Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1997, Blaðsíða 11
I>"Vr LAUGARDAGUR 8. MARS 1997
11
DV-mynd Hilmar Þór
Börn og barnabörn
Mér hlýnaði nm hjartarætur í
vikunni er mér barst elskulegt
bréf frá samstúdentum mínum.
Þar var ég minntur á það að í vor
ættum við 25 ára stúdentsafmæli,
hvorki meira né minna. Stúd-
entahópar dreifast víða en við
höfum haidið í þá hefð að hittast
á fimm ára fresti, minnast
menntaskólaáranna en ekki síð-
ur að heyra af högum félaganna í
dag.
Ég vissi innra með mér að
þessi tímamót voru í vændum.
Maður leiðir það samt hjá sér að
aldarfjórðungur sé liðinn frá því
að menntaskólanámi lauk. Þegar
stúdentar ganga út í lífið, á björt-
um vordegi, finnst þeim aldar-
fjórðungur sem eilífð, pæla raun-
ar ekki í svo stjamfræðilegum
stærðum. í bréfi þessara góðu
vina minna sá ég það þó svart á
hvítu að 25 árin eru liðin, mn það
þarf ekki að deila. Og því fer
fjarri að þau séu stjamfræðileg
stærð. Þau hafa þotið áfram og
þegar litið er til baka er líkt og
það hafi gerst í gær að við settum
upp hvítu kollana og stungum
nelliku í hnappagat, tilbúin til
þess að takast á við hvað sem
var. Samt hefur gerst svo ótal-
margt á þessum aldarfjórðungi.
Hárið óx
Það vom raunar ekki allir til-
búnir til þess að setja upp hvítan
koll þegar kom að þeim merkis-
degi að við áttum að útskrifast.
Við sátum í menntaskólanum frá
árinu 1968 tU 1972 og það vom
engin venjuleg ár. Við drengimir
komum herraklipptir í skólann í
upphafi en fáa hefi ég séð síð-
hærðari en útskriftarárganginn
þann. Stúlkumar mættu nánast
með slaufur í hárinu í fyrsta
bekk. Þær véku þó fljótlega fyrir
ennisborðum og mussum. PistU-
skrifari náði þeim merka áfanga
í lífi sínu, þrjú síðustu mennta-
skólaárin, að fara ekki tU hár-
skera. Hárvöxtm: hefur þó aldrei
verið vandamál á þeim bæ.
Makkinn var því þykkur og nán-
ast slöngulokkar undan stúdents-
húfunni þegar þar að kom. Þetta
var fráleitt gósentíð hárskera og
mikið var lagt á foreldra sem
máttu búa við kafloðin og upp-
reisnargjöm ungmenni í muss-
um. En gaman var þetta og minn-
ingin um skólann og skólafélag-
ana er góð.
Örlítið frúarlegri
Það er á þessum ámm sem
sterk tengsl myndast á milli
fólks, vinátta sem stendur ævi-
langt. Sú vinátta og væntum-
þykja endist jafnvel þótt fólk hitt-
ist sjaldan og langt sé á mUli
manna. Það bregst ekki að gam-
an er að hitta þetta fólk og rifja
upp samvistarárin. Tilfinning-
amar em heitar á þessu aldurs-
skeiði og það man ég að við
skólabræðumir sáum þar marga
fegurðardrottninguna og breytti
hártiska og klæðaburður tíma-
bUsins engu þar um. Ekkert skal
fuUyrt um hvað þessar elskur
sáu við skólabræður sína en þó
skal því ekki neitað að þarna
fúndu margir sinn lífsforunaut.
Það virtist því ekki koma að sök
þótt drengimir mættu með hár
niður á axlir, skipt í miðju og
þeir sem lengst vom komnir í
þroskanum með skegghýjung.
Nánast aUir sveinarnir reyndu
við barta að hætti erlendra fyrir-
mynda.
Það er þvi ómæld skemmtun
að hittast aftur þótt aðeins sé á
fimm ára fresti. Skólasystumar
era enn faUegar en því er ekki að
neita að margar hverjar eru
orðnar talsvert frúarlegri. Og fín-
ni era þær í tauinu. Mussumar
era aðeins tU á myndum og í
minningunni. Skólabræðurnir
hafa og tekið stakkaskiptum.
Þeir eru aUir heldur meiri um sig
miðja. Maginn hefur á einhvem
hátt vaxið út og svokaUaðar ást-
arhöldur sest á síður. Klæðaburð-
urinn er virðiUegur, hálsbindi og
gráteinótt föt. Þeir finna tU sín
enda hefur árgangurinn spjarað
sig prýðilega í þjóðfélagsstig-
anum og gUdir það jafnt um kyn-
in.
Litfagrar konur en gráir
karlar
Eitt -vekur og sérstaka athygli
þegar litið er yfir þennan fríða
hóp. Það vottar ekki fyrir gráu
hári hjá nokkurri konu. Svo vel
hafa þær staðið sig þessar elskur.
