Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1996, Side 49
LAUGARDAGUR 20. JULÍ 1996
dagsönn 57
Sumarkvöld
við orgelið
Hjónin Janette
Fishell frá Banda-
S ríkjunum og Col-
in Andrews ffá
Bretlandi verða
orgelleikarar á
þriðju sumar-
kvöldstónleikun-
um í Hallgríms-
kirkju annað
kvöld kl. 20.30. Á
efnisskránni eru
þrír dúettar sem þau leika saman og
á milli leikur Andrews verk eftir
Bach og breska tónskáldið Parry og
Fishell leikur verk eftir bandarísku
tónskáldin William Albright og Dan
Lochlall og franska tónskáldið
Marcel Dupré. Þetta er í fyrsta skipti
sem tveir leika i einu á Klaisorgel
Hallgrimskirkju. Dúettarnir þrír eru
allir umritanir á þekktum verkum
sem Janette Fisheli hefur gert fyrir
orgel.
Colin Andrews stundaði nám við
Konunglegu tónlistarakademíuna í
Lundúnum og framhaldsnám i Genf.
Tónleikar
Hann hefur hlotið margar viðurkenn-
ingar fyrir leik sinn. Til að mynda
hlaut hann sérstaka viðurkenningu
Konunglegu tónlistarakademíunnar í
Lundúnum árið 1993 fyrir tónlistar-
feril sinn.
Janette Fishell lauk meistaraprófi
frá Indiana University og doktors-
námi í orgelleik frá Northwestern
University. Hún hefur sérhæft sig í
tónlist tékkneska tónskáldsins Petrs
Ebens og skrifaði fyrstu mikilvægu
bókina um tónskáldið sem komið hef-
ur út á ensku. Þau hjón hafa leikið
víða um heim saman og hvort í sínu
lagi og á þessu ári munu þau halda
tónleika í Suður-Ameríku, Finnlandi,
Suður-Afríku og Austurlöndum fjær,
auk ýmissa Evrópulanda.
Skálholtstónleikar
Á morgun er Skálholtshátíð og þá
mun Skálholtshátíðarkór frumflytja
kafla úr hátíðarkantötum frá 1956
undir stjóm Himars Amars Agnars-
sonar, þá verður Strengjakvartettinn
Sjö orð Krists á krossinum eftir Jos-
eph Haydn leikinn á upprunaleg
hljóðfæri.
Bryggjuhátíð á
Drangsnesi
í dag ætla Drangsnesingar að
halda Bryggjuhátíð og verður dag-
urinn undirlagður af ýmiss konar
skemmtunum og uppákomum fyrir
alla fjölskylduna og stendur hátíð-
in langt fram á kvöld.
Utivera
Það verður margt í boði í dag.
Svo dæmi séu tekin þá verða
skipulagðar ævintýraferðir út í
Grímsey á Steingrímsflrði en eyjan
er sérstök náttúruperla með fjöl-
breyttu fuglalífi og gefst fólki kost-
ur á að dvelja í eynni á milli ferða
en einnig mun verða boðið upp á
leiðsögn um eyna og jafnvel veit-
ingar. Þá er boðið upp á veiði-
keppni, sýningu á listaverkum, úti-
markaður verður í gangi og grill-
veisla um kvöldið.
Gengið
Almennt gengi Ll nr. 19.07.1996 kl. 9.15 149
Eininq Kaup Sala Tollqenqi
Dollar 66,340 66,680 67,990
Pund 102,510 103,040 102,760
Kan. dollar 48,510 48,810 49,490
Dönsk kr. 11,5180 11,5790 11,3860
Norsk kr 10,3370 10,3940 10,2800
Sænsk kr. 9,9950 10,0500 9,9710
Fi. mark 14,6130 14,6990 14,2690
Fra. franki 13,1050 13,1800 13,0010
Belg. franki 2,1547 2,1677 2,1398
Sviss. franki 54,3200 54,6200 53,5000
Holl. gyllini 39,5900 39,8200 39,3100
Þýskt mark 44,4100 44,6400 43,9600
It. lira 0,04365 0,04393 0,04368
Aust. sch. 6,3080 6,3470 6,2510
Port. escudo 0,4318 0,4344 0,4287
Spá. peseti 0,5259 0,5291 0,5283
Jap. yen 0,61230 0,61600 0,62670
Irskt pund 106,070 106,730 105,990
SDR 96,31000 96,89000 97,60000
ECU 83,7500 84,2600 83,21000
Símsvari vegna gengisskráningar 5623270
Hlýtt á Norðurlandi
A Grænlandssundi er smálægð
sem þokast norðnorðaustur og önn-
ur heldur dýpri og víðáttumeiri
skammt suðvestur af landinu,
einnig á norðnorðausturleið.
Veðrið í dag
í dag verður besta veðrið á Norð-
urlandi þótt aðrir landsmenn þurfi
ekki neinu að kviða. Spáð er hægri
suðvestlægri eða breytilegri átt.
Suðvestan- og vestanlands verður
skýjað með köflum en víða bjart-
viðri i öðrum landshlutum. Hitinn
verður mestur á Norðurlandi og
gæti hann nálgast tuttugu gráðurn-
ar. Á höfuðborgarsvæðinu verður
um það bil 11-12 stiga hiti og það
ætti aðeins að sjást til sólar.
