Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Blaðsíða 30
30 sérstæð sakamál LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 JjV Neyðarópin voru skerandi. Þau bárust langt í kvöldkyrrðinni við South-West stræti í Miami á Flór- ída. Klukkan var um níu. í fyrstu áttaði fólk í næstu húsum sig ekki á hvaðan ópin bárust, en svo sást reykur koma undan bílskúrshurð við glæsilegt einbýlishús beint á móti húsi í eigu frú Jane Wells. Frú Wells hljóp yfir götuna og gerði örvæntingarfullar tilraunir til að opna bílskúrs- dyrnar, en án ár- angur. Ópin voru nú hætt. Að bar fleiri nágranna, en þeir gátu ekki heldur hreyft bil- skúrshurðina. Eldurinn var nú orðinn svo magn- aður, að fólkið varð að víkja frá. Það var fyrst þeg- ar slökkviliðið kom að hægt var að opna. Þá kom í ljós mikil eyði- legging, og þegar betur var að gáð fannst mikið brunnið lík af manni, svo skað- brennt að á hann urðu ekki borin kennsl. vikið hafði verið frá venju í þessu tilviki. Þá undraðist Nazario hve fljótur Wakil hafði verið að staðfesta að líkið væri af Aboul-Hozn. Á því gat þó verið sú skýring að Wakil hefði ekki komið til hugar að um neinn annan gæti verið að ræða, því vin- ur hans hefði verið einn í bílskúm- um við viðgerðir er hann fór sjálfur að kaupa pitsuna. Ezzat Aboul-Hozn. Fór að kaupa pitsu Maður af nafni Ezzat Aboul- Hozn, tuttugu og sex ára og ættað- ur frá Líbanon, hafði nýlega tekið einbýlishúsið á leigu. Það upp- lýsti skömmu síð- ar Bassam Wakil, tuttugu og átta ára, en hann hafði verið með Aboul-Hozn þetta kvöld, en brugðið sér frá til að kaupa pitsu handa þeim. Hann kvaðst að- eins hafa verið í burtu í hálftíma. Wakil var mikið brugðið, en þegar hann hafði jafnað sig um hrið gat hann greint frá aðdraganda þess sem gerst hafði. Hann sagði að hann hefði hjálpað Aboul-Hozn að koma klossum undir bílinn að framan því hann hefði ætlað undir hann til að að skoða bensínrörið. Að svo búnu sagðist Wakil hafa far- ið að ná í pitsuna, en svo hefði slys- ið greinilega orðið. Hinn látni hefði líklega kveikt í vindlingi og eldur komist í bensíngufu vegna leka í leiðslunni. Wakil bar kennsl á hinn látna vin sinn, þótt líkið væri óþekkjan- legt. Hann gaf svo leyfí til þess að hinar jarðnesku leifar yrðu brennd- ar. Sams konar leyfi gaf systir Aboul- Hozns, Ghadda, sem bjó í Lí- banon. ekki sá sem Wakil hafði sagt hann vera. Healey var alls ekki sann- færður um að svo væri og því gæti verið um að ræða morð og trygg- ingasvik. Röntgenmyndir Einu gögnin sem líkleg voru til að varpa ljósi á hver hinn látni gæti verið, væri hann einhver annar en Aboul-Hozn, voru tanngarð- amir sem yfir- völd í Miami höfðu látið varð- veita. Healey fór til tannlæknis sem talið var að Aboul-Hozn hefði gengið til, en sá gat engar upplýsingar gef- ið. Healey fann hins vegar gamla vinkonu Líbanonsmanns- ins, og átti hún mynd sem sýndi hann gleiðbros- andi. Healey hafði einnig heppnina með sér þegar hann komst að því að Aboul- Hozn hafði feng- ið gert við tenn- ur sínar í tann- læknadeild eins háskólanna. Þar hafði verið tekin af honum röntgenmynd, og þegar mynd- imar sem nú lágu fyrir vora bomar saman við tanngarðana kom í ljós að lík- ið sem fannst í bílskúmum gat ekki verið af Aboul-Hozn. Alífi Slys? Yflrvöld töldu rétt að gera þær ráðstafanir sem hægt væri til að hafa með höndum eitthvað það sem sýndi hver hinn látni var. En líkið var illa leikið og ekki um margt að ræða. Ákveðið var því að fjarlægja tanngarðana áður en það yrði brennt. Var það gert. En Ray Nazario, rannsóknar- lögreglufulltrúi í Miami, varð þess brátt vísari að Aboul-Hozn, mú- hameðstrúarmaður, hafði verið í söfnuði sem bannaði líkbrennslu. Hefð átti því að hafa kallað á beiðni um að líkið yrði sent til Líbanons til greftrunar. Engin skýring lá hins vegar fyrir á því hvers vegna í fyrstu var lát Aboul-Hozns því flokkað undir slys, en Ncizario var hins vegar ákveðinn í að rannsaka málið frekar og telja það ekki upp- lýst fyrr en öllum vafa hefði verið eytt. Tryggingarnar Nú leið hálft ár. Nazario fékk önnur mál til rannsóknar, en hélt engu að síður áfram að reyna að afla nýrra upplýsinga um brunann í bílskúrnum við South-West stræti. Og þar kom að hann fékk staðfest að Aboul-Hozn hafði líf- tryggt sig hjá sex félögum síðustu tvö árin áður en hann var úrskurð- aður látinn. Alls var um að ræða tveggja milljóna dala líftryggingafé, eða sem svarar nú tæpum eitt hundrað