Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Blaðsíða 33
32 Ifrjelgarviðtalið LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 3D"V JDf"W LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 tfelgarviðtalið Linda Samúelsdóttir, bóndi og húsfreyja ííungu í Svínadal, safnar liði gegn fyrirhuguðu álveri á Grundartanga: - álverið skal ekki koma, segir Linda en mótmælaferð er farin til Reykjavíkur í dag „Ég er baráttumanneskja í mér og finnst að enginn eigi að láta fara illa með sig á nokkurn hátt. Það er alltof lítið um að fólk standi upp og segi sína skoðun þegar stjómvöld fótum troða lýðræði og sjálfsögð mannréttindi,“ segir Linda Samú- elsdóttir, bóndi, húsfreyja og sex barna móðir á bænum Tungu í Svínadal í Hvalfjarðarstrandar- hreppi, í viðtali við DV en hún hef- ur verið framarlega í flokki and- stæðinga fyrirhugaðs álvers Col- umbia Ventures á Grundartanga. í byrjun vikunnar kom hún ásamt fleirum af stað undirskriftalistum gegn álverinu og stofnuð var undir- búningsnefnd til „bjargar Hval- firði“ í Félagsgarði í Kjós sl. mið- vikudagskvöld. Fyrirhugað er að stofna samtök síðar meir. Á hálfum hraða til Reykjavíkur Undirskriftalistar liggja áfram frammi en í dag stendur fyrir dyr- um mótmælaferð til Reykjavíkur þar sem afhenda á mótmæli í hend- ur Finns Ingólfssonar iðnaðarráð- herra i ráðuneyti hans í Amarhvoli. Lagt verður af stað á ökutækjum í Leirársveit, við vegamótin til Akra- ness, kl. 11 í dag og ekið „á hálfum hraða“ eins og Linda orðar það, til Reykjavíkur. Hún vonast eftir góðri þátttöku í mótmælaferðina. Upphaflega stóð til að afhenda mótmælin fyrir utan heimili Finns í Grafarvogi en vegna gífurlegra viðbragða frá fólki þótti rétt að valda ekki algjöru umferðar- öngþveiti og fara frekar í gegnum borgina og niður í ráðuneytið. Eftir að mótmælin hafa verið afhent þar stendur til að halda útifund á Arnar- hóli upp úr klukkan 14 í dag. Hefði gengið fyrir Hval- fjörðinn Ferðin verður farin á ökutækj- um eins og áður sagði en Linda segist vera fullviss um að hún hefði tekið þátt í að ganga fyrir Hvalfjörðinn til Reykjavíkur væri hún heil heilsu. Fyrir rúmiun fjór- um árum veiktist hún nefnilega heiftarlega og er í dag aðeins með hálfan mátt. Hún fékk slæman vöðvasjúkdóm sem læknar stóðu ráðþrota frammi fyrir. Hún missti allan kraft og mikill bjúgur safnað- ist utan á hálsinn. Hún segist eig- inlega hafa læknað sig sjálf með ýmsum aðferðum, læknarnir hafi lítið sem ekkert getað gert. Hún lætur þetta ekki aftra sér í dag. Linda hefur vakið athygli fyrir skörungsskap í málflutningi sín- um gegn álverinu. Þegar DV- menn voru í heimsókn hjá henni þá var hún önnum kafin í að hringja í fólk og dreifa undir- skriftalistum. Síminn stoppaði heldur ekki. Þó fannst Lindu þetta hátíð miðað við daginn áður þeg- ar hún fór af stað fyrir alvöru. Þá hefði síminn ekki þagnað. Gifti sig inn í fótbolta- fjölskymu En hver er hún, þessi kjarn- orkukona? Linda er fædd og upp- alin á Akranesi og er rúmlega fer- tug að aldri. Eins og áður sagði er hún sex barna móðir, átti það fyrsta 22 ára gömul. Yngsta bam- ið er á fimmta ári en þau Guðni Þórðarson, bróðir knattspyrnu- kappanna Ólafs og Teits af Skag- Linda telur sig vera viðráðan- lega í samningum, sé ekki það þver. Ef hlutirnir séu réttlátir þá sé hægt að semja við sig. En í þessu máli sé ekki um neitt rétt- læti