Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Blaðsíða 59
LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 Leyndarmál og lygar í Háskólabíói: Háskólabíó hóf sýningar í gær á nýjustu kvikmynd Mike Leigh, Leyndarmál og lygar (Secret and Li- es) en fáar kvikmyndir vöktu jafn- mikla athygli á síðasta ári. Hafa Mike Leigh og ein aðalleikkonan, Brenda Blethyn, verið margverð- launuð, meðal annars var myndin valin besta kvikmyndin á kvik- myndahátíðinni í Cannes í fyrra og Blethlyn var valin besta leikkonan. Þá hefur Secret and Lies verið að safna að sér viðurkenningum frá gagnrýnendahópum í Bandaríkjun- um undanfamar vikur. Leyndarmál og lygar er fyrst og fremst mannleg kvikmynd um fólk, erfið fjölskyldusambönd, ást, um- hyggju, djúpar þrár og hvað og hver við í raun erum. Hortense er ung svört kona, gleraugnafræðingur sem býr í London. Hún er tökubarn og þegar foreldrar hennar eru báðir látnir finnur hún þörf hjá sér til að leita uppi móður sína. Hún hefur uppi á skýrslu um ættleiðingu hennar og kemst þar að því að móð- ir hennar var hvít. Móöir hennar, Cynthia, er ógift verkakona og býr í niðurníddri íbúð ásamt dóttur sinni, Roxanne, og kemur þeim illa saman. Mótsögn við Cynthiu er bróðir hennar, Maurice, ljósmyndari sem gengur allt í haginn. Heimili hans er fallegt og er innréttað af eiginkonu hans, Monicu. Hortense hefur samhand við móður sína og þær ákveða að hittast en þegar Cynthia sér að Hor- tense er svört þá segir hún að þetta hljóti að vera einhver mistök. Hor- tense getur sannfært Cynthiu um að hún sé dóttir hennar og kunnings- skapur sem byrjaði með mikilli tor- tryggni verður með tímanum að innilegri vináttu milli móður og dóttur. Cynthia býður Hortense í fjölskylduveislu og þar segir hún Qölskyldu sinni hver Hortense er í raun. Það er vægt til orða tekið þeg- ar sagt er að uppþot verði í fjöl- skyldunni. Hver persóna lifir á sinn hátt kynni sín af Hortense og mikil tortryggni ríkir í nokkurn tíma en óhætt er að segja að það tapar eng- sneri sér aftur að kvikmyndum snemma á níunda áratugnum. Það er þó ekki fyrr en 1988 að kvikmynd eftir hann vekur mikla athygli. Var það High Hopes sem vann til fjölda verðlauna á kvikmyndahátíðum. Siðan hefur ferill hans verið hægt og bítandi upp á við og með Secret and Lies er hann kominn í röö fremstu kvikmyndaleikstjóra í heiminum. Þær tvær kvikmyndir sem hann gerði á milli High Hopes og Secret and Lies eru Life is Sweet og Naked. Þess má geta að Mike Leigh hefur skrifað og leikstýrt rúmlega tuttugu leikritum. -HK Timothy Spall og Phyllis Logan í hlutverkum sínum í Leyndarmáli og lygum. inn í lokin á komu Hortense inn í fjölskylduna. Hægt og bítandi að koma sér í fremstu röð leikstjóra Mike Leigh hefur aldrei á sínum ferli flaggað þekktum leikurum í kvikmyndum sínum en margir leik- arar hafa grætt á að vera í kvik- mynd hjá honum og er skemmst að minnast þess að David Thewlis varð frægur á einni nóttu eftir leik sinn í Naked. í helstu hlutverkum í Leyndarmál og lygar eru áðumefnd Brenda Blythen, ein þekktasta sviðs- og sjónvarpsleikkona Breta, Timothy Spall, en hann hefur fjór- um sinnum áður unnið með Mike Leigh, Phyllis Logan, sem er eini leikarinn í stóru hlutverki sem ekki hefur áður unnið með Leigh, og Marianne Jean-Baptiste. Mike Leigh fæddist árið 1943 i Lancashire. Sína fyrstu kvikmynd gerði hann árið 1971, Bleak Moments. Fékk hún fyrstu verðlaun á kvikmyndahátíðunum í Chicago og Locarno. Ekki fylgdu kvikmynd- ir strax í kjölfarið því nú hóf Leigh vinnu í sjónvarpi og á leiksviði en Eldfim ást í Laugarásbíói: Tveir bræður og ein kona Eldfim ást (Feeling Minnesota) er svört kómedía um þijú img- menni sem mega sín lítils í erfiðri lífsbaráttu. Eins og nafnið bendir til gerist myndin í Minnesota og er fyrsta kvikmynd handritshöf- undarins og leikstjórans Stevens Baigelman. Myndin byrjar þegar mjög svo órómantískt brúðkaup Freddies og Sams er haldið en athöfnin fer fram í nektarklúbb sem Freddie hefur iilan bifur á. En hún er ljós- hærð stúlka sem hefur öðlast þá hörku sem þarf til að koma sér áfram í erfiðri lífsbaráttu og dreymir um betra lif í Las Vegas. Freddie hefur verið neydd í