Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Blaðsíða 42
50 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 Nokkur lönd á jarðar- kringlunni hafa undan- farna áratugi verið ein- angruð og nánast lokuð umheiminum vegna stjórn- málastefnu yfirvalda. Með- al þeirra eru Kúba og Ví- etnam. Bæði þessi lönd eru að opnast ferðamönnum á ný. Samvinnuferðir-Land- sýn skipulögðu ferðir til Kúbu í lok síðasta árs og Unnur Guðjónsdóttir, sem þekkt er fyrir hópferðir sínar til Kina og annarra landa, ætlar að skipuleggja hópferð til Víetnams síðari hluta þessa árs. „Þetta er fyrsta skipu- lagða hópferðin til Ví- etnams frá íslandi en hún verður farin í september. Sí ðasta ——-g- ferð mín r... ,](t - * var til Perú en það var einnig í f y r s t a sinn sem farin var hópferð þangað," s a g ð i Unnur. Vestræn menning og vestrænt fjármagn hefur hafið innreiö sina í Víetnam. * J 1» f* » -1 . ■ ] Feröalangar eru sólgnir í minjagripi frá stríöinu fyrir tveimur áratugum. „Ferðin til Víetnams stendur í 3 vikur og upp- hafsstaðurinn er Hanoi í nyrðri hluta landsins. Þaðan verður flogið suður til Ho Chi Minh sem áður hét Saigon. Flogið verður á milli helstu áfangastaðanna en annars farið með rútu milli staða. Vegalengdir eru ekki miklar í Víetnam, landið er aðeins tvisvar sinnum stærra en ís- land. September er mjög hagstæður tími til ferðalaga þar. Monsúnrigningum ársins er lok- ið á þeim tíma og hiti er yfirleitt á bilinu 20-28 gráður sem er mjög passlegur til útiveru." Aratugir frá stríöslok- um „Það eru yfir 20 ár síðan stríðinu lauk í Víetnam og þau átök því viðs fjarri í dag. Uppbygging hefur verið mikil síðan þá og Víetnöm- um liggur nú mikið á að laða fjármagn til landsins og hafa opnað allar flóðgáttir. Aðbúnaður fyrir ferðamenn til landsins hatnar í kjölfar- ið og hótel spretta upp eins og gorkúlur. Matargerð í Víetnam er af- skaplega spennandi og bygg- ist á gamalli hefð. Fólk er af- skaplega ljúft og gott í við- móti og menn þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af því að íbúamir séu á móti því sem vestrænt er. íbúar frá Norðurlöndunum em reynd- ar aufúsugestir í landinu. Það sem er hvað mest heill- andi við landið er hve ósnert það er af túrisma enn sem komið er. Engin ástæða er til þess að hafa áhyggjur af ör- yggismálum ef aðgætni er viðhöfð. Á öllum mín- um ferðum hingað til víða um heim hefur aldrei komið fyrir að stolið hafi verið frá fólki eða menn lent í öðram óhöppum. Ég var óróleg í síðustu ferð minni sem var til Perú, enda eru þar fingra- langir á hverju strái. Engin óhöpp urðu þar og ég er miklu öruggari með fólkið í Víetnam," sagði Unnur. -ÍS t S Þeir skipta þúsundum íslendingarnir sem dvalið hafa í sumarhúsunum í Hollandi á undanförnum árum. Heijder- bos, Emhof, Meerdal og Kempervennen eru nöfn sem fjöldi landsmanna þekkir og þá sérstaklega Heijderbos og Kemper- vennen. Fyrir 14 árum kom þessi vinsæli sumar- dvalarstaður í Hollandi fyrst fram á sjón- arsviðið hér á íslandi. Samvinnuferðir- Landsýn auglýstu þá ferðir til Emhof, sem er skammt frá Amsterdam. Ári síðar kom Kempervennen fram á sjónarsviðið og varð strax einn vinsælasti dvalarstaður ís- lendinga á meginlandi Evrópu. Þegar mest gekk á vora á milli 600 og 800 íslendingar í Kempervennen á sama tíma. Skiptu um staö Samvinnuferðir-Landsýn ákváðu að skipta um stað í Hollandi fyrir þrem árum og buðu þá ferðir til Heijderbos, sem er skammt frá landamæram Þýskalands, á milli borganna Venlo og Nijmegen. Var það vinsæll staður en náði þó aldrei vin- sældum Kepervennen. Nú hafa Samvinnuferðir-Landsýn ákveðið að hefja aftur ferðir til Kem- pervennen og verður boðið upp á þann stað nú í sumar eftir þriggja ára hvíld. Era eflaust margir sem fagna því enda fjöldinn allur af íslendingum sem ekkert á nema góðar minningar frá þeim stað. Sá maður sem þekkir best til málanna í Kempervennen og í sumarhúsunum í Hollandi er án efa Kjartan L. Pálsson