að ræða. Málið illa kynnt „Ég er engin ofstopamanneskja en þetta með álverið héma var komið út fyrir allan þjófabálk. Það var ekki einu sinni haldinn kynningarfund- ur í sveitinni til að segja okkur frá því að landið undir álverið hefði verið selt ríkinu í ágúst á síðasta ári. Hreppsnefnd og oddvita Hval- fjarðarstrandarhrepps, sem átti landið ásamt Skilmannahreppi, fannst að þeim bæri ekki skylda til að láta vita að álverið væri kannski að koma og láta kanna hug okkar. Þeir mega ekki halda að þeir eigi hreppinn. Þeir era í rauninni famir að haga sér alveg eins og stjóm- málamennirnir, eins og einræðis- herrar.“ Allt verður gert Linda er harðákveðin á því að ál- verið verði aldrei reist á Grandar- tanga. Andstæðingar álversins við Hvalfjörðinn muni gera allt sem í þeirra valdi stæði til að mótmæla fyrirætlunum stjórnvalda. Sömu- leiðis segist hún gagnrýna harðlega hvernig staðið hefur verið að undir- búningi málsins. Þegar sé búið að skipuleggja Hvaifjörðinn sem stærsta stóriðnaðarsvæði landsins, án þess að spyrja nokkum mann. „Engum er kynnt neitt. Það var skipulagsfundur haldinn á Hlöðum, að mér skilst i fyrrahaust, sem ég sá enga auglýsingu um. Þar var lóðin kynnt sem iðnaðarlóð, ekki sem lóð undir stóriðju en þar er meginmun- ur á. Menn hafa komið fram opin- berlega, m.a. oddviti Skilmanna- hrepps, og sagt að margir kynning- arfundir hafi verið haldnir. Það er bara ekki rétt. Ætli Skilmanna- hreppur hafi ekki haldið einn fund, líkt og Hvalfjarðarstrandarhreppur gerði á Hlöðum, og fór hann framhjá mörgum.“ Álver hvorki hár ná annars staðar Linda segist hvorki vilja sjá meiri stóriðju við Hvalfjörð eða annars staðar á landinu. íslendingar hafi ekkert með þetta að gera. Næga at- vinnu væri að hafa ef stjómvöld hugsuðu nægjanlega vel um framat- vinnuvegina, landbúnað og sjávar- útveg. Þar væra margir möguleikar ónýttir. Hún segist ekki sannfærast þó sagt sé að nýtt álver skapi at- vinnu og bæti hag þjóðarbúsins. Hún er fullviss um að mengun komi frá álverinu. Margar rann- sóknir sýni ótvíræða mengun, jafn- vel þótt hún fari kannski ekki yflr leyfíleg mörk þá skaði hún án efa umhverfið til langs tíma litið. Hún vilji ekki færa landið mengað í hendur komandi kynslóða. Stjórn- málamenn og aðrir verði að muna að við höfum jörðina einungis að láni. Stofnun í rassvösum ráðherra „Ég verð að segja að Hollustu- vemd ríkisins hefur alveg bragðist í að kynna sér nákvæmlega hvaða efni þarna eru á ferðinni og upplýsa almenning um hættuna sem þarna getur skapast. Þetta er stofnunin sem á að gefa endanlegt starfsleyfi Linda Samúelsdottir ásamt dóttur sinni og nöfnu, Lindu Björgu, 4 ára, þeirri yngstu af sex börnum þeirra Guðna Þóröarsonar. Guðni er af miklum knattspyrnu- ættum á Skaganum, bróðir Ólafs og Teits. DV-myndir Brynjar Gauti anum, eiga saman fjórar stelpur og tvo stráka. Þau áttu heima á Akranesi til árs- ins 1981 að þau keyptu bæinn Tungu ásamt foreldrum Lindu og fluttu þangað með allt sitt hafurtask. Hamingjuegg Guðni hélt áfram sínu aðalstarfi sem vörubílstjóri en þau hafa verið með hesta og nokkrar kindur til heimagagns. Þá hafa þau verið með ferðaþjónustu og rekið hænsnabú og selt egg undir nafninu Ham- ingjuegg. Hænurnar, um 1 þúsund talsins, fá að ganga frjálsar í stórri skemmu, era ekki í búrum. Þess vegna nefnir hún eggin Hamingju- egg, frjálsræðið skapi betri