Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Qupperneq 11
DV LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 11 „Maöur skilur ekki lengur það fólk sem fær sig til þess að eyðileggja eigin líkama og jafnframt eitra fyrir saklausa vinnufélaga sína; mér er svoleiðis lagað gjörsamlega óskiljanlegt. Menn eru að kvarta hástöfum yfir einhverri stóriðjumengun sem er rétt sýnileg en lyktarlaus. Svo eru eiturspúandi strompar hér um allt og það án hreinsibúnaöar," sagöi sá reyklausi og leit á kamelmanninn meö augnaráði sem ekki varö misskilið. DV-mynd Hilmar Þór feitraður „Þetta er allt annað líf eftir að við hjónin snerum baki við fíkn- inni. Nú er mæðin horfin og mað- ur hleypur um allt eins og geit, blæs ekki úr nös. Það undrar mig mest að hafa ekki fyrr snúið til heilbrigðs lífs,“ sagði maður á fimmtugsaldri glaðhlakkalegur við vinnufélaga sína í morgun- kaífinu. Hann geislaði bókstaflega af heilbrigði þar sem hann lýsti kostum þess að hafa eftir áratuga- reykingar snúið baki við bæði vindlum og sígarettum. Hinir nýju lífshættir höfðu valdið vinnufélögunum nokkurri undrun. Hann hafði rnn langan aldur verið fremstur í flokki þeirra sem önduðu að sér tjöru og blásýru á vinnustaðnum. Þá hafði hann verið eins konar talsmaður þess hraðminnkandi hóps sem neytti óþverrans að staðaldri. Oft hafði hann talað um þær ofsóknir sem reykingamenn sættu frá hendi þeirra sem ekki vildu anda að sér reyknum. Það var við- kvæði hjá honum að áreiti hinna reyklausu jafnaðist á við mann- réttindabrot og hann minnti á fyrri tíma þegar sjálfsagt var að reykja hvar sem var. Pústið læknar Hjónin höfðu sameiginlega tek- ið þá ákvörðum, nokkrum vikum áður, að hætta að reykja. Hann út- listaði fyrir vinnufélögunum að- ferðafræðina við að hætta. Ýmsar tækninýjungar gerðu þetta mun auðveldara en á árrnn áður. „Við höfum notað tyggjó, hjón- in, til að slá á mestu fráhvarfsein- kennin. Þá erum við með púst sem tekur af þau svæsnustu. Loks lesum við okkur til um það hvem- ig mæta á holskeflum nautnarinn- ar. Þetta hefur reyndar fært okk- ur hjónin enn þéttar saman því við skiptumst á að lesa upp úr leiðbeiningum Krabbameinsfé- lagsins á síðkvöldum. Þetta hefur í framhaldinu gefið okkur tilefni til hringborðsumræðna," sagði hann og leit með lítt dulinni fyrir- litningu á vinnufélaga sem svældi í sig filterslausa kamelsígarettu. Úhófsmaður Sá frelsaði hafði verið óhófs- maður á tóbak árum saman þegar hann loksins hætti. Honum var afar hugleikið þetta nýja ástand sem opnaði honum áður óþekktar víddir í daglegu lifi. Hann fann á ný lykt af blómum og ilmvatn konunnar varð honum að nýju hvatning til dáða á ýmsum svið- um. Honum varð að orði að þetta væri nánast eins og lífið breyttist úr svarthvítu í lit. Hóstinn var að mestu horfinn og óbragðið, sem var fylgisfiskur nautnarinnar, vék fýrir öðru og betra bragði, hann var sem sagt afeitraður. Þann tíma sem liðinn var frá því hjónin hófu sameiginlega end- urreisn lífs síns höfðu þau haldið dauðahaldi í hjálpartækin. Nám- skeið til að hætta varð þeim ómet- anlegur stuðningur löngu eftir að því lauk. Pústið, sem var í umbúð- um svipuðum þeim sem astma- sjúklingar nota, var aldrei langt undan. Alltaf var til staðar pakki af tyggjói og hann gætti þess vandlega að nikótínplásturinn dytti ekki af geirvörtunum. Það var allt lagt undir til að standa bindindið. Bónus á bætta heilsu „Þetta er ótvíræður fjárhagsleg- ur ávinningur sem eins konar bónus ofan á bætta heilsu. Það er að vísu nokkur aukakostnaður samfara tyggjóinu, plástrunum og pústinu en það fer ekkert á milli mála að það er af þessu mikill ávinningur," sagði hann. „Gerið þið ykkur grein fyrir því hversu mikill kostnaður samfélagsins er vegna reykingafólks sem er kom- ið á grafarbakkann vegna fíknar sinnar,“ spurði hann og dæsti. Bifhárin sem höfðu verið lömuð um árabil voru á