Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Page 43

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Page 43
LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 -4t j Jfbh 51 Opið á flestum skíðasvæðum landsins: Snjóinn vantar á sumum - engar hækkanir á lyftugjöldum Skíðasvæði landsins eru nú opnuð hvert af öðru, sum hver hafa verið opin nokkrar vikur en önnur hafa ekki verið opnuð enn. Á flestum skiðasvæðum vantar enn nokkuð af snjó en útlitið er þó betra á flestum stöðum en í fyrra. Þá snjóaði svo lítið í heild- ina að nokkur skíðasvæði voru aldrei opnuð þann vetur. Skíðasvæðið í Bláíjöllum var opnað í nóvember, sem er óvenju snemma. „Það er nægur snjór á aðalskíðasvæðunum en eittiivað grýtt á öðrum en vonandi stend- ur það til bóta. Frá því að opnað var héma hjá okkur hefur viðrað ágætiega til skíðaiðkunar en við erum ekki á móti því að fá meiri snjó héma í Bláfjöllin," sagði Einar Bjamason, starfsmaður á skíðasvæði Bláfialla. „Við erum með ellefu lyftur héma í Bláfjöflunum en sem stendur em fimm í gangi. Hér er opið á virkum dögum frá 10 á morgnana til 22 á kvöldin en oft er svo lítil aðsókn hjá okkur fyr- ir hádegi að við opnum oft ekki fyrr en klukkan 13 á daginn. Komi hópar sem vilja byrja fyrr er þaö ekkert mál að verða við óskum þeirra og opna lyftumar fyrr. Lyftugjöldin era óbreytt frá í fyrra. Dagskort fullorðinna era á 1.000 krónur, hálfsdagskortin á 800 dagskort fyrir böm á 400 og hálfs dagsgjöldin fyrir þau era 300 krón ur. Síðan er ókeypis í byrjendalyft umar eins og alltaf hefur verið,‘ sagöi Einar. Skíðalyftur KR-inga í Skálafelli og á Hengilssvæðinu hafa enn ekki verið opnaðar og er þar snjóleysi um að kenna. Lokuöu aftur „Við opnuðum skíðasvæðið hjá okkur í Seljalandsdal viku fyrir jól en urðum að loka því aftur vegna ■ / 3 Skí&aíþróttin er fjölbreytileg, sumir renna sér á gönguskíðum eða svigskf&um en þessir hressu strákar eru meira fyrir a& renna sér á snjóbrettum. Slysi spáð Það er aðeins tímaspursmál hvenær mannskætt slys mun eiga sér stað í háloftunum yfir Afríku. Alþjóðasamtök flugum- ferðarstjóra eru sam- mála um að miðað við ó b r e y 11 á s t a n d muni stefna í stórslys. Á síöasta ári fjölgaði til muna þeim tilvikum þegar lá við stór- slysi en aðeins tilviljanir einar réðu því að komist var hjá mannskaða. Oftast nær vora það flugmennimir sjálfir, sem tóku fram fyrir hendur flugum- ferðarstjóranna, sem komu í veg fyrir slysin. í Afriku era flest dauðsföfl á flognar milur af öllum heimsálfum. Breytt í safn Ríkisstjórn S-Afríku hefur breytt fangelsi því þar sem Nel- son Mandela dvaldi langdvölum í safii sem orðið er fjölsótt af ferðamönnum. Mandela eyddi 18 áram í þessu fangelsi af heil- um 27 áram sem hann mátti dúsa í fangavist. Fangelsið er á eyju undan Höfðahorg. þess óvenjulega atburðar að snjó tók upp hjá okkur. Eins og er vantar snjó á skíðasvæðið okkar en það er ástand sem við eigum ekki að venj- ast. Hér er hægt að bregða sér í golf á meðan beðið er eftir snjónum,“ sagði Bjöm Helgason, íþróttaæsku- lýðsfulltrúi á Isafirði. „Það snjóar reyndar þessa stund- ina og við eigum ekki von á öðra en að úr rætist á næstu dögum. Reynd- ar var frekar lítill snjór hjá okkur i fyrra en stefiiir í betra nú og við vonumst til að geta opnað aftur nú um helgina. Við höfum bætt mjög lýsingu á skiðasvæðinu frá í fyrra og nú era skíðabrekkumar í Seljalandsdaln- um vel flóðlýstar. Við erum með sömu lyftugjöld og í fýrra, engin hækkim,“ sagði Björn. „Við opnuöum skíðasvæðið hjá okkur við Siglufjörð í miðjum des- ember sem væri i raun ágætis byij- un ef bæst hefði við snjóinn. Frá þeim tíma hefúr snjó tekið úr fjafl- inu og við höfum neyðst til að loka svæðinu fyrir almenning en höfúm opið fýrir þá sem þurfa að æfa. Við erum hættir að geta keyrt neðri lyft- una,“ sagði Guðmundur Sigurjóns- son, starfsmaður á snjótroðara á skíðasvæði Siglufjarðar. „Þetta lítur samt betur út en í fyrra en við vorum aðeins með opið í einn dag í fýrra aflan veturinn. Við höfúm ekki hækkað lyftugjöldin frá því í fyrra,“ sagði Guömundur. Nýr tro&ari