Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Blaðsíða 22
22 í útlönd *+ ---- LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 Danadrottning heldur upp á aldarfjórðungssetu í elsta hásæti Evrópu: Höldum í Margréti Þórhildi eins og síðasta hálmstráið Ef Margrét Þórhildur Danadrottn- ing væri ekki til þyrftu Danir að hafa hraðcir hendur og finna hana upp. Þessi orð, sem birtust í grein í danska blaöinu Jótlandspóstinum um síðustu helgi, í tilefni þess að aldarfjórðungur er nú liðinn frá því að Margrét Þórhildur settist í há- sætið í Amalíenborg, eru til marks um gífurlegar vinsældir drottningar og þá virðingu sem hún nýtur með- al þegna sinna. Sama máli gegnir um aðra í konungsfjölskyldunni. Á tyllidögum má sjá bæði virðu- legt eldra fólk úr úthverfunum og pönkara úr gamla bæniun bíða á götuhomum eftir því að fá tækifæri til að berja drottninguna augum, nú eða þá Ingiríði gömlu drottningar- móður, eða Friðrik krónprins eða Jóakim, yngri son drottningar. Ekki má svo gleyma Alexöndru prinsessu, eiginkonu Jóakims og nýjasta eftirlæti dönsku þjóðarinn- ar. Sama hvemig viðrar. Staða drottninqar vottur um hörgulsjúkaóm Ef svo ólíklega vildi til að kon- ungdæmið í Danmörku, hið elsta í gjörvallri Evrópu, yrði lagt niður og lýst yfir stofnun lýðveldis, mundi Margrét Þórhildur veröa kjörin for- seti með yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða, ef hún þá á annað borð byði sig fram. En áhugamenn um danska konungdæmið þurfa væntanlega ekki að hafa neinar áhyggjur af því. „Margrét drottning uppfyllir ein- hvem skort í samfélaginu. Við eig- um ekki svo margt annað sem sam- einar okkur og þess vegna höldum við í hana eins og síðasta hálmstrá- ið. Staða hennar ber öll einkenni hörgulsjúkdóms," segir rithöfund- urinn og sagnfræðingurinn Ebbe Klovedal- Reich í samtali við Jót- landspóstinn. í dönsku samfélagi er óskrifað boðorð sem segir að enginn skyldi álíta sig vera yfir aðra hafinn. En samt lætur þjóðin sér það vel líka þótt ein fjölskylda fæðist með gull- skeið í munninum og alist upp í köstulum með þjónustufólk á hverj- um fingri. Hvemig má slíkt vera, spyrja sumir. Stríðir gegn heilbrigðri skynsemi „Eftir því sem heimurinn verður opnari ágerist þörf fólks fyrir að þekkja eigin rætur. Áhuga fólks á okkur má ef til vill einnig rekja til aukins áhuga fólks á sögunni," sagði Margrét Þórhildur drottning á fundi með fréttamönnum fyrir skömmu þar sem hátíðahöldin vom kynnt. Ebbe Klovedal-Reich segir þetta stríða gegn heilbrigðri skynsemi og það sé 1 raun dálítið skrýtið. En honum finnst það líka allt í lagi. „Ég lít á það sem merki um heil- brigði að samfélagið skuli viður- kenna að æðsta yfirstjórn landsins sé alls ekki byggð á skynseminni,“ segir Klovedal-Reich. Féll fyrir frönskum greifa í Svartaskóla En hver er hún þá, þessi drottn- ing sem þegnamir elska svo heitt og við íslendingar dáum og virðum Margrét Þórhildur Danadrottning, fjölskylda hennar og vinir stilltu sér upp fyrir Ijósmyndara í vikunni viö veisluhöld- ir Ijósmym in í tilefni 25 ára setu drottningar í hásætinu. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Islands, dóttir forsetafrú eru meö á myndinni. og Guörún Katrín Þorbergs- Símamyndir Reuter meira en flestar, ef ekki allar, kon- ungbomar persónur núlifandi? Margrét Þórhildur, sem er elst þriggja dætra foreldra sinna Frið- riks IX. kóngs og Ingriríðar drottn- ingar, fæddist í Kaupmannahöfn 16. apríl 1940, aðeins viku eftir að Þjóð- verjar hernámu Danmörku. Þjóð- fáninn var dreginn að hún um kon- ungsríkið þvert og endilangt þegar fæðing litlu prinsessunnar spurðist út og var sú athöfn um leið tákn andstöðu við þýska hemámsliðið. Enda varð Margrét Þórhildur að eins konar tákngervingi vonarinnar um bjartari framtíð Danmörku til handa. Menntun sina hlaut Margrét í tveimur dönskum háskólum en einnig í Svartaskóla í París og há- skólanum í Oxford og við hinn virta Hagfræðiskóla í Lundúnum. Drottn- ing hefur einhverju sinni lýst sjálfri sér sem eilíföarstúdent. Það var einmitt þegar hún var við Svartaskóla að hávaxna, ljóshærða prinsessan hitti ungan franskan greifa, Henri de Laborde de Mont- peza.t að nafni, manninn sem hún fór svo fógrum orðum um í ræðu sem hún hélt í krýningarafmælis- veislunni í vikunni. Þetta var áriö 1963. Með þeim tókust góðar ástir og enn betri árið eftir þegar bæði vom í London, hún í skóla en hann