Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1997, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1997, Blaðsíða 16
LAUGARDAGUR 8. MARS 1997 JJj'V Björk Þórðardóttir missti sambýlismann og dóttur í Súðavíkurflóðinu - Gengið margsinnis á veggi í kerfinu eftir það: Hörmungarnar sem dundu yfir Súðavík í janúar 1995 og Flateyri í október sama ár sitja enn í okkur en fyrir aðstandendur þeirra sem fórust í snjóflóðunum er minningin enn þungbærari. Björk Þórðardóttir er ein þeirra sem misstu sína nán- ustu. Sambýlismaður hennar, Haf- steinn Björnsson, fórst í Súðavík sem og yngri dóttir Bjarkar, Júlí- anna Bergsteinsdóttir, 12 ára, þegar flóðið féll á hús þeirra aö Túngötu 6 aðfaranótt 16. janúar. Björk var að vinna á ísafirði þegar flóðið féll. Hún hefur átt mjög erfitt upp á síðkastið. Hjálpar þar margt til. Hún er ósátt við að hafa ekki verið vöruð við snjóflóðahættunni þegar þau Hafsteinn keyptu húsið nokkrum mánuðum fyrir flóðið og slælegur frágangur persónulegra muna eftir flóðið tók mjög á hana. í júní 1995 keypti hún blómabúð við Laugaveginn til að hafa um nóg að hugsa en hana varð hún að selja haustið 1996 því öll baráttan við kerfið var farin að fara illilega með taugakerfið og fannst henni hún ekki vera manneskja til að reka verslun lengur. Þyngst hefur lagst á hana að fá Súðavíkurslysið ekki tekið til opin- berrar rannsóknar en hún var í hópi sjö Súðvíkinga sem sendu rík- issaksóknara bréf og báðu um opin- bera rannsókn. Ríkissaksóknari hefur nú svarað erindinu þar sem hann hafnar rannsókn og eru þau mjög ósátt við það. Förum með málið lengra Björk segir að þau ætli með mál- ið lengra en hafi ekki ákveðið leiðir í þeim efnum. Hún segist hafa safn- að kröftum til að tala þeirra máli, tími hafi verið kominn til að gefa Hafsteini Númasyni smá hvíld en Jeppafjaðrirnar komnar: Framfjaðrir Daihatsu Rocky 11.300 kr. Afturfjaörir Daihatsu Rocky 14.500 kr. Afturfjaðrir Mitsubishi Pajero (stuttur) 14.100 kr. Afturfjaðrir Mitsubishi Pajero (langur) 15.500 kr. Afturfjaðrir Mitsubishi L-300 16.100 kr. Framfjaðrir Nissan Patrol 12.400 kr. Afturfjaðrir Nissan Patrol 13.200 kr. Framfjaðrir Suzuki 10.100 kr. Afturfjaðrir Suzuki 10.800 kr. Afturfjaðrir Isuzu Trooper, dísil 15.500 kr. Einnig fjaðrir í margar gerðir Mazda sendi- og pallbifreiða, Toyota Hi-Ace og Toyota LiteAce sendibifreiðar. Pantanir óskast sóttar. FJAÐRABÚÐIN PARTUR HF. Eldshöfða 10 Símar 567-8757 & 587-3720 - segir Björk sem ætlar að halda áfram baráttunni þótt það taki hana alla eilífð hann hefur verið ötull talsmaður þess að fá Súðavíkurslysið rannsak- að og safnað saman ógrynni gagna. Björk segir að hann verði að fá tíma til að sinna fjölskyldunni en þau Berglind Kristjánsdóttir eignuðust barn í desember sl. Þau misstu sem kunnugt er þrjú börn sín í snjóflóð- inu. Björk segir að ef einhver ætti skilið að fá orðu þá væri það Haf- steinn Númason. Lokaðar dyr og læstar skúffur Björk segist ekki ætla að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Margbú- ið sé að spá fyrir henni að hún nái rúmlega 90 ára aldri og hún eigi því a.m.k. rúm 40 ár eftir