Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Blaðsíða 2
2 *%éttir LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 JL>V Byggðamálaráðstefna Framsóknarflokksins: Stundum mætti halda að hamingjan byggi í Reykjavík - en svo er alls ekki, segir Halldór Ásgrímsson, formaður B'ramsóknarflokksins „Við ernm meðal annars að ræða hér aukna möguleika með upplýs- ingatækni. Það skiptir orðið minna máli en áður hvar störfm eru unn- in þegar ljósleiðari er kominn í hvert hús í landinu. Við erum að ræða þátt erlendrar fjárfestingar við uppbyggingu í landinu sem og skipulag opinberrar þjónustu. Þá er hér ræddur hinn huglægi þáttur málsins. Okkur íinnst að kostir bú- setu í dreifbýli séu í alltof litlum mæli dregnir fram í dagsljósið. í umræðunni er dregin upp neikvæð mynd og það mætti stundum halda í þeirri umræðu að hamingjan byggi í Reykjavík. Svo er alls ekki. Kostir búsetu úti á landi eru mjög margir," segir Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, sem í gær hélt mikla byggðamála- ráðstefnu. „Ástæða þess að við höldum þessa ráðstefhu er sú aö viö viljum fara yfir þessi mál með skipulögð- um hætti. Hér i dag erum við fyrst og fremst að safna saman upplýs- ingum um staðreyndir málsins og hefja könnun á því hvaða leiðir eru til úrbóta. Við erum sannfærð um að sú þróun sem bæði á sér nú stað og er framundan er mjög kostnað- arsöm fyrir samfélagið. Ef fólki heldur áfram að fækka víða úti um land munu margvíslegar fjárfest- ingar ekki nýtast í framtiðinni. Það er að okkar mati nauðsynlegt að leita svara við því hvort og hvem- ig þessari þróun verði snúið viö,“ sagði Halldór. Hann veir spurður hvort þessi ráðstefna væri haldin vegna þess að Framsóknarflokkurinn, sem fyrst og fremst hefur verið lands- byggðarflokkur, væri hræddur um sinn hag. „Við erum ekkert hrædd um eig- in stöðu, enda er það ekki það sem skiptir meginmáli. Við teljum það hins vegar skyldu okkar að sinna landsbyggðarmálunum og teljum það jafhframt skyldu annarra stjómmálaflokka.“ - Því hefur oft verið haldið fram að það sé mjög dýrt fyrir þjóðfélag- ið að halda uppi byggð í mörgum smáþorpum hlið við hlið eða á ystu annesjum. Þarf ekki að þétta byggðina? „Það er líka dýrt að byggja upp Körfubölti: Reynir hættur með Haukana Reynir Kristjánsson sagði í gær af sér sem þjálfari úrvalsdeild- arliðs Hauka í körfuknattleik. í fréttatilkynningu, sem Reynir sendi frá sér í gær, sagði hann: „Ástæður uppsagnarinnar eru stórkostlegar vanefndir Körfuknattleiksdeildarinnar á ráðningarsamningi mínum ásamt misjöfnu gengi liðsins í vetur. Sér- staklega hefur gengi liðsins frá áramótum verið óásættanlegt." -VS Stöðvadeilan: RLR vísaði máiinu frá RLR hefúr vísað frá máli fjög- urra fyrrverandi yfirmanna á Stöð 2 sem kærðir vora til RLR sl. laug- ardag. „Við eram auðvitaö ánægðir með þessa niðurstöðu enda vissum við allan tímann að viö væram með hreinan skjöld í málinu. Við vorum kærðir fýrir þjófnaö en það liggur nú Ijóst fyrir að við erum engir þjófar. Ég á ekki von á öðru en að þessu máli sé nú endanlega lokið," segir Magnús E. Kristjáns- son, sjónvarpsstjóri