Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Page 4
4 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 fféttir x ■'jlr Niðurstaða Hæstaréttar þar sem fíkniefnalögregla krafðist að verjandi viki: Fylliríi og kjaftagangi lögmannsins var hafnað - áfengislykt, bjórflöskur við skýrslutökur og ítrekað þvoglumæli ósannað Hæstiréttur hefur hathað kröfu fikniefhadeildarinnar í Reykjavík um að einn verjenda hinna grunuðu ís- lendinga víki í hinu svokallaða stóra fíkniefnamáli. Sakbomingurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í desem- ber. Krafa lögreglunnar er reist á því að lögmaðurinn hafí brotið gegn skyld- um sínum sem verjandi í málinu. Tveir lögreglumenn telja sig hafa fundið áfengisþef leggja frá lögmann- inum við skýrslutöku af skjólstæðingi hans fjórum dögum fyrir jól og annar þeirra hafi reyndar komið auga á nokkrar flöskur af bjór í tösku hans. Lögreglan hefur einnig upplýst að lögmaðurinn hafi verið þvoglumæltur þegar hann hafði símasamband við lögreglumann þann 6. janúar. í upp- lýsingaskýrslu frá 9. janúar kemur síðan fram að lögreglumaður hafi rætt við sex fangaverði að Litla-Hrauni þar sem hinn grunaði situr inni. Þeir hafi allir staðfest að lögmaðurinn hafi margítrekað haft símasamband við skjólstæðing sinn í fangelsinu á öllum tímum sólarhrings og þá oft verið drafandi í málrómi og átt erfitt með mál sökum ölvunar. Einnig var lagt til grundvallar að ónafhgreindur maður hefði komið að máli við lögreglumann þann 27. des- ember. Hann greindi frá því að um- ræddur lögmaður „hefði talað frjáls- lega rnn málið og rannsókn þess við óviðkomandi". Einnig lá fyrir skýrsla um samtal lögreglumanns við annan sakborning í málinu. Sá síðamefiidi hefði þar greint frá því að umræddur lögmaður hefði haft símasamband við sig undir áhrifum áfengis. Sakborn- ingurinn taldi jafnframt að lögmaður- inn hefði reynt að hafa áhrif á sig við rannsókn málsins. Auk þess hefði hann greint frá því að hann hefði bor- ið upplýsingar um rannsóknina til skjólstæðings síns. í greinargerð iögmannsins til Hæstaréttar var því mótmælt að henn hefði verið undir áhrifum áfengis í störfúm sínum sem verjandi. Fuilyrð- ingar þar að lútandi séu reistar á þvoglumæli sem stafi ekki af neyslu áfengis heldur öðrum tilgreindum sökum. Þá vísar iögmaðurinn því með öllu á bug að hann hafi talað frjálslega um málið við óviðkoamndi eða á ann- an hátt brugðist lögbundnum skyld- um sínum sem verjandi. Hæstiréttur taldi ekki sannað að lögmaðurinn hefði vanrækt starfa sinn sem verjandi „með svo óviðun- andi hætti að héraðsdómara hafi bor- ið að afturkalla skipun hans, enda verða ekki'lagðar til grundvallar í þeim efnum áðurgreindar upplýsing- ar sem lögreglu hafa borist í óstaðfest- um samtölum", segir í dómi Hæsta- réttar. Þótt dómurinn hafi nefnt „tilgreind- ar sakir“ kom hvergi fram í niður- stöðum hverjar þær voru. -Ótt Sólarskáldið nírætt - fékk bæjarfulltrúa í heimsókn og tók á móti blysför Guðmundur Ingi Kristjánsson, skáld og bóndi í Bjamardal í Ön- undarfirði, varð níræður 15. janúar. Guðmundur hefur gefið út fjölda Ijóðabóka og eftir hann liggja ótald- ar tækifærisvísur um sveitunga hans. Guðmundur Ingi var heiðurs- borgari í gamla Mosvallahreppi, sem nú tilheyrir ísaijarðarbæ, og heiðursfélagi Búnaðarsambands Vestfjarða. Það sem Guðmundur Ingi hefur síðast látið frá sér fara opinberlega er kveðskapur á minningarstein er reistur var um þá sem fórust í snjó- flóðinu á Flateyri og eins ljóö er hann orti fyrir Önflrðingafélagið í Reykjavík. Guðmundur Ingi fékk bæjarfulltrúa ísafjarðarbæjar í heimsókn til sín á afinælisdaginn og