Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Blaðsíða 8
amotaavörp LAUGARDAGUR 18. JANUAR 1997 1981; Barlómur fyrir neðan okkar virðingu „Landið okkar og það afl, sem í sjáífum okkar býr, veitir okkur svo ríkulegt viður- ______ væri, að áþreif- anleg velmegun er hér miklu meiri en víðast gerist og svo mik- il, að barlómur hlýtur að vera fyrir neðan okk- ar virðingu. En velmegun, talin í krónum og aurum, er annað en vel- megun andans. Það sæmir okkur að vera bjartsýn og trúa á okkur sjálf. Það er velmegun andans, og til að öðlast þá velmegun þurfum við þessa von, sem svo fallega hefur verið ort um. Megi það verða kjör- orð okkar íslendinga, að vonin sem stundum er veikbyggð eins og vetr- arblóm, dafni og verði að sóleyjum sumarsins 1981 - vonin um batn- andi tíð og góðæri til sjós og lands og í hugum okkar mannanna." 1982; Græða hvern blett sem græddur verður „íslendingar, sem eru kunnir fyr- ir þolgæði og nokkra þrjósku þegar að þeim er geng- ið, ættu að leggj- ast á plóginn, all- ir sem einn, og beina einurð sinni að því að græða hvern blett sem grædd- ur verður. Það hefur lengi verið landlæg trú að ekkert gæti vaxið á ýmsum stöðum. En margur hefur með natni sannað með blómstrandi gróðurreitum um allt land að slíkt er vantrú á gjaf- mildi gróðurmoldar. En þolgæði þarf til og ekki má láta deigan síga þótt nokkurn tíma taki að ná ár- angri. Þá er ekki minna um vert að varðveita og hlúa að þeim gróðri sem fyrir er, - kunna þar bæði okk- ar eigin fótum og blessaðrar sauð- 1983: Oft verið svart- ara en nú „Fyrir og um þessi áramót hef- ur mönnum orð- ið einkar tíðrætt um mikinn vanda þjóðarbús- ins og erfið úr- lausnarefni. Þeg- ar litið er til minninganna sem er saga þessa lands og þessarar þjóðar, hefur svo ótal oft verið svart á álinn- svartara en nú er. Dr. Kristján Eldjám, dyggur vin- ur okkar allra, sem við hugsum til með miklum söknuði, lét svo um mælt i áramótaræðu sinni árið 1980 er hann skildi við embætti: „Kjör- orð Jóns Sigurðssonar var Eigi víkja, og getur þýtt margt, meðal annars að aldrei megi láta undan síga i sókn þjóðarinnar að mark- miðum frelsis og menningar í þessu landi, á hvaða vettvangi sem er. Það merkir einnig að ekki skuli æðrast og þaðan af síður örvænta, þó að eitthvað gefi á bátinn." Ég vil gera þessi orð forvera mins að einkunn- arorðum okkar á nýju ári.“ Áramótaávörp forseta Islands fastur punktur í tilverunni: ■ - litið yfir ávörp Vigdísar Finnbogadóttur og síðan fyrsta ávarp Úlafs Ragnars Grímssonar Áramótaávarp forseta íslands í sjónvarpi á nýársdag er fastur punktur í tilveru íslendinga og hefur verið frá fyrstu dögum Rikissjónvarpsins. Þjóðin hefur verið minnt á uppruna sinn og lífsmarkmið og fengið línu frá forsetanum til að fara eftir. Ríkissjónvarpið var eitt um „hituna" að dreifa ávarp- inu um öldur ljósvakans þar til Stöð 2 kom til sögunnar fyrir rúmum tíu ánnn. Síðan bættist Stöð 3 við þannig að nú fer ávarpið í gegnum þrjár sjónvarpsstöðvar. Beðið var með eftirvæntingu eftir síðasta ávarpi sem var það fyrsta hjá Ólafi Ragnari Grímssyni. Ávarp Ólafs þótti almennt forvitnilegt, ekki sist sá áherslumunur sem var á því og ávarpi forsætisráðherrans frá kvöldinu áður, hvað sum þjóðfélagsmál varðar, a.m.k. Vigdís Finnbogadóttir varð sem kunnugt er forseti 1980 og flutti sitt fyrsta ávarp á nýársdegi 1981. Ef