ný komin á fulla ferð og sáu um að hreinsa háls og lungu af efnum sem þar áttu ekki heima. Hann fann til þess að vera heilbrigð sál i hraustum líkama. Laugardagspistill Reynir Traustason Honum varð smásaman ljóst á hversu miklum villigötum hann hafði verið. Samhliða þeirri upp- götvun áttaði hann sig á hinum mikla veikleika þeirra sem enn lágu fyrir fikninni. „Það var ekkert hjá mér að gera annað en að rísa úr öskustónni,“ sagði hann og leit í kringum sig til að kanna hvort einhver hefði áttað sig á þessari snjöllu samlík- ingu. Honum varð ljóst að annað- hvort náði fólk ekki tengingunni milli öskustóar og nikótínfíknar eða það vildi ekki leyfa honum að njóta afraksturs þeirra gullkorna sem honum féllu af munni. Eitrað fyrir aðra „Maður skilur ekki lengur það fólk sem fær sig til þess að eyði- leggja eigin líkama og jafnframt eitra fyrir saklausa vinnufélaga sina; mér er svoleiðis lagað gjör- samlega óskiljanlegt. Menn eru að kvarta hástöfum yfir einhverri stóriðjumengun sem er rétt sýni- leg en lyktarlaus. Svo eru eit- urspúandi strompar hér um allt og það án hreinsibúnaðar,“ sagði hann og leit á kamelmanninn með augnaráði sem ekki varð misskil- ið. Það liðu vikur og það varð fremur regla en undantekning að hinn frelsaði héldi fyrirlestra um óhollustu reykinga, jafnt beinna sem óheinna. Hcmn notaði hvert tækifæri til að útlista fyrir fólki hvernig ætti að losna af galeið- unni og öðlast betra líf. Vilji allt sem þarf „Vilji er allt sem þarf. Ég geri mér þó grein fyrir að það eru ekki allir sem geta hætt af sjálfsdáðum. Það er ekkert að marka mig sem bý yfir feikilegum innri styrk. Það væri kannski ráð hjá þér að gera eins og þingmaðurinn þama að vestan sem fór á námskeið á heilsuhælinu í Hveragerði til að hætta. Það er engin minnkun að því að fara i meðferð," sagði hann við starfssystur sína á óvissum aldri og skaut á sig pústi. Hann tuggði ákaft um stund og bætti síðan við:„Ég er tilbúinn til ráð- gjafar og sáluhjálpar hvenær sem er ef þú vilt á annað horð losna úr viðjum nikótínsins." Fyrirlestrar Það liðu nokkrir mánuðir og enn voru pústið, tyggjóið og plástrarnir við höndina. Fyrir- lestrar og einstaklingsráðgjöf voru enn við lýði og það var ekki að sjá neinn bilbug. Hann hafði á orði að þessir síðustu mánuðir hefðu verið þeim hjónum sem eitt samfellt tilhugalif. Látlaus áróður hans hafði skilað því að reykingar voru nánast aflagðar á vinnu- staðnum. Ekki var lengur reykt í matsal og þeir sem enn glímdu við fikn sína máttu sæta þvi að reykja í gluggalausri kjallara- kompu eins og hverjir aðrir úti- gangsmenn. Þetta varð til þess að loftið á vinnustaðnum var með betra móti. Það blasti við sigur þeirra reyklausu. Fjandinn laus Það var ekki annað að sjá en allt léki í lyndi þegar dag einn undir lok vinnudags varð fjand- inn laus. Einn fiklanna brá sér niður í kjallara til að svala fýsn sinni. Þar sem hann kom í dyrnar á reykherberginu sá hann móta fyrir mannveru i reykjarkófi. Honum til mikillar undrunar greindi hann þar hinn frelsaða reykingamann og það fór ekki mUli mála að uppsprettu reyk- jarkófsins var að finna hjá hon- um; öðrum var ekki tU að dreifa á svæðinu. Það kom óskaplegt fum á þann sem var fyrir og hann greip pústið og skaut þrisvar á sig. Síðan horfði hann á þann ný- komna og tuggði ákaft með aðra hönd fyrir aftan bak. „Þetta er ekki eins og þú held- ur. Ég er bara að skoða aðstöðuna héma,“ sagði hann og blár reykj- arstrókur liðaðist upp með baki hans. Hann gerði sér grein fyrir því að vamir vom engar í málinu og brostinni röddu játaði hann ósigur sinn. „Ég hef fengið mér einn og einn vindU að undanfomu tU að rifja upp bragðið, eða þannig. Ég hef þó lítið reykt af sígarettum. Ætii maður verði ekki núna að reyna að venja sig af tyggjóinu, pústinu og plástrunum," bætti hann við.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.