Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Blaðsíða 35
DV LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 43 Jóhann Hjartarson sigraði á Rilton-Cup skákmótinu í Stokkhólmi: Fákk byr í seglin á nýju ári - og hefur tekið forystuna í norrænu bikarkeppninni. Jóhann Hjartarson stórmeistari tók hressilegan endasprett á opna Rilton-Cup skákmótinu i Stokk- hólmi um áramótin. Með því að vinna fjórar síðustu skákirnar á mótinu tókst honum að krækja sér í efsta sætið ásamt Rússanum Júrí Jakovits og Bandaríkjamanninum Joel Benjamin. Jóhann varð einn efstur Norðurlandabúa, sem fleytir honum í efsta sætið í undanrásum norrænu VISA-bikarkeppninnar. Jóhann tefldi spennandi skák við gamla kappann Mark Tajmanov í næstsíðustu umferð. Tajmanov Umsjón Jón LÁrnason missti af vænlegum möguleika snemma í skákinni en hafði þó sóknarfæri, sem Jóhann mátti gæta sín á. Eftir miklar sviptingar fór Jó- hann á flótta með kóng sinn frá átakasvæðum og þegar hann loks komst í skjól sá Tajmanov að frek- ari taflmennska var tilgangslaus og gafst upp. í síðustu umferð tefldi Jó- hann siðan við bandaríska stór- meistarann Nick de Firmian, blés snemma til sóknar gegn Sikileyjar- vörn og náði hagstæðu tafli. De Fir- mian lenti í erfiðleikum en bætti gráu ofan á svart með því að leika af sér manni og þá var ekki að spyrja að leikslokum. Staða efstu manna varð þessi: 1.-3. Jóhann Hjartarson, Júrí Jakovits (Rússlandi) og Joel Benja- min (Bandaríkjunum) 7 v. af 9 mögulegum. 4.-11. Curt Hansen (Danmörku), Evgeníj Agrest (Rússlandi), Lars De- german, Ferdinand Hellers og Tom Wedberg (allir Svíþjóð), Einar Gaus- el, Rune Djurhuus og Frode Elsness (allir Noregi) 6,5 v. o.s.frv. íslensku stórmeistararnir sem tefldu á mótinu voru þrir. Hannes Hlífar Stefánsson og Helgi Áss Grét- arsson urðu að láta sér lynda 5,5 v. af 9 mögulegum. Engu að síður standa þeir ágætlega að vígi í nor- rænu VISA-bikarkeppninni en Ril- ton-Cup var fjórða i röð úrtökumó- tanna. Keppnin hófst í Reykjavík í mars, síðan var teflt í Kaupmanna- höfn um hásumar, í Gausdal í ágúst og nú í Stokkhólmi. Fimmta mótið fer fram í Þórhöfn í Færeyjum og hefst 7. febrúar. Árangur keppenda í þremur bestu mótunum telur til stiga en keppt er um sæti í úrslita- keppninni, sem fram mun fara á ís- landi eða í Noregi í haust. Þannig standa stigin að loknu mótinu i Stokkhólmi: 1. Jóhann Hjartarson 57,17 stig. 2. Curt Hansen (Danmörk) 53,79 3. Tiger-Hillarp Persson (Svíþjóð) 4. Margeir Pétursson 42,5 5. Einar Gausel (Noregi) 39,96 6. Rune Djurhuus (Noregi) 37,29 7. Simen Agdestein (Noregi) 35,5 8. Jonathan Tisdall (Noregi) 29,46 9. Jonny Hector (Svíþjóð) 24,63 10. Helgi Áss Grétarsson 23,46 11. Helgi Ólafsson 22 12. Hannes Hlífar Stefánsson 21,96 13. Þröstur Þórhallsson 19 14. Nikolaj Borge (Danmörku) 17 15. Lars Degerman (Svíþjóð) 16,29 16. Peter Heine Nielsen (Dan- mörku) 15,67 17. Ferdinand Hellers (Svíþjóð) 14,29 18. Tom Wedberg (Svíþjóð) 13,29 19. Frode Elsness (Noregi) 13,29 20. Erling Mortensen (Danmörku) 13,17 stig. Skoðun skák Jóhanns við stór- meistarann kunna Mark Tajmanov, fyrrverandi skákmeistara Sovétríkj- anna og áskoranda. Tajmanov var einn sterkustu skákmanna heims en stjarna hans hrapaði mjög snögg- lega eftir 6-0 tapið fræga gegn Bobby Fischer 1971. Hann er nú á 71. aldursári en teflir þó sem ungur í anda, enda hefur hann ávallt haft bjartsýnina að leiðarljósi. Hvítt: Mark Tajmanov Svart: Jóhann Hjartarson Retí-byrjun. 1. Rf3 c5 2. e3 Rf6 3. b3 d5 4. Bb2 e6 5. c4 dxc4 6. Bxc4 a6 7. 0-0 Rbd7 8. d4 b5 9. Be2 Bb7 10. a4 b4 11. Rbd2 Be7 12. Rc4 0-0 13. Hcl Dti8 14. Rfe5 Hd8 15. Bh5 Rxe5 16. Rxe5 g6 17. Bf3 Rd5 18. Bxd5! Hxd5 19. e4 Hd8 20. Df3 f6? 21. Rg4? Að sögn Jóhanns missti Tajma- nov hér af gullnu tækifæri: 21. dxc5! og ef 21. - fxe5 22. c6 og ef biskupinn víkur, kemur 23. c7 og gafflar hrók og drottningu. Svartur kynni að reyna 22. - Hf8 en 23. cxb7! Hxf3 24. bxa8=D Dxa8 25. gxf3 gefur hvitum tvo hróka gegn drottningu og væn- leg færi. 21. - f5 22. Rh6+ Kf8 23. dxc5 Bxe4 24. Dh3 Hd3 25. g3 Df4! Með þessum snjalla leik snýr Jó- hann vöm í sókn. Ef 26. gxf4 þá 26. - Hxh3 og nú er riddarinn á h6 í bráðum háska. Svartur hótar jafn- framt 26. - Df3. 26. Hc4 Df3 27. Hxe4 Dxe4 28. c6 Hc8?! 29. Rf7!? Nú var farið að saxast á umhugs- unartímann og Tajmanov reynir að rugla Jóhann í rýminu. Svartur virðist geta leikið 29. - Kxf7 sér að meinalausu, þótt hvíta drottningin komist í návígi við kónginn um stundarsakir með 30. Dxh7+. En Jó- hann kýs að hafa vaðið fyrir neðan sig. Þetta stefnir sigrinum í hættu en um síðir ratar kóngsi í skjól. 29. - h5 30. Re5 h4! Ef hins vegar 30. - Hxb3 31. Rxg6+ Kf7 32. Dxh5 með hættulegum gagn- færum. 31. Rxd3 Dxd3 32. Dg2 Dxb3 33. c7 Hxc7 34. Da8+ Kf7 35. Dh8 Dd5 36. Dg7+ Ke8 37. Dxg6+ Kd8 38. Dh5 Kc8 39. Hdl De4 40. a5 Kb7 41. Hd4?! Flýtir fyrir endalokunum en stað- an er erfið. 41. - Dbl+ 42. Kg2 h3+ 43. Dxh3 Dxb2 44. Hf4 Da2 - Og Tajmanov gaf taflið. Eftirfarandi skák var tefld í síð- ustu umferð. Eftir aðeins átta leiki var hreinlega öllu lokið en svartur kaus þó að leika nokkra leiki til við- bótar meðan hann var að jafna sig á ósköpunum. Hvítt: Kristian Evertsson Svart: Rasmus Holving Vínartafl. 1. e5 e5 2. Rc3 Bc5 3. Bc4 b5 4. Rxb5 Dh4? 5. Df3! Kd8 6. d4 Bxd4 7. Rh3 f6?? 8. Bg5! Þar sem 8. - fxg5? strandar á 9. Df8 mát, verður svartur að sætta sig við að tapa drottningunni - hún á engrar undankomu auðið. 