litið er yfir ávörpin eftir það kemur í ljós einhver áherslu- munur en að megni til er töluverður svipur með þeim. Henni varð t.d. tíðrætt um gildi íslenskrar menningar, mikilvægi þess að viðhalda móðurmálinu og rækta upp skóga og graslendur, eða „yrkjumar mínar“ eins og hún orðaði í sínu síðasta ávarpi. DV hefur til fróðleiks tekið saman stutt ágrip úr hverju ávarpi Vigdísar og síðan úr fyrsta ávarpi Ólafs Ragnars. Myndimar sem fylgja með voru teknar á sama ári og ávarpið var flutt, að myndinni af Ólafi undanskil- inni. -bjb 1985; Beitum seglum upp í vindinn „Ég trúi því að nú sem fyrr tak- ist að ná áttum. Með samstöðu og einurð öðluðust íslendingar frelsi á sínum tíma og með samstöðu og skynsemi má þjóðinni takast að beita seglum upp í vindinn og komast í trausta höfn. En til þess verða allir að leggjast á eitt og það má ekki hvarfla að nein- um að skorast undan. Ábyrgðin er allra, hvers og eins. Það má enginn láta sem svo að sér komi heill þjóð- ar ekki við, það sé annarra að sjá um farkostinn. Verri óvin en and- vara- og sinnuleysi er varla að finna.“ 1986: Tæknin má ekki grafa gjá milli kynslóða „Við höfum nú kvatt ár, sem sér- staklega var til- einkað æskunni. Vissulega er heimur nútíðar- innar, heimur ís- lenskrar æsku, ólíkur heimi for- tíðarinnar, en svo hefur oft verið. Unglingur með tölvu sína á okkar dögum er ekki með skelfilegra tæki í höndunum en jafnaldri hans snemma á þessari öld með símann eða nýungagjam bóndi á sinni tíð með sláttuvél. Okkur, Vigdís Finnbogadóttir tekur á móti Ólafi Ragnari Grímssyni á Bessastööum sl. sumar, skömmu eftir úrslit forsetakosninganna. Fróðlegt veröur aö sjá og heyra hvernig áramótaávörp Ólafs veröa á næstu árum. Dv-mynd gva 1988: Nám og þekking varðar mestu " 1989: Vanþakklæti að kalla þessa erfiðleika 1984: Fyrirmynd frið- lg87: Missir eins er sem nú erum á fullorðinsárum, má „Við vitum öll muH|Ju ■ . aldrei vaxa ný tækni svo í augum að ungu fólki er ..Því er vitan- að við teljum okkur hennar vegna boðið upp á ótal lega ekki að neita jjfe " ekki geta náð til hinna yngri, sem margt sem kennt að viö eigum við hafa hana á valdi sínu að okkur er við skemmtun nokkra örðug- V . virðist fyrirhafnarlaust. Við megum og upplyftingu, leika að stríða, ekki á þann veg láta tæknina grafa og vissulega höf- samdrátt á ýms- gjá milli kynslóða." um við öll þörf um sviðum, fyrir að bregða á rekstrarvanda af leik. En það er einu og öðru tagi. arvujd missir allra „Það er ósk mín okkur ís- sjrtiv „Skuggi hefur lendingum til 7 ; hvílt yfir hátíðar- handa að við höldum okkar jjÉj ^ \ J megum minnast \ ■ JBffff* við fregnir af SbLv 40 ára afmælis . U Áf miklum sjóslys- \ ' lýðveldisins á ís- um undan landi í sátt við ströndum lands- okkur sjálf og sem fyrirmynd friðar- vilja öðrum þjóðum til eftirbreytni. Það er mikið ævintýri hvernig ís- lensk þjóð hefur vaxið og dafnað á fiórum áratugum....Við eigum allt íslendingar, sem velmegunarþjóðir erlendis hafa skapað sér, ef ekki nokkuð meira.“ ins. A slíkum raunastundum kemur ávallt í ljós hinn mikli samhugur sem býr með íslendingum. Missir eins og missir allra. Samúð okkar er einhuga um þessar mundir með fiölskyldum lát- inna sjómanna og allra annarra sem að hefur verið höggvið.