Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Blaðsíða 14
LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 14 ^ánlist Fjöllistahópurinn Gus Gus á leiðinni að verða heimsfrægur: Fjöllistahópurinn Gus Gus, sem samanstendur af tónlistarmönnum, leik- urum, plötusnúðum, ljós- myndurum, dönsurum og kvikmyndagerðarmönn- um, alls 9 manns, gerði á síðasta ári samning við breska plötufyrirtækið 4AD um gerð fimm hljóm- platna á næstu árum. Fyrsta platan, Polydistortion, er núna í vinnslu og er væntanleg á erlenda markaði í byrjun apríl nk. Smáskífa kom út í vetur og hefur henni verið vel tekið. Nýlega hafa birst lofsamlegir dómar í þekktum erlend- um tónlistartímaritum eins og New Musical Ex- press, Face og Vox. Að sögn Baldurs Stef- ánssonar, framkvæmda- stjóra og eins meðlima Gus Gus, hefur 4AD samið áfram við nokkra aðra framleiðendur og dreifingaraðila víða um heim, m.a. Warner Bros. í Bandaríkjunum, Virgin í Frakklandi og Nippon Columbia í Japan. Ljóst er að fyrsta plata Gus Gus kemur til með að fara á markaði sem ná til hund- ruð milljóna manna. „Þeim hjá 4AD fannst spennandi hvað við erum virk í bæði tónlist og kvikmyndagerð. Þó þeir ætli að einbeita sér að gerð platnanna fannst þeim ímynd okkar mjög áhugaverð. Það fer mjög gott orð af 4AD og fyrir- tækið á mjög auðvelt með að koma tónlistarfólki á framfæri. Þeir eru engir jólasveinar," eins og al- gengt er í þessum bransa," segir Baldur en 4AD fékk fyrst áhuga á hópnum í desember 1995, skömmu eftir að plata Gus Gus kom á markað hér heima. Hópnum var boðið til Bretlands í mars í fyrra og þar var samn- ingur gerður klár og und- irritaður siðan um sumar- ið. Varð til eftir stuttmynd Þeir sem skipa Gus Gus hópinn, ásamt Baldri, eru Daníel Ágúst Haraldsson, Magnús Jónsson, Hafdís Huld Þrastardóttir, Sig- urður Kjartansson, Stefán Ámi Þorgeirsson, Stephan Steph- ensen (Steph) og Magnús Guðmundsson, betur þekktur undir nafninu Maggi Legó. Á ensku kallar hann sig Herr Legowitz! Öll eiga þau að baki fjölbreytta reynslu og menntun í hinum ýmsu listgreinum. Kvikmyndafyrirtækið Kjól og Anderson, sem Sigurður og Gus Gus hópurinn eins og hann leggur sig. Ef myndraöirnar eru taldar frá vinstri til hægri, ofan frá, þá eru það Stephan Stephensen (Steph), Baldur Stefánsson, Magnús Guömundsson (Herr Legowitz), Daníel Ágúst Haraldsson, Hafdís Huld Þrastardóttir, Magnús Jónsson, Stefán Árni Þorgeirsson, Birgir Þórarinsson og Siguröur Kjartansson. Stefán Árni stofnuðu, gerði m.a. stuttmyndina Nautn, sem sýnd var í Sam-bíóunum í fyrra, og upp úr því kviknaði sú hugmynd að stofna Gus Gus hópinn með hljómsveitinni T- World og fleirum. í myndinni léku einmitt margir af núver- andi Gus Gus-urum. Myndir: Eva Mueller Erlendar sjónvarp- stöðvar væntanleg- ar Samningurinn við 4AD er ótímabundinn. Áhersla er lögð á eina plötu í einu og allt umstang sem því fylgir, s.s. myndbandagerð og tónleika- hald. Baldur segir næsta skref vera stórtónleika sem haldnir verða i Perlunni í lok mánaðarins. Fyrirtækið 4AD stendur fyrir tónleikunum og hefur boðið hingað fulltrúum þekktra plötufyrirtækja og tónlistartímarita. Reiknað er með um 200 erlendum gestum vegna þessa. Sjónvarpsstöðin MTV Europe mætir á staðinn og sömuleiðis þýska mynd- bandsstöðin Viva og kanadíska sjónvarpsstöðin Much Musik. Saga Film ætlar einnig að gera þátt um tón- leikana og Gus Gus sem sýna á erlendis. „Það er reiknað með að tólf til átján mánuðir líði á milli platna þannig að þetta gæti verið verkefni fyrir okkur til næstu fimm eða sjö ára. Þetta verður kannski ekki full vinna fyrir okkur en þó tölu- verð. A.m.k. gerum við lítið annað núna,“ segir Baldur. Perlan—London —Bandaríkin Hann er nýkomin heim úr ferð um Bandaríkin og Kanada þar sem útgáfa fyrstu plötunn- ar var skipulögð. Hann segist þá fyrst hafa áttað sig á hvað Gus Gus hefði gert stóran samning. „Næstu tónleikar eftir Perluna verða í London 13. febrúar. Síðan er sennilegt að við spilum í nokkrum borg- um í Bandaríkjunum í lok maí og byrjun júní á þessu ári,“ segir Baldur. Aðspurður segir Baldur engan vafa leika á því að frægð og frami Bjarkar Guð- mundsdóttur erlendis hafi hjálpað Gus Gus að gera samninginn við 4AD. Veru- legur áhugi væri á íslandi og hvað tónlistarlíf væri þar gró- skumikið. Allir vildu finna „nýja Björk“. Eins og áður sagði hefur birst lofsamleg umfjöllun um Gus Gus í erlendum tímarit- um. í febrúarhefti Vox, glæ- nýju, er hópnum líkt við Björk og að hann eigi eftir að verða frægari en Sykurmol- amir. Síðan segir: „Þau búa yfir miklum hæfileikum, eru sjálfsörugg og er sama um Víkingaeðlið. Að auki er tónlistin þeirra frábær og ísland er aö verða geggjaðasti staður á jörðinni, spyrjið bara Damon Albarn.“ -bjb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.