8. - Bxf2+ 9. Ke2 Rh6 10. Bxh4 Bxh4 11. Hadl d6 12. Rf2 Bxf2 13. Kxf2 - og nú kaus svartur að gefast upp. Teflt í Mjóddinni Mánudagskvöldið 6. janúar stóð Taflfélagið Hellir fyrir fyrsta at- kvöldinu á nýju ári í nýju húsnæði félagsins í Þönglabakka 1 í Mjódd. Tefldar vora þrjár hraðskákir og síðan þrjár atskákir og lauk mótinu þannig á einu kvöldi. Atkvöld Hell- is verða haldin mánaðarlega í vetur og eru allir velkomnir. Teflt er með Fischer-klukkunum vinsælu. Mótið var vel skipað, þátttakend- ur voru 22 talsins. Þrír urðu efstir og jafnir: Bragi Þorfinnsson, Andri Áss Grétarsson og Björn Freyr Björnsson., allir með 4,5 v. af 6 mögulegum. Á hraðmóti Hellis 13. janúar sigraði Andri Áss Grétars- son, sem hlaut 9,5 v. af 10 möguleg- um. Hellir býður upp á skákæfingar fyrir 15 ára og yngri alla mánudaga kl. 17.15-18.45. Verðlaun eru veitt fyrir bestan árangur á hverri æf- ingu, auk þess sem veitt verða verð- laun fyrir bestan heildarárangur fram á vor og besta mætingu. Verð- laun fyrir bestan árangur í haust hlutu Egill Guðmundsson, Ingibjörg Edda Birgisdóttir og Davíð Guðna- son. Egill hlaut auk þess verðlaun fyrir besta mætingu, ásamt Haraldi Óla Ólafssyni og Eiríki Garðari Ein- arssyni. Auk mánudagsæfmganna býður Hellir upp á fjölbreytt tækifæri fyr- ir unglinga til að tefla sér til skemmtunar, eins og sérstök skák- mót, skólaskákmót og sérstaka þjálf- un fyrir efnilega unglinga. Þess má geta að nýtt húsnæði Hellis er ör- stutt frá skiptistöðinni í Mjódd og ekki þarf að fara yfir umferðargötu til þess að komast á milli. Umsjón- armaður unglingastarfs Hellis er Davíð Ólafsson. Um síðustu helgi stóð Hellir, í samvinnu við Skáksamband ís- lands, fyrir minningarmóti um Arnold J. Eikrem í göngugötunni í Mjódd. Tefldar voru 7 minútna skákir, 9 umferðir og tóku 47 skák- menn þátt. Áður en mótið hófst minntust Guðmundur G. Þórarins- son, forseti Skáksambands íslands, og Einar S. Einarsson, svæðisforseti FIDE á Norðurlöndum, Eikrems. Þátttökugjöld á mótinu runnu óskipt í sérstakan minningarsjóð Eikrems, sem ætlað er að styrkja skáktengsl íslendinga og Norð- manna. Sigurganga Jóhanns Hjartarson- ar frá Rilton-Cup hélt áfram í Mjóddinni. Hann hlaut 8,5 v. af 9 mögulegum. Hannes Hlífar Stefáns- son hlaut jafnmarga vinninga en varð í 2. sæti á stigum. Þriðja sæti deildu Margeir Pétursson og Sævar Bjarnason, sem fengu 6,5 v. Auka- verðlaun í sínum stigaflokkum fengu Ögmundur Kristinsson, Björn Þorfinnsson, Stefán Kristjánsson, Úlfhéðinn Sigurmundsson, Davíð Guðnason, Sæmundur Kjaransson, Guðfinnur Kjartansson og Guð- mundur G. Þórarinsson, forseti Skáksambands íslands. Hættuleg „slanga" í Reykjavíkurmeistaramótinu Undanúrslit, úrslit í Reykjavík- urmeistaramótinu og uppspil um þrjú sæti íslandsmótinu verða spil- uð um næstu helgi í Bridgehöllinni við Þönglabakka. Átta-liða úrslitum lauk á mið- vikudagsnótt en þar áttust við sveit- Umsjón Stefán Guðjohnsen ir Samvinnuferða/Landsýnar og Júlla, Hjólbarðahallarinnar og Roche, Landsbréfa og Eurocard og VÍB og Búlka. Sveit Júlla sigraði sveit Samvinnuferða/Landsýnar með 113-84, sveit Hjólbarðahallar- innar sigraði sveit Roche með 118-105, sveit Landsbréfa sigraði sveit Eurocard með 113-68 og sveit VÍB sigraði sveit Búlka með 108-74. í Butlerútreikningi átta