Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 JjV útlönd stuttar fréttir Afrýjun vísað frá Dómstóll í Serbíu vísaði í gær frá áfrýjun Sósíalistaflokks Slobodans Milosevics Serbíufor- seta vegna úrskurðar um kosn- ingasigur stjórnarandstöðunnar íNis. Átti að myröa Belo Indónesískur hermaður fékk greitt fyrir aö myrða Carlos Belos biskup bg friðarverð- launahafa á að- fangadag. Stuðningsmenn biskupsins stöðvuðu her- manninn og É börðu hann til dauða, að því er ástralskur biskup greindi frá í i gær. Sprengjutiiræði í Moskvu Kaupsýslumaður í Moskvu i: beiö bana og tveir lifverðir hans særðust í sprengjutilræði í Moskvu í gær. 110 þúsund handteknir Kínverska lögreglan handtók í fyrra 110 þúsund manns vegna glæpa tengda fíkniefnum. Hald j var lagt á rúm 4 tonn af heróíni, tæp 2 tonn af ópíum og yfir 1 tonn af amfetamíni. Rushdie reiður Rithöfundurinn Salman Rushdie skammar blaðið Guardi- an fyrir að hafa birt niðurlægj- andi ummæli fyrrverandi eigin- konu hans um hann. Versnandi samskipti Leonid Kuchma, forseti Úkra- ínu, undirritaði samkomulag um aukin samskipti við Hvíta-Rúss- land í gær. Sagði hann samskipt- in við Rússland fara versnandi. Sjálfsvígstilraun Fyrrum varaforseti Bos- níuserba, Nikola Koljevic, skaut sig á fimmtudaginn. Læknar reyndu að bjarga lífi hans í gær. Díönu hrósaö Þó svo að breskir stjómmála- menn hafi ekki verið alltof ánægð- ir með tilmæli Díönu prinsessu um bann við jarðsprengjum hrósa Angóla- menn henni í há- stert. Sagt er að Díana hafi nú loks fundið hlutverk við hæfi með heimsókn sinni til Angóla á veg- um Rauða krossins. Vonast hún nú til að geta heimsótt fleiri striðshrjáð svæði, eins og Bosníu, Afganistan og Kambódíu. Jeltsín senn heim Líklegt er að Jeltsín Rúss- landsforseti fái að fara heim af sjúkrahúsi innan fárra daga og sitji leiðtogafund fyrrum Sov- étlýðvelda síðar í þessum mán- uði. Reuter Hlutabréf hækka en olía og gull lækkar Hlutabréfavísitölur á helstu verð- bréfamörkuðum heims stigu veru- lega í síðustu viku og er það rakið til tvenns: Fyrirtæki eru tekin að birta ársreikninga síðasta árs sem sýna góða afkomu yfirleitt og hins vegar hefur það verið staðfest að verðbólga hefur verið lág i iðnríkj- unum. Samhliða hækkunum á hlutabréf- um og verðbréfum hefur verð á gulii og olíu lækkað og eru þær ol- íuverðhækkanir sem hafa átt sér stað undanfamar vikur vegna vetr- arríkis, einkum í Evrópu, teknar að ganga til baka. Á gjaldeyrismörkuðum hækkaði dollarinn í verði gagnvart þýsku marki eftir yfirlýsingu Hans-Jurgen Krupp, bankaráðsmanns í seðla- banka Þýskalands, um að efnahagur landsins væri í alvarlegum vanda, svo alvarlegum að bankinn yrði að taka á honum sérstaklega. -SÁ Gífurleg spenna í Hebron í kjölfar afhendingar lyklavalda: Átök milli ísraela og Palestínumanna Mikil spenna ríkti í Hebron á Vesturbakkanum í gær eftir að ísra- elskir hermenn höfðu yfirgefið aðal- bækistöðvar sínar I hæðunum fyrir ofan bæinn eftir 30 ára hernám. Nokkrir hermannanna fluttu sig þó aðeins um set því fimmtungur borgarinnar verður áfram undir eft- irliti ísraela sem eiga að verja 400 ísraelska landnema sem þar búa. Skjótt reyndi á samvinnu ísra- elsku hermannanna og palestinsku lögreglunnar. Nokkrum klukku- stundum eftir að Palestínumenn fengu lyklavöldin í Hebron reyndu nokkur hundruð palestínskra ung- menna, sem fögnuðu upphafi brott- flutningsins, að komast inn á yfir- ráðasvæði ísraela. Landnemamir reiddust og efhdu til mótmælaað- gerða. Grjótkast hófst og gengu ísra- elskir hermenn á milli. Þeir börðu nokkra araba og handtóku einn. Palestínska lögreglan fékk síðan mannfjöldann til að hörfa til baka. Palestínumenn köstuðu einnig grjóti að ísraelskinn hermönnum eftir að þeir höfðu lokað fjölförnum vegi nálægt grænmetismarkaði. Landnemar, sem fengu að fara leið- ar sinnar, fögnuðu hins vegar. Eng- inn slasaðist alvarlega í þessum átökum. Landnemar segja brottflutning Israelsku hermannanna svik. Með rabbía í fararbroddi rifu nokkrir þeirra skyrtur sínar til tákns um sorg sína. Palestínumenn í Hebron eru um 100 þúsund og þeir segjast nú einnig vilja brottflutning