ólifuð og nóg af þrjósku. Hún ætlar að nota þann tíma ef með þarf. „Við erum búin að standa í þess- ari baráttu í rúm tvö ár og reynt all- ar friðsamlegar leiðir til að fá málið rannsakað, þ.e. allt það sem úr- skeiðis fór þegar flóðið féll. Núna síðast, þ.e. í ágúst i fyrra, sendum við ríkissaksóknara bréf og þar fór- um við fram á rannsókn. Það tók þá sem sagt rúmlega hálft ár að ákveða að hafna rannsókn. Þeir voru ekki að hafa fyrir því að svara okkur öll- um heldur sendu bara svar til eins okkar. Okkur er sýnd alveg ótrúleg lítilsvirðing og við komum trekk í trekk að lokuðum dyrum og læstum skúffum í kerfinu. Þurfum við virki- lega að leita út fyrir landsteinana til að fá hjálp?,“ spyr Björk og segist eiga fá svör eftir. Tófur meira me tnar en fólk? Hún segir að í svari Hallvarðs Einvarðssonar ríkissaksóknara fari hann eins og köttur í kringum heit- an graut. Hann minnist t.d. ekki á þau hús sem talin voru á „eld- rauðu“ hættusvæði, hús sem ekki voru rýmd, og flóðið fór yfir. „Er ekki bara það eitt tilefni til þess að mádið sé rannsakað? Af hverju voru hús á eldrauðu svæði ekki tæmd? Við bara trúum ekki þessum svörum. Svo er ríkissak- sóknari eldsnöggur að afgreiða mál eins og með tófuna sem drepin var í Svarfaðardalnum. Þar er fólk dregið til ábyrgðar umsvifalaust. Eru tófur virkilega meira metnar en fólk?“ Erfið forræðismál Björk býr í dag með eldri dóttur sinni, 19 ára, sem eftir skilnað Bjarkar við bamsfóður hennar fyrir tíu árum, var dæmd til að vera hjá honum en Júlíanna hjá móður sinni. Hún flutti síðan til Bjarkar eftir flóðið og hafa þær styrkt hvor aðra í erfiðleikunum. Eftir að Björk og Hafsteinn tóku saman árið 1994 reyndu þau að fá eitt þriggja bama hans frá fyrra hjónabandi til þeirra. Það var hjá þeim í nokkra mánuði en þá var dæmt í forræðismáli Hafsteins þannig að ekki mætti skilja systkin- in að. Fyrir átti Hafsteinn tvö börn sem nú búa á ísafirði, 18 og 20 ára. Björk segir öll þessi forræðismál hafa bæst ofan á sorgina. Nóg hefði samt gengið á. Sá leikföng og öt dóttur sinnar Björk reynir að halda áfram sambandinu við þrjú yngri böm Hafsteins heitins sem búa í Hafn- arfirði hjá móður sinni. Hún heimsækir þau reglu- lega en i einni slíkri heimsókn skömmu eftir snjóflóð var henni hins vegar brugðið. Þá sá hún börnin í fötum af Júlíönnu heitinni og að leik með leikföng- in hennar. Allt hafði þetta gerst án þess að samband væri haft við hana en hún var þá nýkomin frá Súða- vík til að huga að persónulegum mun- um. Til Súðavíkur fór hún í lok febrúar 1995. Þá var hreins- unarstarfi að mestu lokið. Eftir nokkra leit fann hún lítið sem ekkert af sínum munum. Það var síð- an fyrir tilviljun sem hún fann hluta af dótinu í kjallara en þar hafði það hrein- lega verið falið. „Ég er alls ekki að sakast við þau í Hafnarfirði. Þau töldu að sjálfsögðu að þetta væri af góðum vilja gert. En að senda persónulegar eigur mínar svona án þess að tala við mig finnst mér mjög ein- kennilega að farið,“ segir Björk. Rutt yfir manns f yrra líf Hún gagnrýnir einnig hreinsunar- starfíð sjálft. Ekki hafi verið leitað eftir samþykki eftirlifandi íbúa til að leita í rúst- unum. „Verst er sú til- finning að finnast eins og jarðýta hafi rutt yfír manns fyrra líf, eins og maður skipti engu máli.