Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Blaðsíða 40
48 Qiglingar LAUGARDAGUR 18. JANUAR 1997 Krakkarnir í sundinu á Akranesi láta að sár kveða: Draumurinn er að komast á ólympíuleikana - segir Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir sem setti 86 met á síðasta ári DV, Akranesi: Mikil gróska er hjá Sundfélagi Akraness og fjöldi unglinga að koma upp sem á eftir að láta mikiö að sér kveða í framtíðinni. Ein úr þeim hópi er Kolbrún Ýr Krist- jánsdóttir sem setti á síðasta ári 14 unglingamet, 72 Akranesmet, á fast sæti í unglinga- landsliðinu og er komin í röð fremstu sundmanna lands- ins. Af knattspyrnu- ættum Kolbrún Ýr á ekki langt að sækja hæfileika sína í íþróttum. Afi henn- ar, Ríkharður Jóns- son, var einn af bestu knattspyrnu- mönnum landsins, móðir hennar, Ing- unn Ríkharðsdóttir, var í landsliðinu í sundi og frændur hennar, þá Sigurð Jónsson, Karl Þórðarson, Guðjón Þórðarson, Bjama Guðjónsson, Þórð Guðjóns- son, Þórð Jónsson og Ríkharð Daða- son þekkja allir úr knattspyrnunni. „Ég var sjö ára þegar að ég fór að æfa sund. Það byrjaði þannig að vinkona mín, Ólöf, spurði mig hvort að ég vildi koma á æfmgu. Ég fór með og fannst svo gaman að ég vildi ekki hætta. Þennan góða árangur hjá mér þakka ég Sigurlín Þorbergs- dóttur, þjálfaranum mínum, og ihin hliðin Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, fremst á myndinni, ásamt nokkrum unglingum hjá Sundfélagi Akraness. Þeirra á meöal eru Jóhann Ragnarsson, þriöji frá hægri á myndinni, og Anna Lára Ármannsdóttir sem er fjóröa frá hægri. DV-mynd DVÓ stuðningnum frá íjölskyldunni. Draumurinn er að komast á Ólymp- íuleikana en ég reyni einnig að komast á smáþjóðaleikcma í sumar og svo bara æfa og æfa áfram,“ sagði Kolbrún Ýr við DV þegar litið var inn á æfingu í vikunni. Margir efnilegir Sigurlín Þorbergsdóttir er þjálf- ari hjá Sundfélagi Akraness og hef- ur hún náð frábærum árangri með sundfólkið á Skaganum. „Margir krakkar hjá okkur eru efnilegir og iðkendafjöldinn er alltaf að aukast. Ástæðan er líklega sú að hér á Akranesi eru allir í íþróttum. Það hefur verið stefna hjá okkur að huga vel að yngri flokkunum og vera með góða þjálfara. Þetta hefúr skilað sér. Þó svo að Kolbrún Ýr sé komin í fremstu röð sundkvenna þá höfum við nokkra sundmenn sem eru mjög efnilegir og koma vonandi til mpeð að standa sig vel. Ég get ne&it sem dæmi Önnu Láru Ár- mannsdóttir sem keppti á Norður- landameistaramóti unglinga, Jó- hann Ragnarsson og fleiri og fleiri," sagði Sigurlín. „Bróðir minn var að æfa sund og ég fylgdi með. Mér finnst mjög gam- an að æfa sund, það hvetur okkur áfram þessi góði árangur Kolbrún- ar. Mér gekk vel á Norðurlanda- meistaramótinu í sundi og framtíð- aráformin eru að halda áfram að vera í unglinga- landsliðinu og æfa vel,“ sagði Anna Lára Ár- mannsdóttir, 14 ára, við DV. Fótbolti er leiðinlegur „Ég fór á sundnám- skeið þegar ég var lítill og eftir það fór ég að æfa. Mér finnst alltaf jafn gaman að æfa sund, mér datt hins veg- ar aldrei í hug að fara í fótbolta því mér finnst hann leiðin- legur. Kol- brún fær mikla athygli og þetta hvetur okkur til þess að halda áfram. Ég er ákveð- inn í að halda áfram í sundinu," sagði Jóhann Ragnarsson sem er 12 ára. Það er því engin launung að sundfólk í fótboltabænum Akranesi er farið að láta mikið aö sér kveða á meðal fremstu sundmanna lands- ins. Eitt er víst að þessir krakkar hafa alla burði til að ná enn lengra. Sigurlín er dæmi um góðan þjálfara sem tekst að ná góðu sambandi við krakkana og hefur hún ásamt stjóm Sundfélagsins átt dijúgan þátt í að koma afreksfólki í sundinu á Skag- anum á toppinn. -DVÓ Heiðar Örn í hljómsveitinni Botnleðju: Langar að hitta Loga geimgengil Spútnikhljómsveitin Botnleöja komst í fréttimar á dögunum þegar ljóst varð að hún færi á tónleikaferðalag meö Blur um Bretland sem upphitunarhljómsveit. Blur líkaði upphitun hennar í Laugardalshöll það vel sl. sumar að Botnleðjudrengirnir fengu þetta kostaboð. Botnleðja, sem mun bera nafnið Silt í Bretlandi, fer utan nú um helgina og stendur ferðalagið yfir dag- ana 20. til 28. janúar nk. Söngvari og gít- arleikari Botnleðju er Hafnfirðingurinn Heiðar Örn. Hann sýnir hina hliðina á sér að þessu sinni. -bjb Fullt nafn: Heiðar Örn Kristjánsson. Fæðingardagur og ár: 7. september 1974. Maki: Elísa María Geirsdóttir. Böm: Engin. Bifreið: Nissan Pulsar í láni. Starf: Nemi í Flensborg og tónlistarmað- ur. Laun: Takmörkuð. Áhugamál: Tónlist og að glápa á vídeó. