Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1997, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1997, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 8. MARS 1997 Jj"V 8 isælkerinn Sigríður Hrafnhildur Jónsdóttir: Svínakótelettur í austurlenskum búningi Sælkeri vikunnar er Sigríður Hrafnhildur Jónsdóttir, deildar- stjóri á skrifstofu forseta íslands. „Við erum mjög mikið fyrir aust- urlenskan mat á mínu heimili, sér- staklega kínverskan. Ég setti svína- kótelettur í þennan austurlenska búning. Þær eru fljótlegar í mat- reiðslu og bragömiklar. Það er reyndar erfitt að borða kótelettur með prjónum, sem er miður, því einhvern veginn bragðast austur- lenskur matur betur með prjónum en hníf og gaffli,“ segir Sigríður. Ca 1 kg svínakótelettur lagðar í eftirfarandi kryddlög: ca m dl olía (raspolían frá Sól er frábær í kínverskan mat og ekki síst til steikingar) ca 1 y2 dl sojasósa 3-4 marin hvítlauksrif y2 saxað steinseljubúnt ca 2-3 msk. fhit hakkaður laukur Sletta af þurru sérríi (má sleppa) 1 tsk. púðursykur 1 ferskur chilipipar (fræin eru varasöm því fyrst og fremst gera þau matinn sterkan) Öllu blandað saman, hellt yfir svinakótelett- urnar og þær látnar liggja í leginum í nokkrar klst. Ágætt að snúa þeim a.m.k. 180° C í 30-45 mínútur. Fer eftir þykkt kótelettnanna. Ca 250 g af sveppum steikt á pönnu og stráð yfir réttinn þegar hann er borinn fram og dálitlu af saxaðri ferskri steinselju til að fríska upp á útlit- ið. Að sjálfsögðu borðað með soðn- um ósviknum hvítum hrís- grjónum! 3-4 gulrætur ca hálf agúrka rauð paprika vorlaukur eða púrra Salatsósa: emu sinni. Bak- aðar í fati við ca Sigríöur Hrafnhildur Jónsdóttir, seta íslands. Eftirfarandi salat er mjög frískandi og fal- ; legt með kótelett- unum-einnig með ýmsum austurlensk- um mat, ekki síst fiski: Fínt skorið grænmeti Vi-'A haus hvítkál deildarstjóri á skrifstofu for- sama gj rauö_ káli 1 dl hrisgijónaedik (ekkert annað edik) ca y2 dl sojasósa 3-4 marin hvítlauksrif 1 fínt saxaður ferskur chilipipar 1-2 tsk. rifm fersk engiferrót 1-2 tsk. sesamolía ögn af strásykri 1 dl ferskt saxað kóríander. Blandað saman og hellt yfir salat- ið rétt áður en það er borið fram eða sósan borin fram sér. Salatið missir allan ferskleika og lit við að liggja of lengi í salatsósunni. Best er að drekka ísvatn eða ís- kaldan bjór með. Þorstinn ræðst að sjálfsögðu heilmikið af því hversu ósínkur maður er á chilipiparinn og þá helst fræin! -em Gómsætir rúg- mjölskubbar Brauð með grófu eða finu rúgmjöli er bæði hollt og gott. í uppskriftinni er helmingurinn hveiti og helmingurinn rúg- mjöl. Súrmjólk í stað mjólkur gerir brauðið lungamjúkt. Brauðið er gott með súpum og söltum mat og er létt að baka. 5 dl súrmjólk 50 g ger 4 msk. olía 2 tsk. salt 2 msk. kúmen (má sleppa) 6 dl rúgmjöl 6 dl hveiti ★ matgæðingur vikunnar Hræriö gerið út í súrmjólkina. Blandiö saman súrmjólk, olíu, salti, kúmeni og rúg- mjöli og svo miklu af hveiti að deigið verði jafnt. Vinnið þaö vel saman. Látið plast- filmu yfir deigið og geymið til þess að það hefist í 40 mínútur. Smyrjið ofnskúflu eða hyljið hana með bök- unarpappír. Takið deigið upp á bökunar- borðið. Vinnið það vel og búið til úr því flata köku sem passar í ofnskúffuna. Látið hefast í 30 mínútur. Penslið deigiö með vatni eða mjólk og stráið yfir það grófu mjöli. Skerið hálfa leið niður í deigiö í teninga meö beittum hníf. Bakið neðst í ofhinum. -em Ellert Berg Guðjónsson: Heitt sveppa-patá og flamberaðar svartfuglsbringur Ellert Berg Guðjónsson er matgæð- ingur vikunnar. Hann ætlar að kenna lesendum DV að matreiða heitt sveppa-paté og flamberaðar svart- fuglsbringur. 