í starfi sem þriðji ritari við franska sendiráðið þar í borg. Þau gengu síðan í hjónaband þann 10. júni 1967 og af því tilefni gerði Friðrik kóng- ur tengdason sinn að Danmerkur- prinsi og kallaði hann Hinrik. Prinsessan varð að drottningu Margrét Þórhildur og Hinrik prins eignuðust tvo drengi. Friðrik krónprins fæddist í maí 1968 og Jóakim í júní árið eftir. Það var svo 14. janúar 1972 aö Margrét Þórhildur, sem þá var að- eins 31 árs, varð drottning Dan- merkur við lát fóður síns. Friörik hafði þá legiö sjúkur í tvær vikur. „Friðrik konungur níundi er lát- inn, lengi lifi hennar hátign Mar- grét drottning önmn-,“ hrópaði Jens Otto Kragh, forsætisráðherra Dan- merkur, þrisvar sinnum af svölum Kristjánsborgarhallar þann 15. jan- úar 1972. Margrét prinsessa var orð- in drottning. Breyting sem var gerð á dönsku stjórnarskránni árið 1953 heimilaði stúlkum að taka við ríkiserfðum í Danmörku. Margrét Þórhildur varð af þeim sökum fyrsta konan til að setjast í hásætið frá því að Margrét drottning fyrsta var krýnd árið 1353. Ýmsir hafa haldið því fram að enn ein Margrétin hafi orðið drottn- ing milli 1353 og 1972 og þess vegna sé Margrét Þórhildur í raun og vem númer þrjú. Eins og það skipti ein- hverju máli. Danadrottningu er margt til lista lagt. Hún er kunn fyrir hæfileika sína í málaralist og hefur hlotið mikið lof fyrir myndir sem hún hef- ur haldið sýningar á. Hún hefur einnig hannað leikmyndir og bún- inga fyrir sjónvarpið og Konunglega ballettinn og myndskreytt dönsku útgáfúna á Hringadrottinssögu eftir breska rithöfundinn J.R.R. Tolkien. Blaðamaður spurði hana að því á dögunum hvort hún væri jafn góð í hversdagslegri listgreinum, eins og matargerðarlist og listinni að aka bíl. Drottning svaraði því til að hún væri slarkfær kokkur en svo langt væri um liðið frá því hún settist sjálf undir stýri að ökuskírteini hennar væri fallið úr gildi. „Við skulum bara orða það svo að maturinn minn mundi ekki drepa neinn en ég er ekki jafn viss um að þú mundir lifa af ökuferð með mér,“ sagði drottning við fréttamanninn. Reykingarnar ekkert vandamál Margrét Þórhildur og fjölskylda hennar hafa ekki verið jafn umdeild og frænka hennar á Bretlandi og frændi, Elísabet og Filippus og bömin þeirra. Á tímabili var hrað- akstur krónprinsins vinsælt um- fjöllunarefni fjölmiðla og síðar ást- arævintýri hans með nærfatasýn- ingarstúlku. En það sem helst hefur verið deilt um í fari drottningar upp á síðkastið eru stórreykingar henn- ar. Svo mikið reykir hún að sérstak- ur þjónn með öskubakka í höndun- um fylgir henni hvert fótmál. Nýjasta uppákoman byrjaði með klausu eftir sænska dálkahöfúndinn Hagge Geigert í Gautaborgarpóstin- um fyrir skömmu. Þar skammaði Geigert drottninguna fyrir að vera síður en svo til fyrirmyndar með því að púa á almannafæri og m.a. kveikja sér í sígarettu á astmadeild elliheimilis. Dálkahöfundurmn bar drottningu saman við Karl Gústaf Svíakóng sem reykir líka, en aldrei á almannafæri. Danskir fjölmiðlcir risu sem von- legt er upp á afturlappimar og fengu góða útrás fyrir andúð sína á nágrönnunum handan Eyrarsunds. „Er það til merkis um virðuleika sænska kóngsins að hann skuli laumast fram á klósett til að fá sér smók í laumi?“ spurði Ekstra Bla- det. Á fréttamannafundinum á dögun- um var drottning spurð út í „reyk- ingavandamál“ sitt? „Þetta er ekkert vandamál," svar- aði hún, stutt og laggott. Ekkert fararsnið á drottningu Margrét Þórhildur hefur setið í hásætinu í aldarfjórðung og enn er ekkert fararsnið á henni. Friðrik krónprins gæti því þurft að biða í allmörg ár enn áður en hann sest í sæti móður sinnar. „Það er engin hefð fyrir afsögn í þessu landi. Það er skylda manns að halda áfram til æviloka. Ég er sjálf á því að manni beri skylda til að sitja ævina á enda,“ sagði hún á fréttamannafundinum. Hinrik prins samsinnti, fremur dapur í bragði. „Auðvitað væri það mjög gaman að eiga eiginkonu sem hefði meiri tíma fyrir eiginmanninn en ég sé ekki fyrir mér að þaö gerist,“ sagöi Hinrik prins drottningarmaður. Byggt á Reuter og Jyllands- Posten Margrét Þórhildur Danadrottning kemur á aöaljárnbraut- arstööina f Kaupmannahöfn þaöan sem haldiö var aö gröf fööur hennar, Friöriks kóngs níunda, í Hróarskeldu. Margrét Þórhildur meö sfgarettu f munninum á sfnum yngri árum. Sígarettuna hefur hún aldrei skiliö viö sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.