Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Blaðsíða 27
JjV LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 rrettirw Taugastríð komið í gang í kjarasamningunum: Verkalýðsleiðtogarnir telja baklandið sterkt - og að allt stefni í átök á vinnumarkaði í næsta mánuði Það var í nóvember í haust sem verkalýðshreyfingin lagði fram kröfur sínar í sérkjarasamningum og skömmu síðar lágu aðalkröfur þeirra flestra fyrir. Nú þegar janúar er meira en hálfnaður hefur ekkert gerst. Greinilegt er að foringjar verkalýðshreyfmgarinnar eru orðn- ir þreyttir, allir ergilegir og sumir reiðir. „Það stendur yfir taugastríð sem er vel skipulagt og miðstýrt hjá VSÍ. Á þeim fundum sem haldnir hafa verið um sérkjarasamningana sitja þeir bara, brosa framan í okkur og spyrja hvort við höfum ekki tekið eitthvað með okkur að lesa. Þeir hreyfa sig ekkert, segjast bara vilja skoða málin og halda sig alveg við 3 prósent," segir Kristján Gunnars- son, formaður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur, um stöð- una. Hættumerki á lofti „Oft hafa verkalýðsforingjar haft uppi stór orð, eða alveg frá því þjóð- arsáttarsamningamir voru gerðir, um að stefni í átök því nú verði að hækka launin. Síðan hefur ekkert gerst og samningar tekist á lágu nótunum. Spyrja má hvort það verði ekki eins að þessu sinni. Ég hef það á tilfmningunni eftir viðræður við fjölmarga verkalýðs- leiðtoga að það sé meiri alvara á bak við stóru orðin nú en verið hef- ur í mörg ár. Það sé rétt sem þeir segja að fólk sé búið að gefast upp á þeim lágu launum sem lægri hóp- arnir innan verkalýðshreyfingar- Halldór Björnsson, formaöur Dags- brúnar. innar búa við. Fólk segir að það sÍ búið að króa það af úti I homi. Þeg- ar búið sé að króa menn af snúist þeir til vamar, um annað sé ekki að ræða. Ég held að nú séu alvöru- hættumerki á lofti um átök á vinnu- markaði, verkföll með einhverjum hætti. Menn ættu ekki að vanmeta stöðuna og treysta því að búið sé að draga vígtennumar úr verkalýðs- hreyfmgunni." Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, sagði í samtali við DV um hvort hann óttaðist átök á vinnumarkaði að þegar margir væru að leika sér að eldinum gæti orðið bál. Hann segir að ef knúin verði fram meiri launahækkun en 3-4 prósent á samningstímabilinu verði gengisfelling því nú sé það markaðurinn sem ráði genginu, ekki stjórnvöld. í kjölfarið fari verð- bólgan síðan af stað og hraði henn- ar aukist á næsta ári. Þórarinn segir það fásinnu að ætla að ná öllu fram í einum samn- ingum. Allir viti að einir samningar dugi ekki til að leiðrétta allt sem mönnum þykir vera að. Þessari kenningu Þórarins Við- ars hafna verkalýðsleiðtogar. Þeir segja að kröfur þeirra um 70 þúsund króna lágmarkstaxta setji ekkert úr skorðum frekar en 60 þúsund króna mánaðarkaupshækkun ráðherra og embættismanna í fyrra. Litli fingurinn og höndin „Því miður fæ ég ekki annað séð en að spá mín um að ekki verði komist hjá átökum á vinnumarkaði ætli að ganga eftir. Óbilgirni Vinnu- veitendasambandsins er slík að Kristján Gunnarsson, formaður VSFK. engu tali tekur. Þegar þjóðarsátt- arsamningamir svo kölluðu voru gerðir árið 1990 rétti verkalýðs- hreyfingin vinnuveitendum litla fingur. Það var gert í góðri trú og með þeim kjarasamningum sem gerðir hafa verið síðan höfum við rétt þeim fleiri frngur og nú eru þeir búnir að taka alla höndina. Nú er komið að því að bjarga höndinni," segir Pétur Sigurðsson, formaður Alþýðusambands Vestfjarða. Baklandið aldrei sterkara Kristján Gunnarsson tekur í sama streng og segir: „Ég var ekki sendur af stað af mínu fólki til að sækja einhver 3-5 prósent. Það er verið að ögra okkur út í það að afla verkfallsheimilda. Það er eins og þeir ætli að láta reyna á það hvort við fáum þær og þorum að nota þær. Bakland okkar, ef til átaka kemur, hefur aldrei ver- ið sterkara síðan ég hóf afskipti af verkalýðsmálum. Fólk er komið upp í kok vegna sífelldra skerðinga og álagna bæði frá riki og sveitarfélög- um. Þessar álögur koma ofan á smánarlega lág laun sem eru í raun bara brandari. Þau eru svo lág að það skiptir varla máli hvort fólk vinnur eða ekki. Ég hef aldrei heyrt jafnþungt hljóð í mínum umbjóð- endum og nú.