Erlendur, f. 13.3. 1923, fyrrv. útgerðarmaður í Reykja- vík; Guðbjört, f. 31.5. 1924, húsfreyja og verkakona í Reykjavík; Elísabet f. 24.11. 1925, húsfreyja og verkakona í Reykjavik; Fanney, f. 3.3. 1927, húsfreyja og verslunarmaður í Reykjavík. Foreldrar Magnúsar voru Magnús Magnús- son, f. 6.10. 1882, d. 22.10. 1961, frá Geitagili í Örlygshöfn, skipa- smiður, búsettur að Bjarmalandi í Vest- mannaeyjum, síðar í Reykjavík og k.h., Oddný Erlends- dóttir f. 11.10. 1883, frá Skíðbakka í Austur-Landeyjum, húsfreyja í Vest- mannaeyjum og síðar í Reykjavík. Olöf Valgerður Jónasdóttir Ólöf Valgerður Jónas- dóttir húsmóðir, Eyrar- vegi 25, Akureyri, verður áttræð á morgun. Starfsferill Ólöf fæddist í Vogum í Skútustaðahreppi og ólst þar upp. Hún var í barnaskólanámi fram að fermingu, stundaði nám við húsmæðraskóla, við félagsmálaskóla Ólöf hefur mikið yndi af söng, hefur sungið frá unga aldri með fjölda kóra og stundað félags- störf á þeirra vegum. Hún söng með Kór Reykjahlíðarkirkju, var einn af stofnendum Kórs Akureyrarkirkju, ferðað- ist um Norðurlönd og söng með Kantötukór Akureyrar og söng með félagsmálasköla og i . " “ Gígjunum. Sl. vetur söng námsflokkum. Auk þess 0!°' Va|9eroljr Jonas- ólöf með þremur kórum, lærði hún sauma hjá dottir' Kór eldri bogara á Akur- Bernharð Laxdal klæð- eyri, Passíukórnum og skera og starfaði við það kvennakórnum Ömm- um skeið. Þá stundaði hún nám við urnar á Akureyri. kvæntur Ólínu Fjólu Hermannsdótt- ur og eiga þau tvö böm; Haukur Torfason, f. 8.7. 1953, útsölustjóri ÁTVR á Akureyri, kvæntur Krist- ínu Gunnarsdóttur skrifstofumanni og eiga þau þrjú börn. Systkini Ólafar: Jón Jónasson, f. 24.10. 1917, d. 30.8. 1990, vélvirkja- meistari í Reykjavík; Stefán Jónas- son, f. 11.6. 1919, bifreiðarstjóri í Reykjavík; Sigurgeir Jónasson, f. 28.10. 1920, búfræðingur og bóndi í Vogum; Þorlákur Jónasson, f. 1.1. 1922, bóndi í Vogum; Guðfinna Frið- rika Jónasdóttir, f. 1.4. 1924, hús- freyja á Húsavík; Kristín Jónasdótt- ir, f. 9.5. 1926, húsfreyja í Vogum; Hallgrímur Jónasson, f. 7.3. 1928, bóndi á Hólum; Pétur Jónasson, f. 19.12. 1929, d. 1.6. 1994, starfsmaður við Léttsteypuna hf. í Mývatnssveit. Foreldrar Ólafar vora Jónas Pét- ur Hallgrímsson, f. 3.12.1877, d. 5.12. 1945, bóndi í Vogum í Mývatnssveit, og k.h., Guðfinna Stefánsdóttir, f. 5.11. 1896, d. 8.1. 1977, húsfreyja. Ólöf og fjölskylda hennar taka á móti gestum í Húsi aldraðra, Lund- argötu 7, Akureyri, á morgun, sunnudaginn 21.7., kl. 15.00-18.00. Tónlistarskóla Akureyrar og var í söngnámi hjá Sigurði Demetz. Ólöf flutti til Akureyrar 1941 og stundaði þá nám og starfaði um skeið við fatasaum. Hún starfaði síð- an hjá Akureyrarbæ við ræstingar og leiðbeinendastörf um áratuga- skeið. Ólöf sat í nefndum á vegum Akur- eyrarbæjar fyrir Alþýðuflokkinn, sat í stjórn Verkalýðsfélagsins Ein- ingar og gegndi þar trúnaðarstörf- um og sat í stjóm kvenfélags alþýðu- flokksfélagsins á Akureyri. Fjölskylda Ólöf giftist 21.7. 1941 Torfa Vil- hjálmssyni, f. 20.3. 1918, d. 16.7.1966, húsverði og verkamanni. Hann var sonur Vilhjálms Friðrikssonar og Lísbetar Indriðadóttur sem bjuggu í Torfunesi í Suður-Þingeyjarsýslu. Böm Ólafar og Torfa era Jónas Valgeir Torfason, f. 27.5. 1942, bif- vélavirki á Akureyri, kvæntur Sig- ríði Aðalbjörgu Whitt og eiga þau þrjú börn; Pétur Torfason, f. 28.4. 1946, verkfræðingur á Akureyri, Til hamingju með afmælið 21. júlí 85 ára Erlendur Þórarinsson, Hvanneyrarbraut 56, Siglufirði. Guðjón Magnússon, Bólstaðarhlíö 66, Reykjavík. Steinunn Ásgeirsdóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. 80 ára Friðgeir Guðmundsson, Hamraborg 38, Kópavogi. Halldóra Stefánsdóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. 75 ára Magnús Marteinsson, Amarhóli, Sandgerði. 70 ára Jónas Kr. Jónsson, Bröttutungu 7, Kópavogi. 60 ára Ágústa Þorbergsdóttir, Ægisgötu 28, Akureyri. Unnsteinn Pálsson, Sundlaugavegi 12, Reykjavík. Sæmundur Sigurbjörnsson, Syðstu-Grund, Akrahreppi. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, Óðinsvöllum 5, Keflavik. 50 ára Gígja Guðjónsdóttir, Markholti 16, Mosfellsbæ. Ingibjörg Björgvinsdóttir, Bogabraut 9, Skagaströnd. Jóhanna Sigvaldadóttir, Dvergsteini, Keflavik. 40 ára Ólafúr Böðvar Þórðarson, Markarlandi 3, Djúpavogshreppi. Þorkell Björnsson, Egilsstöðum, Vopnafirði. Þórður J. Halldórsson, Litla-Fljóti, Biskupstungnahreppi. Elfa Ármannsdóttir, Engihlíð 4, Snæfellsbæ. Þorleifur Guðbjartsson, Illugagötu 65, Vestmannaeyjum. Grétar Ólason, Vatnsholti ÍD, Keflavík. Sigríður Kristin Káradóttir, Skólastíg 7, Bolungarvík. Stefán Magnússon, Álfholti 38, Hafnarfirði. Anna F. Blöndal, Helgamagrastræti 23, Akureyri. Birgir Þórðarson, Mjólkárvirkjun, ísafiröi. Grétar Sigurðsson, Urðarvegi 49, ísafirði. Sveinn Ásgeir Baldursson, Funafold 14, Reykjavík. Haukur Haraldsson, Stóra-Mástungu 1B, Gnúpverjahreppi. Stefán Þorvaldur Tómasson, Sævangi 23, Hafnarfirði. Ingi Ragnar Pálmarsson, Þverholti 9, Mosfellsbæ. Rósa Guðsteinsdóttir, Fomhaga 11, Reykjavík. Áskrifendur fá aukaafslátt af smáauglýsingum DV ‘J, V-'-A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.