á Stöð 3 og einn fjórmenningana sem kærðir vora. í fréttatilkynningu frá íslenska útvarpsfélaginu segir að RLR hafi afhent fulltrúum félagsins megin- hluta þeirra gagna sem það taldi vera í fórum starfsmannanna fyrr- verandi. -RR „Þetta er upphafið," segir Hjörleifur Alfreðsson, stýrimaður á Faxa RE, sem kom með fyrstu loðnu ársins til Reykja- víkur í gær, alls 560 tonn. Þetta er góð og átulftil loöna, aö sögn verksmiðjustjóra f fiskimjölsverksmiöju Faxamjöls. DV-mynd Sveinn Fyrsta loðna ársins til Reykjavíkur: Faxi landaði 560 tonnum hjá Faxamjöli - þetta er upphafið, segir stýrimaðurinn á Faxa „Við fengum loðnuna í sex köst- um um 100 mílur austur af Homa- firöi, hún kom upp og við náðum henni í nótina. Þetta er ágæt loöna, gott síli og átulítil. Veiðin er búin að ganga djöfullega hingað til þannig að þetta er upphafiö," segir Hjörleifur Alfreðsson, annar stýr- imaður á Faxa RE, sem landaði fyrstu loðnunni á árinu, 560 tonn- um, hjá verksmiðju Faxamjöls í Örfirisey í Reykjavík í gær. Kjartan Ólafsson, verksmiðju- stjóri í loðnubræöslu Faxamjöls, sagði að loðnan, sem Faxi kom með, væri ágæt til bræðslu og átulítil. Hins vegar væri ljóst að hún ætti talsvert í land með að veröa fryst- ingarhæf, hrognin væru ekki orðin nægjanlega þroskuð. Kjartan segir að þessi fyrsta loðna sé um. mánuði fyrr en var á síðasta ári en þá kom fyrsti farmurinn 14. febrúar. -SÁ Hús rýmd á Seyðisfirði og Sigló: Snjóflóö féll úr Bjólfinum - enn hættuástand á báðum stöðum Snjóflóð féll úr Bjólfinum við Seyöisfjörð í fyrrinótt. Snjóflóöið kom niður um 2 kílómetra frá bænum og stöðvaðist í gili rétt fyr- ir ofan veginn. Snjóflóöið er taliö hafa verið um 200 metra breitt. Ekkert tjón eða mannskaöi varð af völdum flóðsins en þaö stefndi beint á verksmiðjuhúsnæöi Vest- dalsmjöls sem er hinum megin við veginn. Hættuástand var enn á Seyöis- firði og Siglufiröi í gærkvöld vegna viðvarandi snjóflóðahættu. Að sögn Lárusar Bjamasonar, sýslumanns á Seyðisfirði, hófust aögerðir þar samkvæmt hættustigi í neyðaráætlun rétt fyrir hádegi á fimmtudag. Farfuglaheimilið í bænum var þegar rýmt en þar inni voru sex gestir auk gestgjafanna. Voru gestir fluttir á gamla sjúkra- húsið í bænum. Á Siglufiröi voru 10 hús rýmd um klukkan 19.30 i fyrrakvöld vegna snjóflóðahættu. 39 íbúar búa í húsunum og voru þeir fluttir á hótelið eöa til vina og ættingja. -RR Læknanemum fjölgað um 9 - og tannlæknanemum um 6-7 Háskólaráð ákvað á fundi sínum í gær aö hleypa 9 nemum til viöbótar inn í læknadeildina en fjöldatak- markanir segja til um vegna mistaka sem urðu við tímavörslu í einu próf- anna í desember. Fyrsta árs nemam- ir, sem fá að halda áfram námi, veröa því 39 talsins að þessu sinni í stað 30 eins og verið hefur. Mistökin urðu í efnafræðiprófi nemanna og fólust í því að hluti nem- enda fékk lengri tíma en hinir til að ljúka prófmu. Af þeim sem fengu lengri tíma náðu hlutfallslega fleiri prófinu. Fleiri tannlæknanemar Á fundi ráðsins var enn fremur ákveðið að leyfa þeim nemum tann- læknadeildar sem náðu prófi í form- fræði að halda áffarn þannig. að á vormisseri verði