“ Björk er ekki sátt við fyrrverandi sveitarstjóra Súðavíkur, Sigríði Hrönn Elíasdóttur. Meðal annars fyrir að hafa ekki sagt þeim Haf- steini að flóðalínan lægi nokkra metra frá eldhúsglugganum í verka- mannabústaðnum við Túngötu sem þau keyptu nokkrum mánuðum fyr- ir flóðið. „Ég hefði „Það er ekki nóg með að við þurfum að takast á við það sem gerðist í Súðavík heldur einnig allt það sem á eftir kom,“ segir Björk Þórðardóttir m.a. í viðtali við DV um eftirköstin af snjó- flóðinu f Súðavík sem lagst hafa mjög þungt á hana. Hún ætlar ekki að gefast upp fyrr en opinber rannsókn fer fram á slysinu. aldrei keypt húsið ef ég hefði vitað það. Segja má ef til vill að ég hefði átt að spyrja en ég hef alltaf treyst fólki og þar sem ég myndi aldrei gera öðrum þetta þá var ég svo mik- iö bam að halda að fólk hefði ekki samvisku til að gera svona nokk- uð,“ segir Björk. Átti ekki orð Hafsteinn Björnsson, sambýlismaður Bjark- ar. Eftir snjóflóðið fékk Björk húsið greitt til baka eins og hún hefði skil- að því inn sjálfviljug, með affóllum og öllu tilheyrandi. „Ágúst Björnsson sveitarstjóri spurði mig síðan hvort við gætum ekki útbúið bréf sem ég undirritaði um að ég færi ekki fram á meiri peninga fyrir húsið. Ég átti ekki til aukatekið orð og sagði auðvitað nei. En til þess að fá til baka það sem ég var búin að leggja í húsið, þ.e. að frádregnum affollum, varð ég að fá mér lögfræðing því þeir fyrir vestan gátu ekki einu sinni reiknað þetta rétt út. Þama munaði að vísu ekki hárri fjárhæð en mér er alveg sama. Þetta er bara lítið dæmi um hvemig farið hefur veriö meö okk- ur. Hvað skyldu þessir menn hafa leikið þennan leik oft áður þegar félagslegum íbúðum er skilað inn? Fólk spurði mig af hverju ég hefði ekki farið í mál út af þessu en mér finnst að svona hlutir eigi að ger- ast af sjálfu sér. Við eigum ekki DV-mynd Pjetur að þurfa að standa í þessu,“ segir Björk. Brjálæðislegt kæruleysi Hún er hneyksluð yfir því að yfir- völd í Súðavík skuli leigja út hús 1 gömlu Súðavík, hús sem í dag séu dæmd á hættusvæði. Barnafjöl- skyldur búi í mörgum þessara húsa og þetta sé „brjálæðislegt kæru- leysi“. Hún hefði haldið að menn hefðu lært af reynslunni en það væri greinilega misskilningur. Eins og áður sagði varð Björk að selja blómabúð í Reykjavík, Rauðar rósir við Laugaveginn, í fyrra eftir að hafa rekið hana í rúmt ár. Hún segir að reksturinn hafi hjálpað sér að gleyma erfíðleikunum um tima. Síðan þegar ekkert gekk í málum þeirra Súðvíkinga og þau látin bíða endalaust eftir svörum hafl hún ein- faldlega farið yfir á taugum. Sett á geðlyf Hún er í dag á þunglyndislyflum einfaldlega til að halda sér gangandi og vera fær um‘að vinna fyrir þeim mæðgum, en slík lyf hefur hún aldrei þurft að taka fyrr á lífsleið- inni. Hún segist um tíma í vetur hafa verið komin mjög neðarlega, þó ekki svo að hún hafi íhugað að segja skilið við þennan heim. Og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.