“ tálsýn og eftirsókn eftir vindi að halda að lífið geti orðið eða eigi að vera einn dans á rósum, samfelld hlátrabuna. Við skulum ekki vera feimin við að brýna það fyrir æsk- unni, að námið og þekkingin er það sem mestu varðar - í góðu samband vitanlega við þá tillitssemi og þá góðvild sem aldrei má falla úr gildi. Þekkingin er stundum kölluð góð fiárfesting og vafalaust er hún það. En hún er líka sú kjölfesta sem með- al annars gjörir leikinn, frístund- ina, skemmtilegri. Hún gefur líka ungu fólki þann innri styrk sem vinnur gegn lífsflótta og uppgjöf.“ Sumir segja að þjóðartekjur muni minnka nokkuð. En er það samt ekki vanþakklæti að kalla þessa örðugleika kreppu? Við búum sem fyrr við einhverja hæstu þjóðartekj- ur á nef eða samkvæmt áætlun 1988 rétt innan við milljón krónur á mann - og er þá talið með sérhvert mannsbam i landinu. Á árunum 1986 og 1987 unnu íslendingar í happdrætti ef svo mætti að orði kveða. Verð á aðalútflutningsvöru okkar, sjávarafurðum, var hátt, ol- íuverð var lágt og ýmislegt fleira var okkur í hag. Það er kannske von, að eftir þennan stóra happ- drættisvinning verði mönnum ekki um sel, þegar þeir þurfa að horfast í augu við hversdagsleikann." 1990; Heimurinn er ekkert annað en við „Þegar við um þessi áramót reynum að sjá til- veru okkar, það að vera íslending- ur, í víðara sam- hengi, hugsum við ekki síst til þess hvers virði sérkenni okkar, þjóðmenning okkar, er í heimsmenn- ingimni. Heimsmenning og þjóð- menning: Þetta tvennt skarast alltaf, því engin er eyland. í þjóðmenning- unni er ávallt margt að fmna sem er heimsmenning. Án þjóðmenninga sem eru sjálfum sér trúar væri engin heimsmenning. Og mætti ég þá í leið- inni minna á þann augljósa sannleik að heimurinn er ekkert annað en við, hér og nú, og að ábyrgð okkar er að bregðast á hverju augnabliki sem líð- ur við því hvernig hann er frá stund til stundar." 1991; Þokukenndar hup- myndir um EFTA og „Sú alþjóðlega þróun sem Ijós- lega stendur næst okkur ís- lendingum er aukin samvinna Evrópurikja, hugsanlegur póli- tískur samruni þeirra. Það gefur augaleið að við hljótum að fylgjast með þessari þróun, bregðast við henni, taka þátt í henni með okkar hætti. Það vita allir að samninga- viðræður um hagsmuni og stöðu ís- lands eru og verða erfitt verk og hver niðurstaða afdrifarík. Við von- um að við getum leyst úr því dæmi af skynsemi og framsýni. Það er að sjálfsögðu ekki í mínum verkahring að mæla með einni aðferð, einni lausn eða annarri. En það hlýtur að vekja nokkum ugg, hve þokukennd- ar hugmyndir stór hluti lands- manna virðist hafa, ekki aðeins um valkosti okkar, heldur blátt áfram um núverandi stöðu okkar gagnvart EFTA og Evrópubandalagi." 1992: Framtíðin býr í börnunum „Framtíð og hamingja tengast órjúfanlega von um velferð barna okkar, - hinnar vaxandi kynslóð- ar. Að því höfum við áður leitt hugann við ára- mót. Við megum enga stund gleyma því að hvenær sem við spyrjum um hvar við erum á vegi stödd og hvert stefnir, erum við að spyrja um hag barna. í þeim býr framtíðin. Þau eru stolt okkar og við þau bindum við vonir. Þegar við nú stöldrum við, verða ýmsar spurningar áleitnar: Veitum við börnum okkar næga athygli? Gefum við þeim nægan tíma? Næga fræðslu, næga alúð? Reynum við að skjóta okkur undan ábyrgð með því að gauka að þeim snöggsoðinni skemmtun og afþreyingu? Færum við þeim steina í stað brauðs?"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.