Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Blaðsíða 37
DV LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 heilsurækt « ^$%tím Bakverkurinn hvarf fyrsta daginn: Ný og fullkomin skó- innlegg björguðu - landsliðskonan, tvískorin á ökklum, þarf ekki að Ijúka ferlinum um tvítugt nga Dóra Magnúsdóttir, knatt- spymukona með meisturum Breiða- bliks og landsliðinu, var um árabil búin að vera mjög slæm í ökklunum og hafði því farið í uppskurð á þeim báðum. Frá því sumarið 1994 var hún farin að fmna fyrir bakverk og var með stöðuga verki innan á hnjánum og undir það síðasta fannst henni verkimir í vöðvum og liðamótum hreinlega vera orðnir stöðugir. „Ég var alltaf í meðferð hjá sjúkraþjáifara og svo var komið í fyrra að ég þurfti hreinlega að hvíla mig i tvo til þrjá daga eftir erfíða keppnishelgi," sagði Inga Dóra þeg- ar við ræddum við hana. Þetta voru sannarlega ekki góðar horfur hjá ungri og efnilegri íþrótta- konu sem enn var ekki orðin tvítug. Mundi ferillinn enda vegna álags- meiðsla sem ekkert væri við að gera? Eim lausnin fannst og í dag kenn- ir Inga Dóra sér einskis meins. Bak- verkurinn og vöðvaverkir alveg farnir og bjartara yflr framtíðinni hjá landsliðskonunni í knattspymu. Fyrir skömmu sögðum við hjá Trimmsíðunni frá nýjum tækjum þar sem hægt er að mæla og finna lausn á alls konar álagsmeiðslum og losa jafnframt fólk við afleiðingar ýmiss konar missmíða á líkama sín- um. Missmíðar sem með tíð og tíma valda óhjákvæmilega svonefndum álagsmeiðslum. Tækin eru byggð upp á tækni tölva og sjónvarps, sem sérfræðingar í stoðtækni lesa síðan á og mæla hvernig laga má álags- GRoup ö CELAND ^orway \ P|nland \ USA \ skoðun og mælmgar stoðtækjafræð- ings með hjálp nýju tækjanna voru húin til innleg i skó Ingu Dóru. „Strax fyrsta daginn sem ég not- aði nýju innleggin hvarf bakverkur- inn,“ sagði Inga Dóra. „Og eftir um meiðsli með sérhönnuðum innleggj- um í skóm eða öðru. Inga Dóra fór í skoðun í þessum tækjurii. Strax kom í ljós að vinstri fóturinn var tæplega sentímetra styttri en sá hægri. Eftir frekari — Þarna er inga Dóra á göngubrettinu, vel tengd við öll mælitæk- in sem síðan gefa til kynna hvernig bæta megi úr ýmiss konar álagseinkennum eða hvort allt sé í besta lagi. Þarna skoða Inga Dóra og þjálfari myndbandsupptöku af fótum hinnar fyrrnefndu og hvernig hún beitir þeim. Af fótaburðinum geta sérfræðingar séð hvort eitthvað megi bet- ur fara og hvort úr því megi bæta með sérsniðnum innleggjum í skóna. Umsjón Olafur Geirsson það bil mánuð voru önnur óþægindi og einkenni alveg horfin." íþrótta- konan, sem var farin að óttast að ferli sínum væri að ljúka, kennir sér einskis meins. „Ég nota nýju innleggin alltaf, hvort sem er á æf- ingum eða við dagleg störf. Þá sjald- an ég er í öðrum skóm en íþróttaskóm set ég sérstök hælainnlegg í þá og þau gera líka gagn.“ Inga Dóra Magnúsdóttir verður tvítug 22. þ.m. Hún hóf íþróttaferil- inn á Sauðárkróki. Knattspyrnan er í fyrirrúmi en áður fyrr lék hún einnig körfubolta. „Það var of mik- ið þegar ég var bæði í unglinga- landsliðinu og 20 ára landsliðinu. Síðasta sumar lék hún einnig 6 leiki með aðallandsliði íslands. Einnig lék Inga Dóra með unglinga- og aðallandsliði íslands í körfubolta. ISI-forseti í klössun Ellert B. Schram, forseti íþróttasambands íslands, hefur þurft að hægja á í líkamsræktinni að undanfómu en er nú í óðaönn að endurhæfa sig eftir nokkurt hlé. „Ég fór að flnna til í baki fyrir nokkrum misserum og í ljós kom að brjósklos var í baki,“ sagði Ellert þegar við hittum hann í Líkamsræktarstöðinni Þokkabót, rétt við KR-heimilið, á dögunum. „Aúk þess er liðþófinn í vinstra hné farinn að gefa sig og vildi læknirinn að ég tæki mér hlé. Ég stunda uppbyggjandi æfingar um þess- ar mundir og á von á því að verða kominn aftur í gott form innan skamms." En af hverju að halda áfram hreyfingu og likamsrækt þrátt fyrir þessa kvilla? • „Ég hef alltaf verið í einhvers konar íþróttum frá barnæsku," svarar Ellert, „og þekki vel gildi þess að hreyfa sig eitthvað daglega. Það veitir mér stöðugt ánægju og lifsnautn - lífsnautn sem ég skynja vel að er mér nauðsyn. Þetta er líka áframhald á keppninni forð- um daga, þó að nú sé þetta einkum keppni við sjálfan mig,“ sagði Ellert að lokum. Auk þess að skokka að staðaldri stundar hann knatt- spyrnu tvisvar í viku með KR-ingum, eldri en þrítugum. Brýtur Árni þriggja stafa múrinn á vigtinni: Mataræði og rétt markmið - við fræðumst um það og margt fleira næsta laugardag Kílóin 28 sem Árni Sigurðsson losnaði við frá 10. ágúst sl. fram til áramóta hurfu auðvitað af honum á fimm mánuðum en ekki sex eins og við héldum fram á trimmsíöunni síðasta laugardag. Við Biðjumst velvirðingar á þveim mistökum. Eins og við einnig sögðum frá ætlum við að fylgjast með Árna og sjá hvemig honum tekst til með lífsháttabreytinguna sm meðal annars á að leiða til þess að hann verði orðinn 99 kg hinn 1. júlí nk. Árni Sigurösson losaöi sig viö 28 kílóin á fimm mánuðum, en ekki sex eins og okkur varö á aö segja í síöustu viku. Tekst Ama Sigurðssyni, sem orðinn var tæp 170 kg í ágúst sl. „að brjóta 3 stafa múrinn á vigtinni“ fyrir 1. júlí nk. og ná þar með 99 kg markinu? - Trimmsíða DV fylgist með. Næsta laugardag munum við ræða við Áma og þá meðal annars um hvernig hann hagar mataræði sínu þennan tíma sem hann er að nálgast kjörþyngd sína. Einnig ætlum við að fræöast um hvemig hann setur sér markmið viö lífsháttabreytinguna og hvernig hann seynir að hafa þau raunhæg en jafnframt ströng og árangursrík. Hvemig ætlar Ámi að standa við það fyrirheit sitt að fara aldrei aftur í megrun en losna samt varanlega vi’ð upp undir 70 kg á tæpu einu ári?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.