far- arstjóri sem tekið hefur á móti íslending- unum sem dvalið hafa í Kempervennen og Heijderbos frá upphafi. „Ástæðan fyrir þvi að aftur er farið til Kempervennen er sú að fólk hefur spurt mikið um þann stað. Þótt Heijderbos hafi verið góður og vinsæll staður vantaði þar eitthvað sem fólk fann eða hafði í Kempervennen," sagði Kjartan í samtali við DV. Nú hafa Samvinnuferðir-Landsýn ákveöið aö hefja aftur feröir til Kempervennen og veröur boöið upp á þann staö nú í sum- ar eftir þriggja ára hvíld. „Kannski var það staðsetningin, en Kempervennen er skammt frá landamær- um Belgíu. Þaðan eru ekki nema 20 km til stórborgarinnar Eindhoven. Þá held ég að fólki sem dvalið hafði í Kempervennen, og var í Heijderbos, hafi fundist vanta bæinn Valkenswaard, sem er rétt við Kemper- vennen. Þar er mikið mannlíf og íjör, góð- ar verslanir og veitingastaðir. í bænum, þar sem búa um 40 þúsund manns, era eitt- hvað á annað hundrað barir og veitinga- staðir. Þótt landinn heimsækti þá ekki alla var gott að vita af þeim og öllu lífinu í kringum þá.“ Nýr miðbær „Það er búið að taka allt í gegn í Kempervennen frá því að við vorum þar síðast. Húsin og allt í þeim hefur verið end- urnýjað og fært til nútímaþæginda. Tvö sjónvarpstæki eru í öllum stærri húsunum, svo og geislaspilari, örbylgjuofn og fleira sem ekki var áður. Miðbærinn hefur allur verið endumýjaður - komnir nýir veitingastaðir, verslanir og allt yfirbyggt. Sama er að segja um sund- laugina frægu. Þar eru ýmsar nýjungar eins og t.d. kórallaug þar sem menn era að synda við hliðina á hákörlum en þeir eru að vísu í traustu búri. Þar eru nýjar rennibrautir og svo eru kom- in leiktæki út um allan garð fyrir krakk- ana. Stór íþróttahöll er þama og þar eru uppákomur öll kvöld fyrir unglinga. Það var nóg að gera og nóg við að vera fyrir alla fjölskylduna í Kempervennen hérna áður fyrr - og ekki hefur það minnkað," sagði Kjartan. „Vinnan er alltaf svipuð í kringum þetta,“ sagði Kjartan. „Stóra breytingin eru far- þegamir sjálfir. Nú fær maður ung pör með börn sín í heimsókn sem hafa sjálf verið í Kempervennen með pabba og mömmu. Það segir sína sögu og raunar allt um þennan stað,“ sagði Kjartan fararstjóri að lokum. -ÍS Fjölgun flugleiða Bandaríska flugfélagið Delta hyggst færa út kvíarnar og bæta við fjölda flugleiða frá Bandarikjunum til Evrópu. Meðal þeirra eru flugleiðimar Atlanta-Stuttgart, Atl- anta-Zúrich, New York-Ma- drid, New York-Manchester og New York-Istanbúl. Hundafár Hundafár, sem geisað hefur í Serengetiþjóðgarðinum í Tansa- níu, hefur orðið 1000 ljónum að bana frá árinu 1994 en það er um þriðjungur ljóna í þjóðgarð- inum. I Windsorkastali Windsorkastali við Lundúna- | borg skemmdist illa í eldsvoða ' árið 1992. Síðan þá hafa viðgerð- ir staðið yfir og hann verður j opnaður almenningi til sýnis i byrjun næsta árs. Það er nokk- uð á undan áætlun en vel hefur gengið að vinna að endurbót- um. I Óvanir kuldum íbúar í Arizonaríki í Banda- ríkjunum eru vanastir því að búa við steikjandi hita mestall- an hluta ársins. Nú ríkja hins vegar miklir kuldar í landinu j og hitinn komst niður í mínus eina gráðu i síöustu viku en það hefur ekki gerst í áratugi. Lækkað verð Mörg flugfélög á Norðurlönd- | um og einnig þýska flugfélagið j Lufthansa áforma að lækka verð á mörgum flugleiða sinna til borga sunnar í álfunni, alls 55 viðkomustaða. Lækuð far- gjöld verða í gildi á tímabilinu : 20. janúar til 23. mars. Engin fríðindi Borgin Bangkok er fræg fyrh- | erfiða umferð. Stjórnmála- mönnum landsins var falið að greiða úr þessu áralanga vanda- máli en ekki hefur borið á nein- um umbótum enn sem komið er. Sá siður hefur lengi viðgeng- ist að stjórnmálamenn landsins hafi fengið lögreglufylgd í um- ferðinni til að komast á milli staða. Nú stendur til að afnema þau fríðindi þar til stjórnmála- mennirnir sjálfir bæta úr ástandinu fyrir almenning.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.