Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1997, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1997, Blaðsíða 55
LAUGARDAGUR 8. MARS 1997 V“' K V I K M Y ILD A eiuijjiYii Krínglubíó - Auðuga ekkjan: Sér grefur gröf... Það skeður oft að kvikmyndaleik- stjórar og handritshöfundar saka- málamynda kunna sér ekki hóf, eru kannski með ágæta sögu í gangi en ætla svo að setja punktinn yfir i-ið með endi sem kollvarpar öllu sem á undan er gengið, ætla sér einfaldlega að sýna hvað þeir eru klárir. Þannig er því hagað í Auðugu ekkjunni (Rich Man’s Wife), sem fjallar um unga eigin- konu sem er óviljandi völd að því að eiginmaður hennar er myrtur og situr svo fost í gildru morðingjans og getur sig hvergi hreyft. Myndin hefst þegar búið er að handtaka hina auðugu ekkju, Josie Potenza. Ekki er í byrjun gefið upp fyrir hvað hún er handtekin, en Josie byrjar að segja sögu sína sem ekki er fogur, óhamingjusamt hjónaband hefur leitt til framhjáhalds af beggja háifú, en Josie er tilbú- in að reyna að bjarga hjónabandinu og það er eiginmaður hennar einnig og ferðalag er ákveðið. En eins og áhorfendur komast að raun um þá hefði ferðin betur ekki verið farin. Auðuga ekkjan er ágætlega uppbyggð og hefur stígandi spennu, er nokkuð hæg á köflum, en heldur manni við e&iið, eða þar til á síðustu mínútum þegar á heimskulegan hátt er sett spumingamerki við allt það sem gerst hefur. Leikur er sæmilegur, mest reynir á Halle Berry, sem er nánast alltaf fyrir framan myndavélina og veldur hún hlutverkinu ágætlega, sérstaklega þegar haft er í huga hversu myndin er oft í hæga- gangi. Kvikmyndatökumaður er Heskell Wexler sem í áraraðir hefur verið mjög hátt skrifaður. Hefur honum oft tekist betur upp en hér. Leikstjóri og handritshöfundur: Amy Holden Jones. Kvikmyndataka: Heskell Wexler. Tónlist: James Newton Howard og John Frizelli. A&alleikarar: Halle Berry, Christopher McDonald, Clive Owen, Peter Greene og Charies Hallahan. Hilmar Karlsson Laugarásbíó: — The Crow 2: Borg englanna Við björgum The Crow 2: Borg englanna er framhald af Krákunni (1994), en þar olli dauði Brandon Lees miklu fjaðrafoki. Mörgum þótti sú Kráka ekki standast kröfur um andrúms- loftið sem teiknarinn James O’Barr skapaði í myndasögu sinni og hér í framhaldinu er það andrúmsloft enn síður. En kvikmynd á ekki að vera endurspeglun á þeim (mynda)bókum sem hún er gerð eft- ir, heldur sjálfstætt verk sem á að geta staðið eitt og ó(myndabóka)stutt. Söguþráðurinn er sá sami og áður, nema nú er ástvinamissirinn sem veldur upprisu og persónulegri hefnd, sonur Ashe (Vincent Perez). Inn í þetta blandast létt nekrófilísk spenna milli Ashe og stúlkunnar Söru (Mia Kirshner) sem var bam í fyrri myndinni en er nú orðin fúllvaxta tattúari. Söguþráðurinn kemur best fram í ljósaskilti einu sem birtist snemma, þar sem ’Jesus Saves’ (Jesús bjargar) hefur breyst í ’Us Save’ (Við björgum); því það er persónulega hefndin (ekki hetjulega) sem er aðalmálið. Það er viðeigandi að söguna sé að finna í ljósaskilti því að þetta er mynd sem gengur út á útht og stíl frekar en sögu. Leikstjórinn Tim Pope er frægur fyrir músíkmyndbönd og auglýsingar og ber mynd- in þess merki, margar senumar virka eins og myndbönd, enda er mús- íkin mikilvægur þáttur i þessari áherslu allri á stíl og hraða sem ein- kennir myndina. Perez er greinilega valinn fyrir útlit og kynþokka frekar en leikhæfileika (enda hélt hann ekki haus í Margot drottningu) og Iggy Pop er þama staddur líkt og til að hnykkja á þessum tengslum músíkmyndbanda og kvikmyndar. Þrátt fyrir neyðarlega lélegt handrit á köflum er útlitið smart og myndin þarmeð vel ásjáleg. Leikstjóri: Tim Pope. Handrtt: Davld S. Goyer. Kvlkmyndataka: Jean Yves Escoffler. Tónllst: Graeme Revlll. Aðallelkarar: Vlncent Perez, Mia Kershner, Richard Brooks, Iggy Pop og Thomas Jane. Sam-bíóin - Innrásin frá Mars: Dragdrottningar frá Mars Marsbúar eru litlir grænir kallar með stóran heila. Tækniþekking þeirra er mjög fúllkomin (stór heili = gáfur) og því hlýtur siðmenning þeirra aö vera á mjög háu stigi sem þýðir að þeir séu friðsamir. Eða svo segir prófessor Kessler ? (Pierce Brosnan) og