liða úr- slita komu best út Örn Arnþórsson og Guðlaugur R. Jóhannsson með 425 impa, Ólafur Lárusson og Her- mann Lárusson með 304 impa og Júlíus Sigurjónsson og Hrannar Er- lingsson með 233 impa. í undanúrslitum mætast VÍB og Landsbréf annars vegar og Hjól- barðahöllin og Júlli í hinum leikn- um og hefst spilamenska kl. 11 í dag. Uppspil um þrjú sæti í íslands- mótinu verða einnig spiluð um helg- ina og hefst spilamenska kl. 13. Hættuleg „slanga“ (en svo nefna bridgemenn löngum mikil skipting- arspil) skreið um spilasalinn í 7. umferð, reyndar í 7. spili, og olli hún óskunda í flestum leikjum þess- arar umferðar. Voru dæmi um að n- s nældu sér í 1100 meðan a-v fengu 800 á hinu borðinu. í toppbaráttunni í A-riðli milli sveita Eurocard og Hjólbarðahallar- innar fengu a-v 1700 í þremur gröndum dobluðum. Við skulum líta á „slönguna" : S/Allir ♦ Á1065 ♦ KG763 ♦ - 4 DG83 4 DG432 «4 ÁD982 4- 942 * - * K987 V - 4 ÁG653 4 Á1062 i lokaða salnum sátu n-s Björn Thedórsson og Valgarð Blöndal fyr- ir Eurocard en í a-v voru feðgamir Hjalti Elíasson og Eiríkur Hjaltason fyrir Hjólbarðahöllina. Þegar ég for- vitnaðist um það hjá Hjalta hvað hefði gerst á þeirra borði kannaðist hann vel við spilið. „Jú, þetta var versta spilið okkar, við töpuðum mest á þessu spili,“ sagði hann. „Ég spilaði tvö hjörtu dobluð, vann þau slétt en fékk bara 670. Það kostaði 14 impa!“ En er maður ekki að spila nokkuð vel þegar versta spilið er að vinna doblaðan bút upp í geim? Það var erfítt að bera á móti því. En hvernig gengu sagnir? Suöur Vestur Norður Austur 1+ pass 1» 14 pass 1G dobl pass pass pass pass dobl pass Það má segja að suður hafi ekki verið heppinn með útspilið sem var laufasex. Þegar blindur kom upp og Hjalti lét lágt brosti suður með sjálf- um sér, ef til vill fengi Björn slaginn á drottninguna. En því var ekki að heilsa. Hjalti trompaði og trompaði síðan spaða og lauf nokkrum sinn- um. Hann fékk þvi átta slagi á tromp og 670. En víkjum yfir í opna salinn. Þar sátu n-s Ragnar Magnússon og Páll Valdimarsson en a-v Valur Sigurðs- son og Guðmundur Sveinsson. Og hvað gerðist þar: Suður Vestur Norður Austur 14 pass lv 14 1G pass 24 pass 2G pass 3G dobl pass pass pass „Ég þekki þessar stöður," hugsaði Valur um leið og hann doblaði. Guðmundur spilaði út tígulkóng, fékk slaginn og skipti í hjartatíu. Páll lét gosann, drottning frá Val og sannleikurinn kom í ljós. Nú kom tígulnía og Páll drap á ásinn. Hann spilaði nú spaða á ásinn og féll fyr- ir freistingunni að svína laufí. Þar með voru örlög hans ráðin og stuttu síðar var hann orðinn sex niður. Það voru 1700 til a-v. Auðvitað gat hann fengið fleiri slagi en hver spilar doblað spil á hættunni upp á fjóra niðm- þegar hægt er hugsanlega að sleppa einn niður og jafnvel vinna það ef Valur á laufkónginn og aðeins tvo tígla? 4 - «4 1054 4 KD1087 4 K9754
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.