og tuttugu milljónum króna. En sum tryggingafélaganna höfðu látið sér nægja upphaflega skýringu yfirvalda og greitt út féð. Hafði Ghadda, systir hins látna, fengið það sent til Líbanons, eins og skilmálar kváðu á um. Eitt tryggingafélag hafði þó ekki séð ástæðu til að greiða bæturnar fyrr en lokið væri rannsókn á þess vegum. Þaö hafði í þjónustu sinni sérstakan mann, John Healey frá New York, en hann var talinn einn snjallasti maður í Bandaríkjunum við að koma upp um tryggingasvik. Fyrsta spurningin sem svara þurfti var að sjálfsögðu hvort óyggjandi væri að hinn látni hefði verið Aboul- Hozn. Sú næsta var hver hinn látni væri, ef það væri Blaðið Miami Herald komst á snoðir um niðu- stöður Healeys og hóf nú eigin rannsóknir. í mars 1983 sendi það fréttamanninn Dan Goodgame til Beirút í Líbanon. Hann komst fljót- lega að því að Ezzat Aboul-Hozn var á lífi og naut tilverunnar. Hann hafði sest að í glæsilegu einbýlis- húsi í þorpinu Btekhnau fyrir utan Beirút, en einnig hafði hann til um- ráða íbúð á skíðastaðnum Faraya. Líbanon hefur löngum verið eftir- sótt ferðamannaland á friðartím- um, því þar geta menn farið á skíði í fjöllunum fyrir hádegi, en legið í sólbaði á strönd Miðjarðarhafsins síðdegis. Stutt er á milli, og aðeins um hálftíma ferð frá Faraya til strandar. Goodgame leitaði uppi systur Aboul-Hozns. Hún skýrði honum frá því að hún hefði orðið bróður sínum mjög reið þegar hún hefði komist að því að hann hefði þóst látinn. Sagðist hún ekki tala við hann lengur, og svo væri um aöra í fjölskyldunni. Fréttamaðurinn hélt nú til Fara- ya, en þá var maðurinn sem hann leitaði að horfinn. Reyndist hann hafa flúið til Sýrlands, sem var þó óþarfi fyrir hann, því framsals- samningur er ekki i gildi milli Lí- banons og Bandaríkjanna. Hið óupplýsta Goodgame hafði fengið staðfest- ingu á því að grunsemdir sumra tryggingafélaganna og Healeys rannsóknarmanns væra á rökum reistar. En hver var það þá sem lát- ið hafði lífið í bílskúrsbrunanum? Það er að segja ef sá hafði ekki ver- ið myrtur áður en kveikt var í. Það er enn ekki upplýst, og verður það líklega ekki héðan af. Ljóst þykir þvi að neyðarópin þurfi alls ekki borist frá hinum látna, heldur hafði Aboul- Hozn rekið þau upp og horf- ið síðan út í kvöldmyrkrið. Loku verður hins vegar ekki skotið fyrir að Aboul- Hozn hafi sýnt þá grimmd að bera eld að lifandi manni í bíl- skúrnum og loka hann síðan inni í honum, og því geti ópin í raun hafa borist frá hinum látna meðan hann reyndi að komast út. Yfirvöld vestra hafa látið bera saman myndir af tanngörðunum sem varðveittir voru við milljónir tannkorta þar í landi, en án árang- urs. Svör fást því líklega aldrei við mörgum spurningum sem málið hefur vakið. hana lá líkið af öðrum manni hjá bílnum. Réttarlæknar í Miami komu allmikið við sögu þessa máls, eins og að líkum lætur. Einn þeirra, dr. James Davies frá réttarlæknis- deild borgarinnar, segir málið „ótrúlegt". „Komist einhver ein- hvern tima að því hvað gerðist og hver átti í hlut vildi ég gjarnan fá að vita af því,“ var haft eftir hon- um. „Hinn nær fullkomni glæpur" hefur bruninn í bílskúmum í Mi- ami 1982 verið nefndur. Og það má með sanni segja að litlu hafi mun- að. Ezzat Aboul-Hozn tókst að leika á nokkur tryggingafélaganna. Hann Efri myndin sýnir Aboul- Hozn gleiöbrosandi, en sú neöri tanngaröana sem varöveittir voru. Sagði Wakil satt? Það eitt liggur fyrir um það hver lést í bískúmum að sá mað- ur var á svipuðum aldri og Ezzat Aboul-Hozn. Vinur hans, Wakil, er Sýrlendingur og flutti hann aft- ur til heimaborgarinnar, Damaskus. Rætt var við hann, en hann sagðist engu geta bætt við fyrri yfirlýsingar sínar. Hann sagði aðeins að hann hefði verið viss um að það hafi verið Aboul- Hozn sem hann sá undir bílnum þegar hann fór að kaupa pitsuna. Aðrir hafi ekki verið í bílskúrn- um. Staðreyndin er hins vegar sú að þegar Wakil kom til baka með fékk hluta bótanna í sínar hendur eftir að þær höfðu verið sendar til Líbanons, og hann slapp við refs- ingu. Líklegt þykir að þótt hann hefði verið áfram í Líbanon hefði ekki verið lagt í að reyna að höfða mál á hendur honum þar, því til hvers hefði það í raun verið fyrir bandaríska aðila að leggja í það þegar ljóst var að hann fengist ekki framseldur til Bandaríkjanna til að taka út refsingu? Sjálfur kaus Aboul-Hozn útlegð á eigin vegum í grannríkinu Sýr- landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.