Aðeins ein lyfta hefur verið opin í Oddskarði á Austfjörðum fram til þessa. „Aðallyftan hefur verið í gangi frá því um jólin en það hefur verið heldur litið um snjó hjá okkur fram að þessu. Það er þó snjókoma þessa shmdina,“ sagði Ómar Skarp- héðinsson, umsjónarmaður skíða- svæðisins í Oddskarði. „Við vorum að fjárfesta í snjó- troðara og vorum nokkuð lengi að biða eftir honum. Skíðasvæðið var opið nokkra daga mifli jóla og nýárs í ótroðnu en troðarinn kom þann 3. janúar síðastliðinn og er í fullum gangi. Við höfum verið að gera tilraunir með breytingar á þeim tima sem svæðið er opið hjá okkur. Stefnt er að því að vera með opið frá 13-20 þriðjudaga til fimmtudaga, til 19 á fóstudögum og frá 10-17 um helgar. Aður vorum við með opið frá 10 fyr- ir hádegi til 18 en skóladagurinn er alltaf að lengjast og við þurfúm því raunverulega að færa tímann nokk- uð aftur. Það er komin góð undirstaða af snjó héma í fjaflið og ekki þarf mikinn snjó til viðbótar til að þetta verði mjög gott. Það er sama verð hjá okkur í lyftumar og í fyrra og frítt fýrir 6 ára og yngri. Bamagjöldin gilda fyrir böm allt upp í 10. bekk grunnskóla hjá okkur. Það er því ekki fyrr en á sautjánda ári sem þau þurfa að fara að borga fullorðinsgjöld,“ sagði Ómar. Betra en í fyrra „í Hlíðarfjalli hefur verið opið frá því 10. nóvember en vegna snjóleysis erum við ekki með nema 2 af 4 lyftum í gangi. Við vorum reyndar með þrjár en snjó hefur tekið upp héma í Hlíðar- fjalli og við urðum að stöðva þá þriðju í bili,“ sagði ívar Sig- mundsson, umsjónarmaður skíða- svæðisins í Hlíðarfjalli. „Þrátt fyrir að einhvern snjó vanti í brekkumar er mikill og góður snjór á göngusvæðunum okkar. Við bjuggmn til tvær skíðaleiðir til viðbótar í haust en á þær hefúr ekki reynt enn þá. Fjórða árið í röð erum við með sama verðið í lyftumar. Annars er útiitið nokkuð bjart hjá okkur og við hefðum verið ánægðir með það í fyrra að fá jafnmikinn snjó og nú er þegar kominn," sagði ívar. -ÍS M m Hópferðir á vörusýningar Ferðaskrifstofan Úrval- Útsýn gefur nú út í fjórða sinn sérstak- an bækling yfír helstu vörusýn- ingar og kaupstefnur í Evrópu og Bandaríkjimum. Árið 1996 var metár hjá ferðaskrifstofunni í sölu slíkra ferða og því ljóst að upplýsingarit sem þetta er is- lensku atvinnu- og viðskiptalífí þarfúr þjónn. í bæMingnum Vörasýningar 1997 era upplýsingar um liðlega 300 sýningar og kaupstefnur sem spanna allt frá afþreyingu til hátækni, í alls 109 málaflokk- um. Áhugi íslendinga á vöru- sýningum í Bandaríkjunum hef- ur áberandi aukist en slíkar ferðir eru skipulagðar sem hóp- ferðir með íslenskum farar- stjóra og unnar í samvinnu Úr- vals-Útsýnar og sendiráðs Bandaríkjanna á íslandi. ÍS )ómlmÁ/uisAa/ týÁvœlcllð/ 8 dagar í tvíbýli 88.900 með skatti Innifalið: Flug til Puerto Plata í gegnum New York Gisting í eina nótt i New York. Flutningur til og fró flugvöllum erlendis og fiugvollorskottor «»76.f80 með flugvaUarskottum SERTILBOÐ: Jan.-Mars ''XtasiicLci/ V ^.38.700 m/sköttum í tvíbýli í 8 daga BRADENTON/SARASOTA íbúð: kr.38.700 m/sköttum í tvíbýli í 8 daga íbúð: kr. <U ] Lt m/sköttum, 4 í íbúð í 8 daga ívi IW2 fullorðnir-t- 2 börn undir 11 ára ISI SERTILBOÐ: Jan.-Mars 3 nætur kr. 27.020 í tvíbýli m/sköttum 2 nætur kr. 24.220 í tvíbýli m/sköttum SERTILBOÐ: Jan.-IVlms 3 nætur kr. 22.720 í tvíbýli með sköttum 2 nætur kr. 20.320 í tvíbýli með sköttum SERTILBOÐ: Jan.-IVIars 3 nætur kr. 25.170 í tvíbýli með sköttum 2 nætur kr.22.570 í tvíbýli með sköttum öðruvísi vilja tilbreytingu í0 - Glæsilegur ferðamáti og i %#Z&/ (/'\s&US434'l/fiT\r þá sem vilja tllbreyti KÝPUR - PORTUGAL - COSTA del SOL - MALLORKA Sem umboðsaðili hollensku ferðaskrifstofunnar ARKE REISEN getum við f allan vetur boðið upp á ferðir á ofangreinda staði í eina, tvær og þrjár vikur. Hægt að stoppa í Amsterdam - Kynntu þér verðið. Pantaðuí síma 552 3200 FERÐASKRIFSTOFA “ REYKJAVÍKUR Aðalstræti 16 - sími 552-3200 Nefndu landið og við komum þér þangað á tt*-* HAGSTÆÐASTA VERÐI sem til er hverju sinni þfr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.