framsetur þar eina helstu mýtu vestrænnar heimspeki um framþróun menningar. En þessu trúir Tim Burton ekki og tekur til við að sundurlima þessar há- leitu hugmyndir lið fyrir lið í þessari drepfyndnu paródíu á marsbúa þráhyggju vesturlanda. Burton setur forseta Bandaríkjanna (Jack Nicholson) og yfirvöld upp sem uppblásna óhæfa karla sem hugsa fyrst og fremst um eigin hag og hvemig þeir koma út í fjölmiðlum. Fárán- leiki þeirra kemur enn betur í ljós þegar það verður berlegt að mars- búamir eru ekki holdtekja hins illa heldur prakkarar sem líta á stríð við jörð eins og tölvuleik. Stíllinn og yfirbragðið leika aðalhlutverk hér líkt og í fleiri myndum Burtons sem sérhæfir sig i endursköpun tímabila, og vinnur hér með geim og skrýmslaæði það sem gekk yfir Bandaríkin á 6. áratugnum. Handbragð meistarans leynir sér ekki í þessari hárfúiu blöndu háðs og aðdáunár; hápúnkturinn er Lisa Maria sem marsbúi í ekta kynbombu- drag-i,,sem smyglar sér inn í hvíta húsið til að ganga frá forsetahjónun- um. Það er því við hæfi að marsbúamir falla á stílbragði; þeir hafa of- næmi fyrir hljómlist Slims Whitmans. Myndin er troðfull af stjömum, sem eiga góða spretti i hinum ýmsustu rullum, en sigurvergarinn í þessu al-ameríska stjömustríði er enski leikarinn Pierce Brosnan, sem skemmtir sér greinilega konunglega. Samspil hans við fjölmiðladísina (Sarah Jessica Parker), er hrein unun á að horfa. Amman (Sylvia Sidn- ey) er líka algert uppáhald, enda bjargar hún heiminum. Leikstjóri: Tim Burton. Handrit: Jonathan Gems. Kvlkmyndataka: Peter Suschitzky. Tónlist: Danny Elman. Aðalleikarar: Jack Nicholson, Glenn Close, Annette Bening, Plerce Brosnan, Danny DeVito, Mlchael J. Fox, Rod Steiger og Tom Jones. Úlfhildur Dagsdóttlr Úlfhildur Dagsdóttlr ★★★★ Tfr ★ StarTrek: Fyrstu kynni í Háskófabíói: Enterprise til bjargar jörðinni Star Trek myndaflokkamir eru ward, James Cromwell, Alice Kriege sjálfsagt eitt allra vinsælasta sjón- og Jonathan Fra- varpsefni sem gert hefur verið. Um kes, sem er leið og hann hélt áfram göngu í sjón- einn af fasta- varpinu hafa verið gerðar kvikmynd- leikurum i ir sem hafa notið óhemju vinsælda, Star sérstaklega í Bandaríkjunum þar sem til era mörg Star Trek félög. Star Trek: Fyrstu kynni (Star Trek: First Contact) er áttunda kvikmyndin sem gerð hefur verið. í fyrstu sex myndunum voru það gömlu Star Trek hetjurnar með leikarana William Shatner og Leonard Nimoy í broddi fylkingar, sem réðu ferðinni, en nú era það persónurn- ar úr Star Trek: Next Generation sem ráða ferðinni og þar fer fremstur í flokki Jean- Luc Picard, kafteinn, sem breski leikarinn Patrick Stewart leikur. í myndinni leggur hann ásamt liði sínu á Enterprise E til atlögu við Borg kynflokkinn, sem era að hálfú leyti vélræna en að hálfu lífrænar og er barist um yfirráðin á jörð- inni. Meðleikarar Stewarts eru Brent Spiner, LeVar Burton, Patrick Stewart, sem hér er fyrir miðri mynd, Michael Dom, Alfre Wood- stjórann á Enterprise. Trek: Next Generation, en hann er einnig leistjóri og er þetta fyrsta kvik- myndins sem hann leikstýrir. Frakes hefur með því að leika, leik- stýrt nokkrum sjónvarpsþáttum í Star Trek þáttaröðunum og hafa þeir allir þótt afbrags vel gerðir og það var þess vegna sem framleiðendur myndar- innar treystu honum fyrir að leik- stýra þessari dýra kvikmynd. Hef- ur honum greinilega tekist vel því Star Trek: Fyrstu kynni er sú mynd í myndaröðinni sem hefur fengið besta gagnrýni og er næstvin- sælust kvikmyndanna átta. Borg kynþátturinn sem er helsti óvinur Picard og félaga í mynd- inni er gamall i hettunni og kom fyrst fram í Star Trek: Next Generation fyrir fimm árum og hefur af og til skotið upp kollinum, en Borgarar þykja mjög grimmir og er öllum i bandalaginu sagt að varast þá enda er aðeins eitt verkefni á þeirra verkefha- lista, að ná yfirráðum yfir öllu lífi í alheiminum. Þetta er kynþáttur sem hóf til- veru sína sem lífverur en sau fram á að það væri hægt að ná betri árangri með því að vélvæða líkama leikur skip- sinn. -HK ^7 DCCMOACIMM 1 1 WM\ | 1 1 j Jt, ... yÆ ■p; | JLl i ■m fPf*' ^ 1 t m / i -'i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.