afurð, eggin geri fólk hamingjusamt og gott ef ekki frjósamara líka! „Hugurinn stefndi alltaf upp í sveit. Okkur líður vel hérna í Svínadalnum og við Hvalfjörðinn og engin áform uppi um að flytja burtu. Hér er gott að ala upp böm þótt vissulega geti það stundum verið erfitt, sérstaklega á vetumar þegar allt er ófært og erfitt að kom- ast burtu. En við höfum fengið góð- an stuðning frá foreldrum mínum og börnin hafa haft gott af því að eiga þau héma að í næsta húsi,“ segir Linda. minnst. Hún segir að nú sé hins vegar nóg komið, það verði ekki fleiri verksmiðjur byggðar við Hvalfjörðinn. Nóg sé búið að eyði- leggja náttúruna og ímynd lands- ins. Aðspurð segist hún ætíð hafa haft mikinn áhuga á umhverfis- málum. Sér þyki vænt um líflð og tilveruna. Hún hafl reyndar ekki áður mótmælt svo kröftuglega áformum í stóriðju eða öðru sem tengist spjöllum á náttúrunni. En hafi t.d. tekið þátt í prestskosning- um og öðru sliku þar sem skýra af- stöðu hefur þurft að taka með eða á móti einhverjum málstað. Folkinu er haldið niðri „Ég er oft ósammála því hvað fólkinu í landinu er haldið mikið niðri. Ég er ósátt við að þjóðarat- kvæðagreiðsla skuli ekki fara fram í mörgum mikilvægum málum. Það hlýtur að vera hið eðlilegasta í lýðræðisríki. Fólkið verður að fá að segja sinn hug. Þegar stjórn- málamenn eru komnir til valda mega þeir ekki halda að þeir séu orðnir einræðisherrar. Því miður hefur hins vegar orðið sú raunin. Þeir eru komnir úr takt við fólkið þegar búið er að hala inn atkvæð unum.“ Nóg búið að eyðileggja náttúruna Hún segist ekki hafa til þess staðið í mótmælum gegn þeim verksmiðjum sem fyrir væru, sam- anber sementsverksmiðjuna á Akranesi og Járnblendiverksmiðj- una á Grundartanga. Þær tilheyri fortíðinni nema að hún geri þá einu kröfu að þær mengi sem allra Linda segir að heföi hún fullan mátt þá hefði hún gengiö fyrir Hvalfjöröinn til Reykjavíkur í mótmælaferöinni í dag. Fyrir fjórum árum fékk hún vöðvasjúkdóm og var fársjúk um tíma. Læknar voru ráðþrota og tókst Lindu að ná bata með eigin aðferðum. Linda segist hafa átt von á und- irtektum við sinn málstað en ekki svona sterkum. Viðbrögðin hafi verið ólýsanleg og oftast mjög ánægjuleg. Margir hafi hringt og þakkað henni fyrir hennar fram- lag. Biður fyrir náunganum En þeir eru líka til sem eru hlynntir álverinu. Fólk úr öllum nærliggjandi hreppum og víðar um land sem um leið er andvígt mót- mælum Lindu og félaga hennar. Hún segir börnin sín m.a. hafa fundið fyrir þessu í skólanum frá jafnöldrum sínum. Hún segist alls ekki óttast illt umtal í sveitinni um sig og sína. Málið sé stærra og mik- ilvægara en það að hún hræðist hvað aðrir haldi og segi. Hún hafi ávalt haft það að leiðarljósi að hugsa hlýtt til náungans, sýna hon- um skilning, jafnvel biðja fyrir honum. Öllu máli skipti að hún myndi aldrei selja sálu sína til að vera vinur einhvers. Fyrir hana snúist málið t.d. alls ekki um pen- inga. Þetta skal takast fara beint í lækina hérna til að geta drakkið besta vatn í heimi, eins og þeir segja. Þeir eru ástfangnir af hreinleika landsins. Svo myndu þeir í framtíðinni koma upp úr Hval- fjarðargöngunum og aka fram hjá hverri stóriðjunni á fætur annarri, nákvæmlega það sem þeir eru að forða sér frá í Þýskalandi.