Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Blaðsíða 57
DV LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 Margrét Pétursdóttir og Ólöf Sverrisdóttir fara með öll hlut- verkin. Mjallhvít í Ævintýra- Kringlunni í dag kl. 14.30 sýnir Furðuleik- húsið leikritið Mjallhvít og dvergana sjö i Ævintýra-Kringl- unni. í þessari nýju leikgerð er einfaldleikinn í fyrirrúmi. Allt er mögulegt í leikhúsi og það þarf ekki flókna né fallega leik- mynd til að hægt sé að sjá fyrir sér hóla og hallir. ímyndunaraf- lið fær að njóta sín og allir geta skemmt sér á þessu sígilda æv- intýri. Leikarar eru Margrét Pétursdóttir og Ólöf Sverrisdótt- ir og leika þær öll hlutverkin. Gunnar Gunnsteinsson er leik- stjóri og lokalagið samdi Ingólf- ur Steinsson. Sýningin tekur um 30 mínútur. Ævintýra-Kringlan er barna- gæsla og leiksmiðja fyrir börn á aldrinum^2-8 ára. Hún er á 3. hæð í Kringlunni. Leikhús Síðasta sýning á Safnaranum Annað kvöld verður síðasta sýning á Safnaranum í Höfða- borg í Hafnarhúsinu. Safnarinn er leikgerð Dofra Hermannsson- ar eftir samnefndri metsölubók eftir John Fowles. Leikarar í sýningunni eru þau Björg Jak- obsdóttir og Dofri Hermanns- son. Leikstjóri er Gunnar Gunn- steinsson. Aukið heilbrigði í dag kl. 13.00 verður haldinn fyrirlestur í Háskólabíói um Candida sveppasýkingu og af- leiðingar hennar á ónæmiskerfí líkamans. Hallgrímur Þ. Magn- ússon læknir og Guðrún G. Bergmann leiðbeinandi eru frummælendur og svara fyrir- spumum. Fjáröflunartónleikar Félag íslenskra organleikara efnir til fjáröflunartónleika í Hallgrímskirkju á morgun kl. 17.00. Þar koma fram þeir flytj- endur sem vora fulltrúar ís- lands á Norræna kirkjutónlist- armótinu í Gautaborg í septem- ber á síðasta ári. Flutt verða kór- og orgelverk eftir ellefu ís- lensk tónskáld. Samkomur Fálagsvist Félag eldri borgara í Reykja- vík verður með félagsvist í Ris- inu á morgun kl. 14.00. Dansað í Goðheimum kl. 20.00 annað kvöld. Málflutningskeppni Orators Máiflutningskeppni Orators verður haldið áfram í dag í Hæstarétti íslands. Stefnt er að því að úrslit liggi fyrir kl. 14.30. Breiðfirðingafálagið Félagsvist verður spiluð á morgun kl. 14.00 í Breiðfirðinga- búð, Faxafeni 14.00. Fyrsti dagur í fjögurra daga keppni. Kaffiveit- ingar. Allir velkomnir. Víða léttskýjað Víðáttumikil 970 mb lægð um 900 km suðsuðvestur af Reykjanesi hreyfist hægt norður á bóginn. Yfir Norðaustur-Grænlandi er 1020 mb hæð. Veðrið í dag Það ætti að viðra vel á skíðafólk um helgina því norðanáttin fer minnkandi og snýst síðar um dag- inn í norðvestan- og vestanátt og verður gola eða kaldi. Smáél verða fram eftir degi norðaustanlands en annars úrkomulaust og allvíða létt- skýjað. Yfirleitt verður smávægilegt frost, mest þó á Norðurlandi, um sex stig, en minnst á suðvesturhom- inu, 1 stig. Sólarlag í Reykjavlk: 16.30 Sólarupprás á morgun: 10.44 Síðdegisflóð í Reykjavík: 14.40 Árdegisflóð á morgun: 03.20 Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri snjókoma -2 Akurnes skýjað 1 Bergstaóir skafrenningur -3 Bolungarvík snjókoma -5 Egilsstaðir hálfskýjað -1 Keflavíkurflugv. skýjað 2 Kirkjubkl. skúr 2 Raufarhöfn snjókoma -2 Reykjavík skýjað 2 Stórhöföi skýjað 5 Helsinki snjókoma -3 Kaupmannah. Ósló þokumóöa 1 Stokkhólmur þokumóóa -1 Þórshöfn súld 8 Amsterdam mistur 6 Barcelona rigning 13 Chicago heiöskírt -23 Frankfurt þoka í grennd -6 Glasgow rigning 5 Hamborg mistur -4 London rigning 8 Lúxemborg léttskýjaó 2 Malaga léttskýjað 16 Mallorca rigning 14 Maiami skýjað 9 Paris skýjað 8 Róm þokumóða 11 New York hálfskýjaó -9 Orlando heiðskírt 3 Nuuk slydduél -1 Vín frostúói -3 Winnipeg