Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1997, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 8. MARS 1997 mik___________________________________________ Opið hús í sænska sendiráðinu á þriðjudag: Viljum að almenningur kynnist starfseminni - segir Pár Kettis, sendiherra Svíþjóðar „Við höfum alltaf haft mjög gott samband við íslendinga en okkur langar til þess að fólk kynnist enn- þá betur starfsemi okkar,“ segir sænski sendiherrann Pár Kettis. Sænska sendiráðið í Lágmúla 7 hyggur á opið hús á þriðjudag á milli kl. 9 og 15 þar sem starfsemi þess verður kynnt. Markmiðið er að almenningur fái að kynnast starfsemi sendiráðsins og fræðast meira um Svíþjóð. Sendi- herrann verður til viðtals á staðn- um ásamt þrautþjálfuðu starfsfólki sendiráðsins. Fólki er boðið upp á að leggja spurningar fyrir starfsfólk- ið um það sem því liggur á hjarta. í sendiráðinu er meðal annars bókasafn þar sem hægt er að lesa sér til um Svíþjóð. Möguleiki er á að fjölrita efni sem fólk getur þá fengið með sér heim. Breiða út upplýsingar „Okkur langar til þess að fólk fái að vita hvað við gerum hérna. Markmið okkar er að breiða út upp- lýsingar um Svíþjóð. Inn í það flétt- ast líka von um möguleika á við- skiptasamböndum á milli Svíþjóðar og íslands. Það varðar bæði inn- flutning á sænskum vörum hingað og íslenskum til Svíþjóðar. Það er alltaf gott að fá góða kynningu,“ seg- ir Káttis. Káttis segir að það sé talsvert um að íslendingar hringi og leiti eftir alls kyns upplýs- ingum um Sví- þjóð. Færri láta sjá sig til þess að skoða aðstæður og fá upplýsingar á staðnum. Það mætti vera meira af því. „Við höfum hugsað okkur að sýna fólki hverju er unnið að i sænska sendiráð- inu. Við getum auk þess sýnt fólki ýmsa sænska siði á myndbandi. Við erum öll sérfræðingar hvert á sínu sviði um sænska lifnaðarhætti og við erum tilbúin að svara spurningum fólks. Við ætlum að segja frá og deila út efni um Svíþjóð," segir Kettis. Staðsetning sænska sendiráðsins er í Lágmúlanum og það er kannski ekki einn af þessum venjulegu stöð- um fyrir sendiráð. Að sögn Kettis er það bæði gott og slæmt. Kosturinn við það er að sendiráðið er nokkuð miðsvæðis, innan um mörg stór fyr- irtæki en það telur hann mjög gott þegar tekið er tillit til markaðarins. Starfsmenn sendiráðsins eru sjö og eiga sumir að baki langan feril í sendiráðsstarfsemi víða um heim. Sendiherrann hefur þjónað í Var- sjá, Addis Abeba, Washington og Nýju Delhi. Daina Zaidi sendiráðs- ritari hefur starfað á vegum sænska sendiráðsins í Los Angeles, Brussel, Ósló, Alsír, Varsjá, Lagos, Washington og Hanoi auk styttri tíma í Szczecin, Colombo, Islama- bad, Riga og Belgrad. Lillemor Lindback Goaied skjalavörður hef- ur starfað í Túnis, París og Abidjan. Auk þeirra starfa Ingimar ísaksson, Halldóra Ásgrímsdóttir, Frida Svantesson og Thomas Rasi, nemi við sendiráðið. -em „Okkur langar til þess að fólk fái að vita hvað við gerum hérna," segir sendiherran Pár Kettis. Starfsfólk sendiráðsins ásamt sendiherranum, Pár Kettis. DV-myndir E.