“ ins. En hvað segir hún við þá sem segja að mótmælin séu of seint fram komin, álverið rísi hvort eð er? „Ég segi bara að við vitum að þetta er pólitískur áróður. Stjórn- málamenn koma allt i einu með þá vitneskju að álverið verði á Grund- artanga. Áður höfðu þeir sagt kannski þetta og kannski hitt, álver Linda að störfum í hænsnabúinu í Tungu. Þar elur fjölskyldan 1 þúsund hænur með „frjálsri aðferö". Hamingjuegg nefn- ast afurðirnar sem seldar eru víða í verslunum, m.a. á Akranesi og í Borgarnesi og Reykjavík. En hvað er hún tilbúin til að ganga langt í andstöðu sinni? Ætl- ar hún að leggjast í veg fyrir vinnuvélar þegar og ef þær koma til Grundartanga? „Ég er ákveðin í að ekkert verði af byggingu álversins. Það skal tak- ast. En ég ætla ekki að upplýsa hér og nú um öll okkar vopn í barátt- unni. Fyrst er að safna þessum mótmælum og koma þeim til stjórnvalda. Hvað síðar gerist verð- ur að koma í ljós. Við erum með eitt og annað í athugun. Þegar allt er síðan afstaðið, og við búin að koma í veg fyrir byggingu álvers- ins, þá ætla ég að hverfa hægt og hljótt úr sviðsljósinu, koma mér en hún er greinilega i rassvasa ráð- herranna. Þessir menn sögðu blákalt við okkur að hafa engar áhyggjur, mengunin yrði það lítil. Þetta er algjört eitur. Þeir ætla t.d. að leyfa sex sinnum meiri útblástur efna en leyfilegt er í Noregi. Svo era það vatnsbólin og laxveiðiámar. Hvað verður um vatnsveitu Akur- neslnga, svo ég taki dæmi? Ætla menn bara að krefjast skaðabóta þegar vatnið verður orðið mengað?“ spyr Linda. Mengunin fer víða Hún segist hafa heyrt af rannsókn þýskrar konu hér á landi fyrir nokkram áram sem sýnt hafi m.a. í mælingum að mengun frá álverinu í Straumsvík hafi fundist í Kjós, mengun frá áburðarverksmiðjunni í Gufunesi hafi fundist uppi í Heið- mörk, og mengun frá Grandartanga hafi fundist í Reykjavík, jafnvel suð- ur fyrir borgina. Þetta telur hún sýna í hnotskum að stóriðja sé skað- valdur fyrir íslenska náttúru, hvar sem hún sé niðurkomin á landinu. Hún minnir einnig á kjúklingabú- ið í Straumi í nágrenni álversins í Straumsvík. Þar hefði allt drepist vegna flúormengunar en eigendur búsins hvorki fengið krónu í skaða- bætur né uppreisn æra. Málið hefði tapast i undirrétti sem hæstarétti og telur Linda það í hæsta máta óeðli- legt. Dómarar hljóti að hafa verið undir þrýstingi frá stjómvöldum i því máli. Ferðaþjónustan hrynur Eins og kom fram áður reka Linda og Guðni ferðaþjónustu á Tungu. Hún óttast framtíð þeirrar greinar í héraðinu verði álver reist. Áformin muni skaða ferðaþjónust- una gífurlega. „Persónulega þekki ég fjölmarga Þjóðverja sem koma sérstaklega til íslands til að anda að sér hreina loft- inu og fanga náttúrufegurðina. Þeir flýja mengunina í Þýskalandi og I ■ % \ I f. „Þegar allt er síöan afstaðiö og við búin aö koma í veg fyrir byggingu álversins.þá ætla ég aö hverfa hægt og hljótt úr sviösljósinu, koma mér huggulega fyrir í sveitinni í friði og ró í hreinni náttúru," segir Linda m.a. í viötali við DV um af- stöðu sína gegn álverinu á Grundartanga sem til stendur að reisa. hér og álver þar. Núna hefur fólki huggulega fyrir í sveitinni í friði fyrir alvöru verið sagt að álverið og ró í hreinni náttúra.“ eigi að koma hingað. Við erum alls -bjb ekkert of seint á ferðinni. Þetta er rétt að byrja.“ Pólitískur áróður Aðspurð segist hún trúa því innst inni, í einlægri hreinskilni, að ekkert verði af byggingu álvers-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.