Sólarlag í Reykjavík: 23.09
Sólarupprás á morgun: 4.00
Síðdegisflóð í Reykjavík: 21.21
Árdegisflóð á morgun: 09.45
Veðrið kl. 12 á hádegi í gær:
Akureyri rigning 10
Akurnes þoka 10
Bergsstaðir rigning 9
Bolungarvík rign. á síð.kls. 9
Egilsstaðir skýjað 14
Keflavikurflugv. þokumóða 9
Kirkjubkl. alskýjað 10
Raufarhöfn rigning 12
Reykjavík rign. á síð.kls. 9
Stórhöfði rigning 8
Helsinki skýjað 13
Kaupmannah. léttskýjað 14
Ósló léttskýjaó 11
Stokkhólmur léttskýjaö 14
Þórshöfn skýjaó 11
Amsterdam skýjað 13
Barcelona léttskýjaó 21
Chicago léttskýjaó 28
Frankfurt léttskýjaö 13
Glasgow mistur 13
Hamborg léttskýjaó 11
London skýjaö 14
Los Angeles þokumóða 17
Lúxemborg léttskýjaö 12
Madríd léttskýjað 22
Mallorca þokumóða 20
París skýjaó 15
Róm þokuruðnigur 21
Valencia léttkýjað 21
New York alskýjað 24
Nuuk þoka 4
Vín skýjaó 13
Washington rign. á síð.kls. 23
Winnipeg léttskýjaö 18
Gaukur á Stöng:
Rokkað á Gauknum
Rokkveisla er á Gauk á Stöng
um þessa helgi og í gærkvöldi hóf
leik á Gauknum rokksveitin Dead
Sea Apple og mun hún einnig
leika fyrir gesti staðarins í kvöld.
Dead Sea Apple er margreynd
hljómsveit sem hefur starfað í
nokkur ár og leikið víða við góðar
undirtektir, aðallega þó í höfuð-
borginni. Hljómsveitin er þessa
dagana að taka sér stutt frí frá
upptökum í hljóðveri og eru með-
limirnir að skemmta sjálfum sér
Skemmtanir
og öðrum með spilamennskunni
um helgina. Þeir munu sjálfsagt
flytja nýtt efhi sem hefur verið í
vinnslu hjá þeim og væntanlegt er
á plötu.
Það eru fimm meðlimir i Dead
Sea Apple. Um sönginn sér Stein-
ai-r L., Arnþór leikur á bassa,
Hannes á trommur, Haraldur á
gítar og Carl einnig á gitar.
um né efnismiklum í Barb Wire.
Pamela í
leðurfötum
Háskólabíó hefur sýnt undan-
farið spennumyndina Barb Wire.
Ekki er laust við að myndin hafi
verið mikið á milli tannanna á
fólki, aðallega að vísu aðalleikon-
an, kyntáknið Pamela Anderson,
sem nú hefur bætt nafhi eigin-
manns síns, Lee, við nafn sitt.
Þetta er fyrsta kvikmyndin sem
Pamela Anderson er látin halda
uppi ein og óstudd og sýnist sitt
hverjum um frammistöðu henn-
ar. Grunnurinn að sögunni er
fenginn úr hinni klassísku Casa-
blanca en á samt lítið sem ekkert
sameiginlegt með þeirri ágætu
mynd.
Kvikmyndir
Pamela leikur bareigandann
Barb Wire og árið er 2017 og önn-
ur borgarastyrjöld Bandaríkj-
anna stendur sem hæst. Nasista-
legir gæjar hafa náð völdum í
landinu, nema í Stálhöfn, einu
frjálsu borginni sem eftir er. Þar
á Barb heima, rekur barinn en
drýgir tekjurnar með því að veiða
menn á flótta undan réttvísinni
eða með því að stunda elstu at-
vinnugreinina. En dag nokkurn
koma til bæjarins helstu for-
sprakkar andspyrnuhreyfingar-
innar, Axel og eiginkona hans,
' vísindakonan Cora D., og ætla að
komast þaöan úr landi. Axel er
gamall flammi Pamelu en hún
| vifi ekkert með hann hafa, a.m.k.
ekki í fyrstu. Hún gefur sig þó um
síðir og saman berja þau á nas-
istahyskinu.
Nýjar myndir
Háskólabíó: Fargo
Laugarásbíó: Persónur í nær-
mynd
Saga-bíó: j hæpnasta svaði
Bfóhöllin: Algjör plága
Bíóborgin: Kletturinn
Regnboginn: Á bólakaf
Stjörnubió: Algjör plága
KR og IA mætast
í vesturbænum
Það verður mikið um að vera í
íþróttum um þessa helgi og
keppt i mörgum íþróttagreinum.
Golfmót eru nokkur en nú fer að
líða að landsmóti og golfarar því
að komast í sitt besta form. Opin
mót verða í dag í Mosfellsbæ,
Akranesi, Akureyri, Norðfirði
og öldungamót í Hafnarfirði. Þá
má geta þess að torfærukeppni
verður á Akranesi í dag.
Það verður þó fótboltinn sem
verður mest í sviðsljósinu. Ní-
unda umferðin í 1. deild karla
verður leikin á morgun og þar
er stórleikurinn viðureign efstu
Iþróttir
liðanna KR og ÍA. Lið þessi eru
að flestra mati í sérflokki og
sjálfsagt er farið að fara um
marga aðdáendur liðanna því
spennan á milli þeirra er í há-
marki. Leikurinn er á KR-vellin-
um og hefst kl. 17.30. Aðrir leik-
ir í umferðinni sem leiknir
verða á morgun eru Fylkir-Val-
ur, Grindavík-Leiftur og Breiða-
blik- Stjarnan. Keflvíkingar
leika í dag í Toto-keppninni við
FC Kobenhavn.