Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 fféttir x ■'jlr Niðurstaða Hæstaréttar þar sem fíkniefnalögregla krafðist að verjandi viki: Fylliríi og kjaftagangi lögmannsins var hafnað - áfengislykt, bjórflöskur við skýrslutökur og ítrekað þvoglumæli ósannað Hæstiréttur hefur hathað kröfu fikniefhadeildarinnar í Reykjavík um að einn verjenda hinna grunuðu ís- lendinga víki í hinu svokallaða stóra fíkniefnamáli. Sakbomingurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í desem- ber. Krafa lögreglunnar er reist á því að lögmaðurinn hafí brotið gegn skyld- um sínum sem verjandi í málinu. Tveir lögreglumenn telja sig hafa fundið áfengisþef leggja frá lögmann- inum við skýrslutöku af skjólstæðingi hans fjórum dögum fyrir jól og annar þeirra hafi reyndar komið auga á nokkrar flöskur af bjór í tösku hans. Lögreglan hefur einnig upplýst að lögmaðurinn hafi verið þvoglumæltur þegar hann hafði símasamband við lögreglumann þann 6. janúar. í upp- lýsingaskýrslu frá 9. janúar kemur síðan fram að lögreglumaður hafi rætt við sex fangaverði að Litla-Hrauni þar sem hinn grunaði situr inni. Þeir hafi allir staðfest að lögmaðurinn hafi margítrekað haft símasamband við skjólstæðing sinn í fangelsinu á öllum tímum sólarhrings og þá oft verið drafandi í málrómi og átt erfitt með mál sökum ölvunar. Einnig var lagt til grundvallar að ónafhgreindur maður hefði komið að máli við lögreglumann þann 27. des- ember. Hann greindi frá því að um- ræddur lögmaður „hefði talað frjáls- lega rnn málið og rannsókn þess við óviðkomandi". Einnig lá fyrir skýrsla um samtal lögreglumanns við annan sakborning í málinu. Sá síðamefiidi hefði þar greint frá því að umræddur lögmaður hefði haft símasamband við sig undir áhrifum áfengis. Sakborn- ingurinn taldi jafnframt að lögmaður- inn hefði reynt að hafa áhrif á sig við rannsókn málsins. Auk þess hefði hann greint frá því að hann hefði bor- ið upplýsingar um rannsóknina til skjólstæðings síns. í greinargerð iögmannsins til Hæstaréttar var því mótmælt að henn hefði verið undir áhrifum áfengis í störfúm sínum sem verjandi. Fuilyrð- ingar þar að lútandi séu reistar á þvoglumæli sem stafi ekki af neyslu áfengis heldur öðrum tilgreindum sökum. Þá vísar iögmaðurinn því með öllu á bug að hann hafi talað frjálslega um málið við óviðkoamndi eða á ann- an hátt brugðist lögbundnum skyld- um sínum sem verjandi. Hæstiréttur taldi ekki sannað að lögmaðurinn hefði vanrækt starfa sinn sem verjandi „með svo óviðun- andi hætti að héraðsdómara hafi bor- ið að afturkalla skipun hans, enda verða ekki'lagðar til grundvallar í þeim efnum áðurgreindar upplýsing- ar sem lögreglu hafa borist í óstaðfest- um samtölum", segir í dómi Hæsta- réttar. Þótt dómurinn hafi nefnt „tilgreind- ar sakir“ kom hvergi fram í niður- stöðum hverjar þær voru. -Ótt Sólarskáldið nírætt - fékk bæjarfulltrúa í heimsókn og tók á móti blysför Guðmundur Ingi Kristjánsson, skáld og bóndi í Bjamardal í Ön- undarfirði, varð níræður 15. janúar. Guðmundur hefur gefið út fjölda Ijóðabóka og eftir hann liggja ótald- ar tækifærisvísur um sveitunga hans. Guðmundur Ingi var heiðurs- borgari í gamla Mosvallahreppi, sem nú tilheyrir ísaijarðarbæ, og heiðursfélagi Búnaðarsambands Vestfjarða. Það sem Guðmundur Ingi hefur síðast látið frá sér fara opinberlega er kveðskapur á minningarstein er reistur var um þá sem fórust í snjó- flóðinu á Flateyri og eins ljóö er hann orti fyrir Önflrðingafélagið í Reykjavík. Guðmundur Ingi fékk bæjarfulltrúa ísafjarðarbæjar í heimsókn til sín á afinælisdaginn og færðu þeir honum áritaða bókina