ÓI erlend bóksjá Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Catherlne Cookson: The Upstart. 2. Nick Hornby: Hlgh Fldellty. 3. Marlan Keyes: Lucy Sulllvan Is Getting Married. 4. Josephine Cox: A Tlme for Us. 5. Nlcholas Evans: The Horse Whlsperer. 6. Mlchael Klmball: Undone. 7. James Patterson: Hlde and Seek. 8. Helen Forrester: Mourning Doves. 9. Josteln Gaarder: Sophle's World. 10. Graham Swlft: Last Orders. I Rlt almenns eðlls: 1. Blll Bryson: Notes from a Small Island. 2. Sebastlan Faulks: The Fatal Englishman. 3. Paul Wllson: A Llttle Book of Calm. 4. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. (kvlkmyndaútgáfa) 5. John Gray: Men Are From Mars, Women Are From Venus. 6. R. Bauval & G. Hancock: Keeper of Genesls. 7. Grlff Rhys Jones rltstjórl: The Natlon's Favourlte Poems. 8. Fergal Keane: Letter to Danlel. 9. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 10. Alicla Dujovne Ortlz: Eva Peron: A Blography. Innbundnar skáldsögur: 1. Catherine Cookson: Bondage of Love. 2. Mary Wesley: Part of the Furnlture. 3. Mlnette Walters: The Echo. 4. Ken Follett: The Thlrd Twln. 5. Terry Pratchett: Hogfather. Innbundin rit almenns eðlis: 1. Dava Sobel: Longltude. 2. Anne Frank: Dlary of a Young Glrl. 3. Scott Adams: The Dllbert Prlnciple. 4. Benedict Allen: The Skeleton Coast. 5. C. McNelsh & R. Else: Wllderness Walks. (Byggt á Thej Sunday Tlmos) Beckett-skjölin Samuel Beckett fæddist og ólst upp á írlandi en átti lengst af heima í Frakklandi og skrifaði flest kunn- ustu verk sín á frönsku. Ævisögu- höfundar og aðrir fræðimenn, sem keppst hafa við að grafast fyrir um ævi og störf síðasta „modemistans“, þurfa hins vegar að leita annað til að fá að gramsa í skjölum hans og minnisblöðum - einkum til Eng- lands og Bandaríkjanna. Langbesta safn gagna um fyrri hluta skáldferils Becketts er að finna í Texasháskóla i Austin. En mikið af minnisblöðum, handritum og frumútgáfum verka hans er líka til húsa í háskólanum í enska smá- bænum Reading. Það kom til vegna mikils áhuga James Knowlsons á verkum skáldsins, en þeim kynntist hann strax á sjötta áratugnum. Mörgum árum síðar, eða 1969, var Knowlson orðinn prófessor í frönsku við Reading og skipulagði sérstaka sýningu um Beckett sem þá hafði nýverið fengið bókmennta- verðlaun Nóbels. Skáldið frétti af þessu og lét berast að hann hefði áhuga á að hitta frönskukennarann. Fundur þeirra í París var upphaf reglulegs sambands sem m.a. varð til þess að Beckett, sem lést árið 1989, gaf háskólanum marga gull- mola úr safni sínu. Dæmdur til frægðar Segja má að Knowlson hafi nú launað þessa vináttu leikskáldsins með nýrri ævisögu. „Damned to Fame. The Life of Samuel Beckett" heitir hún (Bloomsbury). Þar gefur Knowlson, sem líta má á sem opin- beran ævisagnahöfund skáldsins, mjög ítarlega og um leið afar já- kvæða mynd af Beckett. Nafn bókarinnar vísar vafalítið til þess að Beckett var mjög ein- Samuel Beckett. rænn maður og vildi fá að vera í friði. Hann veitti yfirleitt aldrei við- töl og leit á frægðina sem fylgdi nóbelsverðlaununum sem alvarlegt áfall. Umsjón Elías Snæland