hjóna- bandið af glæpaforingja einum og er þetta refsing fyrir að stela frá honum. Lífið er þvi enginn dans á rós- um hjá Freddie í brúðkaupinu þegar bróðir Sams, Jjaks, kemur í veisluna en hann hafði eingöngu komið til brúðkaupsins vegna þess að móðir þeirra bræðra vildi það. Freddie og Jjaks dragast hvort að öðru og áður en þau vita af eru þau komin i heitan ástar- leik á baðherberginu í klúbbnum, þar með er kominn hinn klassíski þríhyrningur þar sem allt er á suðupunkti. Weld, Dan Aykroyd, Levon Helm og Courtney Love sem kemur larna fram í sinni fyrstu kvik- mynd. Nú er mikið rætt um að hún fái tilnefningu til ósk- arsverðlauna fyrir leik sinn í The People vs. Larry Flynt. Keanu Reeves er ein af stór- stjömum í Hollywood en hann fer ekki troðnar slóðir og velur nánast eingöngu hlutverk sem honum líka og er þá ekki að hugsa um peningahliðina. Til að mynda hætti hann við á síðustu stundu að leika í Speed 2 þrátt fyrir að honum hefðu verið boðnar margar milljónir dollara fýrir leik í myndinni og fór hann í tónleikaferð með hljómsveit sinni, Dog Star. Reeves fæddist i Toronto og nam þar leiklist en frumraun sína á sviði háði hann í leikriti Williams Shakespeares, The Temptest, i litlu leikhúsi í Massachusetts. Áhugi Reeves er ekki eingöngu bundinn við tón- listina og leiklistina, hann er mikill mótorhjólaaðdáandi og þá þykir hann snjall íshokkíleik- maður. -HK í hlutverki Jjaks er Keanu Reeves, Vincent D’Onofrio leikur hrnftir hans np sjálfsagt margir muna eftir úr The Mask, leikur Freddie. Aðrir leik- flrar pm nplrnv Keanu Reeves og Cameron Diaz leika elskendur í Eldfim ást. \%vikmyndir r Cold Fever í 5. sæti hjá Dönum Eins og mörg önnur stór- blöð úti í heimi velja kvik- myndagagnrýnendur Poli- tiken bestu myndir ársins. Þeir skipta sínu vali í þrjá flokka, danskar, amerískar og útlenskar, og velja fimm kvik- myndir í hvern flokk. í flokknum útlenskar myndir er efst hjá dönskum Train- spotting. í fimmta sæti er svo kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Cold Fever. Það kemur síðan ekki á óvart að Danir skuli velja Breaking The Waves bestu innlendu myndina. Besta ameríska myndin var valin 12 Monkeys. Dýr undirbúningur Ekki er séð fyrir endann á vandræðum Paramount með gerð myndarinnar The Alien- ist. Þeir keyptu réttinn á þess- ari metsölubók árið 1993 fyrir 750.000 dollara, nokkru áður en hún kom á markaðinn. Sag- an gerist i New York um alda- mótin og segir frá leit að fjöldamorðingja með aðstoð sálkönnuða. Þrír handritshöf- undar hafa síðan spreytt sig á handritsgerðinni og nú er mál- ið komið í hendurnar á Philip Kaufman (The Unbearable Lightness of Being) sem bæði mun skrifa handrit og leik- stýra myndinn. Áætlaður kostnaður vegna handritsgerð- ar er þegar kominn yfir tvær * milljónir dollara. Mira Nair í vandræð- um með landa sína Kunnasti indverski leik- stjórinn í dag er sjálfsagt Mira Nair (Salaam Bombay, Mississippi Masala). Hún er samt ekki í náðinni hjá ind- verska kvikmyndaeftirlitinu sem vill klippa mörg atriði úr nýjustu kvikmynd henn- ar, Kama Sutra. Þykir Nair sýna of mikið af nöktum mannslíkömum í myndinni. Nair sem sámaði afstaða eft- irlitsins hefur tekið myndina 1 til baka og er óvíst að hún verði sýnd á Indlandi. Frum- sýningardagur í Bandaríkjun- um er hins vegar 14. febrúar og þar finnst mönnum lítið at- hugavert við myndina. Taugastríð í Hollywood Nú eru tilbúnar til sýningar í Bandaríkjunum tvær stór- slysamyndir, Dante’s Peak og Volcano, sem eiga margt sam- eiginlegt. Undanfarið hefur verið mikið taugastríð í gangi hjá 20th Century Fox og Uni- versal um frumsýningardag. í fyrstu var áætlað að frum- sýna Dante’s Peak í byrjun mars. Fox sendi þá út til- kynningu um að Volcano yrði frumsýnd 28. febrúar. Universal svaraði þessu með að færa frumsýningardaginn til mánaðamóta janúar/febr- úar og mátaði þar sem Fox, sem getur ekki fært Volcano tO þar sem þá myndi frum- sýningin lenda á sama tíma og nýja útgáfan af Stars Wars seríunni, fer aftur i kvik- myndahús og ekki vill Fox móðga George Lucas meðan . ekki er komið á hreint hver dreifir nýju Star Wars serí- unni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.