landnemanna 400 frá Hebron. Reuter Palestínumenn sleppa dúfum út um glugga aðalbækistöðva ísraelskra hermanna við Hebron sem þeir yfirgáfu í gær. Símamynd Reuter Mælt meö aö Gingrich greiöi háa fjársekt Heimildarmenn í Demókrata- flokknum í Bandaríkjunum greindu frá því i gær að Newt Gingrich, forseti fulitrúadeildar Bandaríkjaþings, myndi ekki ein- göngu verða ávítaður heldur gæti hann þurft að greiða allt að 200 þús- und dollara eða um eina og hálfa milljón íslenskra króna í sekt vegna brota á siðareglum þingsins verði tiliaga siðanefndar fulltrúar- deildarinnar samþykkt. Siðanefndin kom saman til fund- ar fyrir lokuðum dyrum snemma dags í gær. Búist var viö að siða- nefndin myndi svo ræða á opnum fimdi um hvaða refsingar væru viðeigandi. Gingrich viðurkenndi í desember síðastliðnum að hafa greint rannsóknaraðilum rangt frá um notkun á fé úr sjóðum sem und- anskildir eru skatti. Notaði Gingrich féð tii námskeiðshalds. Báðar deildir þingsins greiða at- kvæði á þriðjudag um hvemig refsa eigi Newt Gingrich. Reuter Götusali í Bagdad selur myndir af Saddam Hussein íraksforseta. I gær voru sex ár liðin frá upphafi Persaflóastríös- ins og gagnrýndi Saddam Bandaríkin og bandamenn þeirra harkalega í ræöu fyrir efnahagsþvinganir gegn írak. Símamynd Reuter j Loftbelgsfara bannað að fljúga yfir Líbýu | Bandaríkjamaðurinn Steve í Fossett fékk í gær neitun frá yfir- | völdum í Líbýu við beiöni sinni um að fá að fljúga yfir landið á s leið sinni umhverfis jörðina. > Talsmenn Fossetts sögðu að neit- 1 un frá Líbýu gæti þýtt að hann J yrði að binda enda á ferð sína. Fréttirnar um neitun Líbýu | bárust er Fossett hafði flogið | 8,747 kílómetra og þar meö slegið j fyrra met sitt er hann flaug í loft- S belg frá Suður-Kóreu til Kanada. j Fossett sveif yflr eyðimörkinni í I Alsír í gær. Fyrir tveimur árum létust tveir j bandarískir loftbelgsfarar sem j hermenn í Hvíta-Rússlandi skutu niður. Bandaríkjamennimir töldu j sig hafa fengið leyfí til aö fljúga j yfir landið en herinn í Hvíta-Rúss- j landi sagði svo ekki vera. Bandaríkin þögðu um kjarnorkuflug- vélar í Thule Hvorki danska þjóðin né s danska stjórnin fékk að vita j sannleikann um bandarísku j kjarnorkuvopnin á Grænlandi j þegar bandarísk yfirvöid j greindu Dönum sumarið 1995 frá j starfsemi sinni í Thuleherstöð- í inni á Grænlandi. Heimildarmenn innan dönsku utanríkismálastofnunarinnar 1 greina frá því að Bandaríkin hafi frá byrjun sjöunda áratug- arins haft orrustuflugvélar af j gerðinni F102 búnar kjarnorku- j vopnum á Thuleherstöðinni. í | júlí 1995 tilkynntu Bandaríkja- ij menn að þeir hefðu aldrei geymt | kjamorkuvopn á Grænlandi. Tíu j dögum seinna varð Niels Helveg Petersen, utanríkisráðherra I Dana, að viðurkenna í kjölfar nýrra upplýsinga að Bandaríkin j hefðu frá 1958 geymt fjórar j kjamorkusprengjur í Thule. Ári j seinna hefði verið bætt við 48 kjamaflaugum. Nú hafa komið j fram upplýsingar um fyrrgreihd- í ar orrustuflugvélar. Ásakanir á hendur eigin- | konu Havels j Aðeins nokkmm dögrnn eftir Ibrúðkaup Vaclavs Havels Tékk- landsforseta hefur eiginkona hans, leikkonan Dasa Veskmova, verið sökuð um pólítíska aðgerð sem margir Tékkar munu eiga erfítt með að fyrirgefa henni. Fyrir 20 árum á hún að hafa skrifaö undir Antic- harta, yfirlýsingu sem fordæmdi Charta 77, hreyfmgu andófs- manna. Vaclav Havel var einn af stofnfélögum Charta 77 og einn af fyrstu talsmönnum hreyfing- j arinnar. Eiginkona Havels vísar því á « bug að hún hafi undirritað Ant- icharta og neitar allri vitneskju um yfirlýsinguna. Brasilíumenn veröi allir líf- færagjafar I Brasilíska þingið hefur sam- * þykkt frumvarp sem miðar að j því að allir Brasilíubúar geti j orðið mögulegir líffæragjafar. j Samkvæmt frumvarpinu, sem Femando Henrique Cardoso for- j seti á eftir að undirrita, verður j yfirvöldum heimilt að nota líf- færi úr líkum nema sérstaklega 1 sé tekið fram á persónuskilríkj- ■ um hinna látnu að svo megi j ekki. j Mikill skortur er á líffærum í ; Brasilíu og er öll pappírsvinna í ,? sambandi við liffæragjafir mjög flókin. Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.