Jónsson Það var hins vegar ekki alltaf svo. í ævisögunni rekur Knowlson ólík æviskeið Becketts. Fjölskylda hans á írlandi var vel efnuð og hann naut allsnægtalífsins á yngri árum, ók um i sportbíl og hafði gaman af Sex- ton Blake og Gilbert og Sullivan. Auk þess var hann duglegur í íþróttum í skóla; hnefaleikum, golfi og krikket. Viðhorf hans til lifsins breyttust verulega í háskóla þar sem hann hreifst af nýjum stefnum i bók- menntum, málaralist og leikritun. Þaðan lá leiðin til Parísar þar sem hann kynntist „páfanum" sjálfum - James Joyce - og gerðist lærisveinn hans til margra ára. Áhrif stríðsins Drykkjuskapur og hóhemlíf í Par- ís lá hins vegar þungt á sálinni og þegar faðir hans lést skyndilega úr hjartaslagi fékk Beckett slíkt þung- lyndi að hann þurfti að ganga til sál- fræðings næstu árin. Það gjör- breytti lífi hans, að eigin sögn. Styrjöldin hafði ekki minni áhrif. Beckett starfaði mikið fyrir frönsku andspyrnuhreyfinguna, ásamt sam- býliskonu sinni Suzanne Descheve- ux-Dumesnil. Þau voru nærri því að falla í hendur Gestapomanna þegar kaþólskur prestur sagði til þeirra, en tókst að flýja til Provence þar sem þau lifðu við kröpp kjör. Að stríðinu loknu sæmdu Frakkar Beckett heiðursmerki fyrir fram- göngu sína. Knowlson telur þessa reynslu hafa haft mikil áhrif á Beckett sem sendi helstu verk sín frá sér á sjötta áratugnum: skáldsögurnar Molloy (1951), Watt (1953), Malone Dies (1955) og The Unnameable (1958) og leikritin Waiting for Godot (1952), Endgame (1957) og Krapp’s Last Tape (1958). Aðrar nýlegar ævisögur Becketts eru: „Samuel Beckett: The Last Modernist" eftir Anthony Cronin (Harper-Collins) og „The World of Samuel Beckett, 1906-1946“ eftir Lois Gordon (Yale). Metsölukiljur Bandaríkin , Skáldsógur: 1. Wally Lamb: She’s Come Undone. 2. John Grisham: Runaway Jury. 3. Danlelle Steel: ÍFive Days In Parls. 4. Michael Ondaatje: The English Patlent. 5. Jane Hamilton: The Book of Ruth. 6. Taml Hoag: Guilty as Sln. 7. Davld Baldaccl: Absolute Power. 8. Lawrence Sanders: McNally's Puzzle. 9. Peter Blauner: The Intruder. 10. Nicholas Evans: The Horse Whlsperer. 11. Davld Guterson: Snow Falling on Cedars. 12. Phllip Frledman: Grand Jury. 13. Petru Popescu: Almost Adam. 14. Iris Johansen: The Ugly Duckling. 15. Richard North Patterson: The Flnal Judgment. Rit almenns eðlis: 1. Jonathan Harr: A Civil Action. 2. Mary Plpher: Revlvlng Ophella. 3. Andrew Well: Spontaneous Healing. 4. Kay Redfield Jamison: An Unqulet Mind. 5. Thomas Cahill: How the Irish Saved Civillzatlon. 6. Mary Karr: The Uar's Club. 7. Dava Sobel: Longitude. 8. M. Scott Peck: The Road Less Traveled. 9. Clarissa Pinkola Estés: Women Who Run Wlth the Wolves. 10. Jon Krakauer: Into the Wild. 11. C. A. Darden & J. Walter: In Contempt. 12. Isabel Fonseca: Bury Me Standing. 13. Barbara Kingsolver: IHIgh Tide In Tucson. 14. Betty J. Eadle & Curtis Taylor: Embraced by the Llght. 15. B. Gates, Myhrvold & Rlnearson: The Road Ahead. (Byggt á New York Tlmes Book Revlew)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.