Það er ekki endUega víst að hára-
liturinn sé alveg sá sami og var í
den tíð og strípur margs konar
skreyta þær. Öðru máli gegnir um
karlpeninginn. Sumir era gráyrj-
Jónas Haraldsson
fréttastjóri
óttir og aörir alveg gráhærðir. Þá
era þeir sem eru með hátt enni
eða mána efst á höfðinu. Ónefndir
era félagar sem aðeins eru hærðir
ofan við eyran og eiga þann kost
vænstan að biðja um svokaUaða
kiwi-klippingu. En það er sama
hvert háralagið er, aUir eru vel
snyrtir. Hárskerar blómstra enda
sem aldrei fyrr. Það er af sem
áður var.
Lína um barnabörn
Það man ég líka að stúlkur í
mínum bekk voru kjarnorkukon-
ur. Þær vUuðu ekki fyrir sér að
fjölga mannkyninu þótt í mennta-
skóla væru. Menn kipptu sér því
ekki upp við það þótt ein og ein
þykknaði undir mussubelti. Þegar
bamið var fætt brugðu þær sér
heim í frímínútum og gáfu brjóst.
Einfalt og eðlilegt. Þær komu svo
aftur og héldu náminu áfram eins
og ekkert hefði í skorist. Það er
hins vegar umhugsunarefni okk-
ur, sem finnst við eUíflega ung, að
bömin sem þarna urðu til eru nú
komin hátt á þrítugsaldur.
Þessi staðreynd skýrir eina
línu í fylgibréfinu sem ég fékk frá
afmælisnefnd stúdentanna. í því
bréfi kom fram að samhliða stúd-
entsafmælinu ætti að koma út
æviskrá okkar félaganna. Þar ber
okkur að tíunda fjölskylduhagi,
menntun og störf líkt og gerist í
æviskrám. Þetta er hið merkasta
framtak og ég get ekki neitað því
að ég hlakka til að sjá æviskrána
þegar hún verður fuUgerð. Þar
mun væntanlega koma fram, í
stuttu máli, lífshlaup hvers og
eins, nafn maka og bama, mennt-
im og störf að ógleymdri mynd af
viðkomandi. Sérstaklega verður
spennandi að bera saman mynd
dagsins í dag við stúdentsmynd-
irnar sælu. Þær eru aUar til á bók
og þá sögu verður að segja eins og
er, það sést vart í stúdentana fyr-
ir hári.
En það var áðurnefnd lína í
fylgibréfinu sem fékk mig tU að
staldra við. Það var ekki nóg með
það að beðið væri um nöfn og
fjölda bama. Það var líka beðið
um hið sama varðandi bamaböm-
in. Það var ekki fyrr en þá sem ég
fékk áfaUið. Þetta minnti mig á
þakkarávarp öldunga sem þakka
fyrir velvUd og vináttu á áttræðis-
afmælinu, einkum börnum,
tengdabörnum, bamabömum og
bamabarnabörnum. Gat það verið
að við, þessi siðhærðu stúdentar
frá árinu 1972, stæðum í þeim
sporum að telja upp bamabömin
í æviskrá hópsins?
Ekki bar á öðru og þegar betur
var að gáð átti þessi lína auðvitað
fuUan rétt á sér. Ég veit svo sem
af því að ýmsir skólafélagar mín-
ir eiga orðið bamabörn og það er
algerlega eðlUegt. Við hjónakorn-
in eigum raunar böm á viður-
kenndum barneignaraldri. Það
var bara óskin í fylgibréfin sem
kom mér á óvart og minnti um
leið á það að gráu hárin á höfðinu
era kannski engin tUviIjun.
Breytt áhugamál
Það breytir þó ekki því að ald-
ur er afstætt fyrirbrigði og enginn
er eldri en hann viU vera. Það á
vel við um þennan hóp skólafé-
laga sem geymir aUt litróf samfé-
lagsins, hvort sem era læknar,
prestar, sveitarstjómarmenn, fjöl-
miðlafólk eða bankastjórar. Innan
hópsins era meira að segja lands-
frægir popparar sem hvergi gefa
eftir þótt nokkrum ungstimum
hafi skotið upp síðan. Ár-
gangspoppararnir okkar standa
það aUt af sér með glans. Þeir era
eins og góð vín. Þeir verða betri
með áranum. Enn er það eitt sem
popparar árgangsins okkar af
karlkyni hafa umfram aðra skóla-
bræður sína. Það er líkt á komið
með þeim og elskulegum skóla-
systrum okkar, það gránar ekki
hár á höfði þeirra. Það er heldur
að liturinn skerpist ef eitthvað er.
Fullyrða má að síðhærður stúd-
entsárgangurinn hafi ekki haft
snefil af ættfræðiáhuga það sæla
vor 1972. Sérhver ættfræðingur
hefði verið púaður niður. Það
vUdi þeirri stétt manna tU happs
að þeir urðu ekki á vegi þeirra
sem ætiuðu sér að sigra heiminn
og hafa gert það á sinn hátt. En
væntanlega er það merki um auk-
inn þroska að þessi sami hópur
hefur ekki á öðru meiri áhuga en
ættfræði á þessum tímamótum.
Ég hlakka til að lesa um lífs-
hlaup félaga minna nær og fjær
og ekki síður að sjá á þeim vel
snyrt andlitin á mynd og ný-
klippta koUana.