“ Halldór Bjömsson í Dagsbrún er sömu skoðunar og Kristján varð- andi baklandið. „Ég skal viðurkenna að það er annað að tala um hlutina en að framkvæma þá. Samt er ég viss um að fólk er tilbúið að takast á um hlutaskiptinguna í dag. Við erum búin að vera með tugi funda, höfum farið á vinnustaðina og rætt við okkar umbjóðendur. Ég finn hvergi nokkurn bilbug á fólki. Við höfum til að mynda það bakland að við lét- um gera viðhorfskönnun í félaginu síðastliðið vor og þar kom fram skýr vilji manna varðandi komandi kjarasamninga. Við erum því að vinna á þeim vettvangi sem mann- skapurinn lagði okkur upp að vinna eftir. Það er því ekki uppfinning einhverra foringja að fara í átök ná- ist ekki viðunandi samningar.“ Upp á líf og dauða Sigurður T. Sigurðsson, formaður Verkamannafélagsins Hlífar í Hafn- arfirði, er líka harðorður. „Ég met stöðuna þannig að nú ætli atvinnurekendur að láta reyna á styrkleika verkalýðshreyfingar- Pétur Sigurðsson, formaður ASV. innar. Þeir halda því fram að við getum ekki tekið slaginn, fólkið sé ekki tilbúið í slaginn. Þeir ætla sér að skáka í því skjólinu að greiðslu- þol fólks sé sama og ekkert og fólk þori ekki að fara í átök fyrir þeim lágmarkslaunum sem nauðsynleg eru til að komast af í þessu þjóðfé- lagi. Ég er sannfærður um að mínir félagar eru tilbúnir til átaka ef þörf krefur. Ég held því fram að við eig- um að taka slaginn, við verðum að taka slaginn og við erum neyddir til að taka slaginn. Ef við frestum því aö rífa okkur upp úr láglaunastefn- unni verður það æ erfiðara eftir því sem við gerum fleiri láglaunasamn- inga. Fátækt er að aukast í landinu og þess vegna tel ég að baráttan nú sé upp á líf og dauða.“ Fréttaljós á laugardegi Sigurdór Sigurdórsson Boð VSÍ móðgun Pétur Sigurðsson segir að það að bjóða verkafólki nú 3-4 prósent launahækkun sé móðgun við verka- lýðshreyfinguna. „Þetta þýðir auðvitað bara að þeir telja sig vera komna með slíkt kverkatak á verkalýðshreyfingunni, eru búnir að ala upp slíka ótrú hjá okkar fólki að þeir telja sig nú geta látið kné fylgja kviði fyrir byltingu vinnuveitenda á vinnumarkaðn- um,“ sagði Pétur Sigurðsson. Fyrirtækjasamningarnir Þetta segja verkalýðsleiðtogar í dag. Það er enginn friðartónn í þeim. Ekki batnar hljóðið þegar kemur að hugmyndunum um vinnustaðasamninga. Þar er mikill ágreiningur. Vinnuveitendur segja að til þess að starfsfólk geti knúið á um hærri laun í fyrirtæki verði að hagræða og auka tekjur fyrirtækis- ins. Halldór Björnsson í Dagsbrún segir að það sé fullt af störfum í fyr- irtækjum sem ekki er hægt að hag- ræða í. Hann spyr hvort það fólk eigi þá enga launahækkun að fá. Hann segir einnig að fyrirtækin séu búin að hagræða vegna þess að verkalýðshreyfingin hefur gefið fyr- irtækjunum kost á því með hógvær- um kröfum síðustu árin. „Við höfum aldrei sett fótinn fyr- ir hagræðingu. Mannskapurinn hjá Eimskip og Áburðarverksmiðjunni er i dag einn þriðji hluti þess sem hann var fyrir tíu árum. Það er hag- ræðing sem þessu veldur. Við höf- um ekki fengið fulla hlutdeild í þeim hagnaði sem aukin hagræðing hefur skapað," segir Halldór. Þá er einnig mikill ágreiningur um það með hvaða hætti starfsfólk fyrirtækis getur knúið á um samn- inga við fyrirtækið neiti stjómend- ur þess að semja. Eins er ágreining- ur um hvort og þá með hvaða hætti verkalýðsfélögin komi að fyrir- tækjasamningum. Þarna er breið gjá á milli. Flestir verkalýðsleiðtogar eru á Siguröur T. Sigurðsson, formaöur Hlífar. því að gefa samningaviðræðunum stuttan tíma eftir að þær eru komn- ar í hendur ríkissáttasemjara. „Við munum gefa samningavið- ræðunum hjá sáttasemjara mjög stuttan tíma, jafnvel ekki til næstu mánaðamóta. Við erum þegar farnir að búa okkur undir að óska eftir verkfallsheimild með atkvæða- greiðslu,“ segir Kristján Gunnars- son. Halldór Björnsson er sama sinnis: „Við höfum talað um að gefa samningamálunum tvær vikur hjá sáttasemjara. Það ætti að duga til að átta sig á því hvort það er einhver samningaflötur til. Ef hann finnst ekki þá vil ég ekki sitja í tilgangs- lausu samningaþófi vikum saman. Ég vil þess í stað fara út í vinnu- staðafundi, skýra stöðuna áður en við leitum eftir verkfallsheimild í allsherjar atkvæðagreiðslu eins og nú ber að gera.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.