Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1997, Blaðsíða 4
 ★ 4 ★ fréttir LAUGARDAGUR 8. MARS 1997 Ársskýrsla Stígamóta 1996 á 7 ára afmælinu: Vinir og kunningjar hættulegustu óvinirnir misnota þolendur í 37,4% tilvika miðað við 256 einstaklinga 1996 „Það sem vekur almennt athygli við þessa skýrslu okkar er að hún breytist lítið milli ára. Það segir okkur að þær tölur sem við birtum eru ekki háöar tilviljunum og að ástandið er a.m.k. ekki betra en hér kemur fram. Skýrslan staðfestir líka að þolandinn er hinn hefð- bundni íslendingur og sker sig ekki á neinn hátt úr, kynferöisofbeldið fer ekki í manngreinarálit. Það er goðsögn að þolendur kalli á ein- hvem hátt á kynferðisofbeldið og henni þarf að útrýma,“ segir Guð- rún Jónsdóttir hjá Stigamótum þeg- ar kynnt var ársskýrsla Stígamóta fyrir 1996. Stígamót halda upp á 7 ára starfsafmæli sitt í dag og í gær kynntu Stígamótakonur árs- skýrsluna fyrir blaðamönnum. Þar kemur fram að 256 einstak- lingar leituðu til Stígamóta í Tengsl þolenda við ofbeldismenn 0,5%S Stjúpmóöir 0,8 2.7 3.8 3,8 4,4 4,4 5.2 6.3 8,7 10,9 10,9 37,4 1 Frænka ■■ Annaö HBH Eiginmaöur/sambýlism. ■■■ Mágur/giftur inn í fjölsk. ■saa Ati ■MMFaöir ■■■■iókunnugir karlar Bróöir IFrændi Fjölskylduvinur Vinur/kunningi % 10 15 20 25 30 35 4Q iml\ fyrsta skipti á síðasta ári og þeim tengdust 366 ofbeldismenn. Það þýðir m.ö.o. að 40% þolenda hafa lent í fleiri en einum ofbeldis- manni. Alls komu 193 í annað sinn á síðasta ári. Mest börn og unglingar Til Stígamóta hafa leitað 2.205 einstaklingar frá upphafi og sam- tökin taka við 15-20 símtölum á dag. Foreldrar spyrja t.d. um hvemig þeir eigi að hregðast við, hvort hræðsla þeirra við að böm þeirra kynnu að hafa orðið fyrir kynferðis- ofbeldi geti átt við rök að styðjast. Konur em yfir 90% þolenda kyn- ferðisofbeldis og af 256 einstakling- um sem leituðu til Stígamóta á síð- asta ára vora 22 karlar. „Böm og ungmenni era í lang- mestri hættu þegar rætt er um kyn- ferðisofbeldi og þegar skoðaðar era tölur um aldur þolenda þegar of- beldið er framið kemur í ljós að 78,7% þeirra sem leituðu aðstoðar árið 1996 voru beittir ofbeldi áður en þeir urðu 16 ára. Ferlið er yfir- leitt það að leitað er á bömin með- an þau geta lítið viðnám veitt og oft færir ofbeldismaðurinn sig svo nið- ur á yngra bam þegar hitt eldist, oft innan sömu fjölskyldu,“ segir Guð- rún Jónsdóttir. 50% úti á landi Guðrún segir margar goðsagnir vera í gangi í sambandi við kynferð- isofbeldið. Ein er sú að það gerist bara í stórborgum og önnur segfr að það séu bara ókunnugir og ljótir karl- ar sem fremji þessi voðaverk. Þegar skoðaðar eru tölur um ofbeldið á síð- asta ári áttu 51,6% tilvikanna sér stað úti á landi og 33,2% í Reykjavík. Ókunnugir karlar eru aðeins á ferð í 6,3% tilvika. Samkvæmt skýrslunni eru það vinir og kunningjar sem eru verstu óvinimir en þeir eru ofbeldis- mennfrnir í 37,4% tilvika. Stígamótakonur kynntu í gær ársskýrslu samtakanna fyrir órið 1996. Þær eiga 7 ára starfsafmæli í dag. Á myndinni eru Guðrún Jónsdóttir og Theó- dóra Þórarinsdóttir að kynna skýrsiuna fyrir blaðamönnum. DV-mynd E.ól Uppeldisaðstæður þolenda 0,4% 0,8 0,8 2,0 2,3 6,6 12.5 74.6 i Fööur og stjúpu | Ættleidd | Afa og ömmu ,1 Fööureinum I Fósturforeldrum I Móöureinni Móöur og stjúpa % 10 20 30 40 50 60 Kynforeldrum 70 80 Þolendur hafa í 14-17% tilvika gert tilraun til sjálfsvígs og að sögn Guðrúnar Jónsdóttur leiðast þolendur kynferðisofbeldis oft út í neyslu áfengis og fikniefna og síðan oft út í vændi. í skýrslu Stígamóta kemur í ljós að aðeins 2,8% þeirra tilvika sem komu til kasta samtakanna á síð- asta ári voru kærð til bamavernd- arnefndar og aðeins 8,5% til lög- reglu. Aldur þolenda - þegar ofbeldiö er framiö - 60% 50 40 30 20 10 7'8 53,7 || IÉi£°i§ < O to 010)0) O) H rl rH OJ CO ^ u!