nemendumir 8-9 talsins í stað þeirra tveggja sem voru þeir einu sem náðu nýloknum próf- um. Sex til sjö nemendur til viöbótar fá því að spreyta sig og keppa um þau fjögur sæti sem laus eru. Þeir verða svo að ná öllum prófúm, sem væntan- lega verða í ágúst, og tilskilinni aðal- einkunn til að fá að halda áfram. -ingo Umhverfisráðuneytið bíður enn Skýrsla sú sem umhverfisráðuneyt- ið kallaði eftir hjá Hollustuvemd rík- isins um mengunaróhöpp hjá jám- blendiverksmiðjunni á Grundartanga undanfama mánuði og ár er enn í vinnslu. Ráðuneytið kallaði eftir skýrslunni í síðustu viku en vegna mannfæðar hefur ekki tekist að ljúka henni enn þá, en þess er vænst að hún verði til- búin í næstu viku, að sögn Ólafs Pét- urssonar, deildarstjóra mengun- ardeildar stofiiunarinnar. ^ -SÁ margvíslega þjónustu í þéttbýli. Það þarf dýrari samgöngumann- virki, dýrari frárennslismannvirki. Það er meiri mengun og svona mætti áfram telja. Við megum held- ur ekki gleyma því að margvísleg þjóðfélagsvandamál era kostnaðar- samari þar sem fólkið er flest. Það er meira um glæpi og meira um eit- urlyfjaneyslu, svo að dæmi séu tek- in. Ég vil einnig benda á að það er rangt að dýrara sé fyrir samfélagið að fólk búi úti um land,“ sagði Hall- dór Ásgrímsson. -S.dór Stuttar fréttir Lukkuleyfi Enn á ný gefst Islendingum kostur á að taka þátt í „happ- drætti" um innflytjendaleyfi til Bandaríkjanna, svokallað lukkuleyfi. Umsóknir má senda bandaríska sendiráðinu frá 3. febrúar til 5. mars nk. Mótmælaferö Mótmælaferð gegn álveri verður farin til Reykjavíkur í dag. Hefst hún við Akranes- vegamót kl. 11 og lýkur með úti- fundi við Amarhól kl. 14. Finni Ingólfssyni ráðherra verður af- hend greinargerö frá andstæð- ingum Grundartangaálversins. Umhverfisverölaun Auglýst hefur verið eftir um- sækjendum um evrópsku um- hverfisverðlaunin 1997, Prinsa- verðlaunin svokölluðu, sem af- hent veröa 5. júní nk. Vigdís Finnbogadóttir situr í heiðurs- nefnd verðlaunanna. Bæjarstjórinn hsttir Samkomulag hefúr orðið um að Gísli Ólafsson, bæjarstjóri Vesturbyggðar, hættir störfum um stundarsakir. Jón Gauti Jónsson tekur við starfi hans samkvæmt RÚV. Sleppt lausum Tveimur mönnum af sjö, sem verið hafa í gæsluvarðhaldi vegna stóra hassmálsins, var sleppt lausum í gær. Sömuleið- is var manni sleppt úr varð- haldi sem tekinn var á dögun- um með falsaða sænska seðla og fíkniefni í fóram sínum. iökulsbréf uppseld Öll hlutabréf í útboði Jökuls hf. á Raufarhöfii seldust upp og fjölgaði hluthöfum um 114. Um var að ræða 20 milljónir króna á genginu 5,0. Kaupendur voru einkum stofnanafjárfestar og einstaklingar. Fundað um sæstreng Fulltrúar íslenskra stjórn- valda, Icenets-hópsins svokall- aða og þýskra og breskra aðila vegna athugunar á lagningu sæstrengs verður líklega hald- inn í Reykjavík í mars nk. Sam- kvæmt Bylgjunni var hist í Hollandi í vikunni þar sem málin voru rædd. Milljarösvelta Óvenjumikil velta var á Verðbréfaþingi íslands í gær, eða upp á 1.200 milljónir króna. Þar af vora 840 milljóna við- skipti með rikisvíxla. -bjb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.