Perlur úr náttúru íslands. Sagðist Guömundur Ingi vera nokkuð hress á afmælisdaginn en fætumir væra famir að gefa sig. Hann hefúr mikið starfað að félags- málum, bæði í þágu bænda sem og löngu ævi, auk bústarfa og kveð- að sveitarstjómarmálum, á sinni skapar og greinilegt að sveitungar Guðmundar kunna vel að meta störf hans. Efiidu þeir til blysfarar á aftnælis- daginn og mættu allir sem vettlingi gátu valdið í göng- una, bæði böm og fullorðnir. í hlaðinu á Kirkjubóli söng hópurinn svo skáld- inu til heiðurs, bæði ljóðið Önundarfiörð- ur, sem er eftir hann sjálfan, og svo auðvitað afmælis- sönginn. Þá efna sveitungar Guð- mundar Inga til menningarhátíðar á Núpi í dag. -HKr. Blysför sveitunga. Þorstelnn Jóhannesson, læknir og forseti bæjarstjórnar ísafjaröarbæjar, færir Guömundi bók aö gjöf. DV-myndir HörBur g"TH III ilL III III IILJil III III iLL IIL—IIQ NYARSUTSALA ’ Já, Nýársútsalan er nú í fallam gangiog t>ú getur gert : einstaklega góð kaup, iú i fullum gangi og þá getur gert ’ W*imi Samsung Max-477 er hljómtœkjasamstœða 2x60Wmagnara,' etlutœki með Dolbo geislaspilara, 16 st útvarpi, tónjafnari Surround, þráðlausr tvöfö Samsung Max-370 er hágœða hljómtœkjasamslœða méo útvarpi, 2 x 40 W magnara, tvöfðldu kassettutæki eð DolfxiyB, g^lpspilara, 16 stöðva inni á útvarpi, tónjafnari með minni, rround, þráðlousri |dri9ýring, tengi fyrir heymartól, Ipastillingu, klukku o.fl. Skiphom 19 ^ Sími: 552 9800 Grœnt númer: 800 6886 Gróska, samtök jafnaðarmanna, stofnuð í dag: Aðeins þrír þingmenn Alþýðu- bandalags lýsa stuðningi - engin þingkvenna Kvennalistans er á stuðningslista Stofhfundur Grósku, samtaka jafnaðarmanna og félagshyggju- fólks, verður haldinn í Loftkastalan- um í dag. Þama er um aö ræða sam- tök sem ungt fólk úr Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi, Kvennalista, Þjóð- vaka og utan flokka hefur undirbú- ið og stendur að. í gær var birt auglýsing í Morg- unblaðinu þar sem um 250 einstak- lingar skora á fólk að mæta á þenn- an stofnfund. Það vekur athygli að allir þing- menn Alþýðuflokksins og Þjóðvaka em þama með en aðeins nöfn þriggja þingmanna Alþýðubanda- lagsins eru á þessum lista, 6 þeirra era ekki með. Þá er engin af þing- konum Kvennalista á listanum Þeir þingmenn Alþýðubandalags- ins sem era á listanum era Margrét Frímannsdóttir, formaðm- flokks- ins, Bryndís Hlöðversdóttir og Sig- ríður Jóhannsdóttir. Þeir sem ekki eru með em Svav- ar Gestsson, Steingrímur J. Sigfús- son, Hjörleifur Guttormsson, Krist- inn H. Gunnarsson og Ögmundur Jónasson. Þingkonur Kvennalistans, þær Kristín Halldórsdóttir, formaður þingflokksins, Kristín Ástgeirsdótt- ir og Guðný Guðbjömsdóttir eru ekki með í áskoruninni. -S.dór Stofnun Grósku - samtaka jafnaðarmanna og félagshyggjufólks f Þlngmenn Alþýöubandalags sem skrlfa undlr stubnlng: Margrét Frímannsdóttlr Bryndís Hlööversdóttlr. Sigrlöur Jóhannsdóttlr • . Sfe Þlngmenn Alþýöufíokks {S ; sem skrlfa undlr stuönlng: Gísli S. Einarsson Guömundur Arni Stefánsson Jön Baldvin Hannibalsson Lúóvík Bergvinsson Rannveig Guömundsdóttir Sighvatur Björgvinsson Össur SkarphéBinsson Þlngmenn ÞJóbvaka V' sem skrlfubu undlr: Ágúst Einarsson SvanfríBur Jónasdóttir Jóhanna Siguröardóttir Ásta R. Jóhannesdóttir Þlngmenn Alþýbubandalags sem skrlfuöu ekkl undlr: Svavar Gestsson Steingrlmur J. Sigfússon Kristinn H. Gunnarsson sori & Suttormsson nar Arnalds lúhdur Jón ónásson Þlngkonur Kvennallsta sem skrlfubu ekkl undlr: Kristín Halldórsdöttir Kristln Astgeirsdóttir " “ ' Guöbjörnsdóttir =dX?3}==
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.