Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 -4t j Jfbh 51 Opið á flestum skíðasvæðum landsins: Snjóinn vantar á sumum - engar hækkanir á lyftugjöldum Skíðasvæði landsins eru nú opnuð hvert af öðru, sum hver hafa verið opin nokkrar vikur en önnur hafa ekki verið opnuð enn. Á flestum skiðasvæðum vantar enn nokkuð af snjó en útlitið er þó betra á flestum stöðum en í fyrra. Þá snjóaði svo lítið í heild- ina að nokkur skíðasvæði voru aldrei opnuð þann vetur. Skíðasvæðið í Bláíjöllum var opnað í nóvember, sem er óvenju snemma. „Það er nægur snjór á aðalskíðasvæðunum en eittiivað grýtt á öðrum en vonandi stend- ur það til bóta. Frá því að opnað var héma hjá okkur hefur viðrað ágætiega til skíðaiðkunar en við erum ekki á móti því að fá meiri snjó héma í Bláfjöllin," sagði Einar Bjamason, starfsmaður á skíðasvæði Bláfialla. „Við erum með ellefu lyftur héma í Bláfjöflunum en sem stendur em fimm í gangi. Hér er opið á virkum dögum frá 10 á morgnana til 22 á kvöldin en oft er svo lítil aðsókn hjá okkur fyr- ir hádegi að við opnum oft ekki fyrr en klukkan 13 á daginn. Komi hópar sem vilja byrja fyrr er þaö ekkert mál að verða við óskum þeirra og opna lyftumar fyrr. Lyftugjöldin era óbreytt frá í fyrra. Dagskort fullorðinna era á 1.000 krónur, hálfsdagskortin á 800 dagskort fyrir böm á 400 og hálfs dagsgjöldin fyrir þau era 300 krón ur. Síðan er ókeypis í byrjendalyft umar eins og alltaf hefur verið,‘ sagöi Einar. Skíðalyftur KR-inga í Skálafelli og á Hengilssvæðinu hafa enn ekki verið opnaðar og er þar snjóleysi um að kenna. Lokuöu aftur „Við opnuðum skíðasvæðið hjá okkur í Seljalandsdal viku fyrir jól en urðum að loka því aftur vegna ■ / 3 Skí&aíþróttin er fjölbreytileg, sumir renna sér á gönguskíðum eða svigskf&um en þessir hressu strákar eru meira fyrir a& renna sér á snjóbrettum. Slysi spáð Það er aðeins tímaspursmál hvenær mannskætt slys mun eiga sér stað í háloftunum yfir Afríku. Alþjóðasamtök flugum- ferðarstjóra eru sam- mála um að miðað við ó b r e y 11 á s t a n d muni stefna í stórslys. Á síöasta ári fjölgaði til muna þeim tilvikum þegar lá við stór- slysi en aðeins tilviljanir einar réðu því að komist var hjá mannskaða. Oftast nær vora það flugmennimir sjálfir, sem tóku fram fyrir hendur flugum- ferðarstjóranna, sem komu í veg fyrir slysin. í Afriku era flest dauðsföfl á flognar milur af öllum heimsálfum. Breytt í safn Ríkisstjórn S-Afríku hefur breytt fangelsi því þar sem Nel- son Mandela dvaldi langdvölum í safii sem orðið er fjölsótt af ferðamönnum. Mandela eyddi 18 áram í þessu fangelsi af heil- um 27 áram sem hann mátti dúsa í fangavist. Fangelsið er á eyju undan Höfðahorg. þess óvenjulega atburðar að snjó tók upp hjá okkur. Eins og er vantar snjó á skíðasvæðið okkar en það er ástand sem við eigum ekki að venj- ast. Hér er hægt að bregða sér í golf á meðan beðið er eftir snjónum,“ sagði Bjöm Helgason, íþróttaæsku- lýðsfulltrúi á Isafirði. „Það snjóar reyndar þessa stund- ina og við eigum ekki von á öðra en að úr rætist á næstu dögum. Reynd- ar var frekar lítill snjór hjá okkur i fyrra en stefiiir í betra nú og við vonumst til að geta opnað aftur nú um helgina. Við höfum bætt mjög lýsingu á skiðasvæðinu frá í fyrra og nú era skíðabrekkumar í Seljalandsdaln- um vel flóðlýstar. Við erum með sömu lyftugjöld og í fýrra, engin hækkim,“ sagði Björn. „Við opnuöum skíðasvæðið hjá okkur við Siglufjörð í miðjum des- ember sem væri i raun ágætis byij- un ef bæst hefði við snjóinn. Frá þeim tíma hefúr snjó tekið úr fjafl- inu og við höfum neyðst til að loka svæðinu fyrir almenning en höfúm opið fýrir þá sem þurfa að æfa. Við erum hættir að geta keyrt neðri lyft- una,“ sagði Guðmundur Sigurjóns- son, starfsmaður á snjótroðara á skíðasvæði Siglufjarðar. „Þetta lítur samt betur út en í fyrra en við vorum aðeins með opið í einn dag í fýrra aflan veturinn. Við höfúm ekki hækkað lyftugjöldin frá því í fyrra,“ sagði Guömundur. Nýr tro&ari Aðeins ein lyfta hefur verið opin í Oddskarði á Austfjörðum