4-6 manns 80 g hrísgrjón (1 dl.) 1/2 kg gróft hakkaðir sveppir 3 meðalstórir hakkað-, ir zittuer-laukar 1 hvítlauksgeiri 50 g hakkaðar hasselhnetur 1 tsk. þurrkað timian 50 g smjör 2 egg 1/4 lítri rjómi 2 tsk. gróft salt nýmalaður pipar. Bökunartími ca. 60 mín. við 175°. Sjóðið hrísgrjónin og látið þau kólna aðeins. Blandið saman sveppum, lauk, hvítlauk, hasselhnetum og tim- ian. Brúnið í 2 skömmtum í gylltu j smjöri á stórri ] pönnu. Hellið blön- j dunni í skál. Bætið við hrísgrjónum, ] eggjum, salti og i pipamum og hrær-1 ið vel saman. Setjiö blönduna síðan í i smurt patéform eða annað ofnþolið form (ca. 1 1/2 litri og bakið í miðjum { ofni án loks). Meðlæti: ferskt grænmetissalat, flutes og hvítlauks- dressing. Creme frech hvítlauksgeiri E||ert Berg GuBjónsson. salt smá sykur (1/3 tsk.) graslaukur. Flamberað- ar svart- salt og nýmalaður pipar smjör til steikingar 1/2 litri rjómi gráðostur bláberjasulta. Skerið kjötið frá beinum og snyrtið, kryddið með viflibráðarkryddi, salti og pipar og látið standa þannig í 2-3 tíma. Hitið smjörið á pönnu þangað til það verður fallega gyllt á litið, snöggsteikið bringumar beggja megin við góðan hita, því næst er brennivín- inu hellt yfir bringumar á pönnu og fiamberið. Látið bringumar krauma í ca. 1/2-1 mínútu á pönnunni. Takið kjötið af pönnunni og lækkið hitann. Hellið rjómanum á pönnuna, bræðið gráðostinn og setjið bláberjasultuna út í. Þegar fundið er rétt hlutfall osts og sultu, er bringunum komið fyrir í sósunni og látið sjóða við vægan hita í 8-10 mínútur. Berið fram með sykurbrúnuðum kartöflum, hrásalati og maískomum. Mælt er með ljúffengu Cabemet Sau- vignon rauðvíni. ; -em Kjúklingapottráttur Kjúklingur er mjög góður í pottrétti. Kjötið er magurt og milt og mjög auövelt er að bragðbæta það með ólíkum bragðtegundum. 1 kjúklingur 2 msk. hveiti l'/2 tsk. salt svartur pipar á hnífsoddi Vi tsk. paprikukrydd 2 gulir laukar 1 hvítlauksgeiri smjör eða smjörlíki 3 dl þurrt hvítvín 200 g ferskir sveppir 1 dl rjómi 1 msk. koníak Skiptið kjúklingnum í 4-8 eða 10 bita. Blandið saman hveiti, salti, pipar og paprikukryddi og veltið kjúklingnum upp úr blönd- unni. Takið utan af lauknum og hvítlauknum og hakkið. Brúnið kjúklingabitana í feiti og leggið þá í pott. Brúnið þá lauk og hvít- lauk og takið pönnuna svo af hell- unni. Helliö hvítvíni yfir laukinn og hrærið saman. Síðan er blönd- unni hellt yfir kjúklinginn. Látið sjóöa undir loki á lágum hita í 25-30 mínútur. Skolið sveppina og steikið þá í örlitlu smjöri eða smjörlíki. Setjið sveppina og rjómann út í pottréttinn og látið sjóða. Bætið þá koníakinu saman við. Borið fram með soðnum eða steiktum kartöflum, hrísgrjónum og salati. Frómasterta Sænsk frómasterta er mjög góð meö kaffinu eða sem eftirréttur eftir matinn. Bökunartími 15 mínútur og ca 1% klukkustund fyrir frómasinn að stirðna og deigið að standa. Smjördeig l'/a dl hveiti 1 msk. strásykur 75 g smjör eða smjörlíki 1 eggjarauða Frómas 4 blöð matarlím 2 eggjarauður 1 dl strásykur 1 dl kaffirjómi 2 dl þeytirjómi 2 eggjahvítur Skreyting þeytirjómi og hakkaðar möndlur Blandið saman hveiti og sykri. Myljið feitina smátt í blönduna og bætið eggjarauðuimi saman við. Hnoðiö snöggt saman í deig. Látið deigið standa í 30 mínútur. Stillið ofninn á 200 gráður. Fletjið deigið út í hringlaga köku, jafhstóra og botninn sem ætlunin er að nota. Leggið botninn í formið. Bakið í miðjum ofninum í ca 15 mínútur. Látið matarlímið liggja í köldu vatni í 5-10 mínútur. Þeytið sam- an eggjarauður og sykur. Leysið upp matarlímið í örlitlu af kaffi- ijómanum við lágan hita. Hellið limblöndunni í þaö sem eftir er af kaffirjómanum og hrærið blönd- unni saman við eggjahræruna. Stífþeytið rjóma og eggjahvítur sitt i hvoru lagi. Blandið rjóman- um saman við eggjahræruna og þar á eftir eggjahvítunni. Hellið frómasnum á smjördeigsbotninn í forminu og látið standa á köldum staö í 1 klukkustund. Bleytið hníf í heitu vatni og látið hann renna meðfram forminu til þess aö losa það. Skreytið kökuna. -em
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.