heiöskírt -31 | Cult er aö margra áliti ein allra flottasta rokksveit fyrr og síöar. Rósenbergkjallarinn: Kveðjustund fyrir Cult Eins og ávallt er mikiö rokkað í Rósenbergkjailaranum um helgina og verður enginn rokkaðdáandi svikinn af að gera sér glaðan dag þar. í kvöld er óvenjumikið um að vera í kjallaranum en þá kemur fram fjöldi rokkara og hljómsveita Skemmtanir sem ætla sér aö kveðja hljómsveit- ina Cult, þannig að það er eftir miklu að slægjast. Fjöldi þekktra og óþekktra rokk- ara koma fram. Má nefna meðlimi Stálfélagsins, Stripshow, Dead Sea Apple, Ray Bees, Jötunuxa og Gulla Falk. Fleiri munu koma fram og híálpa til að gera þetta kvöld að heljarmikilli rokkveislu. dagsönn <æ Gosi Háskólabíó sýnir Gosa (The Adventures of Pinocchio) sem er ný, bandarísk kvikmynd eftir þessu fræga ævintýri en eins og flestir vita er Gosi lítill trédreng- ur og þegar hann segir ósatt fer nefið á honum að stækka. í þess- ari mynd er blandað saman leikn- •“ um atriðum og tölvugrafik. Það er óskarsverðlaunahafinn Martin Landau sem leikur brúðugerðar- manninn. Aörir leikarar eru Udo Kier, Rob Scheider, Bebe Neuwirth og barnastjaman Jon- athan Taylor Thomas sem leikur Gosa en margir kannast við hann 1 úr hinni vinsælu sjónvarpsseríu Handlaginn heimilisfaðir. Á ______________________ Kvikmyndir íslenskt tal hefur verið sett við Gosa og er það Ágúst Guðmunds- son sem leikstýrir talsetningunni en hann hefur einnig þýtt text- ann. í hlutverkunum eru Amar I Jónsson, Egill Ólafsson, Þórhall- ur (Laddi) Sigurðsson, Sigrún Edda Bjömsdóttir, Karl Ágúst Úlfsson, Steinn Ármann Magnús- son, Steinunn Ólína Þorsteins- dóttir og fleiri. Nýjar myndir: Háskólabíó:Leyndarmál og lygar Laugarásbió: Eldfim ást Kringlubíó: I hefndarhug Saga-bíó: Ógleymanleg Bíóhöllin: Lausnargjaldið Bióborgin: Kvennaklúbburinn Regnboginn: Banvæn bráðavakt ,— Stjörnubíó: Ruglukollar Borðtennis, skvass og listhlaup á skautum Það er mikið um að vera í íþróttum um helgina, handboltinn og körfuboltinn á fullu eins og all- ar helgar en það er keppt í fleiri íþróttagreinum. Á morgun verður L.A. Café mótið í borðtennis og er keppt í TBR- húsinu. Keppt er í átta flokkum og verður allt besta borðtennisfólk okkar með. Keppni hefst kl. 10.30 í fyrramálið. Skvass er íþróttagrein sem á auknum vinsældum að fagna. í gær hófst fyrsta skvassmót ársins, Snævars video skvassmótið og gefur þetta mót punkta til íslands- móts. Keppt er í karla-, kvenna- og unglingaflokkum. í dag er keppt milli kl. 13 og 15 og verða þá leikn- ir úrslitaleikir. Mótið fer fram í Veggsporti. (þróttir í dag verður haldið Reykjavík- urmót i listhlaupi á skautum á skautasvellinu í Laugardal ef veð- ur leyfir. Mótið hefst kl. 9.30. Hamli veður verður mótið flutt yfir á sunnudag. Reiknað er með um 30 keppendum. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 18 17.01.1997 kl. 9.15 Eininfl____________Kaup Sala Tollflenqi Dollar 67,790 68,130 67,130 Pund 113,440 114,020 113,420 Kan. dollar 50,510 50,820 49,080 Dönsk kr. 11,1070 11,1660 11,2880 Norsk kr 10,7080 10,7670 10,4110 Sænsk kr. 9,7260 9,7790 9,7740 Fi. mark 14,2060 14,2900 14,4550 Fra. franki 12,5440 12,6150 12,8020 Belg. franki 2,0507 2,0631 2,0958 Sviss. franki 48,9700 49,2400 49,6600 Holl. gyllini 37,6400 37,8600 38,4800 Þýskt mark 42,3100 42,5300 43,1800 ít. líra 0,04353 0,04380 0,04396 Aust. sch. 6,0100 6,0470 6,1380 Port. escudo 0,4244 0,4270 0,4292 Spá. peseti 0,5069 0,5101 0,5126 Jap. yen 0,57890 0,58240 0,57890 írskt pund 111,060 111,750 112,310 SDR ' 95,57000 96,14000 96,41000 ECU 82,3300 82,8200 83,2900 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.