> A <i <i í o rH rH CS m Fæst að dómsmálum „Megnið af þessum brotum verð- in- aldrei að dómsmálum og það þykir okkur vitaskuld súrt í broti. Við telium að mnræðan sé í raun það eina sem hægt er að gera til for- varna og hún má aldrei deyja og þessar raddir mega aldrei þagna. Við getum varað bömin okkar við en það dugar væntanlega ekki gegn hinum fúllorðna ofbeldismaimi. Það sem umræðan getur gert er að hjálpa þolendum til þess að segja frá þessum hörmulegu athurðum og vekja fólk almennt til umhugsun- ar,“ segir Guðrún Jónsdóttir. -sy Jeppamenn á áætlun „Ég er að ræsa síöustu bílana úr Hrauneyjum og við eram á áætlun þrátt fyrir leiöindaveð- ur,“ sagði Ragnar Kristinsson, einn leiðangursstjóra Ferða- klúbbsins 4x4, sem lagöi lagði af stað úr Reykjavík upp á Sprengisand í gærmorgun. Ragnar segir að 100 bílar séu í hópnum og aö auki 20 aðstoð- arbílar. Um 260-280 manns era í bílunum. Hann sagði í gær að hópurinn ætlaði að gista í Nýja- dal og síðan hefði áætlunin hljóðaö upp á að koma til Akur- eyrar í kvöld. Vegna veðursins mætti þó allt eins búast við ein- hverjum töfum. „Það er kannski aldrei of seint að snúa við en við látum engan bilbug á okkur finna og veörið er heldur skaplegra nú en þegar við lögðum af stað,“ sagði Ragnar. -sv IDV ftMION íslenskt dagsverk efnir til starfsdags: Framhaldsskóla- nemar styrkja indverska jafnaldra - stefnt að Qölbreyttu iðnnámi ytra „Þetta er samstöðuverkefni allrar námsmannahreyfingarinnar og Hjálparstofiiunar kirkjunnar og felst í því að styrkja námsmenn á framhaldsskólaaldri á Indlandi. Að- aláherslan verður lögð á fræðslu hér heima og síðan að reyna að koma upp fjölbreyttu verknámi ytra,“ segja Anna Lára Steindal og Hallfríður Einarsdóttir hjá íslensku dagsverki. Þær stöllur segja námsefhi veröa dreift í skóla og að mjög mikilvægt sé fyrir ungt fólk að átta sig á því að það er fleira til í heiminum en álver og fiskur, ungt fólk á íslandi þurfi með öðrum orðum að líta upp úr naflanum á sér. Þær segja að starfsdagur verði haldinn 13. mars þar sem mennta- málaráðherra hafi gefið fram- haldsskólanemum leyfi til þess að mæta ekki í skólann heldur bjóða atvinnurekendum og öðrum krafta sína til kaups. Engin tak- mörk séu fyrir því sem framhalds- skólanemar geti gert og allt féð renni til þessa hjálparstarfs á Ind- landi. Um 20 skólar á framhalds- skólastiginu taka þátt í verkefn- inu og því er bara að hafa sam- band við þá. „Indverjar hafa sjálfir skil- greint vanda sinn, sem er gríðar- legur, og Hjálparstofnun hefur verið í mjög góðu samstarfi við þær tvær stofnanir ytra sem standa að þessu verkefni. Fólk þarf því ekki að óttast að aðstoð- in héðan komist ekki til skila. Þar hafa menn lagt það niður fyr- ir sér hversu mikið þurfl af saumavélum, varahlutum í bíla o.s.frv. þannig að þetta er mjög vel skipulagt." Á sunnudaginn verður haldinn málfundur í Odda, stofu 101, frá kl. 16-19 undir yfirskriftinni islenskt dagsverk og alþjóðahyggjan. Fjallað verður um mikilvægi alþjóðlegs hjálparstarfs og meðal ræðumanna verða Páll Skúlason og Jón Ormur Halldórsson. -sv Bryndís Ólafsdóttir, fyrrverandi sunddrottning og núverandi sterkasta kona Islands, sést hér fara létt meö aö lyfta bifreiö af geröinni Nissan Micra ' snjónum í gær. Bryndís mun sýna krafta sina í Kringlunni í dag klukkan 14 en þá veröur kynning á keppninni sterkasta kona íslands 1997 sem fram fer dagana 15. og 16. mars. DV-mynd BG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.