fram til þessa. „Aðallyftan hefur verið í gangi frá því um jólin en það hefur verið heldur litið um snjó hjá okkur fram að þessu. Það er þó snjókoma þessa shmdina,“ sagði Ómar Skarp- héðinsson, umsjónarmaður skíða- svæðisins í Oddskarði. „Við vorum að fjárfesta í snjó- troðara og vorum nokkuð lengi að biða eftir honum. Skíðasvæðið var opið nokkra daga mifli jóla og nýárs í ótroðnu en troðarinn kom þann 3. janúar síðastliðinn og er í fullum gangi. Við höfum verið að gera tilraunir með breytingar á þeim tima sem svæðið er opið hjá okkur. Stefnt er að því að vera með opið frá 13-20 þriðjudaga til fimmtudaga, til 19 á fóstudögum og frá 10-17 um helgar. Aður vorum við með opið frá 10 fyr- ir hádegi til 18 en skóladagurinn er alltaf að lengjast og við þurfúm því raunverulega að færa tímann nokk- uð aftur. Það er komin góð undirstaða af snjó héma í fjaflið og ekki þarf mikinn snjó til viðbótar til að þetta verði mjög gott. Það er sama verð hjá okkur í lyftumar og í fyrra og frítt fýrir 6 ára og yngri. Bamagjöldin gilda fyrir böm allt upp í 10. bekk grunnskóla hjá okkur. Það er því ekki fyrr en á sautjánda ári sem þau þurfa að fara að borga fullorðinsgjöld,“ sagði Ómar. Betra en í fyrra „í Hlíðarfjalli hefur verið opið frá því 10. nóvember en vegna snjóleysis erum við ekki með nema 2 af 4 lyftum í gangi. Við vorum reyndar með þrjár en snjó hefur tekið upp héma í Hlíðar- fjalli og við urðum að stöðva þá þriðju í bili,“ sagði ívar Sig- mundsson, umsjónarmaður skíða- svæðisins í Hlíðarfjalli. „Þrátt fyrir að einhvern snjó vanti í brekkumar er mikill og góður snjór á göngusvæðunum okkar. Við bjuggmn til tvær skíðaleiðir til viðbótar í haust en á þær hefúr ekki reynt enn þá. Fjórða árið í röð erum við með sama verðið í lyftumar. Annars er útiitið nokkuð bjart hjá okkur og við hefðum verið ánægðir með það í fyrra að fá jafnmikinn snjó og nú er þegar kominn," sagði ívar. -ÍS M m Hópferðir á vörusýningar Ferðaskrifstofan Úrval- Útsýn gefur nú út í fjórða sinn sérstak- an bækling yfír helstu vörusýn- ingar og kaupstefnur í Evrópu og Bandaríkjimum. Árið 1996 var metár hjá ferðaskrifstofunni í sölu slíkra ferða og því ljóst að upplýsingarit sem þetta er is- lensku atvinnu- og viðskiptalífí þarfúr þjónn. í bæMingnum Vörasýningar 1997 era upplýsingar um liðlega 300 sýningar og kaupstefnur sem spanna allt frá afþreyingu til hátækni, í alls 109 málaflokk- um. Áhugi íslendinga á vöru- sýningum í Bandaríkjunum hef- ur áberandi aukist en slíkar ferðir eru skipulagðar sem hóp- ferðir með íslenskum farar- stjóra og unnar í samvinnu Úr- vals-Útsýnar og sendiráðs Bandaríkjanna á íslandi. ÍS )ómlmÁ/uisAa/ týÁvœlcllð/ 8 dagar í tvíbýli 88.900 með skatti Innifalið: Flug til Puerto Plata í gegnum New York Gisting í eina nótt i New York. Flutningur til og fró flugvöllum erlendis og fiugvollorskottor «»76.f80 með flugvaUarskottum SERTILBOÐ: Jan.-Mars ''XtasiicLci/ V ^.38.700 m/sköttum í tvíbýli í 8 daga BRADENTON/SARASOTA íbúð: kr.38.700 m/sköttum í tvíbýli í 8 daga íbúð: kr. <U ] Lt m/sköttum, 4 í íbúð í 8 daga ívi IW2 fullorðnir-t- 2 börn undir 11 ára ISI SERTILBOÐ: Jan.-Mars 3 nætur kr. 27.020 í tvíbýli m/sköttum 2 nætur kr. 24.220 í tvíbýli m/sköttum SERTILBOÐ: Jan.-IVlms 3 nætur kr. 22.720 í tvíbýli með sköttum 2 nætur kr. 20.320 í tvíbýli með sköttum SERTILBOÐ: Jan.-IVIars 3 nætur kr. 25.170 í tvíbýli með sköttum 2 nætur kr.22.570 í tvíbýli með sköttum öðruvísi vilja tilbreytingu í0 - Glæsilegur ferðamáti og i %#Z&/ (/'\s&US434'l/fiT\r þá sem vilja tllbreyti KÝPUR - PORTUGAL - COSTA del SOL - MALLORKA Sem umboðsaðili hollensku ferðaskrifstofunnar ARKE REISEN getum við f allan vetur boðið upp á ferðir á ofangreinda staði í eina, tvær og þrjár vikur. Hægt að stoppa í Amsterdam - Kynntu þér verðið. Pantaðuí síma 552 3200 FERÐASKRIFSTOFA “ REYKJAVÍKUR Aðalstræti 16 - sími 552-3200 Nefndu landið og við komum þér þangað á tt*-* HAGSTÆÐASTA VERÐI sem til er hverju sinni þfr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.