færðu þeir honum áritaða bókina Perlur úr náttúru íslands. Sagðist Guömundur Ingi vera nokkuð hress á afmælisdaginn en fætumir væra famir að gefa sig. Hann hefúr mikið starfað að félags- málum, bæði í þágu bænda sem og löngu ævi, auk bústarfa og kveð- að sveitarstjómarmálum, á sinni skapar og greinilegt að sveitungar Guðmundar kunna vel að meta störf hans. Efiidu þeir til blysfarar á aftnælis- daginn og mættu allir sem vettlingi gátu valdið í göng- una, bæði böm og fullorðnir. í hlaðinu á Kirkjubóli söng hópurinn svo skáld- inu til heiðurs, bæði ljóðið Önundarfiörð- ur, sem er eftir hann sjálfan, og svo auðvitað afmælis- sönginn. Þá efna sveitungar Guð- mundar Inga til menningarhátíðar á Núpi í dag. -HKr. Blysför sveitunga. Þorstelnn Jóhannesson, læknir og forseti bæjarstjórnar ísafjaröarbæjar, færir Guömundi bók aö gjöf. DV-myndir HörBur g"TH III ilL III III IILJil III III iLL IIL—IIQ NYARSUTSALA ’ Já, Nýársútsalan er nú í fallam gangiog t>ú getur gert : einstaklega góð kaup, iú i fullum gangi og þá getur gert ’ W*imi Samsung Max-477 er hljómtœkjasamstœða 2x60Wmagnara,' etlutœki með Dolbo geislaspilara, 16 st útvarpi, tónjafnari Surround, þráðlausr tvöfö Samsung Max-370 er hágœða hljómtœkjasamslœða méo útvarpi, 2 x 40 W magnara, tvöfðldu kassettutæki eð DolfxiyB, g^lpspilara, 16 stöðva inni á útvarpi, tónjafnari með minni, rround, þráðlousri |dri9ýring, tengi fyrir heymartól, Ipastillingu, klukku o.fl. Skiphom 19 ^ Sími: 552 9800 Grœnt númer: 800 6886 Gróska, samtök jafnaðarmanna, stofnuð í dag: Aðeins þrír þingmenn Alþýðu- bandalags lýsa stuðningi - engin þingkvenna Kvennalistans er á stuðningslista Stofhfundur Grósku, samtaka jafnaðarmanna og félagshyggju- fólks, verður haldinn í Loftkastalan- um í dag. Þama er um aö ræða sam- tök sem ungt fólk úr Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi, Kvennalista, Þjóð- vaka og utan flokka hefur undirbú- ið og stendur að. í gær var birt auglýsing í Morg- unblaðinu þar sem um 250 einstak- lingar skora á fólk að mæta á þenn- an stofnfund. Það vekur athygli að allir þing- menn Alþýðuflokksins og Þjóðvaka em þama með en aðeins nöfn þriggja þingmanna Alþýðubanda- lagsins eru á þessum lista, 6 þeirra era ekki með. Þá er engin af þing- konum Kvennalista á listanum Þeir þingmenn Alþýðubandalags- ins sem era á listanum era Margrét Frímannsdóttir, formaðm- flokks- ins, Bryndís Hlöðversdóttir og Sig- ríður Jóhannsdóttir. Þeir sem ekki eru með em Svav- ar Gestsson, Steingrímur J. Sigfús- son, Hjörleifur Guttormsson, Krist- inn H. Gunnarsson og Ögmundur Jónasson. Þingkonur Kvennalistans, þær Kristín Halldórsdóttir, formaður þingflokksins, Kristín Ástgeirsdótt- ir og Guðný Guðbjömsdóttir eru ekki með í áskoruninni. -S.dór Stofnun Grósku - samtaka jafnaðarmanna og félagshyggjufólks f Þlngmenn Alþýöubandalags sem skrlfa undlr stubnlng: Margrét Frímannsdóttlr Bryndís Hlööversdóttlr. Sigrlöur Jóhannsdóttlr • . Sfe Þlngmenn Alþýöufíokks {S ; sem skrlfa undlr stuönlng: Gísli S. Einarsson Guömundur Arni Stefánsson Jön Baldvin Hannibalsson Lúóvík Bergvinsson Rannveig Guömundsdóttir Sighvatur Björgvinsson Össur SkarphéBinsson Þlngmenn ÞJóbvaka V' sem skrlfubu undlr: Ágúst Einarsson SvanfríBur Jónasdóttir Jóhanna Siguröardóttir Ásta R. Jóhannesdóttir Þlngmenn Alþýbubandalags sem skrlfuöu ekkl undlr: Svavar Gestsson Steingrlmur J. Sigfússon Kristinn H. Gunnarsson sori & Suttormsson nar Arnalds lúhdur Jón ónásson Þlngkonur Kvennallsta sem skrlfubu ekkl undlr: Kristín Halldórsdöttir Kristln Astgeirsdóttir " “ ' Guöbjörnsdóttir =dX?3}==

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.