Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Side 31
JL>V LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 Séö yfir hluta Sauöárkróks en kvenfélagiö á staönum stendur líklega fyrir einu dægurlagasamkeppninni sem nú er haldin á íslandi eftir aö Sjónvarpiö fór aö velja eitt lag til þátttöku í Eurovision. Dv-mynd Dægurlagasamkeppni Kvenfélags Sauðárkróks: Eina laga- keppnin sem enn heldur velli — skilafrestur til 1. febrúar tónlist Eftir að Sjónvarpið hætti að standa fyrir sérstakri sönglaga- keppni til að velja Eurovisionlagið og Eyjamenn fóru að velja eitt þjóð- hátíðarlag þá er dægurlagasam- keppni Kvenfélags Sauðárkróks lík- lega eina keppnin sinnar tegundar sem enn heldur velli. Þetta er orð- inn árviss viðburður í Sæluviku Skagfirðinga á ný eftir að hafa legið niðri um tíma. Undirbúningur fyrir keppnina 1997 er þegar hafinn og hafa laga- og textahöfundar frest til 1. febrúar að skila inn sínu framlagi. Keppninni lýkur með úrslitakvöldi í Sæluviku Skagfirðinga 2. maí nk. Hljómsveit- arstjóri og umsjónarmaður með út- setningum er Eiríkur Hilmisson og framkvæmdastjóri hefur verið ráð- inn Guðmundur Ragnarsson, bygg- ingarfulltrúi á Sauðárkróki. Guðmundur sagði í samtali við DV að mikið væri búið að spyijast fyrir um keppnina, áhugi væri greinilega mikill. En menn þyrftu að hafa skilafrestinn í huga, janúar- mánuður væri fljótur aö líða. Öllum höfundum landsins er heimil þátttaka en aðeins verða tek- in til greina verk sem ekki hafa ver- ið gefin út eða flutt opinberlega áður. Þátttakendur skulu skila inn verkum sínum undir dulnefni og láta rétt nöfh og heimilisfong fylgja með í merktu, lokuðu umslagi. Síðasti skilafrestur er eins og áður sagði 1. febrúar og er miðað við að þátttökugögn séu póstlögð í síðasta lagi þann dag. Póstfangið er: „Dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks, Pósthólf 93, 550 Sauð- árkrókur." Dómnefnd mun síðan velja 10 lög til úrslita. Lögin verða útsett í sam- ráði við höfunda og tekin upp í full- kornnu hljóðveri með þeim söngvur- um sem höfundar leggja til en áætl- að er að gefa lögin út á geisladisk og hljóðsnældu. Kvenfélagið áskilur sér þvi allan rétt til útgáfu á lögun- um ásamt því að heimila útsending- ar sjónvarps og útvarps frá keppn- inni. Lögin verða flutt opinberlega, af sérstofnaðri hljómsveit keppn- innar, fyrir áhorfendur og dóm- nefnd. Vegleg verðlaun eru veitt fyrir þijú efstu sætin. -bjb Pvottavelm sem passar inn á baðherberqi ILWtí sniimnjia vimia tt'km S ki] al þvntti 1S jntHiakt’it) Sttjjlmu hitasiillmj! Siia'aiis \mda -itíli Hltítí sn. liaimaijns\aiiiSíii\gyi Sfistskl ylí.iitinitiakt’iti Ryítlilt stal i inniilu kipphlaSm inl.ii við \mdti srm iniitp twmaixs t’miiiipu H Sii i; -ití 11 tíii cm. 47.400 stgc 1000 sn. 31 FÁÐU ÞÉR MIÐA FYRIR K L. 20.2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.