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Nei, líklega af því að ég spila aldrei. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Búa til músík og spila hana. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Heiöar Blur. Rífast við aðra. Uppáhaldsmatur: Svínakjöt hjá mömmu og mexíkanskur. Uppáhaldsdrykkur: Vatn og rauðvín. Hvaða íþróttamaðm- stendur fremstur í Örn í Botnleöju (Silt) sem er aö fara f tónleikaferö með DV-mynd ÞÖK dag? Vala Flosadóttir er flottust. Uppáhaldstímarit: Súperman og Andrés Önd. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð? Ingrid Bergman. Ertu hlynntur eða andvígur rikisstjórn- inni? Andvígur. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? John Travolta og Loga geimgengO í Star Wars. Uppáhaldsleikari: Gary Oldman. Uppáhaldsleikkona: Ingrid Bergman og dóttir hennar, Isabella Rossilini. Uppáhaldssöngvari: Ég og Elísa. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Jón Bald- vin Hannibalsson. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Andrés Önd. Uppáhaldssjónvarpsefni: X-files (Ráð- gátur) og Leiðarljós. Uppáhaldsmatsölustaður/veitingahús: Amigos. Hvaða bók langar þig mest að lesa? 101 Reykjavík eftir Hallgrím Helgason. Hver útvarpsrásanna þykir þér best? X-ið. Uppáhaldsútvarpsmaður: Svavar Gests, blessuð sé minning hans. Hvaða sjónvarpsstöð horfir þú mest á? Stöð 2, þegar ég man eftir að borga áskriftina. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Ekki Gísli Rúnar. Uppáhaldsskemmtistaður/krá: Bíóbar- inn. Uppáhaldsfélag í íþróttum: FH. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Klára stúdentinn og geta síðan lifað af því að semja og spila eigin tónlist. Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu? Spila, skemmta mér og baða mig einhvers staðar á sólarströnd. Áríð 1996 hjá Chelsea Clinton: Kom loksins út úr skápum Hvíta hússins Chelsea Clinton, dóttir forseta- hjónanna bandarísku, var bless- unarlega laus við sviðsljósið fyrstu ár foreldranna í embætti. Hún fékk frið fyrir fjölmiðlum, alveg þar til á síðasta ári. Þá sögðust Hillary og Bill hafa upp- götvað að Chelsea væri ekkert bam lengur, hún væri fullorðin kona sem vildi taka þátt í því sem foreldranir væru að gera. Fyrir kosningamar 1992 sagði Hillary hins vegar að þau myndu gera allt til þess að Chelsea fengi eins eðli- legt upp- eldi Chelsea Clinton, dóttir Banda- rikjaforseta, komst loks í sviös- Ijósiö á sföasta ári eftir aö hafa fengiö friö frá fjölmiölum fyrstu ár fööur síns í embætti. kostur væri. Þessi áform Clinton-hjónanna gengu vel eftir fyrstu árin. Ekki tóku fjölmiðlar myndir þegar Chelsea hélt upp á 16 ára afmæl- ið, þeir vom víðs fjarri þegar hún byrjaði að læra á bíl í kring- um Camp David og þannig mætti lengi telja um það sem á daga hennar hefur drifið. Á móðuröxl En ársins 1996 verður minnst sem ársins þegar Chelsea kom loks út úr skápum Hvíta hússins, ef svo má segja. Hún kom fram opinberlega, ýmist með bæði Bill og Hillary, ein og sér eða með mömmu sinni. Hún fór í viðtöl, sat fyrir á myndum og hreinlega baðaði sig í sviðsljósinu. En traustri fjölskylduímynd er hald- ið þétt að fjölmiðlunum, þannig hvílir Chelsea oft höfuð sitt á öxl Hillary og ekki að sjá að þar fari unglingur á mótþróaskeiði. Dóttir blaðamannsins góð- kunna, Walters Cronkites, Kathy, skrifaði nýlega bók um heims- fræg böm. Hún segir að Chelsea hafi ótrúlega mikið verið látin í friði af fjölmiðlum, þeir hafi t.d. ekki kappkostað að ná mynd af hennar fyrsta kossi. „Hún öðlast reynslu og uppeldi sem ekki svo margir eiga kost á. Hún lítur út fyrir að vera ung kona á uppleið sem eigi eftir að nýta sér þessi tækifæri til hins ýtrasta," segir Kathy Cronkite. Áhugamál Chelsea eru sögö ýmisleg. Hún hefur yndi af sam- kvæmum með jafnöldrum sínum og nokkrir þeirra fá að gista eina og eina nótt hjá henni í Hvíta húsinu, þ.e.a.s. vinkonur hennar!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.